Morgunblaðið - 19.09.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1976
Susan George f Out of Season, sem hin kynæsandi dóttir.
Mánudagsmyndin
Wilby-samsœrið
Out of Season, oresk, 1975.
Leikstjóri: Alan Bridges.
Umhverfið er lítió enskt þorp
við ströndina. Það er vetur og
lítið um að vera hjá mæðgun-
um, sem reka hótel á staðnum.
En það lifnar yfir hlutunum,
þegar Joe Tanner, amerískur
ferðamaður, kemur til dvalar á
hótelinu. Það kemur f ljós, að
tuttugu árum fður hafði hann
verið að stíga í vænginn við
móðurina, Ann, á þessum sama
stað og nú ví 11 hann taka upp
þráðinn að nýju. Ann, sem
segist vera ekkja, virðist ekki
vera alltof áköf 1 að hefja þetta
samband aftur, en hins vegar
er dóttur hennar, Joönnu, um-
hugað um að vekja athygli hans
á sjálfri sér. Samband móður og
dóttur er blandað ást og hatri,
drottnunarsýki og undirgefni.
Þegar Joe finnur, að Ann er
ekki yfir sig hrifin af endur-
komu hans og þegar ásókn
Joönnu eykst, ákveður hann að
fara, en Joanna tekst að fá
hann til að vera áfram. Það
verður til þess, að Joe flækist
svo rækilega inn 1 samband
kvennanna, að úr því getur
hann ekki losað sig.
Out of Season minnir í ein-
staka atriðum á myndir Joseph
Loseys, The Servant og Secret
Ceremony eða á The Fox eftir
sögu D. H. Lawrence. En þetta
er því miður aðeins I einstaka
atriðum eða setningum og þeg-
ar á heíldina er litið kemur í
ljós, að þetta eru aðeins eftir-
líkingar. í myndum Loseys
standa persónurnar fyrir öðru
og meiru en bara sjálfum sér,
en í þessari mynd Bridges gera
þær það ekki. Persónurnar lifa
og hrærast i mjög lokuðum
heimi, sem snertir áhorfandann
ákaflega þ'tið. Þegar myndin
hefur t.d. náð hámarki sínu í
lokin og önnur konan yfirgefur
þorpið, er því haldið leyndu
fyrir áhorfandanum hvor fer og
hvor verður eftir með Joe á
hótelinu. Það er gert nokkuð
mikið úr þeirri óvissu, sem á að
skilja áhorfandann eftir í, þetta
virðist eiga að vera snjallt
bragð hjá leikstjóranum eða
handritahöfundinum, en það
mistekst, vegna þess að f raun-
inni hefur áhorfandinn engan
áhuga á því, hvernig þeirra
samband endar, eftir það sem á
undan er gengið.
En bæði vegna þess að efnið
ristir grunnt og að ekki má láta
of mikið uppi um söguþráðinn,
er best að snúa sér að öðrum
atriðum. Out of Season er
dæmigert kvikmyndað leikrit,
atburðir eru bundnir við leik-
sviðið (herbergi hótelsins) og
engin tilraun gerð til mynd-
rænna lýsinga eða tjáninga. í
einu atriði er mynd- og klippi-
vinna jafnvel mjög illa gerð og
fráhrindandi (samtal Ann og
Joe í sófanum eftir tangódans-
inn mikla, sem var hins vegar
með betri þáttum myndar-
innar). Leikur þeirra Vanessu
Redgrave, Cliff Robertson og
S-usan George er aftur á móti
mjög góður og ýmis góð atriði
og orðaskipti leynast í mynd-
inni, þrátt fyrir það, að efni-
viðurinn risti ekki dýpra en
augu og eyru mega nema
hverju sinni.
Alan Bridges mun vera leik-
húsleikstjóri og hefur hann
leikstýrt fáum kvikmyndum.
Myndin, sem hann gerði á und-
an þessari, The Hireling, vann
þó til fyrstu verðlauna í Cannes
1973, þar sem hún deildi verð-
laununum með mynd Jerry
Schatzberg, The Scarecrow
(með Gene Hackman, sýnd í
Austurbæjarbíó fyrir um það
bil ári). Það má því ætla, að
hún sé allmiklu betri en þessi
nýja mynd og ætti því að vera
meiri akkur í því að fá hana
sýnda.
Tvöfalt
vaff
W, Am, 1973.
Leikstjóri: Richard Quine.
Myndir eins og þessi, sem
segir frá ungum hjónum,
sem er ógnað af ósýnilegum
brjálæðingi, hefur trúlega
sinn fasta áhorfendahóp. Það
breytir þess vegna ef til vill
ekki miklu, hvort slik mynd
er vel eða illa gerð, vel eða
illa leikin. Það vill svo til að
gerð þessarar myndar er i
meðallagi, en hins vegar er
leikurinn afleitur Twiggy er
sennilega eitthvert besta
dæmið um heimsfræga per-
sónu, sem hefur verið aug-
lýst upp án þess að hafa
nokkuð til brunns að bera, að
minnsta kosti lýsa hæfileik-
arnir ekki af henni þessari
mynd Hún lék þá mun skár
undir leikstjórn Ken Russels í
The Boy Friend. I efni W rikir
mikil tvöfeldni og fátt er þar
sem sýnist. Það kemur í Ijós,
að ungu, saklausu hjónin eru
ekki eins saklaus og látið er i
veðri vaka í upphafi Unga
konan hafði áður verið gift
geðveikum unglingi, sem
síðar var dæmdur í fangelsi
fyrir morð — á henni sjálfri
Hún lætur þetta viðgangast
og þegar sá geðveiki fer að
ofsækja hana og nýja eigin-
manninn skiptir litlu máli,
hvorum megin samúð áhorf-
andans liggur Áhugi áhorf-
andans takmarkast aðeins
við þá forvitni að fá að vita,
hvert verði næsta hrekkja-
bragð þess geðveika. Um
leið og forvitninni hefur verið
svalað í eitt skipti, er byrjað
að vekja forvitni á næsta
óþokkabragði og þannig er
áhorfandanum haldið við
efnið uns yfir líkur. Ef þessi
tegund mynda höfðar til les-
andans, sem er jafnframt
ógagnrýninn Twiggy —
aðdáandi, þá er þetta mynd-
in, sem þú mátt ekki missa
af
The Wilby Conspiracy,
bresk,1974.
