Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
21
Anker Jörgensen
Mogens Glistrup.
KA UPMANNAHAFNARBRÉF
0 ÞAÐ var heitt í Danmörku í sumar og þurrkar miklir svo, að elztu menn
muna tæpast annað eins. Varla kom dropi úr lofti og víða þornuðu brunnar
alveg Að vísu varð ekki neyðarástand eins og í Englandi. En jarðvatns-
borðið er orðið iskyggilega lágt, uppskeran rýr og sums staðar hefur orðið
að slátra kúm, af því að ekki fékkst fóður handa þeim.
Nú bendir margt til þess, að einnig verði heitt á vori komanda; þ.e.a.s.
heitt i kolum stjórnmálanna fremur en i veðri Helzta ástæðan til þess er
samkomulag nokkurra stjórnmálaflokka, sem Anker Jörgensen, forsætis-
ráðherra, tókst að koma í kring og nefnt hefur verið litla samkomulagið eða
ágústsáttin Mjóu munaði, að ekkert yrði af samkomulagi þessu. Jafnaðar-
menn, róttækir, Kristilegi þjóðarflokkurinn og miðdemókratar, flokkur
Erhardts Jacobsens, voru búnir að koma sér saman. En meira þurfti til. Á
elleftu stundu slógust ihaldsmenn svo í liðið Mönnum til undrunar sat
Vinstri flokkurinn hjá, eins og Framfaraflokkurinn og flokkarnir vinstra
megin i þingsalnum.
Örðugur efnahagur olli þvi að flokkar^nir sömdu þessa sátt. Um þessar
mundir er mikið atvinnuleysi i Danmörku (u.þ.b 1 0%), og greiðslujöfnuður
afar óhagstæður Það varð því að klípa allmikið af tölunum i fjárlögunum.
Viðsemjendum á vinnumarkaðinum var einnig skýrt frá þvi, að lítið yrði um
að semja næsta vor. Laun mega ekki hækka um meira en 2% árin
1977—1979, fyrir utan dýrtiðaruppbót, sem verður u þ b 4%. að því er
menn telja nú. x
Það hefur komið fyrir áður, að ríkisstjórnir undir forystu jafnaðarmanna
skárust í samningaviðræður og gerðu jafnvel að lögum miðlunartillögur,
sem aðrir tveggja eða báðir samningsaðilar voru búnir að hafna. En nú
verður annar háttur hafður á. Nú mega launþegar og vinnuveitendur semja
í friði — en ríkisstjórnin setur þeim mörkin fyrir fram „Semjið eins og
ykkur lystir; launin mega bara ekki hækka um meira en 2% Þannig hljóða
fyrirmælin.
KÁK, SAGÐI NIELSEN
Það var ótrúlegt, að dönsku launþegasamtökin tækju þessari fyrirskipun
vel, enda varð raunin ekki sú. Að visu urðu aðeins fá verkföll og smá eftir
samkomulag stjórnmálaflokkanna í ágúst, enda þótt öfgamenn á vinnustöð-
um hvettu til óeirða En Thomas Nielsen, formaður launþegasamtakanna,
lýsti yfir þvi þegar i stað að samkomulagið væri kák eitt og skyldu menn
búast við miklum kröggum i vor, þegar kæmi til samningaviðræðna. Þá sló
og i brýnu milli Ankers Jörgensens og Thomas Nielsens á flokksþingi
jafnaðarmanna um daginn. Þegar Jörgensen gerði grein fyrir máli sinu
lýstu margir þingfulltrúa yfir stuðningi við hann með háttbundnu lófataki,
en fulltrúar verkalýðssamtakanna sátu gneypir og héldu að sér höndum.
Hefur slikt aldrei komið fyrir áður i sögu dönsku verkalýðshreyfingarinnar.
Augljóst er að þetta boðar Anker Jörgensen, forsætisráðherra, ekkert
gott Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin hafa ætið fylgzt að og snúið
bökum saman i öllum mikils háttar málum Er nú álitamál hvor þeirra
Nielsens og Jörgensens (sem er sjálfur gamall verkalýðsleiðtogi) hefur
betur i vor, þegar á reynir.
