Morgunblaðið - 12.12.1976, Síða 25
MOHGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
25
nýklasstsku Islenzku sem fjölnis-
menn skópu" og má að sjálfsögðu
mjög um það deila, svo ókunnug-
lega sem ljóð Einars komu mönn-
um fyrir sjónir, ný og ólík öllu
öðru, sem Islendingar voru vanir,
eins og Tómas Guðmundsson
hefur bent á. Málfæri Einars seg-
ir Laxness að hitti ekki í mark hjá
sér. „Skáldið er mér næst þá
sjaldan það nær I skánka á ein-
hverjum algeingum hlut og gæðir
hann lífi án þess að blása hann
uppí kosmíska ófreskju...“ Þetta
er svipuð afstaða til ljóðlistar
Einars Benediktssonar og kom
fram I alræmdum ritdómi um
verk hans eftir dr. Valtý
Guðmundsson. Sá dómur átti ræt-
ur í persónu-pólitískri ertingu.
Halldór Laxness segist vona, að
hann hafi aldrei sagt neitt mis-
jafnt um skáldskap Einars Bene-
diktssonar og Matthiasar Joch-
umssonar, en nú hefur hann svo
sannarlega bætt úr því. Laxness
segir ennfremur: „En líklega hef
ég ekki verið nógu greindur til að
meta stórar sáiir að verðleikum;
að minnstakosti svo skapi farinn
að þó ég væri allur af vilja gerður
var ég ónæmur á hugblæ I skáld-
skap beggja þessara meistara; ég
vona mér leyfist að segja svo með
skirskotun til þess að hvorugur
þessara skálda virðist hafa borið
skynbragð á dýrling okkar allra,
Heine. Þó ég næmi stundum fagn-
andi staðar við bjartar hendingar
í ljóðum þessara skálda nam ég
ekki sjálfan boðskap þeirra...“
En það hlýtur einnig að mega
um það deila, hvort menn geti
ekki verið góð skáld á Islandi, þó
að þau hafi ekki fallið fyrir
Heine, með sama hætti og t.a.m.
Sverrir Kristjánsson. Heine var
stórmerkilegt skáld á sinum tlma
og hafði mikil áhrif, ekki slst á
Jónas Hallgrlmsson. Hlutverk
hans I Islenzkum bókmenntum
var mikið, ekki sist á 19. öldinni
þegar rómantikin flæddi yfir
heiminn. En mundi það vera frá-
gangssök hjá islenzkum stórskáld-
um, sem höfðu allt önnur — og að
sumu leyti háleitari lífsviðhorf en
hann — að reyna að yrkja sig frá
þessum ofjarli? Lifsviðhorf
Heines var gjörólíkt lotningu og
lífsviðhorfi sr. Matthíasar og
Einars, svo I skilningi sem I til-
finningu, karakterinn og persónu-
leikinn af öðrum toga.
Nóbelsskáldið skilur við ljóð
Einars Benediktssonar með þess-
Benediktsson farast I þessu mikia
uppgjöri nóbelsskáldsins, eða
hvort þeir lifa af (sem þeir gera
að sjálfsögðu eins og aðrir jöfrar
sem hann hefur tekið til bæna s.s.
Freud, Hamsun, Bergman o.fl.).
En mundi okkur ekki vera hollt
að íhuga það, hvort nokkur tvö
skáld hafa á slðari tímum aukið
íslenzku þjóðinni þrek með sama
hætti og sr. Matthías og Einar
Benediktsson, sem hafa átt
ógreiðan aðgang að hjarta Hall-
dórs Laxness? 1 raun og veru hef-
ur hlutverk þeirra að þessu leyti
verið eins og hans sjálfs og fornra
skáldas sumra ónafngreindra —
og hefðu þau bæði sómt sér vel I
hópi nóbelsskálda; Laxness vitnar
jafnvel I Hallgrímsljóð sr. Matth-
iasar I ritgerð sinni um hinn fyrr-
nefnda og segir, að orð hans séu
töluð „útúr hjarta voru“. Mundu
flestir geta tekið undir það:
Signað höfuð sorgarþyrna ber.
Sjá, nú þekkist hann, sem dáinn
er.
Hitt er svo annað mál, að ljóð
þessara skálda beggja, sr. Matth-
Iasar og Einars, hafa verið of-
notuð, en vart bera þau ábyrgð á
þvi. Gæði geta kallað á vinsældir,
sem stundum eru skáldskap
hættulegar.
