Morgunblaðið - 15.09.1976, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1976
s _
Arni Ragnar Magnús-
son — Minning
Fæddur 17. maf 1914.
Dáinn 16. ágúst 1976.
Horfinn er nú minn góði og
tryggi vinur og kunningi okkar
hjóna.
Ragnari kynntist ég hér í
Reykjavík 1941. Konan mín sá
hann fyrst sem svaramann okkar
1943 og eigi gleymist sú tryggð og
vinátta enda minntist hann oft
þeirra tíma þegar við fórum um
landið okkur öllum til ánægju.
Ragnar var prentari að iðn.
Hann mun hafa byrjað i Stein-
dórsprenti og vann hann þar í
mörg ár, siðar í Gutenherg og
víðar. Mér fannst Ragnar oft vera
misskilinn af svo mörgum t.d. ef
hann mætti ekki til vinnu, þá átti
það alltaf að vera sjálfskaparvíti
en hann var svo dulur maður að
hann vildi sem sjaldnast bera sig
upp við aðra því ég veit að hann
bjó við vanheilsu í mörg ár.
Oft kom Ragnar við á Laugaveg-
inum þar sem við bjuggum og
fékk sér kaffisopa. Eitt skipti
kom hann og bjöllunni var ekki
svarað, það þótti honum skritið og
datt víst í hug að athuga það bet-
ur og gekk því bakvið hús og
ætlaði að sjá inn um eldhúsglugg-
ann en þá sér hann hvað gerst
hafði. Konan mín hafði reist stiga
upp að húsinu og ætlaði inn um
eldhúsgluggann sökum þess að
hún hafði lokað sig úti enn stig-
inn hafði sporðreistst og kona
mín lá í hlóði sinu í kjallaratröpp-
unum. Hann náði þegar í stað i
aðstoð og lækni og hjálpaði mikið
til sökum þess að ég var fjarver-
andi.
Þetta var ekki hið eina góðverk
sem Ragnar lét af hendi rakna,
hann var ætíð boðinn og búinn til
að gjöra kærleiksverk fyrir allt og
alla.
Fyrir þetta allt þakka ég honum
nú á kveðjustund og minningu
+
Móðir mín
MARÍA SKÚLADÓTTIR THORODDSEN,
lézt aðfaranótt þriðjudags
fyrir hond vandamanna,
Jón Thor Haraldsson.
t
FRIÐRIK EINAR BJÖRGVINSSON,
húsgagnabólstrari,
lézt 1 3 september
Aðstandendur.
Faðir okkar t KRISTJÁN ÁSGEIRSSON
er látinn Hildur Rebekka Kristjánsdóttir Karla Kristjánsdóttir Kristján Kristjánsson.
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
MinnaNúpi,
verður jarðsungin frá Stóru-Núpskirkju, laugardaginn 1 8 sept kl 1 4
Húskveðja verður að heimili hennar kl 1 3,
Fyrir hönd vandamanna,
Margrét og Guðbjörg Ámundadætur.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MAGNEA TORFADÓTTIR,
Hjallavegi 9,
sem lézt 9 sept verður jarðsett frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 16
sept kl 1 3 30
Blóm vmsamlega afþökkuð
Geir Róbert Jónsson,
Torfhildur I. Jónsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson,
Kristján Vattnes Jónsson, Lovísa Helgadóttir,
og barnabörn.
t
Hjartkær eigmmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
CAMILLUS BJARNARSON,
málaram
lézt að Vífilsstaðaspítala 1 2. sept
Þuríður T. Bjarnarson,
Þórir Bjarnarson, Guðfríður Hermannsdóttir,
Jarðþrúður Bjarnarson, Óli Georgs,
Rafn Bjarnarson, Magnfríður Gústafsdóttir,
Benedikt Bjarnarson, Matta Friðriksdóttir,
og barnaböm.
t
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður og afa,
ÞORSTEINSKR. MAGNÚSSONAR.
Magnús Þorsteinsson,
Gunnar Þorsteínsson,
Steinar Þorsteinsson,
Ragnhildur Þ. Guida,
Sighvatur Þorsteinsson.
