Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 Hörð gagnrýni á frönsku stjórnina Framhald af bls. 1. lausan „tíkarson". Ekkja skylmingamannsins Andre Spitzers bar spjald, þar sem á var letrað: „Látið hann fara heim til Frakklands, hann á heima þar f hópi svikara og hugleysingja." Var úldnum eggjum og ávöxtum kastað að sendiráðinu. Daoud hélt í dag fund með fréttamönnum i Alsir, þar sem hann sagði að Palestínumenn myndu gera allt sem i þeirra valdi stæði til að auka og bæta sam- skipti sín við Frakka. Hann sagði að handtaka sin hefði verið hrein pólitísk aðgerð, þar sem vissir aðilar innan frönsku lögreglunn- ar störfuðu í þágu zionista. Franskir ráðherrar vörðu í dag ákvörðun sina og sögðu að V- Þjóðverjar hefðu ekki verið búnir að staðfesta framsalsbeiðni sína innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í framsals- samningi landanna, sem undir- ritaður var 1951. Þá hefði enginn lagalegur grundvöllur verið fyrir því að framselja Daoud til ísraels. Dagblöð í Frakklandi gagnrýna sem eitt mjög harðlega aðgerðir franskra yfirvalda í þessu máli og segir Le Monde t.d. í dag: „Það er hörmulegt þegar menn búa við lögreglulið, sem hlýðir ekki skip- unum, en lagakerfi sem gerir það, og ríkisstjórn, sem tekur pólitisk- ar hagkvæmnisákvarðanir í blóra við almenningsálitið heima fyrir og úti í heimi." til ^firheyrslu aftur í morgun, en síðan verið sendur heim án þess að hann væri yfirheyrður. Aðrir andófsmenn, þ.á m. leikritaskáld- ið Pavel Kouhut, voru yfirheyrðir í dag og margir voru einnig í löngum yfirheyrslum í gær. Aðstandendur samtakanna „Mannréttindi 77" hafa birt tvö opin bréf, þar sem þeir krefjast þess, að borgaraleg réttindi verði endurreíst í Tékkóslóvakiu, en þau hafi ekki verið i gildi frá því á dögum Dubeceks, sem steypt var af stóli með sovézkri innrás fyrir 8 árum. Talsmenn þeirra segja, að þvi fari fjarri að hér sé um1 stjórnmálaleg andstöðusam- tök að ræða, aðeins hóp manna sem vilji leiðrétta mistök og galia, sem stofni sósialismanum í hættu. 1 leiðara Rude Pravo segir, að ekki nokkur vafi geti leikið á um, Framhald af bls. 32. fyrir um greiðsluafkomu A- hluta ríkissjóðs, gefa til kynna að fjárhagur ríkisins á siðast- liðnu ári hafi styrkzt til muna og að tekizt hafi að eyða þeim mikla halla, sem verið hefur á ríkisbúskapnum á undan- förnum árum. Þannig hefur tekizt að koma í veg fyrir að útgjöld ríkisins í hlutfaiii við þjóðartekjur haldi áfram að hækka.“ „Er þá ekki um einhverja dökka punkta í þessari mynd að ræða? „Það tókst ekki að grynnka á skuldum ríkissjóðs við Seðla- bankann eins og áætlað var, en skuldaaukning við Seðlabank- ann nam 1,5 milljörðum króna. Á móti lækkuðu hins vegar lausaskuldir gagnvart öðrum aðilum um 1,6 milljarða króna. Ljóst er því.að sá árangur, sem náðst hefur í fjármálum ríkis- ins á árinu 1976, er mjög í ætt við þau meginmarkmið, sem ríkisstjórnin setti sér á árinu 1976 “ „Hverjar eru helztu forsend- ur fyrir þessum bata?