Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 27 fyrir miklum framkvæmdum á þessu sviði. Höfnin Varöandi hafnarsvæðið segir frá því í kynningunni, að þegar hafi verið mörkuð sú stefna að stækka tangann og nýja hafnar- svæðið með uppfyllingum. En fremur, að fyrirsjáanlegt sé, að fiskihöfnin muni fyrst og fremst stækka Sundahafnarmegin. Höfn verður þó ekki gerð þar nema með varnargörðum og dýpkun sjávarmegin. Könnun, sem Vita- og hafnarmálastofnunin gerði árið 1968 á botnlögum þessa svæð- is, sýnir, að auðvelt er að dýpka þarna. Hafnargerð er því mjög hagkvæm, þar sem efni, sem dælt yrði upp úr höfninni, nýttist til landvinninganna. Opinber þjónusta Nýtt skólahverfi er að risa á Torfunesi og verður það einkum fyrir framhaldsdeildir. Aðeins er gert ráð fyrir barnaskóla i Hnifs- dal og lagt er til að á fjarðarsvæð- inu rlsi smábarna- og barnaskóli og e.t.v. gagnfræðaskóli síðar. Fyrirhugað er að byggja nýtt barnaheimili, en nú er aðeins starfrækt eitt barnaheimili á ísa- firði. Einnig er gert ráð fyrir slíkri þjónustu í nýjum ibúða- hverfum. Elliheimili er gert ráð fyrir á uppfyllingu i námunda við nýja sjúkrahúsið, en það mun standa á svokallaðri Torfunesbót. Hugsanlegt er talið að gamla sjúkrahúsið verði nýtt fyrir opin- beraþjónustu bæjarins. Gamla kirkjan er talin geta staðið enn um langa framtið. Vatnsveitur Um vatnsveitur segir, að neyzluvatn Isfirðinga sé allmeng- að aur og gerlagróðri á vissum árstímum, enda sé það yfirborðs- vatn. Er fyrlrhugað að taka vatn við upptök lækja er mynda Ulfsá til að ráða á þessu bót. Ekki er fullljóst, segir ennfremur, hvern- ig bæta mætti úr vatnsskorti í Hnífsdal. Auk þess, sem hér hefur verið getið, er í tillógunum fjallað um frárennsli, sorp og gatnakerfi. Á þessu ári verður væntanlega lokið við byggingu sorpbrennsluofns skammt utan við Hnífsdal, en hann er sameiginlegt átak Isfirð- inga, Bolvíkinga og Súðvíkinga. Gatnakerfinu er skipt niður í þrjár tegundir gatna, tengigötur, safngötur og húsagötur. Hlutverk tengigatna verður að greiða fyrir umferð milli einstakra hverfa, safngöturnar munu verða tengsl- in milli tengigatna annars vegar og húsagatna hins vegar, en húsa- götur verða eingöngu ætlaðar þeim, sem við þær búa og ekki fyrir gegnumakstur. Fyrirhugað mun vera að halda almennan fund á Isafirði um efni kynningarblaðsins áður en skipu- lagstillögurnar verða lagðar fram til staðfestingar samkvæmt lögum umskipulag. Minningarkort Minningarsjóðs Knattspyrnufélagsins Vals Hverfisgötu 50 (Hverfiskjöt- búðinni). Sími 12745 og í Valsheimilinu milli kl. 1 8.00 — 20.00 í síma 111 34. Stjórnin. eru afgreidd Frönskunámskeið Alliance Francaise fyrir byrjendur og lengra komna hefjast um mánaðamótin. Væntanlegir nemendur geri svo vel að mæta í Háskóla íslands, stofu 7 mánudaginn 4. októ- bernk. kl. 18. Kennarar eru allir franskir. Stjórnin VIÐARÞILJUR PPrrr............"I..... I : :!b Kmzí.1 1 m FANtooard wmmr— -¦'.