Morgunblaðið - 12.12.1976, Side 23

Morgunblaðið - 12.12.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 23 1 ■ 8 8 •■ i • • • ' Étm • 'n m m j ■ » * • » P * S ■ ■ S ■ 8 *J „ «Vfr*- " >- ■r-w ■»■■■••»•• höfðu þá aldrei hitzt). Hann fór að endurbæta íbúðina og breyta herbergja- skipan. Sir Laurenee lék þetta fyrir mig. Hann þóttist vera arkítekt Sellers, skálmaði með ímynduðum veggjum og sýndi mér fram á það, að bráðsnjallt væri að rífa þá niður. Breytingarnar á íbúð Sellers drógust mjög á langinn. Þegar gengið hafði á með hamarshöggum og almennum hávaða í hálft ár var Sir I.aurenee nóg boðið. Hann hringdi í Sellers nágranna sinn og starfsbróður og sagði hug sinn í stuttu máli: „Þú skuldar mér kampa- vínsflösku!" „Allt mitt fólk telur mig samansaumaðan nirfil“, bætti Sir L:urenee við. „Ég er alltaf að skipa því að slökkva ljósin“! „Þegar ég iék fyrst í „Long Days Journey into Night" („Húmar hægt að kveldi“) hringdi ung dóttir mín til mín eftir sýningu og sagði: „Nú veit ég hvers vegna þú varst alltaf að skipa okkur að slökkva ljósin, pabbi. Þú hefur verið að æfa þíg í nýja hlut- verkinu“. Og hann hló við. Við vikum aðeins að börnunum. „Við fórum með þau öll til Kaliforníu“, sagði Menn óttuðust um skeið að hinuœ glæsi— I lega leiklistarferli Sir Laurence Olivier \ væri lokið. En eins og meðfylgóandi grein Margaret Laing ber með sér fer þvi fjarri. hann og hristi höfuðið. „Og settumst um kyrrt á unaðslegri strönd. En þau höfðu hugann ekki við neitt nema sjónvarpið, sátu og gláptu hugfangin á það tímunum saman á hverjum degi. Við mamma þeirra vorum að verða vitlaus á þessu. Og sjónvarpið vestra er langtum hættu- legra en hérna“. Ég hafði orð á því að sjónvarpið væri þó einhver mesta framför í menntunar- og menningarmálum. Sir Laurence hristi höfuðið. „Meinið við það er, að áhorfendur þurfa ekkert á sig að reyna. Allt er gert fyrir þá. Hver nennir að lesa bækur framar? Hvað um allar þessar skemmtilegu handíðir, sem áður tíðkuðust. Nú nennir enginn að læra þær. 1 gamla daga háttaði þannig til, að ef mann langaði að hlýða á tónlist varð hann að gera svo vel og koma saman trfói! Og börn urðu að finna upp leikina sina. Börn nú á tímum er ekki einfær um neitt. Mér finnst það skylda manns við lífið að læra að leika tónlist. Joanie er ágætur hljóðfæraleikari. Ég var neyddur til þess að læra í bernsku, en hætti þegar frá leið. En þetta er áreiðanlega hyggi- legra en að láta börnin ráða sér sjálf“. „Þetta var nú ekki allt fallega sagt“, sagði ég. „Tvö systkini mín voru eldri en ég, bróðir og systir. Það var snemma byrjað að ala sýstur mina upp. En bróðir minn, blessaður fór að fást við gúm- og terækt og hvort tveggja brást. Þá kom hann heim og fór að selja ryksugur. Það var rétt upp úr 1930. Svo kom stríðið og honum gekk mjög vel í stríðinu. Hann var foringi i sjóhernum og stjórnaði skipi. Hann fór fjórar ferðir til Dunkirk. En eftir striðið kom hann að máli við mig og sagði: Viltu gera mér smágreiða. Ég er búinn að fá nóg af viðskiptum. Viltu ekki hjálpa mér til að komast á búnaðarskóla? Mér þótti hann ekki banginn — hann var nærri fertugur, þegar þetta var. Nú, hann var ágætur bóndi og sat fyrir mig jörð, sem ég átti í Buckinghamshire. Ég held hann hafi verið sæmilega ánægður seinustu fimm árin, sem hann lifði. Konan hans lifði hann; það er yndisleg kona og mér þykir mjög vænt um hana.