“ „Tvímælalaust má rekja þann bata, sem fram kemur hjá ríkissjóði á árínu 1976, til þess Það var áfrýjunarréttur í Paris, sem kvað upp úrskurðinn um aó Daoud skyldi sleppt, þar sem V- Þjóðverjar hefðu ekki krafizt framsals hans í tæka tíð og Israel- ar hefðu ekki rétt á að krejast framsals. Guichard, dómsmála- ráðherra Frakklands, sagði i út- varpsviðtali i gær, að málinu hefði lokið með dómsúrskurðin- um. Er ráðherrann var spurður að því hvort dómstóllinn hefði ekki hraðað störfum sínum í þessu máli óvenjulega mikið, þar sem málið hefði verið tekið fyrir 6 dögum fyrr en ákveðið hafði ver- ið, en hann svaraði, að það væri eðlilegt að málinu hefði verið lok- ið á fremur stuttum tima. Blöð i lsrael og viðar hafa sakað Frakka um að hafa beygt sig fyrir þrýstingi frá Aröbum, þar sem Frakkar séu mjög háðir kaupum á olíu frá Aröbum og svo hafi flug- vélasölusamningurinn haft sitt að segja. Talsmaður v-þýzka dómsmála- ráðuneytisins sagði töluverða erfiðleika á að túlka fyrrnefndan framsalssamning, en bætti engu frekar við yfirlýsingu stjórnar- innar frá því í gær, þar sem hún harmaði ákvörðun frönsku stjórn- arinnar. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, sagði að Bandaríkjastjórn væri furðu lost- in yfir ákvörðun Frakka, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um mál- ið. að aðgerðum andófsmannanna sé stjórnað erlendis frá. Blaðið heldur því fram, að þeir Havel, Ludvik Vaculik, Jiri Hajek, fyrrum utanrikisráðherra, og Frantisek Kriegel, fyrrum meðlimur æðsta ráðs tékkóslóvak- íska kommúnistaflokksins, séu út- sendarar hægrisinnaðra endur- skoðunarsinna og að hægt sé að draga þá í dilk með svörtustu end- urskoðunarsinnum i hóp and- kommúnista. Þeir hafi aðeins eitt í huga, að sá fræjum gagnbylting- ar og varpa þjóðinni út í öngþveiti og öryggisleysi. Segir blaðið, að bréfin séu andvíg ríkinu, sósial- isma, þjóðinni og hreint slúður, sem baktali hið sósíalíska lýðveldi Tékkóslóvakíu. Að lokum segir, að saga andkommúnismans geymi önnur opin bréf, sem voru ennþá meira afturhaldssinnuð, en blaðr- an hafi sprungið fljótt. að tekizt hefur að sporna gegn auknum útgjöldum rikissjóðs. Sú nýskipan, sem upp var tekin I byrjun ársins 1976 með gerð áætlana um greiðsluþarfir ríkisstofnana innan fjárhags- ársins ásamt vikulegum saman- burði við greiðslur úr ríkis- sjóði, hefur leitt til virkari heildarstjórnar ríkisfjármál- anna. Þær útgjaldaáætlanir, sem byggðar voru á greiðslu- áætlunum ríkisstofnana, hafa staðizt og flestum rikisstofn- unum tókst að starfa innan ramma fjárlaga heimilda, þótt misbrestur hafi nokkur orðið þar á, en í slíkum tilfellum voru gerðar sérstakar ráðstafanir til að tryggja að slikt endurtæki sig ekki.“ „Nú hafa enn með bréfi til ríkisstofnana verið settar strangar skorður við útgjöldum þeirra. Hvað viltu segja um þær?“ „Sá árangur, sem náðist i stjórn rikisfjármálanna á siðastliðnu ári, á að verða hvati til þess að vinna enn gegn þess- ari miklu verðbólgu, sem ríkir hér á landi. Við gerð fjárlaga- frumvarpsins fyrir árið 1977 og við afgreiðslu fjárlaga þessa árs, var á útgjaldahlið lögð megináherzla á að umsvif í al- mennri opinberri starfsemi ykj- ust alls ekki meira en sem næmi líklegri aukningu þjóðar- framleiðslu á þessu ári, og að nokkuð yrði dregið úr opinber- um framkvæmdum í heild. Þessu til áréttingar hef ég ritað öllum stofnunum ríkisins bréf, þar sem lögð er áherzla á , að stofnanir starfi innan ramma fjárlaga og mun ráðuneytið ásamt ríkisendurskoðun fylgj- ast