Morgunblaðið - 06.11.1976, Side 22

Morgunblaðið - 06.11.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÖVEMBER 1976 Jón Brynjólfsson end■ urskoðandi - Minning Vinur minn og mágur, Jón Brynjólfsson, endurskoðandi, andaðist s.l. mánudag, 1. nóvem- ber. Hann var 'fæddur að Hvoli í Ölfusi 15. júni 1902. Foreldrar hans voru Margrét Magnúsdóttir frá Litlalandi í Ölfusi og Brynjólfur Jónsson frá Klauf i Landeyjum. Margrét móð- ir Jóns var dóttir hjónanna Aldis- ar Helgadóttur bónda á Læk í Ölfusi Runólfssonar og Magnúsar Magnússonar bónda að Litlalandi, Magnússonar bónda á Hrauni i Ölfusi, Beinteinssonar bónda I Þorlákshöfn, en hann var 3ðji maður frá Bergi í Brattholti, sem Bergsætt er frá komin. Brynjólfur faðir Jóns var ættað- ur ú Vestur-Landeyjum, sonur hjónanna Þorbjargar Nikulás- dóttur bónda i Sleif í Landeyjum Eiríkssonar, og Jóns Brynjólfs- sonar bónda i Klauf og víðar, — Brynjólfssonar bónda að Fornu- söndum, Þórðarsonar bónda og hreppstjóra í Teigi i Fljótshlið, Þorlákssonar klausturhaldara á Þykkvabæ, Þórðarsonar Toriacius stúdents og klausturhaldara í Teigi.Sjálfur var Jón mjög ætt- fróður og gat rakið ættir sínar langt í aldir aftur. Jón heitinn Brynjólfsson flutt- ist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og systkinum árið 1908 og ólst upp hjá þeim. Brynjóifur fað- ir Jóns stundaði sjómennsku, fyrst á þilskipum og síðar á togur- um, er þeim tók að fjölga. Jón mun snemma hafa tekið þátt í ýmsum störfum sem til féllu jafn- framt barnaskólagöngu, svo sem sendisveinsstörfum og blaðadreif- ingu hjá Isafold. Um fermingar- aldur var hann mjólkurpóstur á Blikastöðum i Mosfellssveit, en hafði áður verið í sveit á sumrum hjá frændfólki sínu i Ölfusi og kynnst þar öllum algengum sveitastörum. Bræður Jóns, Magnús og Ólaf- ur, munu snemma hafa haft áhuga á sjómennsku, en hugur Jóns hefur vafalaust staðið til frekara náms. Aðstæður hömluðu því hins vegar að svo gæti orðið að nokkru ráði. Þó var hann um skeið í kvöldskóla Isleifs Jónsson- ar að Bergstaðastræti 3 og var sú skólaganga Jóni mjög gagnleg. Þá tók hann próf i loftskeytafræði árið 1926, en notaði lítið þá kunn- áttu sína. Nokkur ár vann Jón sem innan- búðarmaður hjá H.P. Duus, sem hafði verzlanir bæði þar sem Geysir er nú og i Hafnarstræti 1. Þegar Duusverzlanirnar hættu, réðst hann til Steindórs Einars- sonar (Bifr.stöð Steindórs) sem framkvæmdastjóri í nokkur ár. Siðar var hann endurskoðandi þess fyrirtækis til dauðadags. Árið 1930 fluttist Jón með fjöl- skyldu sína til ísaf jarðar, þar sem hann hafði verið ráðinn skrif- stofustjóri hjá bæjarstjóranum, sem þá var Ingólfur Jónsson, lög- fræðingur (bróðir Finns al- þingism.). Jón var á Isafiröi til ársins 1935 og var oft settur bæjarstjóri á því tímabili i fjar- vistum Ingólfs. Féll Jóni og fjöl- skyldu hans dvölin á isafirði . Þar áttu þau ánægjulega dvöl og eignuðust marga góða vini. Astæðan fyrir brottförinni frá isafirði var einfaldlega sú, að nýr meirihluti bæjarstjórnar tók við völdum, svo skipt var um bæjar- stjóra og skrifstofustjóra. Sá hátt- ur var á hafður í þann tíð á þeim hápólitiska stað, Isafirði. Eftir komuna til Reykjavíkur tók Jón við starfi skrifstofustjóra nýstofnaðrar Mjólkursamsölu. Var Jón i þeirri stöðu til ársins 1941, en gerist þá næstu 