Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 — Hófu rannsókn Framhald af bls. 40 Pétursson og Haukur Guðmunds- son hefðu komið til embættisins með vissar grunsemdir og óskað eftir rannsókn. Hefði verið ákveð- ið að Sveinn Björnsson yfir- lögregluþjónn færi með þeim félögum til að rannsaka málið, og væri það ekki rétt sem kom fram f Tímanum I gær, að Sveinn hefði byrjað rannsóknina upp á eigin spýtur. Sagði Guðmundur, að hann hefði talið þessar grunsemd- ir svo óljósar, að ekki hefði verið ástæða til mikilla aðgerða, svo sem gefa út úrskurði um húsleit. Hins vegar hefði í þessu tilfelli verið óskað eftir leyfi til þess að mega litast um í húsum. Sagði Guðmundur að ekki væri Ijóst hvort þetta mál væri af sama meiði og mál það sem rannsakað er í Reykjavík og yrði það áfram i rannsókn í Hafnarfirði, fyrst um sinn a.m.k. RANNSÓKN í FLEIRI UMDÆMUM? Mbl. reyndi í gær að ná tali af Þórði Björnssyni ríkissaksóknara vegna þessara mála, en hann er erlendis. Hallvarður Einvarðsson vararíkissaksóknari sagði við blm. Mbl., að rétt væri að spyrja þá rannsóknardómara, sem um málin fjölluðu I hverju umdæmi um gang mála. Hallvarður sagðist hafa heyrt að upp hefðu komið grunsemdir í fleiri umdæmum til viðbótar og bjóst hann við því að þau mál yrðu þá tekin þar til rannsóknar eftir þvl sem efni stæðu til, og yrði þá væntanlega um samvinnu að ræða milli um- dæma. Mbl. spurði Hallvarð hvort búast mætti við skipun setudóm- ara í málinu, þar sem það næði hugsanlega til margra lögsagnar- umdæma, en hann kvaðst ekki vita neitt um slíkar ráðagerðir. Hann kvaðst ekki vita um það hvort þau tvö mál, sem nú væru í rannsókn, væru tengd eða ekki. Morgunblaðið spurði Hallvarð hvers vegna sakadómi Reykjavlk- ur hefði verið falin fyrri rann- sókn málsins, fyrst hún hefði ver- ið byrjuð I Keflavfk en rannsókn- armennirnir í Keflavlk haf a gagn- rýnt þessa ákvörðun opinberlega og maður þar f gæzluvarðhaldi. Hann sagði að mánudaginn 13. september hefði borizt lögreglu- skýrsla frá lögreglunni i Reykja- vík, þar sem fjallað var um grun- semdir í þessa átt. Sagði Hallvarð- ur að Þórður Björnsson rfkissak- sóknari hefði strax framselt þess- ar skýrslur til sakadóms Reykja- víkur með kröfu um rækilega rannsókn. Kvaðst Hallvarður ekki hafa vitað um þessa afgreiðslu fyrr en eftir á. Hallvarður sagði að hann hefði þá samdægurs eða daginn eftir fregnað að þá þegar hefði verið hafin rannsókn í Keflavlk og jafnvel víðar á hlið- stæðum grundvelli. Hann hefði þvf talið rétt að svo miklu leyti sem gögn kynnu að hafa komið fram þar um þetta, að lokið yrði samantekt gagna sem tiltæk væru og þau send sakadómi Reykjavfk- ur, sem sfðan héldi áfram rann- sókninni í samvinnu við þá dóm- stóla, sem efni stæðu tíl. Ef þetta kæmi upp víðar, ætti hann ekki von á öðru en dómstólar sinntu þessu eins og tök væru á. Loks var Hallvarður að þvf spurður, hvers vegna ekki var hægt atf Ijúka rannsókninni f Keflavfk fyrst hún var hafin þar og maður hafði verið úrskurðaður í gæzluvarðhald. Hallvarður sagð- ist ekkert vilja „kommentera" á það, hann hefði beint málinu I þann rannsóknarfarveg, sem UMm Þórður Björnsson var búinn að ákveða. TOLLURINN KANNAÐI ________ORÐRÓM________ Morgunblaðið