náið með að svo verði. Þá er einnig mælt svo fyrir, að verði framkvæmdir fjármagnaðar með lánsfé, er óheimilt að fram- kvæma fyrir hærri fjárhæð en nemur lánsfjárhæðinni að frá- dregnum lántökukostnaði. Þeg- ar verksamningar eru gerðir, skal halda eftir 10% af fjárveit- ingunni, en þann hluta skal nota til þess að mæta ófyrir- sjáanlegum útgjöldum. Við skiptingu annarra rekstrar- gjalda er lögð áherzla á að til ráðstöfunar I desember sé eigi lægri fjárhæð en 5% umfram útgjöld mánaðarins af heildar- fjárhæðinni, sem ætlað er að mæta óvæntum rekstrargjöld- um. Þá ber ennfremur þeim ríkisstofnunum, sem fjármagn- aðar eru af einhverju eða öllu leyti með mörkuðum tekju- stofnum, að haga framkvæmd- um sínum þannig að starfað sé innan þess fjármagns, sem mörkuðu tekjustofnarnir leyfa." Að lokum sagði Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra: „Þótt það virðist horfa betur nú i upphafi þessa árs i efna- hagsmálum þjóðarinnar, er brýn nauðsyn á að treysta enn frekar fjárhag rikisins, þar sem viðskiptakjör erlendis hafa nú snúizt okkur i hag og er því mikilvægt að nota þetta tæki- færi til þess að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við, en ekki eingöngu til þess að auka þjóðarútgjöld." — Viðræður Framhald af bls. 1. að ákveðið hefði verið að hefja viðræður milli fulltrúa EBE og norsku sendinefndarinnar á föstudag til að reyna að ganga frá samkomulagi hið bráðasta þannig að hann og Evensen gætu ræðzt við að nýju innan 1—2 vikna, ef sérfræðinganefndirnar hefðu komið sér saman um tillögu- grundvöll. Evensen sagði, að Gundelach hefði þegið boð norsku stjórnarinnar um að koma til Lofoten f vetur og fylgjast með vertíðinni þar. — Jákvæðar Framhald af bls. 1. hópi sósialista, kristilegra demó- krata, frjálslyndra og þjóðernis- sinna Baska, lýstu ánægju sinni með viðræðurnar í gærkvöldi. Virðist Suarez hafa tekizt að sann- færa þá um réttmæti aðferða sinna við að leiða Spán frá ein- ræðisstjórnskipulagi F’rancos sl. 40 ár til lýðræðis. — Sakadómur Framhald af bls. 2 Sagði borgarstjóri að margar fyrirspurnir hefðu komið til hans um mann þennan og hvort hann væri búinn að fá lóðina. 1 Ijós hefði komið að svo var ekki, held- ur hafói maðurinn einungis lagt inn umsókn fyrir lóð. Sagði borgarstjóri að hann hefði talið rétt að sakadómur kannaði mál þetta nánar, en auk þess hefði einn þeirra aðila, sem ætlaði að taka þátt í byggingunni, óskað í gær eftir sams konar rannsókn. Birgir Isleifur sagði að lokum, að hann vissi ekki til að umrædd- ur maður hefði áður staðið fyrir byggingum í Reykjavík. r — Ibúðaspá Framhald af bls. 2 háð þvi að haldið verði áfram að laga kerfi húsnæðismála að sér- stökum þörfum einstakra hópa, svo sem ekkla, ekkna, öryrkja, lágtekjufólks o.s.frv. Ibúðar- ástand I landinu hefur batnað á undanförnum árum og kemur það einna skýrast fram í hlutfalli ein- hleypra yfir 20 ára með Ibúð til eigin afnota. Töldust 10% þeirra búa við þau skilyrði árið 1950. Það tók 14 ár, frá 1950 til 1964, að hlutfall þetta yrði 20%. Helmingi skemmri tima tók að ná úr 20% í 29.4% árið 1970. Enn skemmri tíma eða 5—6 ár tók að ná næstu 10% aukingu eða 40% árið 1976 og er gert ráð fyrir að breyting um tug til viðbótar taki 4—5 ár. Þannig