Morgunblaðið - 19.09.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976
— 50 mílur
Framhald af bls. 1.
stað sérmeðhöndlunar bresks
fiskiðnaðar.
Brown sagði annað hvort yrðu
bretar að ná raunhæfu samkomu-
lagi við EBE strax eða horfa á
aðrar evrópuþjóðir þurrausa
bresk mið eftir 1982, þegar sam-
eiginleg fiskveiðistefna EBE
landanna gengur úr gildi.
Bæði báta- og togarasjómenn
hafa krafist einkaréttar á 50
mflna belti með allri Bretlands-
strönd. Ríkisstjórnin hefur sagt
að hún geti ekki tryggt annað en
línu sem nær frá 12 mílum og
sums staðar upp í 50 mílur. Um
þetta verður að semja í sambandi
við 200 mílna efnahagslögsögu
EBE, sem tillögur hafa verið gerð-
ar um.
Þriðjungur fiskafla breta er
fenginn af miðum utan áhrifa
EBE, aðallega við Noreg. Brown
sagði norðmenn mundu ekki leyfa
bretum fiskveiðar innan 200
milna nema norskum sjómönnum
yrði leyft að veiða við strönd Bret-
lands.
— Svíþjóð
Framhald af bls. 1.
herraefni borgarflokkanna, sagði
að það væri falskur áróður einn af
hálfu jafnaðarmanna að við
stjórnarskipti myndi látiðtil skar-
ar skríða gegn ellilífeyrisþegum.
Hann kvað umhyggjuna fyrir hin-
um öldruðu alveg þá sömu hjá
borgarflokkunum. Palme hélt þvi
fram að skattastefna borgarflokk-
anna gæti leitt til þess að hið
opinbera hefði ekki nægilegt fé
til að greiða út ellilífeyri. Þar
væri um að ræða „léttúðug lof-
orð‘‘.
Fálldin réðst á fyrri yfirlýsingu
Palmes i vikunni um að vanda-
málin varðandi úrganga frá
kjarnorkuverum séu leyst. Palme
hafði sagt í útvarpsviðtali að
samtök allra helztu vísindamanna
Bandarikjanna I kjarnorku-
rannsóknum hefðu lýst því yfir að
„tæknileg lausn“ væri fundin á
þessu vandamáli. Samtökin, sem
telja um 2.500 vísindamenn,
sendu frá sér yfirlýsingu í gær
þar sem þau saka Palme um að
hafa reynt að blekkja sænska
kjósendur með „algjörlega fals-
aðri og villandi“ lýsingu á afstöðu
samtakanna. Hún væri þveröfug
við það sem Palme sagði. Vandinn
væri óleystur. Palme sagði hins
vegar er hann svaraði gagnrýni
Fálldins i gærkvöldi að 95% vís-
indamanna heims teldu að unnt
væri að leysa þennan vanda.
Hann varaði við orkumálastefnu
sem myndi leiða til atvinnuleysis,
takmarkana og skammtana, og
hækkun húsaleigu. Lars Werner
ítrekaði þá skoðun kommúnista
að efna ætti til þjóðaratkvæða-
greiðslu um kjarnorkuveramálið,
en aðrir flokksleiðtogar töldu að
gera ætti út um málið á þingi.
Fálldin sagði þó að svo kynni að
fara að efna yrði til þjóðarat-
kvæðagreiðslu ef stjórnmála-
menn gætu ekki leyst málið.
— Maó
Framhald af bls. 1.
hangir á hliðum hinnar for-
boðnu borgar. Það var Wang
Hung-wen, varaformaður
flokksins, sem var í forsæti við
útiathöfnina.
