Morgunblaðið - 12.12.1976, Side 48
munið trúlofunarhringa
litmvndalistann fW)
<§ull $c á£>ítfur
Laugavegi 35
SUNNUPAGUR 12. DESEMBER 1976
Kleppsspítalinn:
10 nýir sjúklingar
vistaðir á einum degi
MIKLAR annir hafa verið hjá
Kieppsspftala sfðustu daga, eins
og oft áður f desembermánuði, og
margir nýir sjúklingar verið
vistaðir þar.
Að sögn yfirhjúkrunarkonu
Kleppsspítala hefur þó álagið
sjaldan verið meira en nú, og
nefndi hún sem dæmi að sl. föstu-
dag hafi verið tekið við 10 nýjum
sjúklingum, en mörgum hafi þá
orðið að neita um sjúkrarúm.
Kvað hún óvenjulegt að tekið
væri við svo miklum fjölda sjúkl-
inga á einum degi. Þó hafði dag-
inn áður verið tekið við 7 nýjum
sjúklingum og sl. miðvikudag við
fjórum nýjum sjúklingum en
engu að síður hafi báða þessa
daga orðið að vísa mörgum sjúkl-
ingum frá.
Eins og áður segir er desember
yfirleitt mikill annatími hjá
Kleppsspítala. Yfirhjúkrunarkon-
an sagði að sér vitanlega hefði
ekki verið gerð nein könnun á því
af hverju það stafaði en menn
hefðu þó getið sér þess til að það
mætti að einhverju leyti rekja til
streitu og álags vegna jólahalds-
Arnarflug fest-
ir sig í sessi
,,ÞAÐ ER enginn fótur fyrir því að
Flugleiðir eða aðrir séu að kaupa
Arnarflug eða yfirtaka á annan hátt,
sagði Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri í samtali við Morgun-
blaðið I gær. Hins vegar hafa farið
fram, allt frá stofnun Arnarflugs, við-
ræður milli þessara aðila um ýmis
atriði sem hagkvæmt er að félögin
vinni að saman. Flugleiðir sjá um
afgreiðslu véla okkar í Keflavík og
rætt hefur verið um samskipti varð-
Endasprett-
urinn í jóla-
sundmótinu
JÓLASUNDMÓTI öryrkja lýkur
annað kvöld og hefur þátttaka
verið vaxandi síðustu daga.
Nefna má sem dæmi að fbúar
blindraheimilisins við Hamrahlfð,
vistfólk á Kleppsspítala, vistfólk
á Sólborg á Akureyri og nemend-
ur J ÖskjuhlJðarskóla, hafa J stór-
um hópum sótt sundstaði í vik-
unni. Hins vegar hefur þátttaka
öryrkja sem ekki eru á stofnun-
um, verið dræmari. Annað kvöld
mun bJII Öryrkjabandalagsins
(simi 85850) verða J flutningum
fyrir þá sem enn hafa ekki tekið
þátt J jólasundmótinu, Nánar er
sagt frá mótinu á bls. 26 J blaðinu
J dag.
andi varahluti og viðhald. Þessar
viðræður eru enn lauslegar og ekkert
afráðið J þessum efnum.
Félögin gerðu þó strax með sér
samning um gagnkvæmt flug, f sér-
stökum tilvikum "
Magnús sagði að reksturinn gengi
samkvæmt áætlun og unnið væri að
því að festa félagið í sessi. „Við þurfum
ekkert að kvarta yfir útkomunni á
þessu ári," sagði Magnús, „þar sem
alltaf var við þvr að búast að fyrsta árið
yrði að sækja á brattann. Við erum nú
að skipuleggja okkar starfsemi fyrir
næsta sumar og munum þar fljúga
mest fyrir Sunnu og Samvinnuferðir,
en einnig erum við að kanna mögu-
leika á leiguflugi fyrir stærri hópa hér
innanlands, félög og einstaka hópa,
því augu fólks virðast vera að opnast
fyrir því að það eru til fleiri borgir í
heiminum en London og Kaupmanna-
höfn og leiguflug getur boðið upp á
mjög hagkvæmar ferðir hvert á land
sem er. Við erum einnig að kanna
samninga við ýmsa erlenda aðila um
flug til íslands og erlendis.