En uppgjör nóbelsskáldsins á
svo sannarlega rétt á sér fyrst
hann á annað borð lítur málið
eins og raun ber vitni. Það er I
senn skemmtilegur og dálítið
ferskur viðburður i þeirri and-
legu stillu, sem ríkt hefur I
kringum þessa islenzku skáld-
jöfra um margra áratuga skeið, að
nóbelsskáld geri upp við verk
þeirra; minnir á Hamsun þegar
hann hugðist steypa Ibsen gamla
af stóli, nema hvað Ibsen var
sjálfur viðstaddur upphlaupið.
Hrun
20stu aldar
Þá er ekki úr vegi að minnast
þess að lokum, sem Halldóri
Laxness þykir vel gert og snertir
strengi I sál hans. Hann er við-
staddur útför Jóhanns Sigurjóns-
sonar. Hún hefur sýnilega haft
djúp áhrif á þetta viðkvæma
íslenzka skáldmenni þarna út I
Kaupinhafn Jóns Helgasonar. Og
um Fjalla-Eyvind segir hann nú,
nóbelsskáldið: „Ætli fyrstu tveir
þættirnir af Fjalla-Eyvindi fari
frásagnir um Krist eigi nokkuð
skylt við sagnfræði. Þarf lærða
grillufángaratil að trúa þvi.“
Einhvern tlma hefði tslenzk
kirkja risið upp af minna tilefni
en þessu og a.m.k. reynt að gera
sér grein fyrir þvl, ef rétt er,
hvers vegna ungum skóladreng er
óskiljanlegt, að frásagnirnar um
Krist eigi skylt við sagnfræði, svo
að ekki sé nú talað um, að það
þurfi lærða „grillufángara" til að
trúa tilvist hans I þess.ari guð-
lausu veröld. Að vlsu verkar þetta
einkennilega á þá, sem hafa reynt
að kynna sér þau ummæli, sem
eftir Kristi eru höfð I guðspjöll-
unum, svo samkvæm og persónu-
leg sem þau eru I raun og veru og
vitna einmitt um sérstæðan per-
sónuleika og óvenjulegan, sem
hvergi er hægt að kynnast nema
einmitt I þessum ævisögubrotum
um frelsarann. Þá mætti einnig
spyrja, hvers vegna endilega
þurfi „grillufángara" til að trúa
þvi, að ævisögubrotin um Krist
séu ekki uppspuni frá rótum fyrst
enginn hefur svo vitað sé t.a.m.
dregið I efa, að Sókrates hafi
verið til, þótt hann hafi lifað
nokkrum öldum fyrir Krist og frá-
sagnirnar um hann séu strjálli en
heimildirnar um Krist og raunar
ekki til þess vitað, að Sókrates
hafi skrifað nokkurn staf sjálfur
frekar en leiðtogi kristinnar
trúar. Því hlutverki gegndi
Platon á sama hátt og guðspjalla-
mennirnir siðar. Að vlsu var
Platon samtimamaður Sókrates-
ar.
En látum það allt vera.
Nóbelsskáldið reiðir hátt til
höggs. En launaðir fulltrúar
Krists á Islandi hafa verið svo
önnum kafnir að deila innbyrðis
/ æpi stiknað hjarta / og ég skelti
aftur bókinni. Býr þá guð ein-
hversstaðar útí ystu myrkrum og
ekki í instum djúpum mannshug-
arins?"
Og um Einar Benediktsson seg-
ir Laxness m.a.: „Hjá Einari
Benediktssyni voru afturámóti
glósur einsog „duftsins son“ og
„mold I svanalíki", sem hrundu
mér frá sér únglíngnum, og eiga
ekki við mig enn; þetta er einhver
hugmynd úr Móse-bókunum; en
kykvendi öðru nafni llfverur eru
engin moíd, nei engin mold, fjára-
korninu, heldur ættuð úr sjónum,
upprunnin I vatni; lifandi líkamir
eru að langmestum hluta vatn“.
Ljóðabrot Matthlasar Jochums-
sonar, sem Halldór Laxness
vitnar i, er ekki slzt merkilegt af
þeim sökum, að það sker sig úr
öllum skáldskap hans og annarra
á þeim tlma og er I raun og veru
upphaf þeirrar skáldskapar-
stefnu, sem hefur öðrum þræði
orðið allsráðandi á
þessari öld; líking þessa róman-
tiska stórskálds gæti jafnvel sómt
sér í ljóði hvaða súrrealista sem
væri og hvl má ekki tala um
„duftsins son“ eða „mold I svana-
líki“, sem Laxness gagnrýnir, með
álíka miklum rétti og þegar notuð
eru svo bráðskemmtileg mynd-
hvörf sem „kýrnar leika við
kvurn sinn flngur", eins og þjóð-
frægt er úr einu af ljóðum nóbels-
skáldsins? Ef skáldin afsöluðu sér
réttinum til sllkrar hugmynda-
auðgi, fæli það I sér dauðadóm
yfir miklum hluta alls skáld-
skapar. Hallgrimur Pétursson
talar t.a.m. I Passíusálmunum um
að Kristur opni „llfsins dyr á síðu
sinni“ og steinþró hjartasins.
og lúskra hver á öðrum, að þeir
hafa ekki mátt vera að öðru.
