Morgunblaðið - 19.09.1976, Page 19

Morgunblaðið - 19.09.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 19 Friðarberinn — Kissinger f öðru ljósi. „Það er að minnsta kosti óhætt að segja, að það sé mikil gróska i myndlist hér á landi og töluvert meiri fjölbreytni en var fyrr á árum. Og ég er heldur ekki frá því, að þessir ungu listamenn okk- ar séu frjálslyndari en ýmsir hin- ir eldri, sem gátu ekki viðurkennt neitt nema afstrakt-list." Sjálfur hefur Halldór aldrei fengizt neitt við afstraktmyndir. ,,Ég hef aldrei lagt það fyrir mig, ekki einu sinni prófað að mála afstraktmynd hvað þá meir,“ seg- ir hann. ,,En ekki þar fyrir — ég get haft gaman af mörgum af- straktmyndum. Og þegar ég fer nú að fara meira út í málverkið er Fyrsta mynd Halldórs. ómögulegt að vita hvað maður gerir . . . samt þykir mér það ósennilegt að ég fari nokkuð að eiga afstraktmyndir svona á gam- als aldri." — Hvað áttu við þegar þú segist ætla „að fara meira út í málverk- ið“? Steinn Steinar „Ákveðinn í að hætta núna öllu þessu smádrasli“ „Ég er ákveðinn í því að hætta núna öllu þessu smádrasli, sem ég hef verið að gera á liðnum árum, eftirleiðis ætla ég að gera það sem mig langar til — hætta þessu eig- inlega brauðstriti. Það eru lika komnir svo margir í þetta núna og þeir kunna margir hverjir miklu meira fyrir sér á þessu sviði en ég. Þetta er orðinn svo mikil tæknivinna og alls konar nýjung- ar komíð til, sem voru óþekktar þegar ég var að byrja. Núna held ég að það sé óþekkt fyrirbæri, að menn teikni bókstafina í titla og höfundarheiti í bókarkápur til dæmis eins og var hér áður fyrr — núna eru til alls konar letur- tegundir, sem leysa þetta starf af hendi. En þegar ég var að byrja í þessu var maður allt í senn — auglýsingateiknari, bókaskreyt- ingamaður, teiknari og fékkst við allt frá þvi að teikna mónógröm í koddaver upp í að mála altaris- töflur. Maður spannaði sem sagt allt svið dráttlistarinnar, ef svo má segja." Áður en við settumst inn á kaffistofuna hafði Halldór leið- beint undirrituðum um sýningar- salinn, og án þess að ég vilji stela gla>pnum frá Braga Ásgeirssyni með því að kveða dóm um sýning- una, get ég að minnsta kosti borið að sýningin er fjölbreytt. Þar get- ur að líta fyrstu myndir Halldórs sem hann gerði barn að aldri, hin fyrsta er frá því að hann var 3ja ára og er að sjálfsögðu af hesti. Á öðrum vegg hanga nokkur sýnis- Einar Markússon horn af bókaskreytingum hans, einnig myndir af mönnum sem settu svip á bæinn hér fyrr á árum, myndur úr leikritum sem hér hafa verið sýnd, úrval af teikningum hans úr heimsmeist- araeinvíginu i skák, svo og gam- ansamar hugleiðingar hans úr þorskastríðinu síðasta, fáeinar portrett-myndir, auk nýrra vatns- litamynda og málverka, sem hann hefur verið að vinna að á siðustu árum. „Myndirnar eru langflestar i minni eigu,“ segir llalldór, „en þó hef ég orðið að fá nokkrar lánaðar til að vera með myndir frá öllum tímabilum. En myndir eftir mig eru víst komnar út um allar triss- ur og ég veit ekki einu sinni hvar þa>r eru allar niðurkomnar." 