Sigriður Þorsteinsdóttir,
tengdabórn, barnabörn og barnabarnabörn.
Svavar Júlíusson
verkstjóri — Kveðja
Fæddur 15. okt. 1920.
Svavar var af heilum hug unn-
andi þess fagra og frjósama í nátt-
úru lands síns og fór oft á vit
þeirra dásemda þegar heilsa og
annir leyföu, þangað út sem lækir
renna, grös gróa og vatn gjálfrar i
grjóti, og einmitt þar var hann
staddur þegar kallið kom.
Svavari þökkum við hin góðu
kynni af heilum hug og semdum
hans hugljúfu konu, Hönnu Pét-
ursdóttur, og börnunum innilegar
samúðarkveðjur.
Fjölskyldurnar
Otrateig 44—54.
— Sextugur
Framhald af bls. 25
var upp tekinn. Mæddu þá umsvif
og annir mjög á húsfreyju ekki
síður en bónda hennar. Það
reynir á þolinmæðina að sjá fyrir
þörfum margra aðkominna ung-
linga auk eigin barna.
Börn þeirra hjóna eru sjö, synir
fimm og tvær dætur, dugnaðar-
fólk, sem ber heimili sínu og for-
eldrum fagurt vitni.
Það er mikið hlutskipti að koma
svo mörgum börnum vel til
manns. En tekst, þegar tveir vilja,
og gleymum þá ekki forsjá
móðurinnar og umhyggju hennar.
Vmis áhugamál á Þórður á öl-
keldu önnur en þau, sem hér
hefir verið drepið á. Má þar nefna
t.d. skógrækt. Á hennar vegum
brá hann sér til Noregs og naut
vel fararinnar. Ungmennasam-
band Islands er æskuhugsjón
hans, og hefur hann verið forystu-
maður hennar í heimasveit sinni
og héraði. Þá á Landvernd sér
hauk í horni, þar sem Þórður er.
Að lokum Iit ég til baka yfir
senn liðinn aldarþriðjung og
þakka vini mínum Þórði á
Ölkeldu samfylgdina. Við hjónin
óskum honum innilega til
hamingju á þessum tímamótum í
ævi hans og fjölskyldu hans
ánægjulegs afmælisfagnaðar.
Þorgr. V. Sigurðsson
fyrrv. sóknarprestur
á Staðastað
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera i sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
hans munum við öll geyma í huga
okkar.
Ragnar var Vestmanneyingur
að ætt og fluttist hann ungur að
árum til Reykjavíkur eða um tví-
tugt.
Fyrri kona hans var Elín Ölafs-
dóttir og eignuðust þau eina dótt-
ur, Halldóru Ragnars, búsetta hér
í Reykjavík.
Siðari kona hans var Sigríður
Magnúsdóttir, ættuð frá Raufar-
höfn, og eignuðust þau tvær dæt-
ur, Ingigerð Ragnars, hún er gift
Árna Sigurðssyni bifvélavirkja,
ættuðum frá Skagaströnd og búa
þau hér í Reykjavfk og eiga einn
son, Arna Ragnar, þriggja ára og
voru þeir nafnar miklir vinir
enda þurftu þeir alltaf að heim-
sækja hver annan og fara í ferð
um bæinn gangandi eða i strætó.
Yngri dóttir þeirra er Magnea
Ragnars, heitbundin Pétri Þor-
grímssyni, Klifshaga í N-
Þingeyjarsýslu.
Hafi Ragnar þökk frá mér fyrir
allar okkar góðu samverustundir
á liðnum árum. Blessun Guðs
fylgi honum á þeim ókunnu leið-
um er hann nú hefur lagt út á.
A.S.
Dáinn 27. ágúst 1976.
Við, sem sendum þessi kveðju-
orð, vorum nágrannar Svavars og
unnum með honum að sameigin-
legum verkefnum í tvo áratugi.
