Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 Jólasveinar og jólatré á Austurvelli KVEIKT verður á jólatrénu á Austur velli ! dag, en tréð er gjöf frá Óslóar- búum. Athöfnin á Austurvelli hefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavlkur undir stjórn Þorvalds Steingrlmssonar. Olav Lydov, sendi- herra Noregs hér á landi, mun af- henda tréð, en Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri veita þvl viðtöku. Athöfninni lýkur með þvl að Dómkórinn syngur jólasálma. Við þetta tækifæri munu lika jóla- sveinarnir sýna sig undir forustu Aska- sleikis og fólki á Austurvelli er ráðlagt að beina augum að þökum ísafoldar- húsanna, því að þar munu jóla- sveinarnir birtast og vafalítið hafa ein- hverjar kúnstir I frammi Nokkrir gestanna við afhendingu höggmyndarinnar af séra Finn Tuiiníus f I.istasafni islands í gær. Frá vinstri: Biskupinn yfir tslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, með hönd á ungdómsverki sínu, séra Finn, Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, dr. Selma Jónsdóttir og forseti islands, herra Kristján Eldjárn. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M. Höggmynd af sr. Finn Tuliníus í Listasafnið Einn naglinn enn rekinn í pólitíska líkkistu Alþýðuflokksins á ASÍ-þingi - segir Sigurður Óskarsson, fram- kvæmdastjóri fuUtrúaráðs verka- lýðsfélaganna i Rangárþingi „UPFDRATTARSJUKDÓMUR sá, er hrjáð hefur Alþýðuflokk- inn hin sfðari ár er engan til- viljun,“ sagði Sigurður Óskars- son hjá Fulltrúaráða verkalýðs- félaganna f Rangárþingi, er Morgunblaðið ræddi við hann f gær um ASl-þing, sem er nýaf- staðið. „Flokknum, sem kalla vill sig verkalýðsflokk er stjórnað af valdagráðugum at- vinnupólitfkusum, sem ekkert þekkja til aðstöðu og kjara verkafólks f landinu. Þessir forystumenn Alþýðuflokksins héldu f spottana á fstöðulitlum fulltrúum Alþýðuflokksins á ASl-þinginu allan tfmann og kipptu þeim f þinglok niður f gryfjuna til kommúnista." „Þetta er ekki i fyrsta sinn, sem sósíaldemókratar gerast bandamenn kommúnista, en reynslan af slíkum bandalögum hefur ævinlega verið sú, að kommúnistar ýmist svíkja bandamenn sina eða gleypa þá. Vissulega köstuðu kommúnist- ar grímunni á ASl-þinginu, en sú grima var slitin og allir vissu eða áttu að vita, hvað á bak við hana var. Alþýðubandalaginu er þvi miður ekki stjórnað af forystumönnum úr verkalýðs- hreyfingunni, þvf er stjórnað af harðlínumönnum, sem láta sig ekkert varða hag hins almenna verkamanns. Þessir forystu- menn stjórnuðu eða skipulögðu aðförina að lýðræðissinnum á ASl-þinginu og hinir raunsærri fulltrúar flokksins í verkalýðs- hreyfingunni fengu þar ekki rönd við reist.“ ,,Hin svokallaða órólega deild með Björgvin Sigurðsson á Stokkseyri í broddi fylkingar hóf leikinn með því að veitast Sigurður Óskarsson að þeim verkalýðsforingjum Al- þýðubandalagsins, sem lýðræð- islegt samstarf vildu hafa á breiðum grundvelli innan Al- þýðusambandsins. Arás komm- únista á lýðræðissinna innan verkalýðshreyfingarinnar var þrautskipulögð og vandlega undirbúin, en árangurinn hlaut þó að sjálfsögðu að vera undir ístöðuleysi og þjónkun Alþýðu- flokksleiðtoganna komin. I slíku bregst sá flokkur auðvitað ekki og því fagna kommúnistar nú sigri, en Alþýðuflokksmenn eru að byrja að skammast sin. Mín skoðun er sú, að átökin milli fulltrúa kommúnista og lýðræðissinna á ASl-þinginu eigi eftir að segja til sin á marg- víslegan hátt. Þrýstingur öfga- aflanna innan Alþýðubanda- lagsins á fulltrúa flokksins f miðstjórn ASI mun aukast, en vandséð er hve lengi verkalýð- foringjarnir una því, hve lengi þeir láta segja sér fyrir verk- um. Afstaða fulltrúa Alþýðu- flokksins á ASÍ-þingi er auðvit- að einn naglinn enn í pólitiska lfkkistu flokksins." Þá sagði Sigurður: „Átökin á ASl-þingi og úrslit kjörs til miðstjórnar munu styrkja samvinnu þeirra Framhald á bls. 17 FORSETI tslands, herra Kristján Eldjárn, afhenti Listasafni Is- lands 1 gær gjöf sem hann hafði verið beðinn um að koma til safnsins frá íslenzk-danska prest- inum og Islandsvininum Finn Tulinius, en Finn hefur lagt Is- landi lið á margan hátt. M.a. gaf hann á sfnum tfna allgott bóka- safn til Skálholtsbókasafnsins og einnig gaf hann Skálholti altaris- töflu sem hann skar út sjálfur. Hangir taflan f turni Skálholts- kirkju. Að þessu sinni gaf Finn Lista- safni islands höfuðmynd