2 árin framkvæmdastjóri Alþýðublaðs- ins, en við blaðið hafði Jón verið meira og minna viðloðandi allt frá tvítugs aldri. Að þessum tveim árum loknum tekur Jón við skrif- stofustjórastarfi hjá Sameinuðum verktökum h.f., sem á þeim árum höfðu mjög mikil umsvif á Kefla- vikurflugvlli og víðar. Eftir að hafa gegnt þessu staffi i nokkur ár ákveður Jón að stofna endur- skoðunarskrifstofu, sem hann síð- an rak til dánardags, við sivax- andi traust margra fyrirtækja og einstaklinga, að ógleymdum félagasamtökum sem hann annað- ast bókhald og reikningsskil fyrir af sinni alkunnu nákvæmni og áreiðanleik. Meðal þeirra sam- taka sem Jón var ýmist endur- skoðandi eða gjaldkeri fyrir, mætta nefna Alþýðusamband íslands, Lifeyrissjóð bókbindara og Landssamband hestamannafél- aga. Þá var hann og endurs koð- andi reikninga Reykjavíkurborg- ar um árabil. Öllum sem til þekktu bar saman um að hann ynni öll sín verk af frábærri kunnáttu og skyldurækni. Ungur að árum mun Jón hafa haslað sér völl i Alþýðuflokknum, enda var sá flokkur þá baráttu tæki fyrir sjómenn og verkafólk. Faðir Jóns og tveir bræður, Magnús og Ólafur, höfðu sjálfir tekið virkan þátt í að knýja fram m.a. vökulögin frægu. Jón var alla tíð trúr flokksmaður, en mörg síð- ari ár gerðist hann sveigjanlegri í skoðunum og ekki eins pólitískur og áður. Jón hafði að undanförnu átt óvenju annríkt i starfi sínu. En í stað þess að minnka umsvif vegna hrakandi heilsu var eins og stöð- ugt hlæðust á hann aukin verk- efni, og honum var flest annað betur lagið en að hlífa sjálfum sér. Hann var hamhleypa til verka og kunnugir töldu það vera með ólíkindum, hversu miklu hann kom í verk, þrátt fyrir marg- háttaðar frátafir og ónæði. Oft mun hann þó hafa lagt nótt við dag til að ljúka aðkailandi verk- efnum. Jón varð bráðkvaddur s.l. mánudag þar sem hann var stadd- ur á fundi með nokkrum félögum sinum. Táknrænt má það kallast um jafn ráðhollan og vitran mann, sem Jón var, að hann féll með heilræði á vörum. Hann hafði um mörg undanfar- in ár háð harða baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Það vissu þeir, sem næstir honum stóðu, þótt hann sjálfur hefði ekki mörg orð þar um, heldur biði hljóður þess er koma skyldi. Þótt slík staðreynd t Móðir okkar ODDNÝ HJARTARDÓTTIR Teigi Seltjarnarnesi andaðist föstudaginn 5 nóvember að Elliheimilinu Grund Fyrir hönd systkinanna. Hreinn Steindórsson. t Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR BENEDIKTSSON vörubílstjóri Reynimel 56 andaðist í Landakotsspitala 4 nóvember Ásta Guðmundsdóttir og synir. blasi við, er sem allir séu óviðbún- ir að sætta sig við að ástvini sé svo snögglega svipt burt úr þessu lífi. En eitt sinn skal hver deyja — manniegur máttur eða óskir og bænir fá þar engu um þokað Alla tíð var Jón mikill áhuga- maður um hestamennsku, átti jafnan góða hesta, sem hann að mestu fékk frá vini sínum Bene- dikt á Aðalbóh. Ekki var hann harður tamningamaður, en mjög laginn og farsæll í uppeldi hesta sinna. Áberandi var hversu hest- ar hans voru honum eftirlátir og spakir, þótt styggir væru við ókunnuga. Þar var örugglega um að ræða „leyniþráðinn" milli manns og hests svo sem Matthías kvað. Sama máii gegndi um börn, þau hændust að honum öðrum frem- ur, enda var hann ótrúlega natinn og laginn í