Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 Umsjón: Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbersson. Barna- og fjölskyldusíða Morgunblaðsins Skólataskan var rauö. Elva átti hana. í henni var stílabók, pennaveski, skæri og lestarbók. Allt þetta var mjög þungt. En rauða taskan bar það samt. Nú fór Elva í skólann. Söguna og myndina sendir: Kristjana Aðalgeirs- dóttir, 7 ára Háagerði 4, Akureyri. J Gefum smáfuglunum Á veturna er mikilvægt fyrir litlu fuglana að við hjálpum þeim um bæði vatn og fóður. Best er að gefa þeim á plötu eða stétt, þó þar sem ekki er gengið mikið um. Best er að koma bretti fyrir uppi í tré og leggja þar brauðmola og fulgafræ. En fuglum þykir fita gómsæt lfka, svo að vel má skera niður mör 1 smáa bita og leggja á brettið Hka. Til þess að forðast að þetta blási burtu f roki er ráð að láta tólgina bráðna og hræra fuglafræ saman við. Þegar þetta er storkið er það sett út til fuglana (e.t.v. hengt f tréð), og þeir narta þá f og kunna vel að meta góðgætið. s___________________/ Litla sagau Hjarðpípan Til er gömul helgisaga um fjárhirðana í Betlehem: Er þeir höfðu heyrt boðskap englanna, fóru þeir til Betlehems til að sjá barnið. Þegar þeir komu inn i fjárhúsið ætluðu þeir að ganga að jötunni hver á eftir öðrum og gefa barninu ofur- litla gjöf hver. Sá yngsti í hópnum var 13 ára gamall. Þegar hann kom að jötunni, horfði hann frá sér numinn á barnið sem englarnir höfðu sagt honum frá og ætlaði ekki að geta slitið sig frá því. Á meðan hann stóð og horfði á barnið, spurði hann sjálfan sig: — Hvað á ég að gefa? Hér er næðingssamt og barnið er illa klætt. Ég ætti að fara úr skykkjunni minni og breiða hana yfir jötuna, þá verður barninu ekki kalt. Drengurinn leit á skykkjuna sina. Hún var bæði gömul og sliin. Nei, hann varð að gefa Jesúbarninu eitthvað betrá. Það varð að fá það besta. Atti hann nokkuð betra en smalaskykkjuna? Jú, í vasanum geymdi hann hjarðpípuna. Þetta var besta hjarðpípan sem til var á Betlehems- völlunum. Þegar hann blés f hana, þögnuðu allar hjarð- pipur, þvi að allir vildu heyra tónana, sem hann náði úr hjarðpfpunni sinni. Margir fjárhirðar höfðu viljað kaupa hana af honum og boðið mikið fé fyrir hana. En drengurinn hafði aldrei viljað selja hana, þótt hann væri fátækur. Hjarðpípan var dýrmætasti fjársjóður hans. Nú datt honum dálítið í hug: — Á ég að gefa Jesú- barninu hjarðpipuna mína? Nei, það er of mikið! Honum varð aftur litið á barnið, og þá sagði hann við sjálfan sig: — Jú, Jesúbarnið á að fá hana, það á að fá það besta sem ég á. En áður en ég gef hana, ætla ég enn einu sinni að leika á hana fallegustu tónana, sem ég get. Þvi næst fór hjarðsveinn- inn út i horn i fjárhúsinu og tók að leika á hjarðpípuna sína. Hann vandaði sig eins og hann gat og yndislegir tónar fylltu fjárhúsið. Hinir hirðarnir og Jósef hlustuðu í mikilli hrifningu. María spennti greipar og horfði til himins. Henni fannst englasöngur fylla fjárhúsið. Þegar siðustu tónarnir dóu út, gekk drengurinn að jötunni og lagði hjarðpípuna sína við hliðina á Jesúbarninu. Þá rétti Jesúbarnið fram litlu hendurnar sinar til drengsins og brosti sínu fyrsta brosi. V /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.