Að undanförnu höfum við t d átt í
viðræðum við Air Hibiscus um ferðir
frá Fiji til Bahamaeyja og Möltu. en
vegna ýmissa vandkvæða bæði tækni-
legra og fjárhagslegra, töldum við
þessi viðskipti ekki hagkvæm að svo
komnu máli
Árið 1977 verður í rauninni fyrsta
árið sem hægt er að tala um sem
raunverulegt rekstursár hjá fyrirtækinu
og miðað við þær undirtektir sem við
höfum fengið i starfseminni erum við
bjartsýnir á að vel takist til ef okkur
tekst að afla nægra verkefna."
„Jólasveinar einn og átta“ eru komnir í bæinn. Þeir
komu í jeppa og þessa mynd tók Ijósmyndari Morgun-
blaðsins af þeim fyrir framan Fríkirkjuveg 11. Mikil
hvassviðri var í Reykjavfk í gær eins og myndin ber
raunar með sér, því að jólasveinarnir áttu fullt í fangi
með að hemja skeggið í rokinu.
Þeir eru
komnir
Hveragerði:
Leirþensla orsök
þess að húsið rís?
TVEIR jarðvfsindamenn frá Orkustofnun hafa nú kannað aðstæður
við húsið Austurmörk 4 í Hveragerði en vart hefur orðið við ris í
jarðvegi undir húsinu, sem valdið hefur töluverðum skemmdum á því.
Til þessa hafa iitlar mælingar farið fram á þessum stað, þannig að ekki
er hægt að draga neinar ályktanir af þeim um orsakir rissins, en engu
að síður hafa jarðvísindamennirnir komið fram með þá tilgátu að risið
kunni að stafa af því að þensla sé í leir undir húsinu út frá
vatnsrennsli.
Morgunblaðið hafði tal af öðr-
um jarðvísindamannanna, Sveini
Þorgrímssyni, og sagði hann að
ekki hefðu farið fram neinar
mælingar við húsið að marki til
þess að unnt væri að draga af
þeim neinar ályktanir. Hins vegar
Varúðarráðstafanir vegna Kötlugoss:
Sandinum lokað ef skjálft-
ar fara fram úr 3,5 stigum
RÉTT fyrir klukkan 20 í fyrrakvöld komu jarðskjálftakippir fram á
jarðskjálftamælinum hjá Einari H. Einarssyni bónda á Skammadals-
hóli og var sterkasti kippur um 2 stig á Rirhterskvarða. Samkvæmt
upplýsingum Einars voru f gær aftur komin „algjör rólegheit“ og fólk
tók öllum gangi mála mjög skynsamlega að mati Einars. Þegar
kippurinn kom f fyrrakvöld, hafði engin hreyfing orðið frá þvf nóttina
áður, en þá komu tvær hrynur með kippum scm voru um og yfir 4 stig.
Á fimmtudagskvöldið kom fyrri
hrynan rétt fyrir klukkan 22 og
stóð hún í um það bil 40 mínútur
og voru skjálftarnir þar alls 18 að
tölu.
Þá var sterkasti kippurinn
um 4.1 stig. Síðari hrynan varð á
fyrsta timanum aðfararnótt föstu-
dagsins og var hún öllu snarpari
en hin fyrri. í henni voru tveir
skjálftar um 4 stig og var annar
þeirra 4,2 stig. Hrynan stóð f um
12 til 14 mínútur. í henni mæld-
ust alls 10 skjálftar. Síðan var allt
kyrrt, þar til í fyrrakvöld.
Þegar þessar tvær hrynur komu
var sandinum lokað. Einar kvað
einn vörubíl hafa verið á sandin-
um á leið að austan. Síðan var
aftur sandurinn opnaður á föstu-
dag. Árdegis þann dag var fundur
í almannavarnanefnd og var þar
ákveðið að kæmi hryna með
tveimur eða fleiri skjálftum, sem
sterkari eru en 3,5 stig á Richters-
kvarða, skyldi sandinum lokað.