að árið 1985 muni um 63% einhleypra hafa sérstaka ibúð til afnota. Þá segir í formálanum að íbúða- spánni, að almennari mælikvarði sé að skoða hlutfallið milli fjölda íbúða og íbúða í heild. Árið 1950—1955 töldust vera um 4,8 íbúar á hverja Ibúð. Upp frá því fór hlutfallið hægt lækkandi, var 4.5 árið 1960, 4,0 árið 1969 og mun hafa verið árið 1976 um 3,5 íbúar á íbúð. Samkvæmt íbúðaspánni má svo vænta þess að hlutfallið komist í 3,0 Ibúa á íbúð árið 1985. Sennilegt má telja að hlutfallið 2.5 ibúar á íbúð muni fela i sér mettun þarfarinnar um fyrir- sjáanlega framtíð. — Gert við Framhald af bls. 2 einum stað i sjó og er reiknað með að verkið taki tvo sólar- hringa og verði lokið i janúar. Verður strengurinn tekinn á land á Skansinum og um leið verður felld niður loftlínan frá heimakletti og í Skansinn, en fyrir einum 15 árum var leiðsl- an leidd yfir Heimaklett og tekin niður með loftlínu aftur. Kári sagði að það hefði tekið langan tíma að kanna skemmd- irnar til hlítar, en Guðmundur Guðjónsson kafari vann þar erfitt verk á um 50 m dýpi og víða var strengurinn á kafi I hraungjalli á botninum og varð þvi að grafa hann upp þar á kafla. Könnun lauk ekki til fulls fyrr en s.l. haust og var þá afráðið að gera strax við strenginn þegar ljóst var hve skemmdur hann var, því öll raforka frá landi, um 4 MW á dag, fer um þennan eina streng til Eyja. Aðspurður kvað Kári vanta upp á nægilegt varaafl raforku fyrir Eyjar, „og það má líka segja að það sé lítið öryggi að hafa aóeins einn streng til Eyja“, bætti hann við. I samtali við Garðar Sigur- jónsson, rafveitustjóra i Eyjum, sagði hann, að óeðli- lega tíðar bilanir hefðu orðið að undanförnu á raflínunni til Eyja og kvað hann ástæðuna hafa aðallega verið þá, að einangrun á staurum uppi á landi hefði ekki dugað. Kvað hann nokkuð hafa verið unnið að því að setja sterkari ein- angrun á staurana, sérstakleg nærri sjónum þar sem seltan sezt mest á þá, og hefði það gefizt vel. Garðar kvað mesta afl raf- orku á dag I Eyjum hafa kom- izt upp í 5,3 MW a s.l. ári, en Rafveita Vestmannaeyja á nú 6 vélar, 660 kw hverja, sem geta framleitt 70—80%> af raf- orkuþörf Eyjamanna ef þörf krefur. Kvað hann unnið að því að koma þessum vélum i nýtt rafveituhús, en mannvirki Rafveitunnar fóru sem kunn- ugt er undir hraun í eldgosinu. Var Rafveita Vestmannaeyja þá mjög vel búin vélum og í góðu húsnæði. Kvað Garðar líklegt að húsnæði fyrir Raf- veituna yrði keypt á næstunni. r — Avísanamál Framhald af bls. 2 rannsókninni yrði beint í þrengri farveg en verið hefði. Greip þá saksóknari inn í og botnaði setninguna þannig: „heldur að fella málið niður. Var það ekki það raunverulega sem hann ætlaðist til? Að málið væri sent til þess að málið yrði fellt niður. En það er stefna sem ég ætla ekki að taka. Ég er að vinna i málinu til að semja ákæru í því en ekki til að fella það niður." „Rannsóknartregða hjá Hrafni“ Þórður Björnsson sagði að lokum, að einhver rannsóknar- tregða virtist vera hjá Hrafni Bragasyni í sambandi við þetta mál. „Það lítur út fyrir að hann vilji takmarka málið en ég er ekki til viðtals um það,“ sagði Þórður Björnsson að lokum. Vegna ummæla saksóknarara hér að framan, spurði Mbl. Hrafn Bragason að því hvort