Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
Syst ir okkar t
ÞÓRUNN A.P ÞORSTEINSDÓTTIR
Grettisgötu 13.
sem andaðist 16. þ.m. verður jarðsungin frá Frikirkjunni föstudaginn
24 septembe kl 15 Hulda Þorsteinsdóttir, Páll Þorsteinsson, Pétur Þorsteinsson.
+
Utför
SIGURGEIRS RUNÓLFSSONAR.
SkáldabúSum,
sem fórst af slysförum 10 þm fer fram frá Stóra Núpskirkju
mánudaginn 21 september kl 2 00.
Jarðsett verður i heimagrafreit Blóm afbeðin, en þeim sem vildu
minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið
Vandamenn.
t
Minningarathöfn um móður okkar,
NÖNNU JÓNSDÓTTUR,
verður föstudaginn 24 sept i Fossvogskirkju, kl 10 30
Jarðað verður að Ljósavatni, sunnudaginn 26 sept kl. 2.
Vigdis ÞormóSsdóttir.
Kristbjörg Þormóösdóttir,
Kolbrún ÞormóSsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR,
Kársnesbraut 18, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. föstudaginn 24 sept kl 1.30.
Jón Júlíusson,
Stefán Jónsson, Bára Leifsdóttir,
barnaborn og systkini hinnar látnu.
+
Eiginmaður minn. faðir, tengdafaðir og afi
HRÓLFUR BENEDIKTSSON.
prentsmiðjustjóri.
Barónsstíg 19.
sem andaðist 16 sept sl, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunn
"föstudaginn 24 sept. kl 13 30
Ásta GuSmundsdóttir.
Erna Hrólfsdóttir.
Birna Hrólfsdóttir,
Ásta Hrólfsdóttir.
Hrefna Hrólfsdóttir.
og barnabörn
Jón Örn Amundason.
Einar Sveinsson.
Agnar Svanbjörnsson
+
Alúðarþakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og virðingu
við andiát og útför,
GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR.
Minna-Núpi.
Guðbjörg Ámundadóttir.
Margrét Amundadóttir. Kristjín Guðmundsson,
Herdis. Amundi. Guðrún, Ingólfur. Guðbjörg og Viðar.
+
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, og föður
KRISTJÁNS 0. JÓHANNSSONAR,
matsveins,
Ljósheimum 4,
Rósa Pálsdóttir,
Tómas Kristjánsson.
LOKAÐ
vegna jarðarfarar
Hrólfs Benediktssonar
prentsmiðjustjóra.
Offsetprent h.f.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
Inga Markúsdóttir
— Minningarorð
Fædd 23. aprfl 1918.
Dáin 8. ágúst 1976.
„Engill Drottins laut þer
og leístí þig úr böndum
og leiddi þfna sál
Inn f Drottins helgidóm"
Davfo Stefínsson.
Þessi fögru orð komu mér í hug,
er ég frétti að vinur okkar og
kórfélagi i áratugi, frú Inga
Markúsdóttir, væri látin. Fullu
nafni hét hún Ingileif Guðbjörg
Markúsdóttir, en hún var aðeins
kölluo Inga Markúsdóttir af
öllum er hana þekktu. Andláts-
fregnin kom ekki á óvart þótt allir
hefðu vonað að hún mætti sigrast
á hættulegum sjúkdómi, einnig
nú í þetta sinn. En Inga var við-
búin kallinu, þvi svo sannarlega
hafði hún mikinn hluta æfi sinnar
staðið andspænis veikindum, sorg
og dauða án þess að bugast. Með
manni sfnum hafði hún gengið í
gegnum fleiri raunir en flestir
aðrir, er ég þekkti til, og sýnt þá
staðfestu, dugnað, kærleika og
trúartraust. Glaðlyndi og bjart-
sýni var henni meðfædd, og því
var eins og ljós hefði slokknað eða
hlýr sólargesli horfið, er hún
hvarf héðan úr þessum heimi.