1 nýrri málverkunum á sýning- unni segist Halldór hafa notað eingöngu akríl-liti, sem hann seg- ir sameina kosti vatnslita og oliu- lita. Halldór segir þó, að oliulit- irnir hafi ýmsa kosti fram yfir akríl-litina en það þurfi líka nokk- uð önnur vinnubrögð í meðferð olíulita og þess vegna sé hann heldur frábitinn því að skipta aft- ur yfir í olíuna. En hvers vegna er hann svona upptekinn af mál- verkinu um þessar mundir? í nýrri nálverkunum á sýning- unni segist Halldór hafa notað eingöngu akril-liti, sem hann seg- ir sameina kosti vatnslita og oliu- lita. Halldór segir þó, að olíulit- irnir hafi ýmsa kosti fram yfir akríl-litina en það þurfi lika nokkuð önnur vinnubrögð í með- ferð oliulita og þess vegna sé hann heldur frábitinn þvi að skipta aftur yfir i olíuna. En hvers vegna er hann svona upp- tekinn af málverkinu um þessar mundir. Helgi Hjörvar „Hef alltaf verið meira fyrir teikninguna.“ „Sannast sagna hef ég alltaf verið meira fyrir teikninguna," svarar Halldór, „og mér finnst hún einhvern veginn eigit betur við mig. En þetta stafar kannski Þrír jöfrar — Halldór Laxness, Ásmundur Sveinsson og Matthfas Jochumsson. Skúlaskeió — uppáhaldsmyndin. Áf verkunum skuluð þið þekkja þá — Nixon og Watergate, Brandt og Áusturstefna, Kissinger og leiðtogarnir. Hestar um nótt. af því, að ég hef ekki gert nógu mikið af því að mála og mér finnst núna sem ég þurfi að ná betri tökum á málverkinu. Svo fer þetta allt eftir því við hvað tnaður er að fást hverju sinni, olían á betur við sumar myndir, vatnslit- ir við aðrar.“ — Ertu þá búinn að missa áhug- ann á skopteikningunum? „Nei, ég hef ákaflega gaman af þvi að gera skopmyndir, sérstak- lega auðvitað þegar manni tekst vel upp og hefur dottið niður á snjalla hugmynd. Hins vegar fer öll ána'gjan af þessu þegar maður er beðinn um að gera myndir af þessu tagi, þá liggur líka venju- lega einhver ósköp á myndunum og maður hefur engan tíma til að aci. FdU tri UIIl- iivern veginn allt öðru visi að finna upp á einhverju hjá sjálfum sér.“ ÓIi Maggadon, „Þetta er einhvern- veginn ad verða grár múgur allt saman.“ Ekki segist Halldór eiga neinn eftirlætisskotspón i skopmyndum sínum. „Hitt er svo annað mál, að það er eins og mér finnist að það hafi verið svipmeiri karakterar hér í gamla daga, kannski sérstak- lega í pólitíkínni .... jafnvel á öllum sviðum — þetta er ein- hvern veginn að verða grár múg- ur allt saman og allir eins.“ — Þú sagðir mér einhvern tima, að þú ga'ti aldrei náð Einari Ágústssyni almennilega — áttu fleiri vandamál af þessu tagi? „Já, já — yfirleitt á maður i mestu erfiðleikum með menn, sem eru svona sléttir og felldir, friðir menn sem maður kallar. Hjá þeim finnur maður ekkert sérstakt, sem maður getur hengt hatt sinn á. Nú, og svo eru aftur til menn sem eru hreinir karík- túrar í verunni, sem enginn vandi er að ná. Ég man t.d. eftir einum kennara minum úti sem var þann- ig i útlíti að það mátti ekkert ýkja svip hans — þá var hann orðinn hrein öfreskja." „Dulvitur kona fullyrti við mig að ég hefði verið uppáhalds gæðingur einhvers Araba- höfðingja í fyrra lífi.“ Eitt mótif er þó rikjandi á sýn- ingu Halldörs og það eru að sjálf- sögðu hestarnir. Hvernig stendur á þessu dála'ti hans á hestum? „Ég hef alltaf verið hrifinn af hestum," svarar hann. „Ég er eiginlega alinn upp i sveit • hérna á Túngötunni í Vesturba'n- um. Prestarnir á Landakoti voru alltaf með hesta og pabbi átti hesta. Svo var ég alltaf i sveit á sumrin og stöðugt í hestastússi þar. En það sem mestu máli skipt- ir vafalaust er að hér i gamla daga fullyrti dulvitur kona við mig, að ég hefði verið uppáhaldsgæðing- ur einhvers Arabahöfðingja í fyrra lifi. svo að það hlýtur að vera frumeðlið í mér sem brýzt fram í þessum myndum. Það er Framhald á bls. 47 Jóhannes Birkiland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.