sem Sig- bjarga lögregluhjólunum litið skemmdum út. Neisti frá platín- unni mun hafa hrokkið í bensin, en hjólið var ekki í gangi. Skipti engum togum að á örfáum sekúndum varð verkstæðið alelða og m.a. sprakk bensínkúturinn á mótorhjólinu. Tveir mannanna á verkstæðinu gátu hlaupið út um hliðardyr, en einn maðurinn lok- aðist inni í verkstæðinu og varð að brjóta upp aðaldyr til þess að bjarga honum út. Slapp hann ómeiddur, Verkstæðið skemmdist talsvert af eldi og vatni. Askasleikír — foringi jólasveinanna á Austurvelli á morgun. urjón Ólafsson myndhöggvari gerði af Finn á námsárum Sigur- jóns í Höfn. Séra Finn Tulinius var prestur í Strö á Sjálandi í liðlega 30 ár, en sáðar var hann prestur i Kaup- mannahöfn. Hann hefur löngum haft mikið samband við Islend- inga, en faðir hans var Þórarinn Tuliníus kaupmaður og skipa- miðlari. Eldsvoði á mótorhjólaverkstæði lögreglu; Starfsmennirnir sluppu naumlega út ÞETTA eru Palli litli og álfa- stúlkan, úr brúðuleikhúsinu á Frfkirkjuvegi 11, en undanfarið hefur það haft þar sýningar á brúðuleikritinu „Jólasveinar einn og átta.“ Verða sýningar á þvf í dag, sunnudag, kl. 3 og eru þetta sfðasta sýningin fyrir jól. Sfminn I miðasöíunni á Frf- kirkjuvegium er 13759. í bakhúsinu á miðri mynd er mótorhjólaverkstæðið sem brann. Ljósmynd Mbl.ÓI.K.M. SLÖKKVILIÐ Reykjavfkur var kvatt að Hverfisgötu 32 f fyrra- dag, en þá var eldur laus f mótor- verkstæði K. Jónssonar, en þar er m.a. gert við mótorhjól lögregl- unnar f Reykjavfk. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæði, en þrfr menn sem voru við viðgerðir á verkstæðinu sluppu naumlega út. Eldurinn kom skyndilega upp þar sem verið var að stilla platin- urnar á einu af f jórum mótorhjól- um sem voru inni á verkstæðinu. Hjólið, sem var eina hjólið sem lögreglan átti ekki, eyðilagðist í eldsvoðanum, en unnt reyndist að Ritverk og starfs- áætlun höfunda eru lögð til grundvallar Engum stjómarmanna kunnugt um ágrein- inginn út af upplýsingum um tekjur VEGNA umræðna, sem orðið hafa um spurningar á um- sóknareyðublaði frá Launa- sjóði rithöfunda, vill stjórn sjóðsins taka þetta fram: Með skipunarbréfi fékk stjórnin i hendur lög og reglu- gerð um Launasjóð rithöfunda, en ekki önnur gögn. I 2. grein reglugerðarinnar er þetta sagt um umsóknir: „I umsókn skal getið verka sem höfundur hef- ur látið frá sér fara eða vinnur að. Að öðru leyti ákveður sjóð- stjórn og tiltekur i auglýsingu hvaða upplýsingar fylgja skuli umsókn um starfslaun." Eng- um stjórnarmanni var um það kunnugt að ágreiningur hefði orðið um það við samningu reglugerðar hvort þar skyldi sérstaklega gerð krafa um upp- lýsingar um tekjur. I samræmi við þá heimild, sem reglugerð veitir stjórninni, er á umsóknareyðublaði spurt um ritverk og starfsáætlun um- sækjenda en einnig um ýmis Athugasemd frá stjórn Launa- sjóðs rithöfunda almenn atriði, sem stjórnin taldi eðlilegt að spyrja um, enda algengt i hliðstæðum um- sóknum. Við úthlutun leggur stjórnin að sjálfsögðu til grund- vallar ákvörðunum sínum mat á ritverkum og starfsáætlunum höfunda, en í ýmsum tilfellum, sem erfitt kann að verða að úrskurða, telur hún að gagnlegt geti verið að hafa sem fyllstar upplýsingar um hagi umsækj- enda, þ.á m. um tekjur þeirra. Þessi spurning — hvort sem henni er svarað eða ekki — hefur vitanlega aldrei verið hugsuð sem meginatriði við út- hlutunina. Að sjálfsögðu mun stjórnin fara með allar upplýsingar um einkamál af fyllstu háttvísi og væntir þess að rithöfundar sýni henni fullt traust í umsóknum sínum og létti henni störfin með því að veita allar upplýs- ingar sem beðið er um. Stjórn Launasjóðs rithöfunda tók þetta starf að sér fyrir til- mæli Rithöfundasambands Is- lands og litur svo á að það sé unnið I þágu íslenskra rithöf- unda og íslenskra bókmennta. Væntum við þess að rithöfund- ar líti sömu augum á starf okk- ar og séu fúsir til góðrar sam- vinnu. Seint munu allir verða á eitt sáttir um það hvernig fé til rithöfunda skuli úthlutað og biðjumst við ekki undan gagn- rýni á ákvarðanir okkar um það efni, en okkur þætti vel við hæfi að þeir rithöfundar sem telja okkur brjóta lög eða reglu- gerðir ræddu málið við eitt- hvert okkar persónulega áður en þeir snúa sér til fjölmiðla, ef um misskilning kynni að vera að ræða. Stjórn Launasjóðs rithöfunda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.