Frá fyrsta degi þeirrar samvinnu
hefir gagnkvæmt traust og vin-
átta verið í fyrirrúmi, á þá vináttu
sló aldrei fölva. Svavar var dreng-
skaparmaður, viðmötshlýr og vin-
fastur og ætíð reiðubúinn að rétta
fram hjálpandi hönd og hann
gerði það með góðum orðum og
glöðu sinni, hann var ætíð hvetj-
andi til nytsamra framkvæmda og
alls þess sem var til fegurðar-
auka, og hann lagði að þvi hug og
hendur að lyfta undir þann
hreina og heilnæma blæ sem leik-
ið hefir um okkar samfélag öll
þessi ár. Fyrir það framlag erum
við honum af hjarta þakklát, og
við munum sakna hans mest þeg-
ar mest á reynir.
Siðastliðin niu ár átti Svavar
við þungbæran sjúkdóm að striða,
sjúkdóm sem hann fann til hvern
einasta dag meira og minna og
sem að lokum varð þrekmenninu
ofviða, hann gekk þó til vinnu
sinnar i hvert sinn af af honum
bráði og með sanni má segja að
honum féll aldrei verk úr hendi,
hann gafst ekki upp en vann og sá
heimili sínu og fjölskyldu far-
borða.
Á því sumri sem nú er á förum,
varð Svavar að taka sér hvild frá
störfum vegna veikindanna, en
hafði á því fullan hug að taka
aftur til starfa áður en langt um
liði. Að læknisráði fór hann i
gönguferðir um nágrennið, hann
gekk þar um sem blómskrúð er I
görðum og á grasreitum og hann
naut alls þess fegurðarauka, sem
var honum í blóð borið. Hann var
vakinn og sofinn að hlúa að sínum
eigin gróðurreit og til þess varði
hann mörgum góðviðrisstundum
og taldi sér mikinn „yndisarð að
annast blómgaðan jurtagarð“.
Minning:
Bjarnheiður Guðmunds-
dóttir, Vestmannaeyjum
Þann 10. ágúst s.l. andaðist í
Vestmannaeyjum frú Bjarnheið-
ur Guðmundsdóttir, ekkja Páls
Þorbjörnssonar fyrrum skipstjóra
og alþingismanns. Hún stýrði um
árabil einu mesta myndar- og
rausnarheimili i Vestmannaeyj-
um.
Hún var fædd á Ragnheiðar-
stöðum í Gaulverjabæjarhreppi 7.
september 1910, ein a níu systkin-
um. Hún giftist 1930 Páli Þor-
björnssyni skipstjóra og settu þau
saman bú í Vestmannaeyjum, þar
sem Páll tók við stjórn kaupfélags
alþýðu.
Umsvif Páls í Vestmannaeyjum
urðu feikimikil og verða ekki rak-
in hér. Þau hjón eignuðust fimm
börn og komu þeim öllum til
manns. Þau eru: Guðrún, gift
Þresti Sigtryggssyni skipherra,
Hrafn skipstjóri, ókvæntur, Guð-
björg, gift Sturlu Þorgeirssyni,
húsgagnasmiðameistara, Arndis,
gift Georg Stanley Aðalsteinssyni
framkvæmdastjóra, og Þorbjörn
giftur Ester Antonsdóttur.
Frú Bjarnheiður missti mann
sinn 20. febrúar 1975. Afkomend-
ur þeirra hjóna eru orðnir 22.
Sá er þessar línur ritar kynntist
frú Bjarnheiði í sambandi við
lausn á erfiðu vandamáli og átti
við hana nokkur samskipti. Þar
kom fram, að hún var óvenju skýr
og kjarkmikil kona og jafnframt
bjartsýn þó á móti blési. Erfið-
leikar buguðu hana ekki. Blessuð
sé minning hennar. Ég votta af-
komendum hennar samúð mína.
J.B.
t
Þökkum af alhug öllum þeim, er
sýndu okkur hluttekningu við
andlát og útför móður minnar,
KRISTÍNAR
GUÐMUNDSDÓTTUR
er andaðist að Hrafnistu 30k
ágúst s I
Sérstakar þakkir viljum við færa
starfsfólki Hrafnistu og vinum
hennar þar, fyrir að létta henni
síðustu æviárin með umhyggju
og vinsemd
Gísli Rafn Guðmundsson
og fjölskylda.