ræddi I gær við Björn Hermannsson tollstjóra. Hann sagði að tollgæzlan hefði verið að rannsaka orðróm frá I vetur um smygl á litsjónvarps- tækjum, og hefði það sem fram kom verið sent áfram til saka- dóms Reykjavfkur. Að öðru leyti vlsaði Björn á rfkissaksóknara, sem hann kvað stjórna rannsókn málsins. Mbl. reyndi I gær að ná tali af Þórði Oddssyni fulltrúa sakadóms Reykjavfkur og Jóni Eysteinssyni bæjarfógeta í Keflavfk en án ár- angurs. — Hvolfþakshús Framhald af bls. 40 Hvolfhúsið á Hellum er 48 fermetrar og 7,60 m I þvermál en hæð fjórir metrar. Upp I 2ja metra hæð er húsið úr timbri, klæddu vatnsheldu masonfti og tjörupappi að utan, en á tveggja metra háan kúpul er strengt glært gróðurhúsaplast sem iætur 80% af Ijósi I gegn. Hefur Einar Þorsteinn gert tilraunir með slík hús í nær þrjú ár, sfðast við rannsóknastofn- anirnar í Keldnaholti og kveðst hann óhræddur um að þau þoli hérlend veður en þessi byggingarmáti er í flokki með svokölluðum léttbyggingum. Þá sagði Einar okkur að búið væri að biðja um 3 slík hús f viðbót út í sveitir og er verið að hanna þau, en hann kvað þau henta vel í ísl. landbúnaði. Eitt er fyrir gæsabú á Tjörn f Svarf- aðardal og annað fyrir garð- rækt austur I Laugadal. Er það 700 ferm. hús, og yrðu þá samantengdar sex 120 ferm. einingar. Kvaðst hann vera að gera kostnaðaráætlun og samkv. henni væri kostnaður 5000 kr. á fermetra, sem er helmingi ódýrara en í hefð- bundnum gróðurhúsum. — Mælt Framhald af bls. 40 aflanum voru 76% stórþorskur en 14% var millifiskur. Ekki var búið að mæla fiskinn í Ross Altair, en Gunnar sagði að þar hefði allt verið I lagi. Að sögn Gunnars hafa togararnir verið að fá stóran og góðan þorsk undan- farna daga. » « m — Menntamála- ráðherra Framhald af bls. 2 menntun umsækjenda og starfs- reynslu þeirra við skólastjórn er fram koma I umsóknunum, tel ég með tilliti til gildis beggja þessara þátta að rétt sé að umsækjendur komi til álita við ráðningu i starfið f þessari röð: 1. Rögnvaldur Sæmundsson, skólastjóri 2. Dr. Bragi Jósef sson 3. Frimann Ingi Helgason, tæknifræðingur." Hinn 17. 9.1976 var Rögnvaldur Sæmundsson settur aðstoðar- skólastjóri um eins árs skeið. Sú ákvörðun er byggð á sömu for- sendum og fram koma I fyrr nefndu bréfi skólameistara og umsögn fræðslustjóra. Auk þess tel ég miklu varða fyrir Fjöl- brautaskólann, sem er f mótun að þar ríki samstarfsvilji, góðvild og gagnkvæmt traust. Vilhjálmur Hjálmarsson" EBE Framhald af bls. 1. lagsins sem þeir vilja semja um sfðar. Samkvæmt heimildum í Brlissel stendur nefndin enn við þá tillögu sína sfðan f febrúar að einkalögsagan verði 12 mllur, en i tillögunum sem nú verða kunn- gerðar um breytingar á fiskimála- stefnunni er sagt að meiri áherzla verði lögð á aflakvóta en einka- lögsögu. Irar styðja Breta en flest aðildarlöndih eru þeim andsnúin. Nokkur þeirra hafa stundað hefð- bundnar veiðar á miðum sem Bretar vilja útiloka fiskimenn þeirra frá. Þó er búizt við að nefndin muni koma nokkuð til móts við Breta og íra með því að leggja til að brezk- ir og frskir sjómenn fái hærri aflakvóta en aðrir á vissum mið- um undan ströndum þeirra. Um 60% þess afla sem EBE-löndin veiða fást á miðum innan 200 mflna við Bretland. — Óvissa