Morgunblaðið - 13.01.1977, Page 3

Morgunblaðið - 13.01.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 3 Baldur kominn í yiðgerð SKUTTOGARINN Baldur, sem á síðasta ári var í þjónustu Land- helgisgæzlunnar, er nú kominn i viðgerð hjá Stálvik h.f. i Arnar- vogi og liggur skipið nú i Hafnar- fjarðarhöfn. Baldur skemmdist mikið i átökum í þorskastríðinu og telja menn að marga mánuði taki að gera við skipið. Enn eru skemmdir ekki að fullu kannaðar og koma allar skemmdirnar vart i ljós fyrr en farið verður að fást víð þær skemmdir sem sjáanlegar eru. Bræla á loðnu- miðunum I gærkvöldi var enn bræla á loðnumiðunum NA af Kolbeinsey og lágu loðnuskipin i vari. Nokk- ur voru undir Grímsey, en 15 skip lágu inni í Siglufirði og önnur lágu á Eyjafirði. Þrettán erlendir togarar að veiðum ÞRETTÁN erlend veiðiskip voru að veiðum við Island í gær, tíu v-þýzkir togarar og þrir belgískir. Bræla hefur verið á miðum togar- anna að undanförnu og hafa þeir ekki getað stundað veiðar af mikl- um krafti af þeim sökum. Aukin línuútgerð Ólafsvík 12. jan. HÉR ER hvöss norðaustanátt i dag og landlega hjá öllum bátum. Siðustu dagana hefur verið all góður afli hjá línubátunum, 5—7 lestir i róðri. 10 bátar róa með linu héðan og er það meiri línuút- gerð en verið hefur undanfarin ár. — Helgi. Æ skulýðsfulltrúi kirkna á Norðurlandi BISKUP íslands hefur aulýst starf aðstoðaræskulýðsfulltrúa með búsetu á Norðurlandi. Starf- ið er laust til umsóknar með um- sóknarfresti 10. feb. n.k. Qlafsvik; Skemmtun fyrir eldri þorpsbúa Ólafsvík 12. jan. LIONSKLUBBUR Ólafsvíkur hélt skemmtun fyrir eldri borgara s.l. sunnudag. Er það ár- viss þáttur i starfsemi klúbbsins. Gestkvæmt var hjá Lionsmönnum að venju og skemmti fólk sér hið bezta, bæði gestir og gestgjafar. — Helgi. Al'GIÁSINGASÍMINN ER: 22480 JR«t0unMnt>iÖ nde littæki er i til viðgerðar eina einingu nordíTIende

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.