-' ÉÉ ¦ í Slitsterkar, áferöafallegar og auðveldar í uppsetnin§u Fáanlegar! gullálmi, eik, hnotu og teak. Sérlega hagstætt verð Verð frá kr. 1080 per. fm m.sk. V TiMBURVERZiUHlM VllUNlUR nf Klapparstíg 1, Skeitan 19, i DAGUR DYRANNA Samband Dýraverndunarfélaga Islands hefur farið þess á leit við biskup landsins, að hann minni prestana á fastákveðinn dag dýr- anna 3. sunnudag í september ár- lega. Þessi dagur dýranna er þá 19. sept. að þessu sinni. Góð áform gleymast fljótt séu þau ekki tekin til framkvæmda. Og þarna er sannarlega gott áform. En hvernig verður vakað gagnvart því? Og hvernig verður ábendingum tekið? Ég veit að hér er full þörf að gefa góð ráð. Hver gæti gleymt hryllingssög- um frá sfðasta vetri, þar sem blöð- in birtu dag eftir dag fréttir af ógæfubörnum, sem höfðu bók- staflega haft það að leik að pynta dýr— meira að segja drepa þau á þann hátt. Þarna voru kettir og fuglar leikföng þessara veslings barna. Mér varð þó á, að vorkenna foreldrum og kennurum þessara barna mest. Börnin eru ekki alin upp í þeim anda, sem virðir lif ið á þann hátt, sem Einar Benedikts- son orðar þannig; Alheimsins lif er ein voldug ætt. Aðalmunur á vel gerðu og vel uppöldu barni og hinu, sem er vanrækt og án hand- leiðslu kemur hvergi betur i ljós en í umgengni við þá sem eru minni máttar, dýr, fatlaða, aldraða og yngri systkini. Drenglyndið, ein fegursta dyggð mannssálar, sem aldrei birtist bjartar en hjá góðum drengjum, kemur skýrast fram I vörn og vernd fyrir lítilmagnann, ekki sízt aumstödd dýr og oln- bogabörn mannlifs. Og þar hef ég stundum séð drengi, sem taldir eru engin skólaljós og jafnvel, vond börn, bera langt af öðrum, þegar á hólminn var komið. En samt eru það litlar telpur, sem eiga góða mömmu eða ömmu, sem bera af í ástúð og umhyggju fyrir veikum dýrum og vesaling- um. Ein fegursta minning frá liðnu sumri er um f jórar litlar stúlkur hérna í borginni, sem höfðu fylgzt með hreiðri í gluggaholu hátt i húsvegg. Mikil var gleði þeirra, þegar fyrsti unginn datt hálf- fleygur niður i grasið undír veggnum. Þær hjálpuðu honum aftur og aftur uppí hreiðrið til móður sinnar og systkina. En hon- um þótti svo gaman að vera frjáls. Og síðast fór svo, að einhver eða eitthvað varð honum að f jörtjóni. En litlu stúlkurnar fundu hann dáinn í grasinu. Þær bjuggu hon- um ljómandi fallega kistu og mjúka hvílu með laufi og stráum og hvítu silki. Gerðu krossmark yfir, stóðu hátfðlegar ofurlitla stund, eins og þær væru að lesa, „faðir vor" og gengu svo með þennan litla himingest til grafar. Þetta var við eldhúsgluggann minn svo að ég gat fylgzt óséður að mestu með öllu. Heill foreldr- um og kennurum svona barna. Fjarlægðin er mikil frá ógæfu- börnum, sem finna yndi í að kvelja, pynta og drepa, ganga um með byssur f hönd og afmynduð andlit og til þessara telpna, sem geta metið eitt lff lftils starra unga til elsku og virðingar. Fuglar og kettir, einkum Framhald á bls. 29 Simar 18430 — 82544 adeins 5 mínútun Taflan sýnir anlegt tjön fyrintaekis ef FIMM MÍNÚTUR TAPAST daglega af tima hvers starfsmanns VIKUKAUP Kr. 20.000 Kr. 25.000 FJOLDI STARFSFOLKS 10 I 30 53.950 6 7.600 Kr. 30.000 81.250 162.500487.500 107.900 135.200 323.700 405.600 THMHNN ER PININGAR STIMPILKLUKKA hvetur starfsfólk til stundvísi SKRIFSTOFUVELAR H.F. c/i Siiafl^ Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.