hann hefði sent málið til rikis- saksóknara til þess að það yrði fellt niður. Hrafn svaraði því til að hann væri aðeins rann- sóknaraðili en ákvörðunarvald- ið væri í höndum saksóknara. Hann hefði því sent málið til saksóknara i þeim eina tilgangi að fá ákvörðun um framhald þess, og hefði hann búizt við því að framhaldsrannsóknar yrði óskað. Þegar Morgunblaðið innti Hrafn eftir áliti hans á öðrum ummælum rikissaksóknara og þeirri stefnu, sem ávisanamálið hefur tekið á allra síðustu dögum, svaraði hann: „Óskum um samstarf ekkiveltekið“ — Ég vísa til þeirra fréttatil- kynninga sem áður hafa birzt frá mér. Að öðru leyti vil ég aðeins segja þetta. Ég er sam- mála Þórði Björnssyni um að málið sé ekki komið á ákæru- hæfan grundvöll og eigi, ef áfram á að halda, langt i land með það. Eins og margsinnis hefur komið fram í fjölmiðlum, var málið einmitt sent ríkissak- sóknara svo hann gæti tjáð um framhald málsins og takmörk þess við raunhæf úrlausnar- efni. Óskum mínum um sam- starf í þessu skyni hefur hins vegar einhverra hluta vegna ekki verið vel tekið og ber að harma það, sérstaklega vegna mikils umfangs málsins. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um orð Þórðar, deilur um þetta mál eru ekki við hæfi og eru einungis til þess fallnar að skaða framhald rann- sóknarinnar. — Afli Framhald af bls. 2 ar, sagði Jens Mikaelsson, frétta- ritari Mbl. þar. Kvað hann 4 bát- anna vera byrjaða á trolli, en afli þeirra væri mjög tregur. Einn bátur, Gissur hvíti, reri með línu og fiskaði dável eða 7 til 10 tonn i róðri. í morgun var Skinney væntan- leg með 80 tonn til Hafnar. Þá er vinnsla hafin í hinu nýja frysti- húsi á Höfn, sem er mjög glæsi- legt, en frystihúsið verður form- lega vígt þann 29. janúar n.k. Daniel Halldórsson, vigtarmað- ur í Grindavik, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að undirbúningur undir vertið væri þar I fullum gangi. Þegar væru 7 bátar byrjaðir róðra með línu og 14 hefðu hafið róðra með net, auk þess sem 6 Grindavikurbátar væru á loðnuveiðum. Að sögn Daniels, þá hefur afli línubátanna verið tregur eða 2 til 6.5 lestir í róðri. Afli netabátanna hefur hins vegar verið betri og kom t.d. einn að með 31 lest af tveggja nátta ufsa þann 7. jan. og Fjölnir fékk 20 lestir af ufsa I róðri. Gert er ráð fyrir að 80 til 90 bátar rói frá Grindavik I vetur þegar þeir verða flestir. — Bílaskip Framhald af bls. 2 bílaskip, þvi auk þess að vera hugsað til bílaflutninga, þá er einnig hugmyndin að flytja út fisk með því, og aðrar vöruteg- undir, eins og t.d. grænmeti, er auðvelt að flytja með sliku skipi, sem er mjög nútímalegt að allri gerð. — Krafla Framhald af bls. 31 á næsta fundi Samstafsnefndar um öryggismál við Kröflu. — Fyrir hendi er önnur áætlun um nokkurs konar varnargarð ef gos verður, sagði Guðjón Peter- sen. — Byggist sú áætlun á þvi að ýta jarðvegi upp að mannvirkj- unum og myndi jarðvegurinn verja húsin og styrkja þau. Ættu tæki ekki að skemmast vegna hita frá hrauni með þessari einangr- un, en hins vegar er hæpið að hægt verði að verja kæliturninn á þennan hátt. sagði Guðjón Peter- sen að lokum. — Harkaleg árás Framhald af bls. 1. — Matthías Á Matthiesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.