Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 „Islenzka landsliðið er komið á það getustig að það þarf ekki að hræðast neitt lið í neiminum" - segir Tony Knapp, sem hefur áhuga á að koma aftur hingað næsta sumar TONY Knapp landsliðsþjálfari f knattspyrnu hélt af landi brott s.I. þriðjudagsmorgun og hefur hann þar með lokið störfum hér að sinni. Morgunblaðið átti samtal við Knapp á mánudagskvöldið um starf hans f sumar, hvað tæki nú við og ýmislegt fleira bar á góma. Það kom m.a. fram hjá Knapp, að Siann hefur áhuga á þvf að koma hingað næsta sumar og halda áfram störfum með lands- liðið, ef áhugi er á þvf hjá stjórn KSl. Hér verður endursagt það sem Knapp sagði við blm. Mbl. á mánu- dagskvöldið. mjög óheppnir að ná ekki jafntefli ÁNÆGÐUR við Belga. Þeir komu hingað til MEÐ SUMARIÐ pess að ná Jafntefli, það mátti — Ég er ánægður með sumarið greinilega sjá á því hvernig þeir en ég ekki ánægður með úrslitin, sérstaklega í landsleikjunum við Belgiumenn og Hollendinga, sagði Tony Knapp í upphafi samtalsins. Ef við lítum á einstaka lands- leiki og byrjum á leiknum við Norðmenn þá var 1:0 sigurinn i þeim mjög kærkominn. Fyrir þann leik átti ég við óvenji; - mál að glíma. Þetta var það snemma sumars að strákarnir, sem voru heima á Islandi, voru ekki komnir í fulla þjálfun en atvinnu- mennirnir okkar þrír voru að ljúka keppnistímabilinu og voru orðnir þreyttir. En strákarnir börðust vel og unnu sigur á úti- velli, en þeir eru sjaldgæfir hjá íslenzka landsliðinu. Næst kom leikurinn við Færey- inga í Færeyjum og vannst hann einnig 6:1. Ég var einnig ánægður með þennan leik af tveimur ástæð- um; það voru margir nýliðar í hópnum, alls 11 af 16, og leikurinn fór fram á malarvelli. Arið 1974 unnum við bara 3:2 í Færeyjum og þá voru þeir með Jóhannes Eð- valdsson og Guðgeir Leifsson. Næst var það leikurinn við Finna í Helsinki, sem tapaðist 1:0. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan leik, þeim mestu i starfi minu sem landsliðsþjálfari. Ég taldi fyrir leikinn að við ættum möguleika á þvi að vinna en strák- arnir gerðu bara ekki það sem ég lagði fyrir þá. I þessum leik upp- götvaði ég að liðið var ekki eins gott og ég taldi. En leikurinn varð góð lexia fyrir Ieikmennina og ég gerði þeim grein fyrir því á fundi skömmu fyrir Southampton- leikina, að það þýddi ekkert að spila eins og í Finnlandi. Ef menn stæðu sig ekki yrðu þeir settir út úr liðinu. Ég hef ekki sagt frá þessum fundi fyrren nú. VALIÐ GÆTI KOMIÐ A ÓVART Næst komu Southamptonleikirn- ir. Þegar ljóst varð að við gátum ekki fengið atvinnumennina í leik- ina var ákveðið að tefla fram tveimur liðum til að sjá alla þá leikmenn, sem til greina komu í leikina við Holland og Belgíu. Þetta gekk vel að mínu mati og var ég þó sérstaklega ánægður með leikinn á Akureyri. Ég hef í sumar séð marga leikmenn, sem eru á þröskuldi landsliðsins og ef ég verð hér aftur næsta ár, mun valið á leikmönnum í landsliðið vafa- laust koma mörgum á óvart. Næsti leikur var gegn Luxem- burg og hann vannst 3:1. Ég var ánægður með þann leik vegna þess að aðstæðurnar voru mjög óhag- stæðar. Ég skil reyndar ekki þá óánægju sem kom fram i blöðum, leikurinn vannst og það má ekki gera endalausar kröfur til strák- anna. — Þá er komið að leikjunum við Belgíu og Holland. Við vorum spiluðu. Þetta var ekki merkílegur leikur fyrir áhorfendur en áhuga- verður fyrir mig sem þjálfara. Þeir skoruðu úr sínu eina upp- hlaupi og sigur þeirra var þjófnað- ur. Þá var það ekki síður heppni að Hollendingar skyldu fara með sigur af hó'pr ífVAFVU EKKI AÐ VERA HRÆDDIR VIÐ NEITT LIÐ Eg var búinn að segja það, að ég gæti sagt eftir leikina við Belgíu- menn og Hollendinga hvar ís- lenzka liðið stæði. Og ég get nú sagt með góðri samvizku, að okkur hefur miðað mikið framávið. Að mínu mati er liðið komið á það getustig, að það þarf ekki að hræð- ast neitt lið í heiminum. Það getur kannski ekki búizt við vinningi en það þarf ekki að hræðast neitt lið. Máli mínu til stuðnings bendi ég á, að Holland, sem er annað bezta liðið í heiminum um þessar mund- ir, kemur hingað til Islands og á i vök að verjast. Ég er mjög ánægð- ur með það að hafa verið þjálfari liðs, sem a.m.k. hefur átt að ná jafntefli við annað bezta lið heims- ins í dag og hefði með smáheppni átt að sigra. — Ég tók áhættu þegar ég kom hingað. Liðinu hefði gengið mjög vel 1975 og ég vissi að það var erfitt að endurtaka leikinn. Og enda þótt okkur hafi ekki tekizt að ná jafntefli eða sigra Belga og Hollendinga er ég ánægður. Mun- urinn