Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977
trgwriM&íjíiifo
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulitrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Adhaldsstefna
í ríkisfjármálum
Íleiðara Morgunblaðsins I gær er frá þvi greint að á
árinu 1976 hafi orðið, f fyrsta sinn um árabil, jákvæður greiðslu-
jöfnuður hjá rfkissjóði og hagstæður rekstrarjöfnuður. Greiðslu-
jöfnuður rfkissjóðs varð hagstæður um 1100 milljónir króna, en var
neikvæður um 6.400 milljónir árið 1975 og 3700 milljónir árið 1974.
Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um rekstrarjöfnuð, en þó er sýnt, að
hann hefur reynst hagstæður. Rekstrarhalli rfkissjóðs árið 1975 nam
hins vegar 7500 milljónum króna og árið 1974 3300 milljónum króna.
Ekki er að efa að þær ströngu aðhaldsaðgerðir, sem upp hafa verið
teknar f rfkisfjármálum f tfð núverandi fjármálaráðherra, eiga hér
verulegan hlut að máli. Nú hefur fjármálaráðherra, Matthfas A.
Mathiesen, og ráðuneytisst jórinn f f jármálaráðuneytinu, Jón
Sigurðsson, ritað öllum ráðuneytum og rfkisstofnunum bréf, þar sem
gerð er grein fyrir nýjum aðhaldsreglum á árinu 1977; og hvern veg
verði náið fylgzt með útgjöldum einstakra rfkisstofnana f samráði við
rfkisendurskoðun. Þá er forstöðumönnum rfkisstofnana gert að semja
greiðsluáætlun viðkomandi stofnana fyrir yfirstandandi fjárlagaár. Er
f þvf sambandi sérstaklega tekið fram, að ekki sé hægt að hefja
útgreiðslu samkvæmt fjárlögum 1977, fyrr en greiðsluáætlanir
stofnana hafi borizt ráðuneytinu, að undanskildum greiðslum vegna
launa.
t fyrrgreindu bréfi fjármálaráðherra er m.a. tekið fram, að séu
framkvæmdir fjármagnaðar með lánsfé, skuli taka tillit til þess
kostnaðar, sem af lántöku leiðir. Óheimilt er að framkvæma fyrir
hærri fjárhæðir en nemur lánsfjárhæðinni að frádregnum lántöku-
kostnaði. Þá er óheimilt að gera verksamning fyrir hærri fjárhæð en
sem nemur 90% af þeirri fjárveitingu, sem ætluð er til viðkomandi
verks. Ilalda skal eftir 10% til að mæta ófyrirséðum kostnaði. Við
skiptingu annarra rekstrargjalda er stofnunum gert að halda eftir sem
svarar 5% af heildarfjárveitingu þessa rekstrarliðar, til að mæta
ófyrirséðum útgjöldum á sfðasta mánuði ársins. Þær ríkisstofnanir,
sem fjármagnaðar eru að einhverju eða öllu leyti með mörkuðum
tekjustofnum, skulu, ef f Ijós kemur að hinir mörkuðu tekjustofnar ná
ekki áætlun fjárlaga, endurskoða framkvæmda- og greiðsluáætlanir
sfnar, þann veg, að starfað sé innan þess ramma, sem rauntekjur setja.
Þá er f bréfinu greint frá samstarfsreglum fjármálaráðuneytis og
rfkisstofnana varðandi aðhaldsaðgerðir.
Sýnt er að fjármálaráðherra hyggst fylgja fast eftir þeim aðhalds-
aðgelðum og árangri sem þegar hefur náðst f rfkisfjármálum. Þær
hafa fyrst og fremst leitt til hallalauss rfkisbúskapar, sem er einkenni
traustrar stjórnunar rfkisfjármála. En aðhald f rfkisfjármálum er ekki
sfður óhjákvæmilegt til hömlunar verðbólgu og viðskiptahalla og
hefur reynst liður f þeim árangri, sem náðist á þeim vettvangi á sl. ári.
Sfðast en ekki sfzt eru slfkar aðhaldsaðgerðir nauðsynlegar til að
Iryggja það meginmarkmið, að rfkisútgjöld fari ekki yfir ákveðið
hlutfall og hættumörk f heildarverðmætasköpun þjóðarinnar. Þvf
meira af þjóðartekjum sem rfkið tekur til sfn hverju sinni, þvf minna
verður eftir f ráðstöfunartekjur heimila og einstaklinga f landinu.
Þess er þvf að vænta að hin nýja aðhaldsstefna f rfkisfjármálim eigi
hljómgrunn hjá þegnum þjóðfélagsins.
Efling
útflutningsiðnaðar
Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa aukizt gffurlega á undanförnum
árum. Talið er að greiðslubyrði erlendra skulda, þ.e. vextir og
ifborganir af föstum erlendum lánum, hafi nálgast 20% af
átflutningstekjum þjóðarinnar á sl. ári. Að hluta til eru þessar skuldir
til orðnar vegna framkvæmda, sem eiga eftir að hafa vfðtæk
gjaldeyrissparandi áhrif, s.s. á sviði orkumála og framleiðsluiðnaðar.
