Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976 ## Ekkihægtað spáCaZsigri þóttfvkjihah sémeiranú" Kosníngaspjall vid Victor B. Ólason yfir- mann bandarísku upplýsingaþjónustunnar PYRSTU sjónvarpskappræður þeirraGeralds Fords, Bandarfkja- forseta, og Jimmy Carters, frambjððanda demðkrata f forsetakosn- ingunum, sem fram fara 2. nðvember nk., fara fram f kvöld og er talið að þær geti skipt skopum um úrslit kosninganna. Sfðustu sex vikur kosningabaráttunnar eru nú framundan og búast má við að harka fari að færast f leikinn. Við hittum að mðli Victor B. Ölason, yfirmann bandarfsku upplýsingaþjónustunnar hér ð iandi, og spurðum hann hvað það væri sem einkenndi þessa kosningabarðttu ne,zt- Young. 4. atriðið er svo sjón- — Það má segja að fjögur varpskappræðurnar, sem nú atnði ben hæst. I fyrsta lagi þá fara fram , annao skiptiö f sögu staðreynd, að hvernig sem kosningarnar fara verður sá, sem sigrar, kjörinn forseti en ekki útnefndur, eins og verið hefur sl. 2 ár og verður því aðstaða forsetaembættisins sterkari. í öðru lagi eru þetta fyrstu kosningarnar, þar sem útgjöld frambjóðenda í barátt- unni eru greidd af alríkis- stjórninni, en þau lög voru sett í kjölfar Watergatemálsins. Tryggir þetta frambjóðendum jafnmikið fjármagn og eyðir þar með aðstöðumuninum, sem oft hefur verið milli frambjóð- enda. Er þessi upphæð í ár 25 milljónir dollara á hvorn fram- bjóðanda. Sem dæmi má taka, að í kosningabaráttu Nixon og McGoverns 1972 er gert ráð fyrir að milli 80—90 milljónum dollara hafi verið eytt og réð Nixon yfir bróðurpartinum af þvi fé. I 3ja lagi er svo hinn skjóti frami Carters á banda- rísku stjórnmálasviði, sem er einhver hin mesti, sem orðið hefur í bandariskum stjórnmál- um frá því Wendell Wilkie bauð sig fram á móti Roosevelt 1940, en Wilkie var lögfræðing- urvog gegndi engu pólitísku embætti og er því ekki ósvipað með hann og Carter þótt Carter hafi áður gegnt embætti ríkis- stjóra I Georgíu. Þá er það einn- Victor B. Ólason yfirmaður bandarfsku upplýsingaþjðnust- unnar ð tslandi. ig mjög athyglisvert í sambandi við frama Carters, að hann er fyrsti maðurinn dýpst úr Suðurríkjunum, sem kemst svo langt í framboði frá því fyrir borgarastrfðið i kringum 1860. Framboð og frami Carters er einnig merki um þá breytingu, sem orðið hefur i kynþáttamál- um, því að fram til þess hafa þeir menn, sem harðastir hafa verið i sambandi við kynþátta- misrétti, verið taldir koma fá þessum slóðum. Carter nýtur mjö'g mikils fyigis meðal blökkumanna og margir af leið- togum þeirra eru virkir stuðn- ingsmenn hans eins og Martin Luther King eldri og Andrew forsetakosninganna í Banda- ríkjunum, fyrstu slíku kapp- ræðurnar fóru sem kunnugt er fram 1960 milli Kennedys og Nixóns. KAPPRÆÐURNAR — Er ekki talið að þessar kappræður geti hreinlega ráðið úrslitunum, eins og oft var talið í sambandi við sigur Kennedys. — Það fer ekki á milli mála að þær geta haft gífurlega þýð- ingu. Þeim verður sjónvarpað og útvarpaó um gervöll Banda- ríkin og áhrifamáttur þeirra yfirgnæfir allt annað í kosn- ingabaráttunni. Kappræð- urnar, sem fram fara í kvóld eru þær fyrstu af þremur, sem forsetaframbjóðendurnir heyja, auk þess, sem varafor- setaefnin Robert Dole og Walt- er Mondale munu einu sinni leiða saman hesta sína. Fyrir- komulagið er á þann hátt að þrír fréttamenn spyrja spurn- inga. Fær sá sem spurður er 3 minútur til að svara, slðan 2 til að svara spurningu, sem fylgja kann í kjölfarið og loks fær andstæðingurinn 2 mínútur til að fjalla um spurninguna og svarið ef hann óskar þess. Á þátturinn að standa I 90 mlnút- ur og er gert ráð fyrir að hægt verði að fjalla um u.þ.' . 