MARGSKIPT ÞING
Anker Jörgensen á einnig í vök að verjast á Þjóðþinginu. Þingið er
margskipt, eru þar 1 0 flokkar og tveir menn utan flokka Verður Jörgensen
annaðhvort að fá Vinstri flokk Poul Hartlings eða þrjá smáflokka a m k. til
lið's við sig, annars nær hann ekki meirihluta á þinginu. Mörgum Dönum er
áfram um það að Anker Jörgensen og Poul Hartling verði saman i
rikisstjórn Gengur mönnum illa að skilja það, að jafnaðarmannaflokkur og
frjálslyndur skuli ekki geta myndað stjórn saman Þetta gátu Þjóðverjar t d
Anker Jörgensen hefur raunar oftar en einu sinni þreifað fyrir sér um
samstarf við Vinstri flokkinn, en jafnan fengið neitun
Þegar Poul Hartling neitaði að semja sátt við rikisstjórnina i ágúst kvað
hann ástæðuna þá að ráðstafanir sáttarflokkanna fimm mundu ekki duga.
Hartling heldur því fram, að nauðsyn beri til að stöðva sjálfvirkar
dýrtiðaruppbætur og launahækkanirnar nú þegar, en biða ekki þess, að
samningar renni út Er það skoðun manna i Vinstri flokknum. að ágústsáttin
sé til einskis, og því vildi flokkurinn ekki eiga hlut að henni En auk þess
hefur Vinstri flokksmönnum eflaust ekki hugnað að enginn borgaralegur
valkostur yrði gegn rikisstjórninni, nema Framfaraflokkur Mogens
Glistrups
SPÁMAÐUR, PÍSLARVOTTUR . . .
Öllum hinum flokkunum stendur stuggur af Framfaraflokknum en þó
aldrei meiri en nú Hinn 5 september birtust nefnilega i Berlingske Tidende
0 Bent A. Koch. sem nú veitir
Ritzau-fréttastofunni dönsku for-
stöðu. var um árabil ritstjóri
Kristilegs dagblaSs. Hann er at-
hafnasamur og merkur blaSa-
maSur og hefur ætiS haft áhuga á
islenzkum málefnum og raunar
betur kunnugur islenzkum mál-
efnum en flestir Danir. Hann
barSist meSal annars ótrauSur
fyrir þvi aS islenzku handritunum
var skilaS hingaS heim. Hann
mun annaS slagiS skrifa pistla
hér í blaSiS um dönsk málefni og
dönsk viðhorf; og telur Morgun
blaSiS sér vera ótviræSur fengur
aS þvi.
Gömlu
flokkamir
em
ekki í miklum
metum
um þessar
mundir - en...
BENTA.KOCH
niðurstöður Gallupkönnunar; samkvæmt þeim hlyti Framfaraflokkurinn
20.5% atkvæða i kosningum nú. En hann hlaut ekki nema 1 3 6% i siðustu
kosningum i janúar i fyrra Það er þvi sízt minni ástæða en áður til þess að
óttast Framfaraflokkinn Þegar hann var stofnaður spáðu margir þvi að
hann fengi skjótan endi En það fór nú öðru visi en ætlað var. Nú er jafnvel
komið svo, að fjöldi manna telur formann flokksins, Mogens Glistrup, allt i
senn spámann, leiðtoga og pislarvott
Hugsjónir Framfaraflokksins eru svo ólikar hugsjónum hinna flokkanna
og þinglið hans svo sundurleitt að þeir telja þýðingarlaust að semja við
hann Aftur á móti verður þess oft vart að mörgum óbreyttum kjósendum
fellur illa, að ekki skuli tekið mark á Framfaraflokknum á þingi og hann
hafður með i ráðum Glistrup er mönnum sem sé enn jafnhugstæður og
verið hefur, bæði á þingi og utan þings Sjálfur kemur Glistrup stundvis-
lega kl 8 á hverjum morgni i undirréttinn Hefst rétturinn svo snemma til
þess, að Glistrup nái fundum i þinginu En þrátt fyrir það að Glistrup komi
daglega fyrir réttinn mun vist, að mál hans kemur ekki til dóms fyrr en eftir
nokkur ár Velta nú margir þvi fyrir sér, hvort ekki muni hægt að hraða
réttarhöldunum Það er augljóst, þótt aldrei sé á það minnzt, að þetta
ólokna dómsmál er til vandræða i stjórnmálunum Það er m a af þvi sem
borgaraflokkunum gengur svo lla að mynda ríkisstjórn, enda þótt þeir ráði
fyrir meirihluta á þingi En hvað sem þvi liður virðist svo að stjórnmála-
menn liti mál Glistrups alvarlegri augum en kjósendurnir Það er varla
hugsanlegt að nokkur annar stjórnmálamaður en Glistrup gæti setið á
sakabekk og samt haldið hylli kjósenda Og samkvæmt skoðanakönnunum
hefur Glistrup m.a s aukizt fylgi. Færi svo, að hann yrði dæmdur til þess að
borga sekt ætti það ekki að koma neinum á óvart, að kjósendur hans
greiddu sektina fyrir hann með almennum samskotum i sinum hópi
GREINDUR MAÐUR, GLAÐBEITTUR
Hvað ætli valdi lýðhylli Glistrups? Engum hefur enn tekizt að svara þeirri
spurningu til hlitar. Kannski verður henni alls ekki svarað En það er ekki
furða, þótt útlendingar skilji litt hvernig Mogens Glistrup gat hafizt til vegs i
Danmörku, þessu gamla lýðræðisriki og föðurlandi Grundtvigs Margir
Danir skilja ekkert i þvi heldur.
