Morgunblaðið - 06.11.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÖVEMBER 1976
23
Störf þessi vann hann af hinum
mesta dugnaði og samviskusemi,
um leið og hann var tillögu- og
úrræðagóður í hverju því máli,
sem félög þessi unnu að og þurftu
að leysa.
Þegar fyrir lá að halda lands-
mót hestamanna í Þingvallasveit
öðru sinni árið 1958, urðu Skógar-
hólar fyrir valinu og þurfti þá að
byggja upp staðinn. Þegar þannig
stóð á var Jón valinn í landsmóts-
nefnd. Nú var vandi á höndum og
mikið í húfi að vel til tækist og
tók Jón að sér gjaldkerastörf
þessa fyrirtækis. A engan er
hallað þótt talið verði að hann
hafi átt þar stærstan hlut að máli,
hversu vel tókst til með fjármál
og skipulag þessa móts.
Þetta starf og hlutur hans i því
er sennilega sá grundvöllur sem
samtökin byggðu á fyrir framtíð-
ina.
Enn ber að nefna útgáfu blaðs-
ins „Hesturinn okkar“, en Jón
Brynjólfsson átti sæti i fyrstu rit-
nefnd þess. Má þakka Jóni mikils-
vert starf að því að sú tilraun bar
góðan árangur. Hann ritaði þó
nokkrar greinar i blaðið bæði fyrr
og síðar, sem bera áhuga hans og
liprum penna vitni.
Eftir er ótalið stærsta verkefnið
i þágu hestamanna, en það var að
veita forstöðu skrifstofu Lands-
sambandsins, sem rekin var í sam-
starfi við endurskoðunarskrif-
stofu Jóns um tíu ára skeið. Öll
vinna Jóns að þessu verkefni var
unnin i sjálfboðastarfi.
Það var ómetanlegt fyrir hesta-
mannasamtökin að koma upp
þessari aðstöðu i Reykjavík, og
eiga þar greiðan aðgang að
manni, sem var alltaf á sínum
stað og tilbúinn að leysa hvers
manns vanda, sem átti við hann
erindi.
Hann vann ósleitilega að undir-
búningi ársþinga sambandsins og
síðast kvaddi hann þingfulltrúa á
Reykjavíkurflugvelli að kvöldi
föstudagsins 29. október sfðastlið-
ins, er þeir voru á leið til þings á
Höfn í Hornafirði.
Stjórnin þakkar Jóni ómetan-
legt og óeigingjarnt starf í þágu
hestamanna um leið og hún minn-
ist hans sem eins af brautryðjend-
unum í landssamtökum þeirra.
Innilegustu samúðarkveðjur
eru sendar frú Guðrúnu Sigurðar-
dóttur og öðrum aðstandendum.
E.t.v. eru minningargreinar
skrifaðar i þeirri undarlegu von,
að þeir framliðnu lesi líka dag-
blöðin. Mitt í eftirsjá og söknuði
óskar maður þess, að hægt hefði
verið að kveðja og þakka sam-
verustundirnar.
Jón Brynjólfsson var móður-
bróðir minn. Við systkinin kölluð-
um hann gjarnan Nonna
„bróður'* og hann, öðrum fremur,
er tengdur bernskuminningun-
um. Góðlátlega spaugsamur, hlýr
og alltaf reiðubúinn til að klappa
okkur á kinnina og spjalla um
heima og geima. Og þegar við
eltumst, hélt hann áfram að vera
vinur í raun.
Einmitt um þetta leyti árs átti
hann til að bjóða i bíltúr upp í
sveit til að heimsækja hestana.
Þeir komu hlaupandi til hans ut-
an úr buskanum, þegar þeir
heyrðu í bílflautunni og fögnuðu
honum eins og góðum vini, sem
hann og var. Nonni kenndi okkur
að umgangast hesta af elsku og
virðingu, rétt eins og mannfólk.
Þegar ég minnist hans núna,
hugsa ég til hans með þessum
vinum sinum, með „forseta
Grána" sem aldrei fór annað en
fetið með okkur krakkana, en var
fullorðnum oft óviðráðanlegur,
með „Borgu-Rauð" sem enginn
fékk að fara á bak á, með Blesa,
sem enginn þorði á bak á, með
Jarpa, allra eftirlæti, eða sfðasta
reiðhestinum, Glæsi. Nonni hafði
þann sið, þegar vel lá á honum, að
raula fyrir munni sér lagstúf og
þannig minnist ég hans, á hest-
baki svo þýðu, að hann haggast
varla í hnakknum, syngjandi i
hálfum hljóðum fyrir rjálfan sig
ogklárinn.
Guðrúnu, Binna og Öma, sendi
ég djúpar samúðarkveðjur og til
Nonna sjálfs, þakkir.
Malla.