1 ræðu sinni sagði Hua að
Kína myndi áfram fylgja marx-
ískri stefnu og þeirri leið sem
Mao hefði markað. Hann hvatti
til einingar og varaði við
„klofningi". Takið ekki þátt 1
ráðabruggi eða samsærum,"
sagði hann. Hann ftrekaði það
að Klna væri staðráðið í að
„frelsa“ Taiwan undan þjóð-
ernissinnum. Eftir að 20 mín-
útna langri ræðu hans lauk
sneru leiðtogarnir sér við og
hneigðu sig, ásamt milljón ann-
arra Kínverja, þrívegis frammi
fyrir mynd Maós. Hin einfalda
en áhrifaríka athöfn endaði
með þvf að leikið var „Austrið
er rautt“.
Vestrænir fréttaskýrendur
telja að enginn óyggjandi vfs-
bending hafi komið fram við
athöfnina um eftirmann Maós,
en benda þó á að þeir Wang og
Hua voru þar mest áberandi.
Matthías
Johannessen:
HHVER
HUGMYND
HSKAL
/ tilefni af Ijóða-
bók Kristjáns Karlssonar, Kvæðum
Kristján Kar/sson birti /jóðiö „Maður kemur í Möðruda/ á Fjöllum að
kvö/di dags á öndverðri átjándu öld og fer ekki þaðan aftur" í Lesbók
Morgunblaðsins og í kjölfar þess skrifaði ég nokkur orð um það,einnig í
Lesbók. Nú hefur Kr/stján gefið út Ijóðabók og í tilefni af því langar mig
til að bæta nokkrum orðum við það sem ég sagði um fyrrnefnt Ijóð.
/ /jóðabókinni nýju „Kvæðum" eru frumort Ijóð, bæði á íslenzku og
ensku, en ég læt öðrum eftir að fjalla um ensku Ijóðin, þó að ég geri mér
giem fyrir því að styrkur Kristjáns sem Ijóðskálds, lærdómur hans og þá
ekki sízt fyndni, nýtur sín ekki síður í ensku Ijóðunum en þeim íslenzku.
En af augljósum ástæðum hljóta íslenzku Ijóðin að standa okkur nær og
læt ég við þá afsökun sitja.
Fyrir u.þ.b. áratug átti ég samtal við bandarísku jasssöngkonuna El/u
Fitzgerald og sagði hún þá m.a., að skilningur sé eitthvert mikilvægasta
orð tungunnar. Eftirsóknarverðast í lífinu sé að auka skilning milli fólks.
Þetta kemur mér í hug, þegar ég les Ijóðabók Kristjáns Karlssonar. Hún
er mér ekki sízt mikils virði vegna þess, að ég hef gert mér far um að
skilja hana. Við höfum m.a. af þeim sökum bundizt vináttuböndum, ég
og hún, sem auka g/eðina og eru því í senn eftirsóknarverð og mikilvæg.
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, að fólk hefur áhuga á skáldskap
án þess að skilja hann. En ski/ningur ætti þó ekki að þurfa að draga úr
áhuganum. Beztu lesendur Ijóða eru skáld á sinn hátt. Einar Benedikts-
son sagði, að alþýðan ski/di sig, en menntamennirnir kynnu ekki að meta
sig. En einmitt á þeim punkti, ef svo mætti segja, lifði Einar Benedikts-
son af alla gagnrýni.
I kvæðabók Kristjáns Karlssonar er sér-
kennilegt ljóð sem heitir „Svartur prestur í
grænu grasi“. Við fyrstu sýn virðist ljóðið
einungis skírskotandi táknmyndir og torveld-
ur lestur. En þegar grannt er skoðað verður
það manni ný reynsla og sérstæð, vegna þess
að við upplifum gamalkunnugt yrkisefni,
dauðann, f óvæntum táknmyndum og tungu-
taki, sem við erum ekki vön. „Svartur
prestur" er guð í mynd dauðans: Við mund-
um vilja losna frá honum í björtu þ.e. meðan
við erum lifandi:
Vor réttlæting, ein, er árangursleysi,
sú eigingirnd vor að tfminn leysi
oss burt hvorn úr annars athöfn f björtu...