umgengni við ung- menni. Minningar mínar um margar glaðar stundir á hestbaki með Nonna „bróður", eins og börn okkar kölluðu hann, verða ekki frá mér teknar, þótt nú sé hann fallinn, sem forystu hafði. Við ókunnuga var Jón frekar fátalaður og dulur, en við nánari kynni reyndist hann þvert á móti manna ræðnastur og kunni frá mörgu að greina, enda fróður maður og stálminnugur. Hafði hann unum af að segja frá ýmsu spaugilegu, fór þá á kostum og greip oft til leikara- hæfileika sinna, en á því sviði hafði hann nokkra reynslu frá þvi hann var virkur í starfi Góðtempl- arareglunnar fyrr á árum. Jón var eins og sagt er tilfinninganæmur ,,stemmningsmaður“, en oft djúpthugsi og á stundum eins og utan við umhverfi sitt. Ekki er ólíklegt að skaphöfn hans hafi borið þess minjar, að hann og hans fólk þurfti að þola óumræði- legar sálarkvalir þegar slysið mikla varð, að tveir beztu vinir hans og bræður fórust með Leifi Heppna í Halaveðrinu árað 1925, Magnús 23 ára og Ólafur 17 ára. Þau koldimmu sorgarský sem þá grúfðu yfir heimili hans vikum saman eftir fárviðrið mikla, með- an leitin fór fram og óvissan ríkti, kunnu að hafa sært hina við- kvæmu sál unga mannsins, svo að aldrei greri um heilt. Fái þeir bræður að hittast nú, verður þar mikill fagnarðarfundur. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigurborg Halldórsdótt- ir, Bjarnarsonar bónda og pósts í Gröf í Miklaholtshreppi. Þau eagnuðust tvo sini, Ólaf Magnús, sem býr i Reykjavik , og Brynjólf, sem búsettur er i New York. Mikið áfall var það fyrir Jón, er hann missti fyrri konu sína, Sigurborgu, árið 1960. Þau hjónin voru sérlega samrýmd og sam- hent og lifðu í hamingjusömu hjónabandi. En Jón var svo lán- samur að hitta aðra góða konu, Guðrúnu Sigurðardóttur, frá Sleitubjarnarstöðum I Skagafirði, sem hann kvæntist 1964. Guðrún annaðist mann sinn af mikilli alúð og umhyggju þar til yfir lauk. Þegar leiðir okkar skiljast nú, um stund að minnsta kosti, og við æjum ekki saman að sinni, er mér og mínu fólki að sjálfsögðu efst í hugá að færa vini okkar og frænda alúðarþakkir fyrif löng kynni, tryggð og góðvild. Megi þín hinsta ferð vel takast. Við sendum Guðrúnu, börnum og barnabörnum svo og öðrum ættingjum dýpstu samúðar- kveðjur. Björgvin Schram. Kveðja Haustið 1935, fyrir 41 ári, byrj- uðum við nokkrir kunningjar að spila saman L’hombre einu sinni i viku. Við vorum fyrst fimm, en siðan bættist sá sjötti við til vara, ef einhver var forfallaður. Við vorum upprunnir víðs vegar að af landinu og höfðum mismunandi atvinnu, svo að áhugamál okkar og skoðanir voru mjög mismun- andi. En við höfðum á ýmsan hátt kynnzt hér i Reykjavik. 1 öll þessi fjörutíu og eitt ár hefur þessi spilaklúbbur verið við lýði. Fyrir allmörgum árum féllu tveir frá, en þá bættist einn í hópinn. Og nú hefur sá þriðji fallið frá, en það var Jón Brynjólfsson, endurskoðandi, sem varð bráð- kvaddur siðastliðinn mánudag, 1. nóvember, svo að nú erum við fjórir eftir. Síðast spiluðum við heima hjá Jóni og hans ágætu konu, frú Guðrúnu fyrra þriðju- dag. Sízt mun okkur þá hafa grunað, að sex dögum seinna væri hann horfinn, með svo skjótum hætti, enda þó að við vissum, að hann gekk ekki heill til skógar nú hin síðari ár. Fjörutiu og eitt ár er langur tími í einni mannsævi, og allir