Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1976 19 i sitt því heimili og sinnu kæru sveit. Villa á Hellum var um ára- bil ljósmóðir sveitar sinnar og kom því í hennar hlut að taka við þeim börnum er fæddust á fyrri tugum þessarar aldar í Landsveit og mun ég vera einn þeirra. Þeim fækkar nú óðum I sveitum þessa lands, sem fæddir eru nokkru fyrir aldamót og hafa háð sina lífsbaráttu út um hinar dreifðu byggðar. Villa á Hellum var ein þeirra kjarnakvenna er ekki lét deigan síga og mun hafa staðið fyrir stóru og mannmörgu heimili frá þvi er hún sjálf stofn- aði heimili, og siðast nú með syni sinum Filippusi, fram undir það er hún var brott kvödd héðan úr heimi. Þetta tímabil er um margt merkilegt á okkar tímum, þar sem segja má að bylting hafi orðið á öllum sviðum þjóðlifs, gömlu tækin, sem fólkið notaði við störf sín lögð til hliðar og ný tækni tekin í þjónustu sína i sveitum, bæði utan- og innanhúss. Heimilið á Hellum i tið Magnúsar Jóns- sonar frá Björgum í Kinn, manns hennar, er látinn er nú fyrir nokkrum árum, var ávallt til fyrirmyndar. Þar var byggt á traustum grunni, vökul augu þeirra hjóna fylgdust vel með þvi sem var að gerast umhverfis þau og voru f fararbroddi að tileinka sér hinar ýmsu framfarir, er samtið þeirra bauð uppá. Samtíðarmenn Villu á Hellum munu ljúka upp einum munni um ágæti þessarar ljúfu og hlýlegu konu, sem jafnframt bar með sér sterkan persónuleika og höfðings- brag. Sveatungar og samtiðar- menn fyrr og siðar kveðja að leiðarlokum Villu með þökk. Hún er.verðugur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar, er kennd er við aldamót og skilað hefur landi voru og þjóð til þess vegar, sem það er nú statt á og komandi kynslóðir munu njóta um ókomin ár. Það er fyrir þraut- seigju þessarar kynslóðar meðal annars, að tekist hefur að þoka áfram ýmsum góðum og þörfum málum, sem þjóðinni hefur orðið til heilla og samtíð okkar byggir framtfð sina á. Um leið og við þökkum Villu á Hellum samveruna hér i heimi vildum við óska þess, að land vort ætti sem flestar slíkar konur. Börnum Villu á Hellum votta ég samúð mina svo og öldruðum systkinum hennar, Arnýju óg Björgvin, og venslafólki. S. J. Hún var fædd að Hellum i Landsveit 23. ágúst 1891, dóttir hjónanna Filippusar Guðlaugs- sonar, bónda og Ingibjargar Jóns- dóttur, ljósmóður, er þar bjuggu allan sinn búskap. Villa, eins og hún var ætið nefnd, ólst upp á Hellum á góðu heimili foreldra sinna í hópi efnilegra systkina og fóstursystkina. Hun giftist Magnúsi Jónssyni, miklum ágætis- og dugnaðarmanni, sem Framhald á bls. 23 Ingibjörg Filippusdótt- ir Hellum — Minning Fædd 23. ágúst 1891. Dáin 24. október 1976. 1 dag kveðja vinir og vanda- menn hinstu kveðju Ingibjörgu á Hellum, þar sem hún var borin og barnfædd og unni sínum æsku- stöðvum. Hún andaðist að heimili sinu 24. október s.l. 85 ára á aldri. Hún var dóttir merkishjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Filipp- usar Guðlaugssonar. Þau hjónin eignuðust 4 börn það ég best veit. Vilhjálm, sem dó í bernsku, en systur sína lifa Árný og Björgvin. 5 fósturbörn ólu þau upp og eru þau öll látin. Ingibjörg lærði, ljós- móðurfræði í Reykjavfk, og tók við því starfi af móður sinni. Hún var ljósmóðir hér í sveit í nær 50 ár. Ingibjörg giftist Magnúsi Jónssyni, ættuðum frá Björgum í Köldukinn. Hann lést 2. marz 1972. Ingibjörg og Magnús eignuðust 4 börn, sem öll lifa foreldra sína og bera þeim fagurt vitni. Þau eru: Guðrún, Hlöðver Fillippus, Áskell og Ingibjörg og fóstur- dóttir þeirra Lilja Eiríksdóttir. Margar minningar koma í huga mér þegar mikilhæf kona hefur lokið sínum starfsdegi, þó fátt eitt verði af því talið hér. Fyrst minn- ist ég hennar sem barn. Foreldrar mínir