Að hluta til eru þær umframeyðsla þjóðarinnar, fram yfir þá eyðslu-
möguleika, sem þjóðartekjur hafa skapað. Af þessum sökum hefur
verið lögð áherzla á minnkum þjóðareyðslu, norkkurn framkvæmda-
.amdrátt én sfðast en ekki sfzt aukningu verðmætasköpunar til út-
flutnings.
Illutur iðnaðar f útfluningsverðmætum þjóðarinnar hefur vaxið úr
13% árið 1971 f 18% árið 1975. Stærstur er hlutur álsins f iðnaðar-
ítflutningi, eða tæp 60% á árinu 1975. Þar næst koma ullarvörur með
16%, skinnaframleiðsla með 7.8%, kfsilgúr með 6.7% og aðrar grcinar
neð lægra hiutfall. Illutur sjávarútvegs f heildarútflutningi er lang-
ttærstur, 77% árið 1975, en hann hefur ekki vaxið hlutfallslega á
.fðustu árum. Miðað við núverandi ástand fiskstofna gerir hann það
íaumast á næstu árum. Hins vegar er þess að vænta að útflutnings-
/erðmæti f iðnaði geti vaxið verulega. Forsenda slfks er þó hvort-
veggja, að fram verði haldið þeirri uppbyggingu f orkuverum, sem
lúverandi rfkisstjórn hetur beitt sér fyrir, og að iðnaðinum verði
köpuð jafnkeppnisaðstaða við erlenda keppinauta. Stórt spor var
tigið f þá átt með setningu nýrra tollalaga fyrir áramótin. En betur
ná ef duga skal á þeim vettvangi.
Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri flytur ávarp sitt.
Miklir annatímar framundan
og engin þreytumörk sjáanleg
Ávarp Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra
á 80 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur
Hr. forseti Islands, virðulega
forsetafrú, ágæta leikfélags-
fólk, aðrir gestir.
Ég stíg hér fram á sviðið í lok
þessarar hátfðarsýningar til að
flytja Leikfélagi Reykjavíkur
beztu kveðjur og árnaðaróskir í
tilefni 80 ára afmælisins. Á ís-
lenzkan mælikvarða eru 80 ár
hár aldur fyrir menningar-
stofnun, en það er vissulega
enginn öldungsbragur á félag-
inu. Það höfum við séð hér í
kvöld, þar sem okkur leikhús-
gestum hefur verið flutt eitt af
höfuðverkum heimsleikbók-
menntana, og burðarásinn í
sýningunni hefur verið ungt
fólk, ný kynslóð leikfélagsfólks,
sem hefur sýnt okkur, að það
kann að taka við þeim arfi, sem
eldri kynslóð leikfélagsmanna
hefur látið þeim f té.
Ég þakka fyrir þessa ánægju-
stund f leikhúsinu hér f kvöld
og reyndar oft áður.
Þegar Leikfélag Reykjavíkur
var stofnað árið 1897 var margt
öðru vfsi hér f Reykjavik en nú
er. Reykjavík var þá smábær
með um 4.500 fbúum, sem tjölg-
aði þó nokkuð ört, en undravert
er, hve leikhúsgestir hjá leik-
félaginu urðu fljótt margir. Það
sýnir, að leikhúsið varð strax
almenningseign. Þangað sótti
fólk úr öllum þjóðfélagshópum.
Leikfélagið varð enginn heldrí
manna klúbbur, eins og tiðkað-
ist sums staðar annars staðar og
e.t.v. hafði bryddað á hér áður,
ef marka má umrhli Þjóðólfs
um leiksýningu, sem Jón
Guðmundsson ritstjóri beitti
sér fyrir árið 1854, þar sem sýnt
var leikritið „Pakk" eftir
danskan höfund. Blaðið segir,
að leikurinn hafi vakið mikla
hrifningu, svo að „flestir heldri
menn staðarins fóru tvisvar eða
þrisvar á leikinn og sumir oft-
ar.“
Áhuginn á starfi leikfélags-
ins varð strax mikill og almenn-
ur og fljótt myndaðist samband
miili bæjarstjórnarinnar og
leikfélagsins í þvf formi, að
bæjarsjóður hóf að styrkja
starfsemina með fjárframlög-
um þegar árið 1899, og reyndar
benda gamlar fundargerðir til
þess, að verkleg aðstoð hafi ver-
ið látin í té einnig, því að 1899
er bókað í bæjarstjórn, að vega-
nefndinni sé „falið að fylla
vilpu norðan við Iðnaðar-
mannahúsið f Vonarstræti svo
fljótt sem hægt er.“ Fyrsti
styrkurinn mun hafa verið 150
kr. Nokkur óvissa virðist hafa
verið um það, hvernig skyldi
bókfæra styrkinn, en hann er
færður undir „óviss og óvænt
útgjöld" og meðal annarra þátt
undir þessum lið má nefna
styrk til gufubátsferða um
Faxaflóa.