Valgerður Lýðsdótt-
ir — Minningarorð
F. 31. október 1890
D. 28. október 1976
Þann 28. október s.l. lést i
Sjúkrahúsi Akraness Valgerður
Lýðsdóttir, eftir erfiða sjúkdóms-
legu. Mig langar til þess að minn-
ast hennar nöfnu minnar með ör-
fáum orðum. Ég minnist þess sem
barn hvað mér þótti til um að eiga
nöfnu á Akranesi. Aldrei gleymdi
hún að senda litlu nöfnu sínni i
Dölunum afmælis- og jólagjafir.
Loks kom sá dagur að þessi góða
kona kom vestur í heimsókn til
foreldra minna, fann ég þá sem
barn strax hjartahlýjuna hjá
henni. Síðar dvaldi ég á heimili
hennar um tíma og er margs að
minnast frá þeim tima. Sérstak-
lega er mér minnisstætt á morgn-
ana þegar við fengum okkur
„nöfnusopa", var þá oft hlegið og
spjallað. Nafna mín hafði sérstak-
lega létta lund, þrátt fyrir það að
þá var hún eiginlega orðin föst
við hjólastólinn sinn, sem hún
þurfti að vara í í mörg ár. Þrátt
fyrir sín veikindi var hún að
mörgu leyti gæfumanneskja. Hún
eignaðist sérstaklega góðan eigin-
mann, Rögnvald Sturlaugsson,
sem lést fyrir aldur fram. Þau
ljúft að minnast hve það var mér
mikill styrkur og ánægja þar sem
hún var mér alltaf svo undur góð
og skildi svo vel að bárur þær sem
brotna við Iífsins strönd skilja oft
eftir litt afmáanleg för.
Hún hafði lokið sinum starfs-
degi með sæmd og var vel að
hvildinni komin. Ég er einum vini
fátækari, en sami hraði ber okkur
öll að eilifðar strönd þó árafjöld-
inn sé misjafn sem við dveljum
hér. Það eru eflaust fleiri sem
eiga henni gott að gjalda og góður
hugur fylgir henni yfir landa-
mærin, með vinsemd og þökk.
Afkomendum hennar sendi ég
alúðarfyllstu samúðarkveðjur, og
þakklæti mitt til hennar mun
ávalt búa í huga mínum.
Guðrún Jónsdóttir.
hjón eignuðust eina dóttur, Unni.
Hjá henni átti hún sitt heimili til
æviloka. Hún naut frábærrar ást-
úðar hjá dóttur sinni og dóttur-
sonum, ég hef aldrei kynnst ann-
arri eins umhyggju.
Síðast þegar ég kom til hennar
lá hún á sjúkrahúsinu, þá gat hún
ekkert talað við mig, en mér
fannst svo mikill friður yfir
henni. Var ég þá með litlu dóttur
mína með mér. Nafna varð svo
glöð þegar sú litla klappaði henni
á vangann og sagði blessuð nafna
mín þá brosti hún sínu fallega
brosi í síðasta sinn til min.
Ég og fjölskylda mín sendum
Unni og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur. Að lokum óska
ég nöfnu minni guðsblessunar i
nýjum heimkynnum.
Nafna.
Guðrún Aðalbjörg
Jónsdóttir
Fædd 22. október 1889.
Dáin 6. okt. 1976.
Guðrún A. Jónsdóttir var fædd
að Framnesi í Stokkseyrarhreppi.
Þar hóf hún einnig búskap er hún
giftist, 10. júlí 1910, Oddgeiri
Magnússyni. Eignuðust þau fjög-
ur börn; Agústu, Aðalbjörgu,
Harald og Baldur. Árið 1948
missti hún mann sinn, og fluttist
þá til Stokkseyrar, og var síðustu
árin hjá dótturdóttur sinni Guð-
rúnu Jónsdóttur og manni hennar
Jónasi Péturssyni. Afkomendur
hennar eru orðnir 49.
— Minning
Þessar fáu línur eru skrifaðar
til að flytja hinni látnu hjartans
þakkir fyrir hugljúf kynni, sem
að vísu voru ekki gegnum dagleg-
ar samvistir þar sem vík var milli
vina.
Kynni okkar hófust á Heilsu-
hælinu í Hveragerði og urðu að
sannri vináttu og kærleiksríku
sambandi sem ekki rofnaði með-
an dagur entist. Hún bar með sér
mikinn þokka og góðan, enda
dugnaðarkona og vel verki farin.
Við vorum oftar en einu sinni
samvista í Hveragerði og er mér
Æskan á hættusvæði
Frá fræðslumóti B.K.S.
NVLEGA var haldið á vegum
Bindindisráðs kristinna safnaða
fræðslumót 1 safnaðarheimilinu
við Sólheima. Yfirskrift mótsins
var Æskan á hættusvæði — Hvað
getur kirkjan gjört? Flutt voru
alls 7 framsöguerindi og að sögn
sr. Arelfusar Nfelssonar voru þau
öll merk og ítarleg. Mót sem þessi
eru árlegur viðburður B.K.S. og
stóð það yfir I þrjú kvöld að þessu
sinni.
