Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 Eindæma veðurblíða Bæ, Skagaströnd — A ÞESSUM tfma er óvenjuleg veðurblfða f Skagafirði. Þótt sfð- ari hluti ágústmánaðar væri vot- viðrasamur og heyskapur tafsam- ur þá verður sumarið að teljast gott og hagstætt, en haustið með afbrigðum gott. Gamall snjór f hæstu hnúkum er horfinn, enda hitaveður á hverjum degi. Elztu heimildir segja, að sfðan 1908 hafi ekki komið svona hagstæð tfð sumar og haust, en þá fölgaði fyrst f f jöll 1. nóvember. Sláturtið stendur yfir og eins og vænta má gengur hún vel. Dilkar eru ekki sagðir stórir en feitir og flokkast vel. Kartöfluspretta er misjöfn en sums staðar góð. Enn- þá er unnið af fullu kappi að jarðvinnslu, sem verður liklegast meiri en undanfarin ár. Einnig er unnið að gerð brúar I Austur- vatnaós og vegavinnu. Allt þetta gengur vel, sem byggist á góðri tið. Eitthvað hefur komið af fiski inn á Skagaf jörð en netabátar eru margir um allan f jörð. Atvinna er nóg hjá frystihúsinu, en þar er uppistaða hráefnis mest togara- fiskur. — Bjórn. Myndin sýnir hin nýju umferðarljós. Ljósm. Mbl. Páll Þórðarson. Umferðarljós sett upp í Njarðvík Njarðvlkum 22. september. A MORGUN, fimmtudag, verða tekin í notkun umferðarljós á gatnamótum Borgarvegar og Reykjanesbrautar, þar sem hún liggur f gegnum Njarðvlk. Þessi umferðarljós eru hið mesta þarfa- þing, þar sem Reykjanesbrautin hefur alla tið verið hin mesta slysagildra. Ljósin eru þannig út- búin, að gangandi vegfarendur, sem ætla yfir Reykjanesbraut, geta stjórnað þeim með þvi að ýta á hnapp. Kemur þá grænt ljós fyrir hinn gangandi vegfaranda en rautt ljós blasir þá við bifreið- um, sem aka Reykjanesbrautina. Mikilvægt er, að ljósin verði ekki misnotuð þannig að ökumenn hætti að taka mark á þeim og ljósin missi þá gildi sitt. — Páll. m 5K Ktes/ K-' i^--*- 3*C>V:i'.'* ¦ V:": >*? ¦*;• «£ Ljósmynd Ol.K.M. Stefan Olszowski utanrfkisráðherra Póllands á fundinum með fréttamönnum f gær, ásamt sendiherra Póllands. „Mótun réttrar stefnu í verðlagsmálum eitt mesta vandamálið" - sagði Stefan Olszowski utanríkisráðherra Póllands á fundi með fréttamönnum í gær OPINBERRI heimsókn Stefans Olszowskis utanrfkisráðherra PÓIlands hingað til lands lauk sfðdegis f gær, er ráðherrann hélt ásamt eiginkonu sinni og fylgdarliði áleiðis til New York, þar sem hann situr alls- herjarþing Sameinuðu þjðð- anna. Utanrfkisráðherrann hélt fund með fréttamönnum að Hótel Sögu f gær skömmu fyrir brottförina þar sem hann lýsti mjög mikilli ánægju og hrifn- ingu með heimsókn sfna hing- að. Olszowski sagðist hafa rætt við Einar Ágústsson um ýmis helztu mál I samskiptum þjóð- anna svo og alþjóðamál. Sagoi hann að viðræðurnar hefðu ver- ið mjög vinsamlegar og opin- skáar og einkennzt af gagn- kvæmum vilja til að efla sam- skipti þjóðanna I framtiðinni. Ahugi væri á að auka viðskipti milli þjóðanna og samstarf á sviði menningar og visinda, m.a. fiskveiða. Ráðherrann var að því spurð- ur hvort í viðræðunum hefði komið fram ósk af hálfu Pól- verja um veiðiheimildir til handa pólskum togurum innan 200 mílna fiskveiðilögsögunn- ar. Hann sagði að það mál hefði borið á góma, en Pólverjar hefðu alltaf og myndu virða hagsmuni Islands. Þeir vildu ekki valda íslendingum nein- um vandamálum. Væri hins vegar hægt að komast að ein- hverju samkomulagi, sem ekki stríddi gagn hagsmunum Is- lendinga myndu Pólverjar taka því með þökkum. Sagði hann að Pólverjar hefðu áhuga á að vinna með Islendingum að tækni og visindalegum rann- sóknum f sambandi við fisk- veiðar, einnig hefðu þeir áhuga á að kaupa sild, lúðu og þorsk frá Islandi ef sllkt væri fáan- legt. Aðspurður um helztu mál, sem pólska stjórnin ynni að nú sagði hann að þar bæri hæst gerð nýrrar 5 ára áætlunar, sem væri mjög mikilvægur þáttur í að ná efnahagslegu jafnvægi. Pólverjar vildu halda miklum hagvexti og tryggja nægilegt vöruframboð á innanlands- markaði og stöðugleika. Ljóst væri að til þess að tryggja nægi- lega matvælaframleiðslu og stöðugt verðlag yrði að leggja i Framhald á bls. 28 ri Útsölumarkaður okkarbýdur uppástórkostlegar vörur ámjöghagstæðu verdi. *m Föt m/vesti frákr. 12.000.- Kjólar frá kr. 2.500. Peysur frá kr. 1.200. Herraskyrtur frá kr. 1.290. Kápur frá kr. 6.500. Pf/sdragtir frá kr. 6.500.- Buxnaflauelspils fra kr. 1.900. Stakar teryfene- buxur, baéði dömu og berrafrákr. 3.000- Rifflaðar flauelsbuxur frá kr. 2.500. Herra og dömubolir í ofsalegu úrvali frá kr. 600. Skór frá kr. 2.500. Allt mjög góðar og nýlegar vörur Látið ekki happ úr hendi sleppa Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.