Morgunblaðið - 12.12.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
13
John
Aclanis
Sjá nœstu
síðu
James Madison
James Monroe
ur fyrir því að vera kviðinn,
íbúar Bandaríkjanna voru að-
eins 4 milljónir á þeim timum,
þar af 700 þús. þrælar, ríkis-
sjóður var tómur, her og sjóher
voru ekki til nema að nafninu
til og stjórnarskráin var aðeins
rammi, þar sem þögn rikti um
mörg atriði. Næstu átta árin
lagði Washington grunvöllinn
að því embætti, sem nú er talið
valdamesta embætti heimsins.
Hann lézt 1799 þremur árum
eftir að hann lét af forsetaem-
bættinu og bandariska þjóðin
syrgði hann i marga mánuði.
JOHN Adams er þekktur sem
forsetinn, sem forðaði Banda-
rfkjunum frá þvi að fara út (
óþarft strfð. Hann iagði sjálfur
einu sinni til að grafskrift sfn
yrði: „Hér hvílir John Adams,
sem tók á sig ábyrgðina á friði
við Frakkland árið 1800.“ Segja
sagnfræðingar að sá samningur
hafi kórónað langan og giftu-
drjúgan feril Adams. John
Adams var einn af helztu föður-
landsvinunum f sjálfstæðisbar-
áttunni, hann var frábærlega
vel að sér f hinum sfgildu fræð-
um og lögfræði og var athyglis-
verðari sem stjórnmálalegur
heimsspekingur fremur en
stjórnmálamaður.
Hann var einn skeleggasti
fulltrúinn á 1. og 2. Megin-
landsþinginu og 1776 var hann
orðinn leiðtogi sjálfstæðisbar-
áttunnar. Það stóð honum næst
að semja sjálfstæðisyfirlýsing-
una, en hann fól Tomas Jeffer-
son það verk, þar sem hann
taldi hann miklu ritfærari en
sjálfan sig.
Þegar Adams kom heim eftir
diplómatastörf i Frakklandi,
Hollandi og Bretlandi var hann
kjörinn varaforseti Washing-
tons og gegndi því embætti i 8
ár, þar til hann sigraði Jeffer-
son með 3 atkvæða mun og varð
forseti. Sem förseti fetaði hann
f fótspor Washingtons að þvi
leyti að hann reyndi lftið að
starfa sem flokksforingi, en lét
Alexander Hamilton eftir að
skipuleggja Alrikissinnana.
Adams var hægfarari I stjórn-
málum en Hamilton, en báðir
mennirnir höfðu áhyggjur af
hinum herskáa lýð og töldu að
rlkisstjórn sem höfðaði tal til-
finninga hans gæti kallað yfir
sig svipað ástand og rikti á
ógnartímunum I Frakklandi.
Þörfin fyrir ákveðinn, hæg-
fara forseta var mikil er Adams
tók við forsetaembættinu.
Stríðið milli Frakka og Breta
hafði mikla erfiðleika i för með
sér fyrir Bandarikjamenn á út-
höfunum og mikil heift ríkti
meðal stuðningsmanna beggja
aðila I Bandaríkjunum, Jeffer-
son og repúblíkarnir studdu
John Quincy Adams
Benjamfn Franklfn
Alexander Hamilton.
ari hans. Þeir voru báðir harðir
diplómatar. Jefferson um-
gekkst þá hægfara leiðtoga,
sem voru í fararbroddi á frum-
stigum frönsku byltingarinnar
og þrátt fyrir öfgarnar og blóðs-
úthellingarnar, sem i kjölfar
fylgdu, var hann yfirleitt hlið-
hollur Frökkum og það leiddi
til ágreiningsins við Hamilton
og myndunar flokkanna
tveggja, repúblíkana og alríkis-
sinna. Jefferson var leiðtogi
flokks síns, repúblikanna, en
starfaði meira á bak við tjöldin
og ritaði flokkbræðrum sinum
bréf, þar sem hann lagði linurn-
ar.
Hann var heldur tregur til
forsetaframboðs 1796 og tapaði
fyrir Adams með aðeins 3 at-
kvæða mun, en hann var kjör-
inn varaforseti hans þótt þeir
yæru þá orðnir svarnir and-
stæðingar, því að sá galli var á
stjórnarskránni, að ekki var
gert ráð fyrir stjórnmálaflokk-
um. Mun samvinna þeirra hafa
verið mjög stirð og stormasöm á
köflum.