bjuggu búi sínu í Raftholti í Holtum. Pabbi lagði á hesta sína á sunnudagsmorgni, og ætlaði að Skarði til foreldra sinna. í fyrsta sinn átti ég að fá að fara til afa og ömmu. Við vorum komin að Skarði áður en fólk gekk í kirkju. í þá daga var embættað kl. 12 á hádegi. Þá sá ég Ljósu fyrst, eins og við nágrannar hennar kölluð- um hana oft. Hún hallaði sér að innsta glugganum í gömlu Skarðs- kirkju, og söng þar með sinni fallegu sópranrödd. Ég minntist á þetta við hana síðar. Sagði hún þá að hún hefði verið látin syngja í kirkjunni frá þvi hún var 13 ára gömul. Hún hafði alla tið mikið yndi af tónlist, og í Skarðskirkju- kór söng hún á meðan hún hafði heilsu til. Þvi næst minnist ég Ingibjargar á Hellum, er foreldr- ar mínir höfðu flutt að Haga í Holtahreppi. Móðir min hafði tekið léttasótt. Lítil telpa kúrði f rúmi sinu i lítilli baðstofu og kannski hefur hún tekið þátt í þjáningum móður sinnar. En fyrr en varði stóð kona á reiðfötum inni á gólfi, með gleðibros á vör og glampa í augum. Er mér alltaf ógleymanlegt hvað mér þótti hún falleg, og baðstofan stærri og bjartari. Tveimur árum síðar fluttum við að Skarði og hef ég síðan alltaf verið.í góðu nágrenni við þessa göfugu og góðu konu. Hjá hjónunum á Hellum var oft mannmargt. I fjölda ára var þar farskóli. Þangað gekk ég í skóla og á þaðan margar góðar minning- ar frá þeim árum. Seinna var þar heimavistarskóli. Fimm af mínum börnum litu dagsins ljós i hönd- um hennar. Það var lærdómsríkt að hafa svo einlæga trúkonu hjá sér á þeim stundum. Þeir tímar eru nú liðnir að ljósmæður þessa lands þeysi á fáki yfir hjarn. En kannski munu þeir tímar koma að það þyki eðlilegra mæðrum að ala börn á sinum heimilum. Félagslynd kona var Ingibjörg og tók virkan þátt í félagsstörfum hér í sveit. Formaður kvenfélags- ins var hún frá stofnun þess i mörg ár. Formaður slysavarna- deildar um áratugi og í ung- mennafélaginu Merkihvoli hefur hún að sjálfsögðu verið félagi frá stofnun þess. Hverju góðu mál- efni lagði hún lið, og gladdist yfir góðu gengi fólks. Hún var dugleg og vinnusöm svo aldrei féll henni verk úr hendi. Hún átti þvi láni að fagna að geta starfað meðan dag- ur entist. Síðustu tvo til þrjá mánuði lá hún rúmföst á heimili sínu umvafin umhyggju barna sinna og barnabarna. Um þá móðurást og umhyggju sem Hlöðver sonur hennar hefur sýnt í sinu starfi á ég engin orð, sem því geta lýst, en segi hér það sem hún sagði sjálf við mig eftir að aldur færðist yfir þau hjónin og Hlöðver annaðist þau: „í himna- ríki getur mér ekki liðið betur." Hennar ævikvöld var fagurt eins og sólarlagið er oft vestan undir Skarðsfjalli. Nú er hún horfin yfir landa- mæri, sem skilja lif og dauða. Ég og fjölskvlda mín þökkum henni allt, sem hún hefur fyrir okkur gjört. Við vottum börnum, tengdabörnum, barriabörnum og aldurhnignum systkinum hennar okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Guðrún Sigrfður Kristinsdóttir. I dag verður til moldar borin að Skarði í Landsveit Vilhelmina Ingibjörg Filippusdóttir ljósmóð- ir Hellum á Landi. Mig langar að minnast þessarar sómakonu með nokkrum orðum. Villa á Hellum, eins og sveit- ungar hennar kölluðu hana er fædd 23. ágúst 1891 að Hellum og ólst þar upp og hefur helgað lif Notalegt umhverfi og bar hafa líka sitt aö segja. Komiö — sjáiö og reyriið hvort nokkur staöur þessum líkur finnst í landinu. Blómasalurinn á Hotel Loftleiðum hefur á boðstólum kalt borð sem þú ættir aö reyna ef þú ert ekki viss. Hvergi gefst betri kostur á aö velja einmitt þaö sem kitlar bragölaukana mest. Og auk kalda borösins er framreiddur matur eftir fjölbreyttum matseöli. Opiö daglega frá kl. 12 19 - 22.30 14.30 og HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.