15 spurningar. — Nú hefur Carter lengst af haft afgerandi forystu yfir Ford að þvl er niðurstöður skoðanakannana sýna. Hversu mikið er að marka þessar kannanir? — Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir þvl. Þegar fyrsti undirbúningur að kosningabar- áttunni hófst á sl. ári var fylgi Fords og demókrata mjöfg svip- að. Þegar síðan leið á þetta ár og stjarna Carters hækkaði óð- um var svo komið um tima að hann naut 39% meira fylgis en Ford. í byrjum þessa mðnaðar er munurinn orðinn um 9%. Þetta sýnir glöggt hve afstaða kjósenda er breytileg og jafn- framt að niðurstöður skoðana- kannana eru ekki afgerandi. Dæmi um þetta er að finna í nokkrum kosningum siðustu 30 ár. Þegar t.d. Dewey bauð sig fram á móti Truman 1948 naut hann í upphafi baráttunnar 15% meira fylgis en Truman, en Truman sigraði sfðan með 5% atkvæða meirihluta. I kosn- ingunum 1964 hafði Lyndon Johnson um tima 50% meira fylgi en Goldwater, en sigraði síðan með 20% atkvæða meíri- hluta. Nærtækara dæmi er 1968, er Nixon hafði 15% meira fylgi en Hubert Humphrey, en siðan sigraði Nixon aðeins með 1% atkvæða meirihluta. Með þetta I huga er ekki hægt að spá Carter sigri, þar sem hann hef- ur nú aðeins 9% meira fylgi en Ford. Carter ð kosningaferðalagi. um er einstakur. Frami hans f bandarfskum stjðrnmðl- AHRIF WATERGATE? — Kemur áhrifa Watergate- mðlsins til með að gæta I barðtt- unni? — Carter hefur lýst því yfir að hann muni aldrei gera náð- un Nixons að kosningamáli, en hins vegar er of skammt um liðið frð Watergate til að hægt sé að gleyma þvf og það hlýtur á einhvern hðtt að koma við sögu, og þð kannski helzt í sambandi við gagnrýni ð spillingu f Wash- ington, sem óneitanlega hefur verið talsvert I fjölmiðlum und- anfarna mánuði. — Er enn hægt að tala um helztu mál kosningabaráttunn- ar, þar sem svo virðist, sem frambjóðendurnir hafi ekki brýnt kutana enn sem komið er? — Það er rétt, en f astiega mð búast við að afstaða þeirra skýr- ist verulega i kagpræðunum í kvöld. Hins vegar er t.d. ekki mikill munur ð þvf sem þeir hafa sagt um utanríkismál ef ummæli þeirra eru vandlega skoðuð. Báðir eru t.d. fylgjandi NATO og nánum samskiptum við V-Evrópuþjóðír, stuðning við Israel og áframhald „detente". Báðir segjast geta gert störf ríkisstjórnarinnar betri og árangursríkari. 1 efna- hagsmálum innanlands er helzti munurinn á stefnu flokk- anna sá að repúblikanar leggja meiri áherzlu á baráttuna gegn verðbólgu, en demókratar ð nauðsyn þess að draga úr at- vinnuleysi, sem nú er um 8%. — Hvernig hefur repúblfkön- um tekist að lækna sðrin sem urðu eftir hina hörðu baráttu Fords og Reagans um útnefn- inguna? — Um það er erfitt að segja. Þeir gerðu bððir það sem hægt var til að bera klæði ð vopnin eftir að úrsli.t lðgu fyrir og Rea- gan hefur haldið ræður til stuðnings Fords, en stjórnmðla- fréttaritarar eru ekki ð einu mðli um hvort stuðningsmenn Reagans muni almennt kjósa Ford eða hvort þeir hreinlega sitji heima. TVlSYN URSLIT — Verða þessar kosningar tvisýnar? — Ég held að þær verði tvi- sýnni en menn almennt gera sér grein fyrir. Fyrir nokkrum maiíuðum hefði verið hægt að halda að Ford þyrfti ekki að vera að ómaka sig við að leggja út f baráttu, en nú er staðan orðin sú að allt getur gerst, nema eitthvað óvænt komi fyrir eins og t.d. að annar hvor fari með algeran sigur af hólmi f sjónvarpskappræðunum, en ég ð frekar von ð að úrslitin verði mjög tvísýn. — Era þess ekki fð dæmi, að forseti hafi tapað fyrif and- stæðingi sfnum f kosningum? — Jú, þau eru fð og það sfð- asta var þegar Hoover tapaði fyrir Roosevelt 1932. Forsetinn hefur sérstöðu að því leyti, að hann er forseti og fólkið þekkir hann, en f Bandarfkjunum kjósa menn miklu meira um mennina sjðlfa en pólitfskar hugsjónir þeirra. Þess mð að lokum geta að Victor Ölason lætur nú af störf- um hér ð landi um miðjan næsta mðnuð en hann hefur verið skipaður aðstoðarfor- stjóri S-Ameríkudeildar banda- rfsku upplýsingaþjónustunnar með aðsetur f Washington. -ihj. Frð sjðnvarpskappræðum Kennedys og Nixons 1960, sem ýmsir telja að hafi tryggt sigur Kennedys. Fyrstu kappræður Carters og Fords f ara f ram f kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.