Þegar Jefferson tók við for-
setaembættinu var deilunum
við Frakka lokið og hann gat
skorið niður til muna útgjöld til
hermála, lækkað rikisútgjöld,
fellt niður Whiskeyskattinn,
sem var mjög óvinsæll á vestur-
ströndinni og jafnframt lækkað
skuldir ríkisins um þriðjung.
Eitt mesta afrek Jeffersons var
að kaupa Louisianasvæðið af
Napoleon 1803, en fyrir 15
milljónir dollara seldi Napo-
Ieon allt land frá Missisippi-
dalnum og upp til Montana.
Seinna kjörtimabil sitt ein-
beitti hann sér einkum að þvi
að forða Bandarikjunum frá
þvi að dragast inn i Napoleons-
striðin, þrátt fyrir að bæði
Frakkar og Bretar gengju á
hlutleysisrétt bandariskra sjó-
manna. Tilraun hans til lausn-
ar, bann við siglingum banda-
riskra kaupskipa, bakaði hon-
um miklar óvinsældir og hann
hvarf glaður og léttur i bragði
til búgarðs síns að loknu seinna
kjörtímabilinu. Þar eyddi hann
siðustu árum sinum i húsa-
teikningar, uppfinningar,
skriftir og búskap. Hann teikn-
aði m.a. byggingu Virginiuhá-
skóla og reisti sér eigið minnis-
merki i Montecello. Hann lézt
sem fyrr segir sama dag og Ad-
ams 4. júli 1826.
JAMES Madison, fjórði forseti
Bandarfkjanna, hefur oft verið
nefndúr „Faðir stjórnarskrár-
innar“, og er þekktari f sögunni
Washington ásamt hermönnum sfnum kuldaveturinn mikla f Valley Forge
Frakka, en Hamilton og alríkis-
sinnarnir fylgdu Bretum. Er
Adams flutti eiðtökuræðu sfna
lofaði hann að fylgja stefnu
Washingtons, en fljótlega
fannst Hamilton og hans mönn-
um Adams sýna Jefferson og
repúblíkunum of mikla sátt-
fýsi, en fjandskapur repúblik-
ana óx dag frá degi. Var Adams
því mjög milli steins og sleggju.
Athygli Adams beindist eink-
um að samskiptunum * við
Frakka, því að stjórnvöld þar
höfðu neitað að taka við banda-
riskum sendiherra og rofið öll
viðskiptatengsl. Adams kallaði
þingið saman og lýsti yfir styrj-
aldarástandi. Hann bað þingið
um fjárveitingu til að vopna
kaupskip, byggja upp flota og
her. Repúblfkanar skáru þetta
niður i smiði þriggja freigátna,
myndun 80 þús. manna þjóð-
varnarliðs og heimiluðu aðeins
að kaupskip í Miðjarðarhafs-
siglingum og siglingum til V-
Indiu yrðu vopnuð. Adams
sendi þá þrjá sendimenn til
Frakklands en 1798 sendu þeir
bréf heim, þar sem sagði að
Frakkar neituðu að semja
nema þeir fengju álitlega upp-
hæð í mútur fyrst. Adams
kallaði þingið saman til að
skýra frá þessari herfilegu
móðgun og dreifði bréfinu
meðal þeirra, en þar voru
frönsku stjórnendurnir aðeins
nefndir X, Y, Z. Hann lýsti því
yfir að ekki væri um neitt að
velja nema strið eða lúta fyrir
Frökkum. Nú brauzt út hinn
mikla X, Y, Z-bylgja í Banda-
ríkjunum og hrópuðu menn sig
hása af gleði hvar sem forset-
inn kom. Alrikissinnarnir
höfðu aldrei notið annarra eins
vinsælda og þingið flýtti sér að
samþykkja fjárveitingu til
flotauppbyggingar og hersins.
Adams bað ekki um striðsyfir-
lýsingu, en átök hófust fljótlega
á höfunum og biðu Bandaríkja-
menn slæma ósigra til að byrja
með, en um 1800 höfðu þeir
töglin og hagldirnar á helztu
siglingaleiðum og er frægasta
skip þess flota, The Constituti-
on, enn við lýði, sem safn i
Bostonhöfn.
