Morgunblaðið - 19.09.1976, Page 32

Morgunblaðið - 19.09.1976, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 LJÓSMYNDIR: FRIÐÞJÓFUR \ Tw°'' Eftir „syndafallið": Braskarinn og herinn ræða (þjóð)málin MIÐALDRA unglinga rekur sjálfsagt minni til, að i gamla daga var starfræktur skemmtigarður suður í Vatnsmýri er dró nafn af þeim fræga skemmtigarði Kaupmannahafnar, Tívolí. Þá var gaman að vera ungur og enn reikar hugur- inn suður Njarðargötu. inn um skrautmálaða hliðið, gegnum mannþröngina að bílabrautinni, rólu- bátunum, draugahúsinu, Parísarhjólinu, skotbökk- unum og hringekjunum. Ofan til í hugarheiminum sveima flugvélarnar og ryðja úr sér gotteríinu yfir skarann. Og þegar sumri hallar og hlið garðsins lokast, þá skellir hugurinn sér bara í dansstaðinn dýr- lega, Vetrargarðinn, og fær sér snúning — og kannski sitthvað fleira sem ekki má nefna! Stuðmenn — sem sjálf- kjörnir eru í islenzka popp- landsliðið — hafa varðveitt staðinn fyrir framtíðina á nýju plötunni „Tívolí" og hjörtu okkar sem munum staðinn slá hraðar, þegar platan snýst á fóninum. Hinir, sem engar minningar eiga um staðinn, verða að láta sér nægja tónlistina og textana, sem standa fylli- lega fyrir sínu engu að síður Biðröð við „Gullna hliðið" — Herinn gerir sér dælt við fjallkonuna, sem slær um sig. Unglingurinn ! stuði og braskarinn Htur hann hýru auga. Herra Reykjavík sýnir beztu hliðarnar (og vöðvana) en æskan biður aftast i biðröðinni og á litla von um að komast inn í skemmtigarð þjóðarinnar. skrapp suður i Tívolí á dögunum og beindi Ijósnæmum augum sínum að Stuðmönnum i heimsókn þar. Þeir félagar klæddust gervum sögupersónanna á plötunni (og vöktu óblandna kátinu starfsmanna Hafskips, sem hefur vörugeymslur 5 Tívolí). Árangurinn af myndatöku Friðþjófs Helgasonar sést hér. Hinir ólánssömu, sem ekki hittu Stuðmenn í Tivolí, ættu að rölta á Lækjartorg klukkan þrjú i dag, ef veðurergott, þvi að þar hyÐOjast Stuðmenn kynna plötuna á útihljómleikum, ef veður- guðirnir leyfa. Sólskin væri vel þegið, enda man Slagbrandur bara eftir sólskini í Tivolí forðum daga, þegar lifið var leikur. Stiginn dans í Vetrargarðinum (sáluga) PLötuhulstrið endurtekið Herinn og þjóðin togast á um fjallkonuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.