Margt í gögnum bæjarstjórn-
ar frá þessum tfma bendir til
þess, að forverar okkar, sem nú
förum með borgarmál, hafi ver-
ið mjög fastheldnir á fé, og því
er það athyglisvert, hversu
greiðan aðgang leikfélagið átti
strax :ð hjörtum þeirra. Þeir
hafa greinilega verið mun opn-
ari fyrir leiklistinni heldur en
sveitarstjórnarmenn í Énglandi
á þessum tíma, en þá barðist
einn frægur leikhúsmaður fyr-
ir því, að sveitarstjórnirnar
tækju leiklistina upp á arma
sína og lét svo ummælt, að
sveitarstjórnarmenn ættu að
sjá svo um, að leiklistin fengi
jafn greiðan aðgang að almenn-
ingi eins og gas og vatn og að
leikhúsin væru engu þýðingar-
minni en bókasöfnin. Hér f
Reykjavík var leiklistin bæði á
undan gasinu og vatninu, þvi að
hvorugt var veitt til fólksins
fyrr en löngu seinna. Hér var
þessu því öfugt farið miðað við
England, því að fyrsta hug-
myndin um vatnsveitu í
Reykjavík kom frá leikhús-
manni, þ.e. Sigurði Guðmunds-
syni, málara, sem því miður
náði þvi ekki að sjá Leikfélag
Reykjavíkur stíga sfn fyrstu
spor.
En hvers vegna leikhús?
Hvað er það, sem dregur fólk á
stað eins og þennan? Hvers
vegna hefur leikhúsið öldum
saman dregið fólk að sér eins og
segull, en það vitum við m.a. af
því, að margt af þvi veglegasta,
sem varðveitzt hefur úr bygg-
ingarlist fornra menningar-
þjóða, er einmitt leikhúsin. Þau
voru jafn ómissnadi og
mursterin eða stjórnarmið-
stöðvarnar. Sennilega er skýr-
ingarinnar að leita í því, sem
höfundur þess Ieikrits, sem hér
var flutt í kvöld, á að hafa sagt,
að öll veröldin væri leiksvið og
allir menn og konur aðeins leik-
endur. Leikhúsið á að vera
spegilmynd þjóðfélagsins, og
við áhorfendur sjáum okkur oft
sjálf á leiksviðinu og skynjum,
að veröldin þar er mynd af þvf,
sem við sjálf þekkjum. Jafnvel
þótt aldir skilji að höfund og
áhorfendur, eins og hér i kvöld,
skynjum við i túlkuninni
ákveðna drætti úr því lifi, sem
við þekkjum og erum þátttak-
endur f.
En leikhús, sem ekki setur
markið hátt í listrænu tilliti, er
ekki liklegt til langlffis. Það
hefur verið gæfa Leikfélags
Reykjavíkur frá upphafi, að
það hefur sett sér strangar
kröfur. Forystumenn félagsins,
leikarar og annað starfsfólk
hefur með kröfuhörku sinni við
sjálft sig gert leikfélagið að
einni virkustu menningarstofn-
un borgarinnar um sina daga.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
lagt grundvöllinn að því leik-
listarlífi, sem við f dag þekkjum
i borginni.
Stuðningur borgaryfirvalda
hefur því fyrst og fremst verið
viðurkenning á gildi þess
starfs, sem leikhúsfólkið sjálft
hefur lagt af mörkum; — það
er hugur borgarbúa til félags-
ins, sem speglast hefur í við-
horfi borgarstjórnar.
Og nú er samstarf Reykja-
víkurborgar og Leikfélags
Reykjavíkur að taka á sig nýtt
form. Borgarleikhús er f sjón-
máli. Stofnskrá hefur verið sett
og framkvæmdir eru hafnar.
Borgin og leikfélagið byggja
leikhúsið í sameiningu, en
starfsemi hússins verður i
höndum leikfélagsins, sem mun
ráða hinni listrænu stefnu
hússins, enda hefur félagið með
verkum sinum sýnt það, að það
verðskuldar fyllilega slfkt
traust. Það eru því miklir anna-
tímar framundan hjá leikfélag-
inu og engin þreytumörk sjáan-
leg, þrátt fyrir áttatfu árin.
Ég ítreka árnaðaróskir mínar
til Leikfélags Reykjavikur. Ég
þakka gott samstarf félagsins
við borgaryfirvöld og fyrir
hönd Reykvíkinga þakka ég
ómetanlegan þátt félagsins f
menningarlifi bogarinnar og ót-
aldar ánægjustundir fyrr og
síðar.