“ Sir Laurence sjálfur er þríkvæntur og á fjögur börn. Hann kvæntist Jill Esmond árið 1930, þau áttu einn son en skildu 1940. Næsta kona Sir Laurence varð Vivien Leigh. Hjónaband þeirra entist í 21 ár, eða þangað til lafði Olivier, sem nú heitir svo, kom til sögunnar. En í þessu seinasta hjónabandi hefur Sir Laurence orðið sonar og tveggja dætra auðið. í þessum svifum var hringt frá Holly- wood og Sir Laurence varð að fara í símann; ég litaðist um á meðan. Þegar hann kom inn aftur var ég að skoða myndir af konu hans, Joan Plowright. leikkonu (hún er í Kanada um þessar mundir, leikur í „Equus“ ásamt með Richard Burton). Sir Laurence leit á myndirnar meó mér. „Ég má aldrei vera að því að láta mér leiðast", sagði hann. „Ég er alltaf önnunt kafinn. Og ég er rétt nýbúinn að jafna mig“. Hann hafði verið að leíka í „Marathon Man“ ásamt Dustin Hoffman. Ilann telur Hoffman frábæran leikara og hældi honum á hvert reipi fyrir góða samvinnu. „Ýmsir aðrir voru líka einkar þægilegir, John Schlesinger meðal þeirra". Þá minnist hann líka Marlon Brando, kvað hann afburðaleikara og harmaði að hann skyldi hættur í leik- húsinu. Hlutverk Sir Laurence í „Marathon Man“ var ekki auðvelt viðureignar. Hann lék nasista, gamlan stríðsglæpa- mann. Hann sagði þó, að það hlutverk væri ekki nærri jafnerfitt og sum hlut- verk á sviði. Kvikmyndir væru teknar í smábútum og pörtum og yfirleitt auðveldara að leika í þeim en á sviði. Hann bætti því við að sér fyndist hann ekki fullfær að leika á sviði eftir að hann veiktist. Einkaritarinn hans var búinn að segja mér, að hann kynni að vilja sem minnst um veikindi sín tala. En hann lét sér ekki bregða er ég minntist á þau og taldi þau upp í snatri: „1967 fékk ég krabbann, blóðtappann 1970 og myosotisinn 1974“. (Myosotis er dular- fullur sjúkdómur, sem hleypur í vöðva manna). Svo hrylllti hann sig. „Og allt þetta á sjö árum aðeins! Allir voru þessir sjúkdómar slæmir, en þó var sá siðasti verstur. Hann var óhugnanlegur. Við skulum ekki tala meir um það!“ Hann sagði síðustu orðin af slíkum þunga að okkur kom ekkert annað umræðu efni til hugar um stund! Ég spurði, hvað hefði verið honum mest hjálp í veikindunum. „Ég á dásam- lega konu og yndisleg börn. Þau héldu í mér lífinu.“ Éyrir utan vinnuna að sjálfsögðu. í síðustu sjúkdómslotunni lá Sir Laurence i sjúkrahúsi i hálfan fjórða mánuð. Auðvitað leið ekki á löngu þar til hann fór að reyna að vinna, þótt hann væri ekki til mikils. Maðurinn getur ekki óvinnandi verið. „Þannig var, að David Plowright (mágur hans) kom i heimsókn einn daginn, þegar ég lá þarna. Þá var hann yfir leiklistardeildinni hjá Granada. Þetta er allt bráðvelgefið fólk, 'konan mín og bræður hennar; eldri bróðir hennar, Bob, er prófessor í tónlist í Trinity Collége í London. En hvað um það; David sagði við mig sem svo: „Mér datt í hug að koma saman leikjitaflokki. Langar þig ekki til að leggja hönd á plóginn?" Flokkurinn átti að heita Bezta leikritið frá 19.. Og svo framvegis. Mér leizt undir eins vel á þetta. Titillinn var góður og ég kom auga á ýmsa möguleiká. Þarna var jafnvel tækifæri til þess að gera einhverjum gramt í geði! Ég get svo sem gengið þvert á almenningsálitið og góðan smekk“ — ef ég kæri mig um það. „En jafnvel þeir hjá Granada hafa aldrei sýnt „Hindle Wakes“. (Það verður sýnt 19. des, fyrsta leikritið sem Sir Laurence stýrir). Er það þó eitt bezta leikrit, sem komið hefur frá Manchester. En ég verð að segja það sem leikari, að kvikmyndaleikstjórn er svo nærri, sem mér finnst ég komast fullkominni sköpun. Leikstjórnin er auðvitað ekki sköpunarstarf á borð við skriftir — en manni finnst sem hann sé að búa eitthvað til í