Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976 Helgi Kristjánsson vélsijóri—Minning F. 20. september 1904. D. 9. september 1976. Á morgun verður til moldar borinn, á afmælisdegi sinum, Helgi Kristjánsson, vélstjóri, til heimilis að Reykjavíkurvegi 31 hér í borg. Helgi Thorberg Kristjánsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Ólafsvfk 20. sept. árið 1904. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristján Kristjánsson, bátasmið- ur frá Ytra-Skógarnesi á Snæfellsnesi, f. 4. ágúst 1871, d. 22. jan 1944, Gíslasonar bónda og hreppstjóra. Móðir hans var Helga Ingibjörg Helgadóttir, fædd 27. júni 1884, d. 20. október 1904 i Ólafsvík, Árnasonar, bónda, sjómanns og hreppstjóra í Breiðavfkurhreppi. Helga var fædd í Gíslabæ á Hellnum á Snæ- fellsnesi. Sem ráða má af framansögðu missti Helgi móður sina fárra vikna gamall. Var honum komið í fóstur hjá föðurbróður sinum Gisla Kristjánssyni og Jóhönnu konu hans í Ytra-Skógarnesi f Miklaholtshreppi, en þar ólst hann upp til 17 ára aldurs og taldi sínar æskustöðvar upp frá þvi. Helgi óslst upp í fagurri sveit, innanum búfé, fugl og sel, með tilkomumikinn fjallgarð á aðra hlið og svarrandi brim á hina. Hvort hann hefur verið með miklar spurningar inn á sér þá, til að mynda hvers vegna móðir hans tvítug var tekin frá fjögurra vikna barni, vitum við ekki, en við vitum að hann náði sáttum, og unni þeim stað mest hvar hann gekk sín fyrstu spor. 17 ára gamall hóf Helgi Kristjánsson sjómennskuferil sinn og reri til fiskjar á vertíðum og i annan tíma þegar færi gafst, og varð sjómennskan lífsstarf hans upp frá því, að vísu með nokkrum hléum, en þá við störf tengd sjósókn og sjávarafla. Helgi Kristjánsson var einn þeirra manna er allt lék í höndun- um á. Hann mun snemma hafa byrjað að hyggja að vélum, sem voru að leysa menn undan árum þar vestra í þann mund er hann kom til starfa á sjónum, og árið 1927 lauk hann mótornámskeiði Fiskifélags Islands, I. stigi, og rúmum áratug sfðar, eða árið 1938, lauk hann Mnsk.II við sömu stofnun, og varð vélstjórn starf hans upp frá því. Mótornámskeið Fiskifélagsins voru ef til vill ekki sú ákjósanleg- asta fræðsla, sem unnt var að veita í vélfraæði, enda hefur því kennsslukerfi nú verið kastað fyr- ir róða og annað tekið upp, en sjómenn eru þó sammála um það að vel gefnir, hagir menn, sem náttúru höfðu fyrir vélar hafi komið þaðan með mikinn feng og ágæta undirstöðu, sem sfðar var unnt að bæta við i starfinu á sjónum. Það var Þorsteinn Lofts- son, vélfræðingur frá Krossi (1890—1961), sem veitti nám- skeiðum þessu forstöðu, en hann var vélfræðiráðunautur Fiski- félagsins frá 1931—1961. Var Þorsteinn hinn merkasti maður, Iærður vel f sínum fræðum, en hafði auk þess mikla reynslu frá sjónum og þvf fullfær um að miðla þvi nauðsynlegasta, þrátt fyrir skamman námstíma á vél- stjóranámskeiðunum. Þorsteinn samdi einnig kennslubækur, sem þykja hinar merkustu. Þorsteinn Loftsson var glöggur á mannsefni, og hann fékk oft til liðs við sig, við vélfræði- kennsluna, menn sem skarað höfðu framúr við nám og smíðar. Menn sem höfðu þetta í sér að sunda vélar og halda þeim gang- færum. Einn þessara manna var Helgi Kristjánsson, en honum var falið að gangast fyrir fjölda mótornámskeiða viðs vegar um land á árunum 1942—1957 og þótti Helgi góður kennari og naut hann vinsælda hjá nemendum sínum, sem voru fjöldamargir. Segir þetta sfna sögu af hæfileik- um hans. Var Helgi óþreytandi við að auka þekkingu sfna og las allt sem hann komst yfir um