Leikstjóri:Ralph Nelson.
Michael Caine og Sidney
Poitier leika 1 þessari mynd
enskan námuverkfræðing og
svartan leiðtoga uppreisnar-
manna í S-Afríku, sem eru
neyddir til að flýja saman frá
Höfðaborg þvert í gegnum S-
Afríku til Jóhannesarborgar og
þaðan norður fyrir landa-
mærin, stöðugt með yfirmann
öryggíslögreglunnar, Major
Horn (Nicol Williamson), á
hælunum. Um einstök efnis-
atriði myndarinnar er óþarfi að
f jölyrða, þar eð hún fylgir hefð-
bundnum frásagnarmáta
mynda af þessari tegund. Leik-
ur einstakra leikara er tæpast
frásagnarverður heldur, nema
hvað Michael Cain, sem mér
þykir alltaf nokkuð áhugaverð-
ur og skemmtilegur leikari.
Nicol Williamson kemst að vísu
einnig mjög vel frá sínu hlut-
verki, en því miður sést þessi
ágæti leikari sjaldan f kvik-
myndum.
Það er hins vegar annað, sem
þessi mynd vekur mann til um-
hugsunar um. Þar sem myndin
fjallar um ástand, sem einmitt
nú, er í brennipunkti heims-
mála, átök hvftra og svartra f
S-Afríku, kemst maður ekki hjá
því að leiða hugann að öllum
þeim ,,skemmtikvikmyndum“
amerískum, sem hafa fjallað
um voveiflegustu atburði
mannkynsins. Nærtækasta
dæmið er sá aragrúi „spenn-
andi“ stríðsmynda, sem fylgdu
í kjölfar heimsstyrjaldanna. 1
megninu af þessum myndum
var ekki gerð nein tilraun til að
draga fram hörmungar strfðs-
ins eða þann mannlega sárs-
auka, sem þvf fylgdi, en oftast
höfðað til hetjudýrkunar og
næsta gyðlegs málstaðar. Fyrir
utan áróðursmyndirnar, sem
gerðar voru á meðan stríð stóð
yfir, voru þessar myndir gerðar
í þeim tilgangi einum að græða
fé. Þannig hafa fleiri hörmuleg-
ir, heimssögulegir atburðir ver-
ið notaðir á yfirborðskenndan
og grunnhygginn hátt og stað-
reyndum jafnvel snúið við til
að auka spennu viðkomandi
verks, og gera það að vænlegri
féþúfu. En aðrsjálfsögðu er hér
um að ræða ábyrgðarhlut
þeirra, sem þessa iðju stunda
og eins og einhver mundi segja,
er þetta siðlaust — en löglegt.
Það er þetta ábyrgðarleysi, sem
einnig kemur mjög skýrt fram í
the Wilby Conspiracy. Hér er
verið að fjalla um sérstaklega
viðkvæmt, heimspólitískt mál,
sem snertir hagi milljóna
manna, en samt er ekki gerð
ein einasta tilraun til að varpa
ljósi á þau raunverulegu vanda-
mál, sem þarna liggja að baki.
Ekki svo að skilja, að f mynd-
inni eiga að leggja öll spil á
borðið og segja „svona er
þetta“, það væri jafn fáránlegt,
heldur vantar meiri persónu-
lýsingu eða hliðaratburði, sem
vörpuðu einhverju ljósi á þau
djúpstæðu vandamál, sem
þarna er við að etja. Þess í stað
er myndin aðeins byggð upp
eins og gömlu strfðs-og kúreka-
myndirnar, með algóðum og al-
vondum persónum, þar sem hið
góða hlútur að sigra að lokum.
Eini munur inn á þessari mynd
og hinum fyrrnefndu er sá, að
málstaður svertingjanna er sá
góði. Leikstjórinn, Ralph
Nelson, hefur áður gert svipaða
mynd, Soldier Blue, þar sem
málstaður indfánanna var
betri, en þó að þessi umsnún-
ingur á málstaðnum sé ef til vill
skref fram á við í þróuninni,
gagnar hann skammt, ef meiri
ígrundun á efninu og raunveru-
legum vandamálum þess er
sleppt.
Alain Resnais, sem gerði m.a. myndirnar Hirosima, mon Amour, La Guerre est Fine, Marienbad og nú
sfðast Stavisky, er um þessar mundir að vinna að upptöku á sinni fyrstu mynd með ensku tali. A
myndínni er hann með Ellen Burstyn, sem leikur I myndinni ásamt þeim Dirk Bogarde, David Warner
og John Gielgud. Myndin er gerð eftir handriti David Mercer og er m.a. sögð fjalla um þá spurningu,
hvort við séum það, sem við álltum okkur vera, eða hvort við séum það, sem aðrir álfta okkur vera.
Þetta er vafalftið spurning, sem margir velta fyrir sér, en svar þeirra Mercers og Resnais verður að
bfða fram f febrúar ’77, en þá er áætlað, að myndin verði tilbúin.