Af þessum sökum er til f hverjum manni sú
ósk að vilja losna við guð, þ.e. að vera ekki
háður honum. En í kvæðinu segir að sjálf-
sögðu, að það sé ekki hægt:
sú óskynja von að myrkrið leysi
oss burt hvorn úr annars ásýnd 1 björtu...
í orðinu „óskynja" felst, að ekki sé hægt að
skynja þá ósk að losna við guð, enda sé sú ósk
sprottin af sjálfselsku, sem veldur þvf að við
vildum helst ekki þurfa vera háð forsjóninni;
sbr. orðið „eigingirnd“.
Þegar skáldið segir: „Svartur prestur f
grænu grasi“, er hann að lýsa tilfinningu
fyrir dauðanum í lífinu, en síðan breytist
þessi prestur f „gulan prest í grasi svörtu", og
þá er dauðinn búinn að sigra: græni liturinn,
sem var litur lífsins, er orðinn svartur, þ.e.
dauðinn sigrar óhjákvæmilega. Þessi skír-
skotun til lita er byggð á þeirri hugmynd, ef
ég skil ljóðið rétt, að frumliturinn sé aðeins
einn, gulur, þ.e. litur sólarinnar, og þar með
að gult sé litur guðs. En sérstæðasta nýlunda
þessa ljóðs er að það f jallar f raun og veru um
manninn andspænis guðdóminum án þess
nokkurn tíma sé minnzt einu orði á guð; það
fjallar um dauðann án þess nokkru sinni sé
minnzt á dauðann. Og það er grimmd í því,
miskunnarleysi eins og flestum öðrum
ljóðum bókarinnar. En þar sem manneskja er
á ferð, þar er einnig samvizka. Hún er eitt af
því, sem skilur okkur frá dýrunum, og þegar
skáldið skfrskotar til hennar, minnist hann
ekki á hana frekar en annað sem um er
fjallað í ljóðinu, heldur segir hann einungis:
svo orsök breytist í afleiðingu og afleiðing
breytist f sök.
Þar með verður orðið sök eins konar mið-
þyngdarstaður f ljóðinu, því að án samvizku,
án sakar, þyrftum við ekki að hafa áhyggjur
af sjálfselsku okkar og þá væri dauðinn
broddlaus reynsla, sem við hugsuðum ef til
vill aldrei um frekar en rándýrið f frum-
skóginum.
Enda þótt Kristján Karlsson haldi trúnað
við hefð og arf í íslenzkri ljóðlist, fer hann
sínar götur og slær persónulegan tón, sem
væri óhugsandi án þeirrar nýsköpunar í
íslenzkri ljóðlist, sem átt hefur sér stað á
undanförnum áratugum. En þegar hann
minnist á þennan forna arf, hefur hann
ávallt einhvern fyrirvara; það er eins og
hann vilji ekki ánetjast honum. Hann er
jafnvel á verði. I eftirmæli eftir Sigurð
Nordal, sem er uppgjör við klassíska róman-
tfska menningu, sem Nordal heyrði til segir
skáldið að „langfeðga lúðir svipir ... eiga
ekki athvarf víðar, þeir endurgrafast f
rústir“ þó að þeir hafi ljómað í vitund
Nordals og „gnúðir gripir“ glitrað í minni
hans. Skáldið segir, að Nordal hafi munað
meira en við öll og raunar munað fyrir okkur
öll, ogklykkirút með samlíkingu við erlendar
hallir, „sem einnig um sfðir falla“. Þessar
vísur um Nordal eru metafór eða myndhvörf:
hann var svo gamall og mnndi svo mikið, að
hann geymdi sem lifandi mannéskja
rómantíska menningu þjóðarinnar, eins og
erlendar hallir gera, fullar af gömlum mun-
um og gnúðum gripum. I staðinn fyrir hallir
áttum við Sigurð Nordal. Að þvf leyti nær
likingin tilgangi sinum: við erum minnt á
mikilvægt ævistarf manna eins og Sigurðar
Nordals, sem persónugerðu það, sem hefur
orðið okkur kærast og ógleymanlegast úr
langri menningarsögu þjóðarinnar. Lúðir
svipir langfeðganna verða Kristjáni Karls-
syni nálægir. Grimur Thomsen sótti öðrum
fremur yrkisefni í fornöldina, svo að ekki er
út í bláinn að vitna til hans hér, þó að viðhorf
skáldanna séu ólik:
1 fornöldinni
fastur ég tóri,
f nútfðinni
nátttröll ég slóri.