Inga Markúsdóttir var fædd á
Skáladal í Sléttuhreppi f Norður-
Isafjarðarsýslu, dóttir hjónanna
Markúsar Finnbjörnssonar út-
vegsbónda f Skáladal, en síðar á
Sæbóli í Aðalvfk og konu hans
Herborgar Arnadóttur frá Skála-
dal. Hún var ein af 11 systkinum,
f jögur þeirra dóu ung, en nú eru á
lífi sex þeirra eftir andlát Ingu.
öll voru þau systkinin listræn að
eðlisfari, söngelsk og tónnæm, og
nægir í því sambandi að benda á
Ingu sjálfa, systur hennar og
bræður og er bróðir hennar gott
dæmi um það. Hann er prýðilega
menntaður tónlistarmaður, tón-
listarkennari með afbrigðum góð-
ur, og hef ur um langt árabil leikið
í Sinfóníuhljómsveit Islands.
Þröngt mun hafa verið f búi hjá
foreldrum Ingu og hún því
snemma orðið að láta vinnuna
sitja í fyrirrúmi þott námsgáfur
væru ágætar. Eftir fermingarald-
ur var hún í vist hjá föðurbróður
sfnum, Finnbirni Finnbjörnssyni
málarameistara, á Isafirði. Að
Tungu f Nauteyrarhreppi fof hún
haustið 1933, en þar bjuggu þá
Höskuldur Jónsson bóndi þar og
kona hans Petra Guðmundssóttir,
ljósmóðir. Fyrir atbeina hennar
fór Inga til Grindavíkur, og var
hugmyndin að læra að spila á
orgel hjá Sigvalda tónskáldi
Kaldalóns.
Sigvaldi mun hafa verið fljótur
að komast að raun um, að Inga
hafði frábæra söngrödd, og þenn-
an eina vetur, sem hún var við
nám hjá Sigvalda, var það einkum
söngurin, sem námið snerist um.
Sigvaldi Jét Ingu syngja lögin,
sem hann samdi og taka þátt I
söngleikjum. Þess stutti námsfmi
hefur verið ómetanlegur fyrir
Ingu og söngferil hennar síðan.
Eftir þetta lá leið Ingu f hús-
mæðraskólann.
1 Tungu voru mannvænleg börn
og þar kynntist hún manni sfnum
Asgeiri, syni hjónanna í Tungu.
Ásgeir hafði verið við nám f 3
vetur f Menntaskólanum á Akur-
eyri og innritast í stærðfræðideild
þar, en hann varð að hætta námi
þegar faðir hans lést. Inga hafði
aftur á móti verið tvo vetur í
Héraðsskólanum að Reykjanesi
við Isafjarðardjúp. Þau Inga og
Asgeir giftu sig sumarið 1941 og
mun það hafa verið þeirra mesta
gæfuspor. Þessi ungu og fróð-
Skilti á krossa
Skilti og merki, sími
16480.
Útlaraskreyllngar
blómouol
Gróðurhúsið v/Sigtún simi 36770
leiksfúsu hjón bjuggu á föður-
leifð Ásgeris að Tungu um hrfð.
Síðan voru þau á Kirkjubóli í
Nauteyrarhreppi og að Lundi í
Lundareykjadal í Borgarfirði, en
þar var Ásgeir ráðsmaður búss-
ins.
Hjónin höfðu þegar hér var
komið sögu eignast 2 börn. Annað
barnið dó í fæðingu á Sjúkrahús-
inu á tsafirði, og þegar bruninn
mikli varð að Lundi að morgni 9.
nóv. 1944 á meðan þau hjónin
bjuggu þar, brann inni hitt litla
barnið þeirra, Höskuldur Borgar
að nafni, f. 3.12. 1941, en bæði
hjónin brenndust við að gera til-
raun til að bjarga barninu og eig-
umsínum.
Þetta áfall var bæði átakanlegt
og sviplegt, en þar sýndu ungu
hjónin mikla hetjudáð.