Framhald af bls. 2 starfsmannafélagsins, og örn Sveinsson, fulltrúa sjónvarps- starfsmanna I samninganefnd BSRB. Að morgunfundinum loknum með ráðherra var hald- inn starfsmannafundur klukk- an 11, sem slðar var fram hald- ið klukkan 13 og klukkan 14 hittust deiluaðilar aftur f menntamálaráðuneytinu og var þeim fundi sfðan frestað og aft- ur setzt niður klukkan 16,30. Sá fundur stóð til klukkan rétt 18. Þá hófst aftur starfsmanna- fundur, sem stóð til klukkan 19,30. Hafði þá borizt bréf fra menntamálaráðherra, sem fundurinn svaraði. „Starfsfólk sjónvarps, Reykjavlk. Ég hefi I dag Itrekað rætt við fulltrúa yðar og kynnt mér við- horf þeirra. Þér hafið og kynnt málstað yðar fyrír alþjóð með öðrum hætti. Ég vil hér með árétta ein- dregin tilmæli mln, að störf hefjist við sjónvarp nú þegar. Mun ég sfðan halda áfram við- ræðum við fulltrúa yðar. Ég árétta, að ég er reiðubúinn að beita mér fyrir skipun nefndar eða vinnuhóps, er fjalli um stöðu stofnunarinnar og starfs- fólks hennar innan rfkiskerfis- ins." Svarbréf starfsfólksins er svohljóðandi: „Hr. menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson. Starfsfólk sjónvarpsins þakk- ar menntamálaráðherra það frumkvæði, sem hann hefur haft um viðræður I yfirstand- andi deilu. Efni bréfs yðar frá I dag og þau tilmæli yðar að störf hefjist við sjónvarp nú þegar hafa verið kynnt á fjölmennum starfsmannafundi. Starfsfólkið ítrekar það, sem yður er þegar kunnugt, að það telur nauðsyn- legt að ákveðnum tilteknum skilyrðum sé fullnægt I sam- bandi við skipun væntanlegrar nefndar eða starfshóps áður en breyting geti orðið á núverandi ástandi. Starfsmenn lýsa sig reiðubúna til framhaldsvið- ræðna um þessi mál hvenær sem hentaþykir." Undir bréfið rituðu þeir þrlr, sem ræddu við menntamálaráð- herra í gær fyrir hönd starfs- mannafélagsins. Starfsfólki sjónvarpsins hef- ur borizt fjöldi stuðningsyfir- lýsinga frá starfshópum og fé- lagasamtökum. I gær barst svo félaginu yfirlýsing frá starfs- mannafélagi sænska útvarpsins og sjónvarpsins, sem er svo- hljöðandi: Starfsmannafélag sænska út- varpsins og sjónvarpsins, sem I eru 4 þúsund félagsmenn, lýsir samstöðu með starfslíði fs- lenzka sjónvarpsins og útvarps- ins og réttmætum kröfum þeirra til betri launa og starfs- kjara. A sfðustu þremur sam- vinnufundum norrrænna starfsmanna við útvarps- og sjónvarpsstöðvar hefur athygl- in f sfvaxandi mæli beinzt að aðstæðum í sjónvarpi og út- varpi á íslandi. Það hefur sf og æ komið greinilega I ljós, að sjónvarps- og útvarpsstarfs- menn á tslandi skipa allt of lágan sess I launastiganum sam- anborið við starfsmenn annarra norrænna stöðva. Starfskjörin eru einnig lakari á Islandi sam- an borið við hin Norðurlöndin. Án þess að taka afstöðu til þess, hvort þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til samrým- ast íslenzkum lögum, er það grundvallarafstaða starfs- mannafélags sænska útvarps- ins og sjónvarpsins, að starfs- menn við útvarps- og sjónvarps- stöðvar eigi lögum og samning- um samkvæmt að hafa rétt til að grfpa til faglegra aðgerða f kjaradeilu. Við styðjum heils hugar réttmætar kröfur ís- lenzkra starfsbræðra okkar til betri launa og starfsskilyrða. F.h. Starfsmannafélags sænska útvarpsins og sjón- varpsins. Hans Hernborn, formaður." Engin ákvörðun var tekin í gærkveldi um framhald við- ræðna. Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráðherra, sagði að hann myndi nú taka bréf starfsfólksins til alvarlegr- ar fhugunar. — Norglobal Framhald af bls. 40 mikið hefði skort á að loðnu- bræðslur á þeim slóðum hefðu haft undan að bræða loðnuna, sem flotinn veiddi á þessum slóðum I fyrravetur. „í síðustu viku var haldinn fundur eigenda Norglobals og þessara aðila og málin rætt. Engin ákvörðun var tekin á þessum fundi." Morgunblaðið spurði Foss- bakk hvort það væri ekki rétt að ísbjörninn h.f. sem hefur haft Norglobal á leigu sl. tvær vertíðir hefði forleigurétt á skipinu. Fossbakk sagði, að rétt væri að Isbjörninn hefði forleiguréttinn, en þó væri að- eins samið til einnar vertlðar f einu. „Ég vil undirstrika að sam- vinna okkar og Islendinga hef- ur verið eins góð og hugsazt getur, og á þessu stigi málsins vil ég ekki útiloka að skipið geti ekki komið til Islands næsta vetur, en málið I heild skýrist væntanlega á næstu tveim mánuðum," sagði Foss- bakk að lokum. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Jón Ingvarsson fram- kvæmdastjóra hjá Isbirninum og spurði hvort honum væri eitthvað kunnugt um þetta mál. Jón sagðist aðeins geta sagt það, að Isbjörninn væri með forleigusamning við skipið. Ekkert væri farið að ræða þessi mál enn og þvf væri ekki hægt að tjá sig frekar um það. — TASS . . . Framhald af bls. 1. New York Times hefði sagt að æfingarnar hefðu meðal annars að markmiði að sýna Sovétríkjun- um að Atlantshafsbandalagið gæti komið Noregi til hjálpar ef hann yrði fyrir árás Sovétmanna. Væri þetta því augljós ögrun og einvörðungu gerð til að spilla sambúð ríkjanna, sagði I frétta- skýringu Orlovs hjá TASS- fréttastofunni. ----------------» ? «--------------- — Jakkaskipti Framhald af bls. 2 reglan fékk málið til afgreiðslu og um kvöidið fann hún kauða á vfnbar f borginni. Var hann auðþekkfur, þvf jakkinn var minnst fjorum númerum of lltill og fór hann manninum vægast sagt iila. Játaði hann brot sitt og var hann heldur niðurlútur þegar hann gékk út út húsakynnum rannsóknarlög- reglunnar í gamla leiðurlfkis- jakkanum. . i .------------- — Ráðstefnu- kostnaður Framhald af bls. 2 menntamálaráðuneytið með 5,4 milljónir, utanrfkisráðuneytið með 19.0 milljónir, landbúnaðar- ráðuneytið með 0.9 milljónir, sjávarútvegsráðuneytið með 2,1 milljón, dómsmálaráðuneytið með 0,7 milljónir, félagsmálaráðuneyt- ið með 0,8 milljónir, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið með 2,2 milljónir, fjármálaráðuneytið með 2.0 milljónir, samgönguráðu- neytið með 0,5 milljónir, iðnaðar- ráðuneytið 1,8 milljónir, við- skiptaráðuneytið 2,8 milljónir, rfkisendurskoðunin 0,9 milljónir og fjárlaga- og hagsýslustofnunin með 0,3 milljónir. Ofangreind'r kostnaðarliðir eru kostnaður, sem færður hefur ver- ið undir yfirstjórn ráðuneytanna. Vantar þá allan kostnað, sem skráður er sérstaklega á einstakar stofnanir ríkisins, en Grétar Ás taldi að yfirstjórnarkostnaðurinn væri þó fyrirferðarmeiri en sá óbeini kostnaður, sem færður er á reikningum rfkisstofnana. Tölur utanríkisráðuneytisins eru langhæstar, sem