Gestur mótsins var Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra og ávarpaði hann mótsgesti.
Helgi Þorláksson skólastjóri var
einn framsögumanna og talaði
hann um skóla og skemmtanir.
Niðurstaða hans var sú að leið-
beina þyrfti nemendum og æfa þá
í tómstundaiðju og félagsstarf-
semi ekki síður en í námsgreina-
lestri. Sigurður Gunnarsson kenn-
ari taldi fræðslu um bindindismál
og um áhrif áfengis, tóbaks og
— Minning
Ingibjörg
Framhald af bls. 19
ættaður var úr S-Þingeyjarsýslu,
og bjuggu þau á Hellum allan
sinn búskap, en Magnús andaðist
fyrir nokkrum árum og síðan hef-
ur hún búið með syni sínum,
Hlöðver Filippusi.
Ég hygg, að Villa hafi talið það
mikla gæfu fyrir sig, að hún fékk
að búa á Hellum og geta rækt
ljósmóðurstörf fyrir sveit sína. Ég
marka það af þvf, að ég hef aldrei
kynnst konu, sem hefur þótt eins
vænt um sveitina sína og fólkið,
sem þar búr. Gladdist þún alltaf
yfir velgengni þess og tók þátt í
því, sem mótdrægt var, með sam-
úð og skilningi. Villa fetaði i fót-
spor móður sinnar og fór á Ljós-
mæðraskólann og að námi loknu
tók hún við Landmannahrepps-
umdæmi og var starfandi ljósmóð-
ir í tap 50 ár. Hún var gæfukona í
sínu starfi, — kærkominn gestur,
þegar hún var sótt, og fannst öll-
um, sem birti yfir þegar þessi
trausta og tígulega kona kom með
sinar útréttu hendur til hjálpar.
Þegar Kvenfélagið, Lóa í Land-
sveit var stofnað til minningar
um frú Ólafíu Ólafsdóttur á Fells-
múla, fól sr. Ófeigur Vigfússon,
eiturefna hafa verið vanrækta í
skólum landsins, en nú væri loks
að rofa til.
Hrafnkell Helgason, yfirlæknir
á Vífilsstöðum, ræddi um auknar
reykangar jafnvel meðal barna.
Nú væru læknar farnir að gefa
gott fordæmi og vara heilshugar
við þeirri hættu, sóðaskap og til-
litsleysi sem reykingavenjur nú-
tímans væru. Margir sjúkdómar í
öndunarfærum, hjarta og innri
líffærum færast í aukana og stafa
af reykingum. Þær ætti því yfir-
leitt að banna á almannafæri
bæði í almenningsvögnum, sam-
komustöðum og biðstofum. Sig-
urður Bjarnason, prestur aðvent-
ista, sagði frá skipulagi og fram-
kvæmd námskeiða gegn reyking-
um sem Bindindisfélag Islands
hefur staðið fyrir og orðið mörg-
um til heilla. Þá má nefna erindi
Þórnýjar Þórarinsdóttur þar sem
hún taldi sælgætisát og sjoppu-
prófastur, Villu að gangast fyrir
stofnun félagsins, en hann taldi
hana hæfasta til að fylgja fram
markmiði félagsins, sem var fyrst
og fremst að hlynna að þeim, sem
á einhvern hátt voru bágstaddir
og styrkja efnilega nemendur til
náms. Stofnaði hún félagið og var
formaður þess um árabil. Einnig
styrkti hún alla tíð ungmennafél-
ag sveitarinnar og sýndi með því
hug sinn til unga fólksins. Þá var
hún formaður slysavarnadeildar-
innar Landbjargar i áratugi og
heiðursfélagi Slysavarnafélags
Islands. Villa var einn af stofn-
endum Kirkjukórs Skarðskirkju
og einhver bezti starfskraftur
hans alla tíð.
Persónulegar minningar á ég
um Villu á Hellum. Ég minnist
þess, er ég kom sem verðandi
húsmóðir I Skarði og hitti Villu
innan um marga af íbúum hrepps-
ins, — hvernig þessi glæsilega
kona heilsaði mér og bauð mig
velkomna í sveitina. Ég gleymi
ekki handtaki hennar, sem aldrei
hefur rofnað. Frá þeirri sturidu
og ávallt siðan hvatti hún mig og
styrkti I starfi og fyrir það er ég
henni innilega þakklát. Greið-
vikni og gestrisni Hellnahjón-
anna gleymist engum þeim, er
nutu, en geymist í þakklátum
hugum sveitunganna. Um leið og
stöður oft vera fyrstu sporin inn á
hættusvæði æskunnar. Hún taldi
þrjár stofnanir til verndar og leið-
sagnar æskufólki: Heimili, skóla
og kirkju.
