Morgunblaðið - 12.12.1976, Page 11

Morgunblaðið - 12.12.1976, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 11 hafi þar ekki milligöngu. Það er þó rétt að taka fram, að þó þessi nýja starfsemi sé komin til, hafa vaktaskipti spítalanna þriggja í Reykjavík ekki breytzt m.t.t. inn- lagðra sjúklinga. Við höfum lengi haft áhuga á að opna spítala meira en verið hefur og geta veitt slíka þjónustu al- mennt, en aðstaða hefur ekki ver- ið fyrir hendi. Aðstaðan hér við þessar skyndiskoðanir er t.d. fremur slæm. Við höfum komið upp nauðsynlegustu aðstöðu i herbergi, sem læknastúdentar hafa haft til sinna afnota. Þessi nýja starfsemi hefur i för með sér mikið álag og krefst í rauninni aukins starfskrafts. Hún mæðir t.d. á ýmsum öðrum en starfsfólki Barnaspitalans, t.d. þegar við þurfuYn að fá röntgenmyndir og blóðrannsóknir á kvöldin og nótt- unni. En eins og ég sagði höfum við mikinn áhuga á starfsemi sem þessari, þar sem fólk getur komið til skyndirannsókna án þess að þurfa að leggjast inn á spitala, og höfum verið að athuga hvaða möguleikar séu á að koma slíkri aðstöðu upp.“ Mikilvægt að fá börnin fljótt til meðferðar — Það kom fram í samtalinu við Víking að mjög mikið hefur verið leitað til spitalans, bæði fyr- ir milligöngu lækna og einnig snýr fólk sér beint til þeirra og mikið er hringt og leitað ráða, og vissulega væri það staðreynd að heilahimnubólgutilfelli væru fleiri en almennt gerist. „Hins vegar er hæpið að segja að um faraldur sé að ræða,“ sagði hann. „Það getur stundum verið erfitt að átta sig á einkennunum, því það eru svo margir sjúkdómar, sem lýsa sér á svipaðan hátt. Hin dæmigerðu einkenni eru hins vegar hár hiti, uppköst, höfuð- verkur og börnin verða stíf í hálsi og baki og vilja ekki reigja höfuð- ið aftur. Stundum fylgir sjúk- dómnum líka svokölluð húðblæð- ing, sem kemur fram eins og ör- litiir rauðir blettir á húðinni, sem ekki er hægt að strúkja burtu. Fólk kallar þetta almennt bara útbrot, en þetta er ekki sama eðlis og við gerum greinarmun á þessu ÚRVAL JÓLAGJAFA ALLT TIL LJÓSMYNDUNAR VERZLIÐ I STÆRSTU LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUN BORGARINNAR ________ AUSTURSTRÆTI Dúkkuvagninn og boltinn eru alltaf vinsæl leikföng. Ijósm. Friðþjófur. tvennu. Það þarf þó ekki að vera að öll einkenni fylgi og þau geta farið saman á ýmsan hátt. Hér áður fyrr, áður en sýklalyfin komu til sögunnar, var þessi sjúk- dómur stórhættulegur og í yfir 90% tilvika dóu sjúklingarnir, í langflestum tilfellum börn, oftast undir fimm ára aldri. Það hefur hins vegar orðið gjörbreyting á og í flestum tilfellum er hægt að lækna börnin, en aðalatriðið er að fá þau nógu fljótt til greiningar og meðferðar. Svona almennt um þennan sjúkdóm má annars segja að hann gangi dálitið í bylgjum og talið er, að á 10—20 ára fresti aukist tíðni tilfella.“ árós. Seljum nokkur sófasett með miklum afslætti Stílhúsgögn h.f., Auðbrekku 63, Kópavogi, sími 44600. Saga þolgæðis og þrautseigju, karlmennsku og dirfsku, saga mannrauna og mikilla hrakninga, heillandi óður um drýgðar dáðir íslenzkra sjómanna á opnum skipum í ofurmannlegri aflraun við Ægi konung. SKUGGSJÁ Fjölbreytt og þjóðlegt efni, m.a. þættir um Iistamennina Finn Jónsson og Kjarval, dr. Stefán Einarsson og . Margréti móður hans, húsFeyju á Höskulds- stöðum, ábúendatal Dísastaða í Breiðdal, lýsing Fossárdals, upp- haf prentlistar og blaðaútgáfu á Austurlandi. Bergsveinn Skúfason Gamíir grannar Stórskemmtilegir og fróðlegir þjóðlífsþættir frá liðinni tíð, frá- sagnir af körlum og konum úr alþýðustétt, raunsönnum aðals- mönnum og höfðingjum eins og þeir gerast beztir. Gunnar Benediktsson RÝNTÍ FORNAR RÚNIR Snjallar ritgerðir í sambandi við frásagnir fornra rita íslenzkra,sem varpa nýju ljósi á lif stórbrotinna sögupersóna. Gagnmerk bók, sem á sess við hlið fslendinga- sagna á hverju bókaheimili. Hin mikilvirka, nýlátna skáld- kona lauk rithöfundarferli sínum með þessari fallegu bók, frá- sögnum af þeim dýrum sem hún umgekkst og unni í bernsku heima í Skagafirði og eins hinum, sem hún siðar átti samskipti við árin sem hún bjó á Mosfelli. Stórkostleg bók um undraaflið ESP. - Einnig þú býrð yfir ótrú- legri hugarorku, yfirskilvitlegum hæfileikum, sem gjörbreytt geta lífi þínu og lífsviðhorfum. Allir, sem leita aukins sjálfsþroska, ættu að lesa þessa bók og fara að ráð- um hennar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.