var lítill og sigur hefði gert Island og mig að þekktum nöfnum í evrópskri knattspyrnu. Þetta hef- ur að ýmsu leyti verið erfitt sum- ar, svo þétt hefur verið leikið I deildinni að erfitt hefur verið að koma fyrir landsliðsæfingum og svo er sífellt spurning hvort við fáum atvinnumennina heim f landsleikina eða ekki. Ég veit ekki um neina þjóð, sem er í eins erf- iðri aðstöðu hvað þetta snertir og íslendingar. Þetta er stærsta spurningin fyrir íslenzka knatt- spyrnu í dag. Ef það er tryggt að atvinnumennirnir geti leikið mik- ilvægustu landsleiki Islendinga mun ísland ná enn betri árangri í framtíðinni, ég er ekki i neinum vafa um það. ISLENZKIR KNATTSPYRNUMENN ALVEG EINSTAKIR — Islenzkir knattspyrnumenn eru að mínu mati alveg einstakir. 1 öll þau ár, sem ég hef verið í knattspyrnunni, hef ég aldrei kynnzt öðrum eins knattspyrnu- mönnum. Andinn í landsliðshópn- um hefur verið einstakur og strák- arnir hafa hver sem einn lagt allt sitt af mörkum þegar út i leikina kemur. Þeir hafa lagt á sig mikið erfiði fyrir ánægjuna eina. Ég hef sagt það áður að þessir strákar eru sómi islands og ég endurtek það. 1 sumar hef ég verið sérstaklega ánægður með áhugamennina í lið- inu, t.d. fundust mér þeir koma bezt út úr leikjunum við Belgíu og Holland, þeir gáfu ekkert eftir heimsfrægum atvinnumönnum. Menn eins og Árni Stefánsson, Jón Pétursson, Ölafur Sigurvinsson, Gísli Torfason og Teitur Þórðar- son Islendingar hafa einnig tekið mér vel, það veit ég því ég hef Flestir eru sammála um að það var slys að fslendingar skyldu engu stigi ná úr leikjum sfnum við Belgfumenn og Hollendinga. Myndin sýnir Jóhannes Eðvaldsson í baráttu við belgískan leikmann og hafði Jóhannes betur f þeirri baráttu, eins og oftast í leiknum. margsinnis verið stöðvaður úti á götu og þakkað fyrir frammistöðu landsliðsins. Þetta hefur hlýjað mér um hjartaræturnar. Vonbrigð- in með úrslitin gegn Belgiu og Hollandi voru svo mikil að ég var eiginlega ákveðinn í þvi að hætta afskiptum af knattspyrnu. En fólk- ið á götunni breytti þessari ákvörðun minni því eftir leikina var ég margsinnis stöðvaður á götu úti af fólki sem var að þakka mér fyrir leikina. islendingar eru vin- gjarnlegt fólk, sem ég kann vel að meta. HEFUR EINBEITT SER AÐ A-LANDSLIÐINU —Þegar ég lít yfir störf min að landsliðsmálum f sumar, má ef til Tony Knapp er þekktur fyrir að spara ekki raustina þegar hann stjórnar landsliðinu. Mynd þessi var tekin er íslendingar léku við Austur-Þjóðverja f fyrra og unnu frækinn sigur og er greinilegt að Knapp er þarna að gefa árfðandi fyrirmæli til sinna manna. vill segja að ég hafi einbeitt mér of mikið að A-landsliðinu og ung- lingaliðin setið á hakanum. Eg fylgdist með flest öllum leikjum í sumar og fékk þannig mynd af öllum þeim leikmönnum, sem til greina komu i landsliðið. Þetta var mikið verk. Það kom greinilega í ljós i sumar að það vantar að skapa verkefni fyrir landslið 21 árs og yngri eða 23 ára og yngri. Þar gætu ungir og upprennandi leik- menn fengið reynslu í landsleikj- um, sem þeir annars verða að fá í A-landsleikjum. Þetta er ekki nógu gott og ég hef lagt til við KSl að úr þessu verði bætt. Ég hefði getað séð um slikt landslið i sum- ar. Það kom t.d. í Ijós í landsleikj- unum við Belga og Hollendinga i heimsmeistarakeppninni, að þetta voru „of stórir" leikir fyrir þá Guðmund Þorbjörnsson og Árna Sveinsson. Ef til væri landslið 21 árs og yngri, hefðu t.d þessir tveir stórefnilegu leikmenn getað verið búnir að öðlast þar reynslu, sem hefði nægt I hinum mikilvægu leikjum í haust. Ég starfaði við unglingaliðin í sumar en kannski ekki eins mikið og æskilegt hefði verið. Ég hefði gjarnan viljað undirbúa unglinga- liðið, sem leikur tvo leiki við Noreg nú í október, en unglinga- nefnd KSÍ hafði ekki áhuga á því. Af þeirri ástæðu held ég nú heim til Englands fyrr en ég hefði vilj- að. HEFUR AHUGA A ÞVI AÐ KOMA AFTUR Ég hef ekki verið beðinn að koma hingað aftur næsta haust, en ýmsir aðilar innan KSÍ hafa áhuga á þvi og ég veit að leikmenn lands- liðsins haf a áhuga á þvi að ég komi aftur. Eg er tilbúinn að koma aftur ef vissum atriðum verður breytt. Mig langar til að sjá um landsliðið fram yfir leikina f heimsmeistara- keppninni næsta haust. Það mun svo skýrast í vetur hvort ég kem aftur eða ekki. Peningar eru ekki allt i þessum efnum og ég vil að það komi fram, að ég hafnaði s.l. yetur tilboði frá Noregi, sem var milljón islenzkum krónum betra en tilboðið f rá KSÍ, sem ég tók. Og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.