segir Grímur. Hann hverfur til fornaldar-
innar í leit að athvarfi „Mikið af skáldskap
hans er blátt áfram leit að betri félagsskap
en lifið bauð honum,“ segir Sigurður Nordal.
En Grími verður fortfðin fjariæg: „Yfir hið
liðna bregður blæ/ blikandi fjarlægðar“,
segir hann. Þetta kemur allt heim og saman:
Kristjáni Karlssyni er fortfðin svo nálæg, að
hún verður nánast óþolandi draugagangur,
en Grfmi Thomsen er hún svo óþolandi fjar-
læg, að hún verður eftirsóknarverð. Einasta
athvarf stormasamrar ævi; viðmiðun, sem
hægt er að draga af réttar ályktanir.
I framhaldi af þessu verður næst fyrir að
líta á ljóðið „Þau hin litverpu og litglæstu
fjöll er blasa við i austri, eru sögufróðustu
fjöll íslands..en svo heitir kvæði
Kristjáns Karlssonar með tilvitnun i ræðu
eftir Sigurð skólameistara Guðmundsson,
sem hann hélt á iþróttavellinum í Reykjavfk
17. júnf 1918. I ljóðinu biður skáldið nóttina
að koma og nema á burt fávis fjöll ræðu-
manns og hefur þá eins og beinast lá fyrir,
breytt „sögufróðustu“ í „fávís". Skáldið
biður nóttina um þetta svo að við getum
næsta dag haldið ferðinni áfram; ekki aftur i
tímann, heldur fram á veginn. ekki til for-
tíðar, heldur framtfðar. Og hann biður þá,
sem látnir eru, að raska ekki ró okkar, kref ja
okkur einskis. Það er skemmtileg nýbreytni
að óska þess af hinum látnu, að þeir raski
ekki ró okkar, þvi að venjulega erum við
áminnt um að raska ekki ró hinna dauðu. Við
verðum að geta lifað án sífelldrar truflunar
af hinum dauðu. Þegar Kristján Karlsson
biður nóttina að taka fjöllin frá okkur,
merkir það ofureinfaldlega: að losa okkur við
fortiðina. En um leið og hann segir það, setur
hann sig í spor sjálfs Jagos, drottins-
svikarans og erki fantsins í Othello, og tekur
upp orð hans óbreytt í lok kvæðisins:
„Demand me nothing: What you know you
know“. I þessum orðum felst viss storkun —
og þá ekki sízt vegna þess að skáldið vitnar til
þeirra á ensku. Þetta er áminning til þeirra,
sem vilja beita föðurlandinu i kúgunarskyni,
en það hafa allar kynslóðir þurft að þola á
Islandi frá þvi sjálfstæðisbaráttan hófst — og
ekki sízt sú sem nú lifir. — Þó að Kristján
Karlsson yrki ekki brýn eða aktúel ljóð,
verður þetta kvæði hans áminning um að láta
ekki fortiðina og söguna verða að eins konar
andlegri kúgun, sem menn geta ómögulega
vaxið frá. Þjóðerniskennd, sem verður böl,
sprettur, eins og kunnugt, er af ófullnægingu
þjóða.
Gagnrýni skáldsins á þjóðernistal okkar
Islendinga en þó einkum tilhneigingin til að
losna við fortfðina — fá að vera i friði fyrir
henni — er eftirminnileg og ekki ástæðulaus.
Þó fjöllin séu falleg, getur maður hugsað sér
að losna við þau einstaka sinnum, jafnvel
þau. Hér eru þau persónugerð sagan — sem
alltaf er að þrengja'sér inn á okkur. En þegar