Síðasta kvöldið sagði Þorvarður
Örnólfsson, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Islands, fi'á
tilraun til samtaka 12 ára barna
gegn reykíngum. Skólafólk það
sem var á mótinu taldi þetta vera
merkt framtak sem þyrfti að
fylgjast með og efla eftir föngum.
Kristján Pétursson lögreglumað-
ur var síðasti framsögumaður
ég þakka Villu á Hellum störfin í
kvenfélaginu, votta ég börnum
hennar og vandamönnum inni-
lega samúð.
Sigrfður Th. Sæmundsdóttir.
Þann 24. okt. lést að heimili
sínu Hellum á Landi heiðurskon-
an Vilhelmina Ingibjörg
Filipusdóttir.
Foreldrar hennar voru þau
hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og
Filipus Guðlaugsson. Um Filipus
þennan hef ég heyrt þannig talað
að mér kemur hann jafnan i hug
er ég minnist orða Krists um
börnin sem ganga óhindrað inn í
Guðsríki. Hann dó roskinn maður.
Vilhelmína Ingibjörg lærðaljós-
móðurfræði til heilla mörgum
mæðrum á nagrenni sínu, en ól
allan aldur sinn á Hellum.
Fyrst i föðurgarði en síðar með
eiginmanni sínum ágætismannin-
um Magnúsi Jónssyni frá Björg-
um úr Kaldakinn norður. Eftir
dauða hans stóð hún fyrir búi
með syni þeirra hjóna úrvals-
manninum Hlöðveri P'ilipusi og
undi sér í skjóli hans þegar krafta
tók að þverra.
I bernsku heyrði ég foreldra
mina tala um þau Hellnahjónin
og jafnan á einn veg, en allnáin
kynni voru á milli fólks í heima-
fræðslumótsins og sagði sr.
Árelíus ræðu hans hafa verið
áhrifamikla hrollvekju um eitur-
efni og fiknilyf sem hefðu fimmt-
ugfaldast I smygli og óleyfilegum
innflutningi hin sfðustu ár. Hér
væri meiri voði á ferðum en nokk-
urn gæti grunað. Fyrst og fremst
þyrfti að fræða fólk um þessa
hættu og ekki láta neins ófreistað
hvorki I tollgæzlu, löggæzlu,
læknisráðum og dómstólum til að
koma í veg fyrir voða og fjarlægja
hann eftir föngum.
Margir fleiri tóku til máls og
voru sammála um það að styrkja
og efla vínlausa skemmtistaði í
Reykjavík. Að sögn sr. Arelíusar
sóttu ráðstefnu þessa um 90
manns, þar af 7 prestar.
byggð minni Gnúpverjahreppi og
Landmanna.
Þegar ég var vel vaxinn ur grasi
fór ég til náms til lærdómsmanna
á Fellsmúla séra Ófeigs og séra
Ragnars sonar hans og var þá til
heimilis hjá sómahjónunum
Bjarnrúnu og Guðmundi i Múla
og átti þar vist góða. Bæirnir í
Múla og Hellum lfggja samtýnis.
Börn þeirra Hellnahjóna voru
mjög jafnaldra mér enda varð
mér tiðförult milli bæjanna og
undum við okkur ótalin kvöldin
við leik og gleði. Hýrlegur var
svipur þeirra hjóna beggja og
hlýtt handtakið alltaf, þegar mig
bar að garði. Notaleg spaugsyrði
og hnyttileg lágu þeim á tungu
eins og jafnan þegar þau heilsuðu
gestum og gerðu sér ekki manna-
mun.
Áratugum seinna þegar Villa
var orðin Háöldruð átti fyrir mér
að liggja að gerast aftur tíður
gestur á Hellum.
Ef svo bar við að kaldsamt væri
tók hún hönd mína i báðar sína
hlýju hendur. Þá hlýju lagði
manni að hjartarótum. Hún háfði
af miklu að miðla og þeirrar hlýju
munu fleiri minnast en ég.
Ég þakka Villu á Hellum og öllu
hennar fólki fyrir að hafa aukið
tiltrú mína til mannanna og lifs-
ins. Sveinn Agústsson
frá Asum.
Minningarfundur um Mao
Tse tung í Lindarbæ í dag
KlNVERSK-ÍSLENZKA menn-
ingarfélagið efnir til fundar í
minningu Maó-Tse-tung f Lindar-
bæ kl. 14 f dag, laugardag.
Kristján Guðlaugsson formaður
félagsins flytur minningarorð,
lesnar verða ritgerðir og ljóð eftir
Maó og Lúðrasveit verkalýðsins
leikur.
Fundarstjóri verður dr. Jakob
Benediktsson.