eðlilegt er, þar sem það er það ráðuneyti, sem mest viðskipti hefur við útlönd. Eðli ráðuneytisins er þannig. Inni f þessum tölum er m.a. kostnaður við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt nú er að hefjast. Samkvæmt upplýsingum utanrlkisráðuneytisins er lausleg áætlun um kostnað rlkisins við þinghaldið að þessu sinni rúm- lega 5 milljónir króna. Greiðir rlkið fulltrúum, sem fara héðan að heiman, dagpeninga, 59 dollara á dag eða 10.974 krónur miðað við gengið 186 krónur hver dollar. Af þeirri fjárhæð greiða fulltrúarnir allan sinn kostnað f New York, húsnæði, mat og annað. A Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sitja jafnan tveir full- tráar þingflokka stjórnmálaflokk- anna fimm. Annar fulltrúinn er fyrrihluta þingsins en hinn síðari hlutann. Eru það samtals 10 manns. Þá fer utanríkisráðherra utan á þingið og fjórir embættis- menn, sem skiptast á að vera á þinginu. Allir fá þessir menn 59 dollara á dag og fargjöld hvers um sig til New York kostar um 65 þúsund krónur fyrir manninn. Þegar þetta er lagt saman og haft er í huga að þinghaldið stendur I þrjá mánuði kemur út tala, sem er rúmlega 5 milljónir króna. — Carter Framhald af bls. 1. í bandaríska blaðinu Playboy. Ýmsir hafa spáð þvf að þetta viðtal geti haft hinar varhuga- verðustu afleiðingar fyrir Cart- er. James Reston sagði f grein f New York Times í dag að það eitt að rökræða ótrúnað f hjóna- bandi við sllka sérfræðinga sem þeir væru Playboymenn, bæri vott um dómgreindarskort. William Raspberry I Washing- ton Post bar fram þá spurningu I sinni grein, hvernig konur ættu hér eftir að túlka hið fræga Carterbros. I viðtalinu sagði Carter, að hann fordæmdi ekki karlmenn sem misstigju sig f hjónaband- inu, enda þótt hann hefði ekki gert það nema í anda. Hann sagðist margsinnis hafa litið konur girndarauga og haldið framhjá I hjarta sfnu og bætti síðan við: „Kristur hefur aldrei sagt að sá sem er trúr eigin- konu sínni sé betri en aðrír þeir, sem samrekkja heilum hóp kvenna." I viðtalinu sem er upp á átta og hálfa blaðsíðu er Carter op- inskár í meira lagi og jafnvel óheflaður í tali, að sögn frétta- skýrenda. Ymsir haf a lýst undr- un sinni yfir þvl að Carter skyldi hafa lagt sig niður við að láta rit, sem einkum er frægt fyrir myndir af berstrlðpuðum þokkadfsum, hafa við sig slfkt viðtal. Sumir segja að hann hafi álitið þessa hreinskilni vænlega til framdráttar sér m.a. eftir að Jerry Brown ríkisstjóri f Kali- fornlu leyfði birtingu viðtals við sig fyrr á árinu, þar sem hann fullvissaði lesendur Play- boys og aðra um, að hvatir hans tíl kvenna væru f alla staði eðli- legar enda þótt hann hefði aldrei kvænzt og „væri ekki á föstu". Enda þótt þvl sé spáð að ekki verði vikið að Playboy-viðtalinu I sjónvarpsþáttunum þykir þó ekki loku fyrir það skotið. Þess sé að gæta að f kosningabarátt- unni hafi ekkert eitt mál fang- að hug kjósenda og þvf kunni það að skipta sköpum hversu afdráttarlaus Carter er f yfir- lýsingum sfnum um hug sinn til kvenna, ekki hvað slzt þegar haft sé I huga hversu oft hann hafi farið í kringum ýmis inn- anríkis- og utanrfkismál eins og grautur I kringum heitan kött.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.