Sama ár fluttu þau svo til
Reykjavíkur eignalaus og særð
bæði á sál og líkama. Enginn get-
ur sett sig í fótspor þeirra, en
áfram var haldið. Ásgeir gerðist
póstmaður í Rvk. formaður Póst-
mannafélags Islands. Meðeigandi
minn var hann um nokkur ár að
fasteigna- og lögmannsskrifstof-
unni „Sala og samningar," en á
þeim árum um og eftir 1950, var
hún ein af fáum fasteignasölum
hér í borg. Inga vann lengst af
utan heimilis með heimilisstörf-
unura svo sem I brauð- og mjólk-
urbúðum og verzlunum og nú fjöl-
mörg sfðustu árin sem verzlunar-
mær hjá skartgripaverzlun Hjart-
ar Nielsen hf. ásamt kórfélaga
sínum frú Svöiu Nielsen óperu-
söngkonu, og var þar sem annars-
staðar mikils metin sem nýtur
starfskraftur. Þau hjónin Ásgeir
og Inga áttu ekki fleiri börn sam-
an en áður getur, en löngunin til
að eiga barn sótti á þau. Þau tóku
þvi og ættleiddu sveinbarn sem
þau skfrðu Ásgeir og var hann
fæddur 14.4 1951. En ennþá var
dauðinn við dyrnar og þann 15.8
1951 dó þessi fallegi litli drengur
aðeins 4 mánaða gamall.
Ég minnist þess, að þá var
mörgum tregt tungu að hræra.
Sorgin var alger. Þriðja barn
þeirra hjóna var óvænt kallað
burt úr þessum heimi. Þá var gott
að geta f undið samúð og samhug í
hinni miklu djúpu sorg þessara
mæddu hjóna. En Drottinn er alls
staða nálægur og veitti þeim sinn
styrk. Eftir stuttan tíma ætt-
leiddu þau tvö börn, sem bæði eru
á lífi. Asgeir f. 1.9 1951 og er nú
sjómaður og Höskuldur Borgar f.
29.3 1952 sem er fisktaeknir.
Ásgeir yngri er giftur dóttur Hall-
dórs Jónmundssonar, yfirlög-
regluþjóns á ísafirði. Eru þau bú-
sett þar og eiga einn son og eina
dóttur.
Um söngferil Ingu mætti margt
skrif a því hann var bæði mikill og
viðburðarfkur, en hér skal aðeins
stiklað á stóru. Inga mun hafa
starfað meíra og minna í 5 kórum
og kirkjukórum. Arið 1947 var
skemmtun haldin á vegum Tón-
listarfélagskórsins í Breiðfirð-
ingabúð. Þetta var ein af hinum
vinsælu kvöldvökum kórsins og
var þá einn nýliði í kórnum feng-
inn til að syngja einsöng. Mér var
kunnugt um hver það var, enda sá
ég að einhverju leyti um þá
skemmtun. Sjaldan hafði það bor-
ið við að nýliðar kórsins fengust
til slfks, en í þetta sinn var það
auðsótt. Eftirvæntingin var mikil
er Inga Markúsdóttir gekk í sal-
inn með söngstjóranum dr. Victor
Urbancic. En Inga var örugg og
ákveðin. Með sönglögum sínum
söng hún sig inn í hjórtu okkar
allra. Hin bjarta og fagra sópran-
rödd hennar naut sfn vel I falleg-
um og tilfinningarfkum sönglög-
um eins og „Lindin" eftir Eyþór
Stefánsson og „Ég beið þín lengi
Iengi" eftir dr. Pál ísólfsson. Nýr
einsöngvari kórsins var kominn
fram. I sigurför Tónlistarfélags-
kórsins til Danmerkur sumarið
1948 var hún góður starfskraftur
eins og jafnan sfðan, en í þeirri
för á Norðurlandasöngmótinu i
Kaupmannahöfn söng frænka
hennar, Guðmunda Elíasdóttir
óperusöngkona, einsöng. í ferða-
lagi Tónlistarfélagskórsins kring
um landið sumarið 1951 söng Inga
einsöng oft á tfðum, og einnig á
fjölmörgum hljómleikum kórsins.