Brátt kom að þvi að striðs-
æsingurinn fjaraði og Adams
fór sjálfur að efast um vizku
striðsstefnunnar. Hann fékk
skilaboð um að Frakkar hefðu
heldur ekki mikinn áhuga á
striðinu og myndu sina nýjum
sendiherra tilhlýðilega virð-
ingu. Langar samningaviðræð-
ur bundu enda á þetta hálf-
strið. Ákvörðunin um að senda
serdinefndina til Frakklands
kallaði reiði Hamiltons og
stuðningsmanna hans yfir
Adams, en repúblikanar voru
sameinaðir og ákveðnir. Kosn-
ingabaráttan fyrir forsetakosn-
ingarnar í nóvember 1800 var
þá í hámarki, en þrátt fyrir það
fékk Adams aðeins 8 atkvæðum
minna en Jefferson, sem varð
þraðji forsetinn. Adams settist
nú að á búgarði sínum í Quincy
þar sem hann eyddi tímanum í
skriftir, þ.ám. sendi hann
Jefferson stöðugan straum
bréfa. Hann lézt 4. júli 1826 og
voru siðustu orð hans:
„Jefferson lifir.“ Hann vissi þá
ekki að Jefferson hafði látizt í
Monticello nokkrum klukku-
stundum áður. Bandariska
þjóðin var þrumulostin yfir að
missa 2 af mestu landsfeðrum
sinum sama daginn á 50 ára
afmæli byltingarinnar.
John Adams var kvæntur
Abigail Adams, sem hefur ætið
verið talin ein merkasta for-
setafrú Bandaríkjanna, %kki
sizt fyrir það að sonur hennar
og Johns, John Quincy, varð
einnig forseti. Hún þótti frá-
bærlega vel gefin kona og rögg-
söm, sem stjórnaði búi og börn-
um í löngum fjarverum eigin-
manns sins. Þegar Adams var
forseti þótti ýmsum Abigail
hafa alitof mikil áhrif á bónda
sinn og gekk hún undir þvi
bitra nafni „frú forseti" meðal
margra stjórnmálamanna. Hún
var fyrsta húsfreyjan í Hvita
húsinu árið 1800 og lét sig hafa
það að hengja upp þvott í því
herbergi, East Room, sem nú er
notað til virðulegustu sam-
kvæma.
Thomas
Jefferson
ÞEGAR Thomas Jefferson sór
embættiseið sinn f marz 1801
færðust stjórnarvöldin f fyrsta
skipti milli flokka. Hann tók
við embætti á tfmum mikilla
deilna flokkanna og óttuðust
alrfkissinnarnir og Hamilton,
að hann myndi eyðileggja þær
stjórnmála- og efnahagsstofn-
anir, sem byggðar höfðu verið
upp á 12 árum. Þær áhyggjur
reyndust með öllu áhyggjulaus-
ar, þvf að ( eiðtökuræðu sinni
lofaði hann hægfara stefnu og
umburðarlyndi og stóð við
hvorutveggja. Hann var mikill
landbúnaðarsinni og mjög vin-
sæll sem leiðtogi þjóðar, sem
að mestu byggði á landbúnaði.
Þrátt fyrir hin hatrömmu
Napóleons-strfð f Evrópu héldu
Bandarfkin áfram að blómstra,
fólkinu fjölgaði og landsvæðið
tvöfaldaðist.
Jefferson fæddist í Virgíniu
1743 og var sonur auðugsplant-
ekrueiganda sem arfleiddi
hann að 5000 ekrum lands.
Hann nam lögfræði við Will-
iam- og Mary-háskolann. Hann
var ekki mikill ræðumaður, en
þótti frábær penni. Var hann
oft kallaður „þingmaðurinn
þöguli" er hann sat á Megin-
landsþingunum og var honum
þvi falið 33 ára gömlum að
skrifa sjálfstæðisyfirlýsinguna.
1785 tók hann við af Benjamln
Franklin sem sendiherra í
Frakklandi og naut þar mikill-
ar virðingar eins og fyrirrenn-