vél- fræði og hélt þeim sið svo lengi sem hann fylgdi fötum. Varð þetta til þess að hann náði góðum tökum á fagi sínu og varð eftir- sóttur til starfa. Hann var einn af stofnendum Mótorvélstjórafélags Islands á sfnum tíma og ávallt traustur félagsmaður þar. Árið 1930, 11. október, gekk Helgi að eiga eftirlifandi konu sina, Kristínu Jónsdóttur, Helga- sonar, bónda á Bjargi við Hellna og Sveinbjargar Pétursdóttur. Kristín var fædd á Búðum á Snæ- fellsnesi. Jón Helgason, faðir Kristínar, var bróðir Helgu Ingi- bjargar, móður Helga, og voru þau hjón því systkinabörn. Þau Helgi og Kristín bjuggu fyrstu búskaparár sfn á Akureyri, en árið 1938 fluttust þau til Siglu- fjarðar, sem þá var miðstöð sfld- veiðanna fyrir Norðurlandi. Helgi vann við síldariðnaðinn, fyrst sem vélstjóri á skipum og sfðan sem vélstjóri við Sfldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, en hann starfaði þar frá 1944—1952, er síldin hvarf. Helgi var mikið fjarverandi frá heimilinu á þessum árum, eins og sjósókn var háttað þá, og töldu þau hjón því hagkvæmara að flytja bú sitt til Siglufjarðar, sem þá var heimahöfn svo til allra síldarskipa, þótt skrásett væru í öðrum umdæmum. Á vetrum starfaði Helgi svo við mótornám- skeiðin, sem að framan greinir, en áður reri hann á vetrarvertíð- um suður með sjó, sem þá var siður. Árið 1952 fluttust þau Helgi og Kristín til Reykjavfkur og bjuggu þar og f Kópavogi upp frá því. Atvinnuleysi var þá á Siglufirði og ekki annað í rauninni að gera en flytja sig til, þar sem atvinna var meiri. Stundaði Helgi upp frá þvi sjó- mennsku á skipum Skipaútgerðar ríkisins og á varðskipunum, en í 3 ár var hann vélstjóri á b.v. Jóni Þorlákssyni.togara Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Seinustu árin var hann vökumaður hjá Hafskipi hf. þar sem hann deildi gæslustörfum við annan kunnan vélstjóra, Guðfinn Þorbjörnsson. Þau Helgi og Kristín voru far- sæl í búskap sfnum. Oft reyndi mikið á konuna, eins og aðrar sjómannskonur, þegar menn þeirra þurftu f sífellu að elta vinnu sína f fjarlæga landhluta, oft mánuðum saman, en það bless- aðist vel, þótt oft væri erfitt. Einu sinni kom hann t.d. ekki heim í 13 mánuði vegna vinnu sinnar. Helgi átti við talsverða van- heilsu að strfða. Fékk til að mynda heilablóðfall innan við fimmtugt og Iamaðist þá mikið, en tókst með dæmafáu þreki og elju að ná starfsheilsu á ný, og fór til sjós eftir það og hvaðeina, og hann vann sfna vinnu þar til fyrir tveim árum er heilsan bilaði og þá fyrir fullt og fast. Var hann eftir það stöðugt rúmliggjandi að heita má og seinasta hálfa árið sem hann lifði dvaldi hann á sjúkra- húsi, þar sem hann svo lést 9. september síðastliðinn. Börn þeirra Helga Kristjáns- sonar og Kristfnar Jónsdóttur urðu fjögur talsins, en þau eru: 1) Kristín, f. 1931, gift Reinhard Sigurðssyni, verkstjóra. 2) Jón, f. 1932, vélstjóri, kvæntur Aðalheiði t Útför eigmmanns míns. föður, tengdaföður og afa okkar, EINARS J EINARSSONAR, fyrrv. verkstjóra, Bergþórugötu 9, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 21 september kl 3e.h Þeim sem vilja mmnast hans er bent á líknarstofnanir Fyrir mína hönd og annara vandamanna, . „ Asta Guðjónsdóttir. t Þökkum innilega hluttekningu víð fráfall og útför. móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Skólabrú 2, Stefán Ólafsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Ólöf Vilmundardóttir. Ólafur Ólafsson. Elsa Einarsdóttir, og barnabörn. t Inmlegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar GUÐMUNDAR PÁLSSONAR, frá Húsafelli. Ástrfður Þorsteinsdóttir og börn. t Móðir okkar og tengdamóðir ELÍN MELSTEÐ Freyjugötu 42, verður jarðsett frá Dómkirkjunni þriðjudagmn 2 1 þ m kl 1 30 Inga Melsteð Borg Ragnar Borg BogiTh. Melsteð Ingibjörg Melsteð. t Útför t FRIÐRIKS EINARS BJÖRGVINSSONAR, Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa. húsgagnabólstrara. FRIORIKS STEINSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 21 september kl 13 30 fyrrv. skipstjóra. Hagamel 45, Aðstandendur. ferframfrá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21 sept kl 10:30árdegis Anna Marta Guðnadóttir, Birna Gunnhildur Friðriksdóttir, Innilegar þakkir fyrir auðsýnda' t samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar míns, föður, tengdaföður, bróður og mágs. ÞORGEIRS GUÐMUNDSSONAR Digranesvegi 38 Kópavogi. Anna Sumarliðadóttir, Herdis Ragna Þorgeirsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Frímann Kristinn Sigfnundsson, Bryndís Stefánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Leifur Guðmundsson, Stefán Stefánsson, Valgerður Gunnars. Sigurður Grétar Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson. Helga Harðardóttir. Elisabet Svavarsdóttir. t Einlægar þakkir sendum við fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, eiginmanns míns, föður okkar, tengdasonar og bróður GUOBJÖRNS GÍSLA BALDVINSSONAR, Stórahjalla 1 7. Guðbjörg Þorgeirsdóttir, Þorgeir Guðbjörnsson, Snjólaug Baldvinsdóttir, Baldvin Guðbjörnsson Hólmfrtður Guðsteinsdóttir, Hólmfriður Guðbjörnsdóttir, Þorgeir Þórðarson, _ og systkini. Guðmundsdóttur. 3) Kristján, stýrimaður, f. 1934, kvæntur Björgu Jónsdóttur. 4) Jóhannes, útvarpsvirkjameistari, f. 1936, kvæntur Fríðu Sigurveigu Traustadóttur. Helgi Thorberg Kristjánsson er nú allur. Hér hafa verið rakin fáein spor úr sögu hans og lífs- hlaupi. Hún er sömu ættar og svipar til sögu margra íslenskra sjómanna, er við erfið kjör komust til manns. Helgi fór einn af stað út í heiminn, viðskila við unga móður, þá mánaðar gamall og einn fer hann líka í sína hinstu för. Lokið er í einni svipan langri sögu, at- vinnusögu, sögu um kreppu, at- vinnuleysi, og sögu um nýja von. Félagar hans kveðja hann með trega og minnast hans með sjálf- um sér, og við sendum nú konu hans og börnum góðar kveðjur og þökkum honum samfylgdina. Gamlir félagar. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á 1 mið- vikudagsblaði, að berast 1 sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera 1 sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera véiritaðar og með góðu lfnubili. t Af heilum huga þakka ég öllum, þeim, sem veittu mér og fjöl- skyldu mirmi aðstoð og samúð vegna veikinda og fráfalls kon- unnar minnar, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Erlendur Gíslason, Dalsmynni. t Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, MAGNÚSARBERGMANNS SIGUROSSONAR, Reynimel 80. Nanna Pétursdóttir, Ásta Margrét, Ástríður Svava, Berglind. t Minningarathöfn um móður mína GUÐRÚNU MARÍU JÓNASDÓTTUR frá Björk i Grimsnesi fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20 september n.k kl 10 30f h Jarðað verður að Klausturhólum í Grímsnesi Karl Hafberg. t Maðurinn minn, HELGITHORBERG KRISTJÁNSSON, vélstjóri frá Siglufirði, Reykjavíkurvegi 31. Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 20 septem- berkl 13:30 Þeim sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Slysavarnarfé- lag íslands Kristin Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.