Jafnframt var ákveðið, að sé bjart
veður við slíkar aðstæður skuli
tveir menn settir á gosvakt, annar
á Háfelli og hinn í Pétursey.
Morgunblaðið spurði Einar á
Skammdalshóli að því, hve mikill
tími myndi líða frá því er Kötlu-
gos hæfist og þar til flóðbylgjan
kæmi niður sandinn. Hann kvað
erfitt að segja til um það, en sam-
kvæmt því sem menn kæmust
næst um gosið 1918, taldi hann þá
hafa liðið um 2 klukkustundir frá
upphafi gossins og þar til flóðið
kom niður sandinn. Þá sagði
Einar að þessir skjalftar, sem áð-
ur er getið og voru um 4 stig, hafi
verið þeir einu, sem fólk hefði
fundið og voru brögð að því að
skjálftarnir settu Ijósakrónur af
stað.
kvaðst hann hafa ásamt félaga
sínum rætt við ýmsa aðila, sem
verið hefðu að velta þvi fyrir sér
hvað þarna hefði gerzt, svo sem
ýmsa tæknimenn er unnið hefðu
við smiði hússins á sinum tíma.
Þeir hefðu síðan sett fram allar
hugsanlegar ástæður fyrir þessu
risi og beitt útilokunaraðferðinni
þar til ein tilgáta hefði staðið eft-
ir, sem þeir teldu sennilegasta, en
það væri rétt að itreka þar væri
aðeins um getgátu að ræða.
Sveinn sagði, að komið hefði i
ljós að þegar húsið var reist hefði
reynzt vera nokkur volgra í
grunni hússins. Aðeins hefði ver-
ið grafið fyrir stöplum hússins en
að öðru leyti ekki verið hreyft við
hrauninu undir sjálfri plötunni
nema hvað húseigandinn hafði
verið svo forsjáll að leggja útfalls-
pípu undan húsinu með tilliti til
volgrunar undir því og hafi jafn-
an lagt þar út gufu.
Sveinn sagði jafnframt, að á
þessum stað bæri mjög á leir er
nefndist montmorillonite en þessi
leir væri með þeim eiginleikum
að hann þendist mjög út við það
að blandast vatni. Væri vel
hugsanlegt að leirinn hefði safn-
ast fyrir i jarðlögum undir hraun-
inu, sem húsið væri reist á, og
þess vegna væri vel mögulegt að
veruleg þensla hefði komist I leir-
inn við það að útfallspipan undir
plötu hússins hefði brotnað elleg-
ar að hveravolgran undir plöt-
unni hefði stækkað af völdum
stöðugrar skjálftavirkni sem væri
í Hveragerði.
Þegar leirinn hafi síðan tekið
að þenjast út hafi hann smám
saman farið að þrýsta á plötuna
og þegar brotþoli hennar væri
náð hefði hún látið undan. Sveinn
taldi þó, að ekki væri um mjög
mikið magn af leir að ræða þarna
og kvaðst hann eiga von á þvi að
fljótlega drægi úr þessu risi, væri
tilgáta þeirra félaga rétt. Hins
vegar sagði hann að af hálfu
Orkustofnunar yrði ekki frekar
aðhafzt vegna þessa máls nema til
kæmi sérstök beiðni Hvergerð-
inga um að frekari rannsóknir
ættu sér þarna stað.
Óhreinindi og
hnjask ástæðan
NIOURSTÖÐUR dómkvaddra
manna á orsokum sprengingar-
innar I Ibú8arhúsinu á Akranesi á
dögunum hafa nú veriS sendar
bæjarfógetaembættinu þar I bæ,
en embættið óskaði eftir þvl að
rannsókn þessi færi fram. Vi8
rannsóknina kom I Ijós a8 hinu
opna næturhitunar-kerfí sem I
húsinu var var mjög áfátt —
annars vegar vegna óhreininda I
öryggisbúnaSi og hins vegar
vegna hnjasks sem þa8 haf8i or8-
i8 fyrir af manna völdum. en eftir
er a8 kanna hvort þetta hnjask
hefur or8i8 til fyrir mistök heim-
ilisfólks e8a fagmanna, sem
fengnir voru til a8 setja upp e8a
llta eftir kerfinu.