Við stofnun Þjóðleikhúskórsins 9.
marz 1953 varð Inga ein af stofn-
félögum þess kórs og eftirsóttur
félagi í öllum söngleikjum kórs-
ins, bæði óperum og óperettum,
og ýmsum leikritum þar sem
söngur var ein af uppistöðum
þeirra. Inga var lfka liðtæk sem
leikkona, þótt ekki hefði hún lært
neitt á þvf sviði. Ég held að lffs-
reynsla hennar og djúpur skiln-
ingur á mannlffinu hafi átt rfkan
þátt f velgengni hennar á lista-
brautinni. Fyrir örfáum árum
hætti hún að syngja með Þjóðleik-
húskórnum, en söng siðustu árin I
kirkjukór sinnar sóknar, Lang-
holtkirkjukórnum. Áður hafði
hún sungið lengi i öðrum kirkju-
kór Hallgrfmskirkjukórnum og
veitt þar eins og annarsstaðar
ómetanlega aðstoð.
Um 26 ára skeið höfum við Inga
sungið saman I tveimur kórum,
Tónlistarfélagskórnum og Þjóð-
leikhúskórnum. Á þessu tímabili,
svo og hin síðustu ár var Inga oft
mikið veik, og hafði gengið undir
marga uppskurði, en eigi látið
bugast, og söngur hennar var jaf n
fagur sem forðum. Sem félagi i
söngkórum var hún einstök, hár-
viss, nákvæm, prúð og samvisku-
söm. Það var gott að leika á móti
henni í söngleikjum, þvf hún
skildi sitt hlutverk til fulls og
einbeitti sér við hvaðeina stórt og
smátt. Að þvf leyti var hún einnig
til fyrirmyndar. Hún var minnis-
stæður persónuleiki, hafði hlýtt
og gott viðmót, var tilfinninga-
næm en þó sterk, og sterkust er
mest reið á. Hún var einlægur
vinur vina sinna, mátti ekki aumt
sjá og með afbrigðum fórnfús og
kærleiksrík. Fáa hefi ég hitt er
höfðu meiri og dýpri skilning á
högum og lffi samborgara sinna.
Lífið hafði verið henni þungur
skóli. En út úr þeim skóla kom
hún fordómalaus, heilsteypt og
sterk með ríka kærleikslund til
allra þeirra er bágt áttu. Af þess-
um ástæðum verður hún okkur
öilum sem með henni störfuðu í
söng eða þekktum heimili hennar
ógleymanleg.
Inga andaðist 8. ágúst s.l., var
kvödd hér í Fossvogskirkju 18.
ágúst, en jarðsett að Melgraseyri I
Nauteyrarhreppi 21. ágúst s.l. hjá
sonum sfnum.
Og með henni var settur f kisti
hennar sonur hennar Ásgeir er dó
15.8. 1951. Samkvæmt ósk hennar
hafði lfk hans verið grafið upp og
flutt í kistu hennar. Að Melgras-
eyri hvfla nú jarðneskar leifar
Ingu og þriggja sona hennar.
Sjálf er hún eins og þeir komin
yfir móðuna miklu sem hún svo
oft söng um f kirkjum sfnum, til
hinna himnesku bústaða, til
áframhaldandi kærleiksstarfs á
landi lifenda.
Þjóðleikhúskórinn þakkar
henni mikil og fórnfús söngmála-
störf allt frá stofnun kórsins, og
sjálfur þakka ég bæði sem for-
maður kórsins og persónulega
áratuga vináttu og ógleymanlegt
samstarf öll þessi ár, um leið og
ég færi eiginmanni hennar og
vini mfnum Asgeiri Höskulds-
syni, börnum, barnabörnum,
systkinum hennar og öðrum ást-
vinum mfna dýpstu samúð.
Minningin um góðan vin lifir
þótt maðurinn deyi.
Far þú í friði. Friður Guðs þig
blessi. Haf þú þökk fyrir allt og
allt.
Þorsteinn Sveinsson.