höfum við á þessum tíma átt okkar gleði og sorgarstundir, Jón ekki síður en aðrir, og tók hann þvi, sem að höndum bar, með þakklæti og sálarstyrk. I allan þennan langa tíma höf- um við hitzt einu sinni I viku flesta mánuði ársins, og höfum þvi vitanlega kynnzt hver öðrum með kostum okkar og göllum og mismunandi skapferli. Og við höf- um lært að meta kostina og breiða yfir brestina, og það er ekki litill lærdómur. Og af því hefur sprott- ið vinátta, sem aldrei hefur borið skugga á og hefur verið okkur mikils virði. Og nú er Jón horfinn úr hópn- um. En við minnumst hans með þakklæti. Við minnumst dugnaðar hans, framtakssemi, ná- kvæmni í stóru og smáu, heiðar- leika hans og réttlætiskenndar hans, velvilja og samúðar með þeim sem eru minnimáttar. Og við minnumst margra glaðra stunda á þessum langa tíma. Við teljum okkur ávinning að hafa átt hann að vini. Um leið og við kveðjum hann að sinni með þakklæti fyrir samver- una, vottum við eftirlifandi konu hans og öðrum ástvinum innileg- ustu samúð okkar. Spilafélagar. Kveðja frá Landssambandi hestamannafélaga 1 dag verður til moldar borinn Jón Brynjólfsson, endurskoðandi. Jón var fæddur að Hvoli í Ölfusi 15. júní 1902 og var því 74 ára er hann lést hér i borg þann 1. nóvember s.l. Hestamenn viðs vegar um landið eiga margs góðs að minnast i samskiptum við Jón Brynjólfs- son. Hann var mikilvirkur í félagsstarfi þeirra um tuttugu ára skeið, en notið hafði hann hest- eignar í 45—50 ár, eða mikinn hluta ævi sinnar. Best minnast menn Jóns, er hann reið í ná- grenni Reykjavíkur á gæðingi sin- um, Forseta-Grána, hinum fann- hvíta glæsihesti, sem hann átti í mörg ár. Það fór vel á með þeim, enda hafði knapinn skilning og lipurð til að bera, svo hemja mætti hinn mikla f jörhest. Félagsstörf Jóns í þágu hesta- manna hófust, er hann var kosinn gjaldkeri Hestamannafélagsins Fáks árið 1955 en því starfi gegndi hann til ársins 1961. En árið 1955 var hánn jafn- framt kosinn gjaldkeri stjórnar Landssambands hestamanna- félaga og sat þar óslitið til ársins 1967, er hann baðst undan endur- kjöri. + Konan mín, ELÍNBORG LÁRUSDÓTTIR rithöfundur andaðist í Landspitalanum 5 nóvember Ingimar Jónsson. + Eigmmaður minn. KRISTJAN HJÁLMAR SIGMUNDSSON frá Hvallátrum Mariubakka 14, Reykjavik. andaðist 4 nóvember i Landakotsspítala Fyrir hönd barna okkar. . Sigriour Eggertsdóttir. + Faðir okkar KRISTINN HELGASON, Bauganesi 1 A, andaðist 4 þ m Jarðarförin ákveðin síðar F.h vandamanna, börn og tengdabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa EINARS BJARNASONAR rafvirkjameista ra Úthlíð 5. Vilborg Sverrisdóttir, Sverrir Einarsson, Guðlaug Ólöf Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Sverrisson, Einar Þór Sverrisson + Hjartans þakkir fyrir hjálpsemí og vinarhug vegna veikinda og fráfalls GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR Ásvegi 22. Sérstakar þakkir til yfírlæknis og starfsfólks lyflækningadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, einnig læknum og starfsfólki í deild 4 C Landspítalans Birna Hermannsdóttir Marsellna Hermannsdóttir Karl J. Kristjánsson Hafdis Hermannsdóttir Stefán Þórðarson Þórhallur Hermannsson Inga Hauksdóttir Svava Hermannsdóttir Þorsteinn Indriðason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.