Kristur hefur lifað I nær tvö
þúsund ár. Hann mun lifa af öll
„slagsmál“ og kennisetningar,
hvað þá getgátur um, að hann
hafi ekki verið til. En einkenni-
legt mundi t.a.m. sr. Hallgrími
Péturssyni hafa þótt, ef sá maður,
sem hef ur orðið fyrirf erðarmestur
allra I mannkynssögunni, skilið
eftir sig dýpst spor og haft meiri
áhrif en nokkur annar, hefði
aldrei verið tii.
Og Hallgrlmur væri ekki einn
um það.
I sinni nýju, skemmtilegu
„skáldsögu I greinaformi" ræðst
Halldór Laxness svo sannarlega
ekki á garðinn, þar sem hann er
lægstur. Hann tekur skáldjöfra
eins og Matthías Jochumsson og
Einar Benediktsson á kné sér og
segir m.a.: „Kvæði Matthiasar
Jochumssonar I fimm bindum
stóðu I bókaskáp föður mlns alla
mína bernskutíð. Þó ég sæi að
maðurinn var ágætt skáld snart
hann mig ekki, þvi miður, og ég
veit að það var ekki hans sök. Guð
minn guð, ég hrópa/gegnum
myrkrið svarta / einsog útúr ofni
Jóhann
Sigurjónsson
Halldór
Laxness
Hannes
Pótursson
Hallgrfmur
Pótursson
Gunnar
Steffinsson
Einar
Benediktsson
Dyrnar skirskota til Arkarinnar
i Gamla testamentinu.
„Óskilgreinilegur yndisleiki
hins fædda snilllngs er alstaðar
nálægur I ljóði hans, — i
myndunum, orðavalinu...“, segir
Laxness m.a. um Hallgrím Péturs-
son I ritgerð sinni, Inngángur að
Passíusálmunum; ennfremur: að
verk eins og Passtusálmarnir geti
verið „stórfeinglegt listaverk,
þótt það sé i grundvallaratriðum
bæði órökvist og fullkomlega sið-
spillt verk“. En ekki getur
Halldór Laxness með sama hætti
séð I gegnum fingur við kosmlska
„órökvlsi" Einars Benediktssonar
og má vera að uppeldi og æsku-
umhverfi hafi átt nokkurn þátt I
því.
Halldór Laxness segir, að dá-
sömun Einars Benediktssonar á
norðurljósum hafi þó löngum átt
sig að vin, „en á aungu skeiði
ævinnar híngatil hefur kvæði
einsog ÍJtsær verkað á mig öðru-
vlsi en viðhafnarmikið bull“. Þó
taldi Einar Benediktsson sjálfur,
að Otsær væri hátindur ljóðlistar
sinnar. Laxness talar um, að mál-
far Einars sé einhvers konar
„öfgakend útvíkkun þeirrar
ari absúrdu llkingu. „Þá sjaldan
Einar Benediktsson lætur svo
lítið að yrkja áþreifanlega um
mannlegt ástand er ekki um að
villast að hann hefur verið skáld;
en einhverskonar fordild, óskyld
skáldskap, rak hann úti iðju sem
of oft fólst I þvl að smlða tröll-
aukin Ilát utanum loft, volduga
minnisvarða yfir svosem ekki
neitt.“ Hefði nú ekki átt betur við
að segja eins og Jónas Guðlaugs-
son af öðru tilefni, að ljóð hans,
væru angan úr tómu keri? Það
væri að vísu ekki rétt, en nær
lagi.
Nú munu ýmsir biða þess hvort
Matthias Jochumsson og Einar
ekki langt með að vera beztur
leiksviðstexti saminn af Islend-
Ingi hlngatil. Og Vei vei yfir hinni
föllnu borg er held ég tímamóta-
kvæði i íslenzkri ljóðlist. Það er
gamalt mál skálda, að góðar hug-
myndir verði aldrei ófyrirsynju
þvf enn betri hugmyndir spretti
af aldini þeirra.