höndunum, þegar hann stjórnar leik. Það tekur leik fram. Það er túlkun, þýðingarlist. List er það áreiðan- lega. En aldrei hefur mér fundizt fremur að ég væri að skapa eitthvað en þá er ég hef stjórnað kvikmynd. í sjonvarpinu fer allt miklu hraðar fram, allt gerist leifturhratt. Þar sem ég er nú nýgræðingur“ bætti hann við og gerði sig feimnislegan í framan, „eru mér ætlaðir fimm dagar i stað þriggja til þess að Ijúka Hindle Wakes. En ég vona- st nú til þess að verða búinn fyrr. Ég rifjaði upp gömul kynni af þessu leikriti, þegar ég lá í sjúkrahúsinu. í sjúkra- húsinu las ég fleiri leikrit en ég las allan timann, sem ég var við Chichester og þjóðleikhúsið. Ég er heldur seinlæs — ég verð að finna raddbrigðin um leið og ég les. Þess vegna les ég svo hægt að það er sem ég heyri orðin. Fyrsta mikils háttar hlutverk mitt í sjónvarpi er eitthvað það alversta sem ég hef komizt í um ævina. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið jafnskelkaður. Áhorfendur voru átta milljonir — og við vorum ekki vel æfð. Okkur hafði ekki gefizt nema hálfur mánuður til æfinga. Ég fyrir mitt leyti var ekki búinn að sætta mig við það, að ég var tekinn að eldast og mér veittist erfiðara en áður að læra hlutverk. Ég var um fimmtugt, þegar þetta var. Og mér hefur enn farið aftur heldur en hitt. En allar götur upp \ frá þessu hef ég haft vaðið fyrir neðan mig og gefið mér rúman tíma til að læra hlutverk. Það var líka voðalegt, þegar ég lék í „Semi-Detached". Á þeim mánuði sem mér var gefinn tókst mér ekki að læra hlutverkið og framburðinn tii hlítar. Ég skammaðist mín hálfpartinn. P)n sannleikurinn var sá, að áhorfendur veittu þessu enga athygli, nema kannski tveir, þrír menn. Þarna á frumsýning- unni hefði ég getað lgikið á írsku. En ég lærði nokkuð af þessu. Upp frá því hef ég numið orðin fyrst — tamið mér framburðinn eftir á. Það borgar sig ekki að reyna að læra hvort tveggja í senn. Ég er orðinn roskinn maður. Og mér þykir afar skemmtilegt að vera nú farinn að fást við starf, sem ég hafði aldrei unnið áður, fjölmiðil sem er mér nýr og framandi að heita má. Ég hef haft mikið gaman af því að fást við þessi leikrit í Granada sjónvarpinu. Auðvitað er þetta frábrugðið því sem ég á að venjast. Maður rekur sig á ýmsa leyndar- dóma og sjónvarpsmenn hyllast stundum til að segja sem svo: Þetta er atlt öðru vísi en í kvikmyndum og demba á mann heilmiklum sérlegum sjónvarps- vísindum. Það fylgja því ýmsir erfið- leikar að koma viðvaningur að sjónvarpi, en mér virðist þeir nú alveg viðráðanleg- ir...“ Og nú romsaði hann upp úr sér runu af einhverjum tækniatriðum, sem ég henti ekki reiður á. „Það hefur verið geysileg gróska í leiklist í Bandaríkjunum allar götur frá 1929“ hélt hann áfram. „Þegar maður kemur fyrst í leikhús þar vestra finnst honum ensk leiklist hálfdrungaleg við samanburðinn. En það er þó mín skoðun. að leikhúsin okkar eigi. sér fáa líka. Ég hugsa, að flestar aðrar þjóðir öfundi okkur af þeim. Leikhúsin hafa marga kosti. Hvergi annars staðar öðlast maður jafngóða og trausta þjálfun. Þeir, sem eru fæddir leikarar, geta sem hægast farið strax í sjónvarpið. En í sjónvarpinu fá menn ekki jafnnotadrjúga æfingu og leikhúsið býður; þar er ólíku saman að jafna. 1 leikhúsi venjast menn á aga, strang- an aga. Enginn getur haft gaman af því að leika Machbeth, Oedipus eða önnur hlutverk á borð við pau. Slík hlutverk Framhald á bls. 17 Natalie Wood, Sir Laurence, Robert Wagner (Cat on a Hot Tin Roof)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.