Það mát náttúrulega telja nokkrar einstakar orsakir Glistrup er mjög
greindur Hann hefur vit á stjórnmálum Hann er maður glaðbeittur. Og
honum er vel Ijótt hverra hvata bezt er að höfða Þá má og nefna það, að
allmargir munu kjósa Framfaraflokkinn til þess að lýsa yfir andúð sinni á
hinum flokkunum. Það er sízt undarlegt, að gömlu flokkarnir eru ekki i
miklum metum um þessar mundir Rikiskassinn er tómur, og hverjir skyldu
eiga sök á þvi? Á siðasta áratug hækkuðu laun manna jafnt og þétt á hverju
ári Svo varð olíukreppan og afturkippur i efnahag erlendra rikja. Þá varð
skyndilega á hvers manns vörum gamalt og gott orð, sem ekki hafði heyrzt
lengi, það var orðið „nægjusemi" Það kom nefnilega á daginn, að menn
höfðu gleymt þvi, að eyðist það, sem af er tekið Samtimis þessu reis
æskulýðurinn upp og hafði hátt Baráttan fyrir þjóðfélagsumbótum harðn-
aði og jafnframt breikkaði bilið milli fylkinga Var svo komiðáður langt leið,
að rosknir og ráðsettir tóku tvö skref til hægri fyrir hvert eitt, sem ungir
menn stigu til vinstri.
Þegar svo er ástatt varðar miklu, að miðjumenn reyni að koma á jafnvægi
í stjórnmálunum. Fyrst og fremst verður að vera stöðugleiki Öðru visi verða
ekki leyst þau miklu vandamál, heimatilbúin og aðfengin, sem sifellt fjölgar.
VEGURJÖRGENSENVEX
Að mörgu leyti virðist Anker Jörgensen manna liklegastur til þess að
miðla þessum málum og leysa þau Jörgensen var tekið með fögnuði, er
hann varð forsætisráðherra í fyrsta sinn, en það fékk skjótan endi og flestir
aðrir en flokksmenn hans fóru að tortryggja hann mjög. Nú er hins vegar
komið annað hljóð i strokkinn. Jörgensen er nú í meiri metum en áður hjá
öllum stéttum, að verkalýðshreyfingunni undanskilinni, og greinilegt, að
fólki finnst hann landsföðurlegastur allra stjórnmálamanna um þessar
mundir. Jafnvel mestu oddborgarar virða hann fyrir djörfung og einlægni
nú orðið Mörgum þykir hann líka furðulega litt spilltur af lævi blöndnu
stjórnmálaloftinu og finnst hann ólikur stjórnmálamönnunum, sem þeir
hafa átt að venjast, þess konar mönnum, sem Framfaraflokkurinn hefur t d
hamazt gegn.
Skyldi Anker Jörgensen takast að sætta þannig menn ólikra hagsmuna
og stefnumiða, að Danir geti tekið með raunhæfum hætti á þeim mikla
vanda, sem nú steðjar að þeim? Það kemur i Ijós i vor
ALLIR
OTTAST
HINIR FLOKKARNIR
FRAMFARAFLOKKINN