Og þetta má til sanns vegar
færa sé andlátsljóð Jóhanns Jóns-
sonar Söknuður borið saman við
Sorg nafna hans Sigurjónssonar
sem er 20 árum eldra...“
Og: „Hann gerði ekki endaslept
við okkur með því að semja
Fjalla-Eyvind, heldur orti árið
1910 fyrsta kvæði á íslensku um
Jónann
Jónsson
Þórbergur
Þóróarson
væntanlegt hrun 20stu aldar: Vei
vei yfir hinni föllnu borg. Annað
eins kvæði eftir islending átti
ekki eftir að sjá ljós heimsins fyr
en að nafni hans Jóhann Jónsson
orti Söknuð 1930...“
Þetta eru athyglisverð ummæli
og falla áreiðanlega sáman við
hefðbundnar hugmyndir islend-
inga um þessi ljóð nafnanna. En
þá er ekki heldur út I hött að
vitna i það, sem mestur smekk-
maður allra núlifandi íslendinga
á ljóðlist, Tómas skáld Guðmunds-
son, segir um Söknúð Jóhanns
Jónssonar og opinberun Jóhanns
Sigurjónssonar, Vei, vei 'yfir
hinni föllnu borg. Tómas rifjar
það upp að einn atkvæðamesti
gagnrýnandi landsins á þeim
tíma, hafi talað um Söknuð sem
„rlmlausan óskapnað" og sú
skoðun hafi ekki verið einsdæmi.
Nú er öllum augljóst að Söknuður
„er eitt af mestu snilldarljóðum á
islenzka tungu", segir Tómas. „En
það er ekki jafn augljóst hvernig
nokkrum manni gat sézt yfir
það.“ Og þjóðskáldið talar um
„þessa tindrandi speglun, þennan
strengleik æviharmsins. Og hvl-
líkt veðurhljóð I þessum strengj-
um:
Hvar hafa dagar llfs þíns lit
sínum glatað...“
En um opinberunarljóð
Jóhanns Sigurjónssonar, segir
Tómas, einnig I Svo kvað Tómas,
að I kvæðinu sé mikil „dramatisk
skyggni". Sorg sé ófullkomnara
ljóð en Söknuður, órólegra og
eins og það sé „ort I skáldlegu
óráði“. Tómas segir ennfremur að
fyrsta Ijóðlína kvæðisins sé of
sterk þarna I upphafinu, og varp-
ar fram þeirri spurningu, hvort
hún dragi ekki athygli frá næstu
ljóðlinum, sem eru mjög fagrar og
skáldlegar að hans dómi. „Ég held
setningin eigi heima siðar I kvæð-
inu. Þá yrði það um leið sannara.
Þessar líkingar eru ekki síður
máttugar og skáldlega fagrar:
Eins og kórall I djúpum sjó
varst þú undir bláum
himninum,
eins og sylgja úr drifnu silfri
hvíldir þú á brjóstum jarðar-
innar.
Samt er ég ékki frá því, að tvær
svona sterkar likingar dragi hvor
frá annarri. Ég held lesandinn
eigi að fá ofurlítið tóm til að
dveljast við fyrri likinguna áður
en komið er að hinni síðari...“
Síðan segir Tómas Guðmunds-
son að hann haldi, að Jóhann
Sigurjónsson hafi séð þetta kvæði
fyrir sér eins og I leikriti, því að
sviðssetningin sé ákaflega drama-
tísk, „og hann notar upphrópun-
ina vei sem er biblíuleg, til að
gefa sviðinu fjarrænan blæ.“ En I
ljóðinu skynjum við „þennan
styrjaldarblæ, þessa feigðar-
kennd ljóðsins“, sem Tómas talar
einnig um — eða þetta væntan-
lega hrun 20. aldar, sem Halldór
Laxness nefnir i bók sinni.
Lokaorð
En hvað sem þvi líður, þá er
eftirsóknarvert að fá að kynnast
ólikum skoðunum merkra skálda
og hugsuða og ekki sist þvi — að
þeim sýnist sitt hverjum. Og
gleymum þvl ekki, að Sigurður
Nordal sagði m.a. um sr. Matthías,
að enginn maður hefði verið
honum meiri sönnun þess, að and-
inn sé meira en efnið og taldi þá
Einar Benediktsson til skáldjöfra,
og í Svo kvað Tómas talar
skáldið um sr. Matthias sem
„þennan elskulega mann og
ástúðlega skáldjöfur". Tómas
spyr viðmælanda sinn, hvort
ljóðagerð sr. Matthlasar „sé ekki
skáldlegt afrek á heimsmæli-
kvarða?"
En ef svo slysalega færi, að
skáldjöfrarnir gleymdust nú einn
góðan veðurdag, gætum við þó
a.m.k. huggað okkur við það, sem
Tómas hefur bent okkur á, að
„samhengið I bókmenntunum er
ávöxtur af verkum þeirra höf-
unda, sem gleymdust".
Það er hlutskipti örfárra út-
valdra — að gleymast ekki. En
stundum gle^mast þeir helzt, sem
sízt skyldi.