Morgunblaðið - 19.09.1976, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.09.1976, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 Mrtlllffltttll! ■ Halldór Pétursson Halldór Pétursson við mynd sína af Ólafi Thors. lætur gamminn geysa á Kjarvalsstöðum 9 YFIRLITSSÝNING á verkum Halldórs Péturssonar, listmálara, stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum, en drifið var í þessari sýningu þegar uppgötvaðist að Halldór væri að verða sextugur. Á sýningunni eru myndirfrá ýmsum æviskeiðum Halldórs, allt frá því að hann var þriggja ára og fram á þennan dag, sýnishorn af kímnigáfu Halldórs, sem hann er löngu orðinn lands- frægur fyrir, úrval af bókaskreytingum hans og merkjum sem hann á heiðurinn að, svo sem Flugfélagsmerkinu, Reykja- víkurmerkinu og merki Rafmagnsveitu Reykjavíkur auk fjölda málverka. Myndirn- ar eru flestar til sölu en þó svo að fólk eigi ekki peninga til að kaupa myndirnar, er margt sem gleður augun, því að Halldór hefur verið heldur spar á opinberar sýn- ingar á ferli sínum. I viðtalinu hér á eftir segir Halldór lítið eitt af sjálfum sér og frá sýningunni. — Jens heitinn Benediktsson, blaðamaður „Það er svo skrítið en einhvern veginn finnst mér eins og þetta tilstand allt komi mér ekkert við. Ég var búinn að öllu, sem ég átti að gera sjálfur, fyrir um mánuði og lét þá eftirleikinn allan í hend- urnar á unga fólkinu, dætrum mínum tveimur, syni og tengda- 3 syni að ógleymdri Ölöfu Arna- dóttur, sem er hinn eiginlegi | hönnuður sýningarinnar. Þau f hafa séð um það sem gera þurfti ' hér á Kjarvalsstöðum og ég hef - aðeins verið áhorfandi." Við sitjum inni á auðri kaffí- \ stofunni á Kjarvalsstöðum, | Halldór kveikir sér í sígarettu og allt fas hans ber það með sér, að hann er dálitíð utanvelta við yfir- litssýningu þá á verkum hans, sem búið er að setja upp í stóra salnum. Halldór er heldur ekki vanur stússi af þessu tagi. „Þetta byrjaði eiginlega allt á því, að kunningjar mínir upp- götvuðu að ég var að verða sext- ugur,“ heldur Halldór áfram. „Það gekk maður undir manns hönd til að fá mig til að sam- þykkja það að ráðast í yfirlitssýn- ingu á þvt sem ég hef verið að fást við um dagana og ég lét undan eftir mikið sálarstrið. Eg er svo óvanur þessu, hef aðeins haldið eina opinbera sýningu um a>vina og það var 1952 — fyrir utan karíkatúrsýningu sem ég hélt á Laugaveginum í húsi Marteins. Fleiri sýningar hef ég ekki hald- ið, svo að mér óaði við tilhugsun- ina um að fara að efna til heillar yfirlitssýningar. En eftir að ég tók ákvörðun um að fara út í þetta, hef ég unnið að þessari sýningu heilshugar og ekkert lát- ið aftra mér.“ — Hvers vegna hefurðu ekki haldið fleiri sýningar? „Ja, ætlí það sé ekki aðallega það, að ég hef ekki haft tíma til að sinna málverkunum, eins og ég hefði viljað. Venjulega hef ég ver- ið önnum kafinn við að fást við allt mögulegt sem pantað hefur verið hjá mér — bókaskreytingar, dútlað við portrett og þar fram eftir götunum. Það, sem ég hef málað á undanförnum árum, hef- ur selzt fljötlega og ég hef þess vegna aldrei getað komið mér upp L Skákstríðið mikla. Operustrfðið mikla. lager af myndum. Nú og í öðru Iagi hefur ntér kannski þótt það vera að bera í bakkafullan lækinn að auka við allar þær sýningar sem hér eru haldnar." „Það er eins og menn megi ekki kaupa pensla og liti án þess að þurfa að sýna árangurinn.“ Halldór segir að sér finnist óþarflega mikið af málverkasýn- ingum í borginni. „Það er eins og menn megi ekki kaupa pensla og liti án þess að þurfa að sýna síðan árangurinn," segir hann. „Sjálfur fer ég ekki mjög oft á sýningar nú orðið, en sé þó allar helztu syning- ar sem myndlistarlifið hér hefur upp á að bjóða." — Hvernig finnst þér frammi- staða okkar i myndiistinni?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.