Morgunblaðið - 13.01.1977, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977
Frægu liðin víðast
LIÐ Ásgeirs Sigurvinssonar, Stand-
ard Liege, gerði jafntefli I leik slnum
við Lierse I belglsku 1. deildar
keppninni I knattspyrnu s.l.
sunnudag. 0—0, og má nú segja að
Standard standi mjög höllum faati I
baráttunni um belglska meistara-
titilinn ( ár. Hefur liðið hlotið 1 9 stig
( 1 7 leikjum, eða 7 stigum minna en
liðið sem er I forystu. Þo er það
mikið eftir af keppninni enn að
vissulega gæti Standard blandað sér
I baráttuna. Liðið sem Guðgeir
Leifsson leikur með, Charleroi, gerði
einnig 0—0 jafntefli um helgina og
stendur það nú mjög illa að vlgi,
aðeins tvö lið eru fyrir neðan
Charleroi og þv( mikil fallhætta á
ferðum.
Það er Club Brúgge sem er I forystu i
Belglu og hefur hlotið 26 stig, skorað
36 mörk gegn 15 Moleenbek er I
öðru sæti með 25 stig, en síðan koma
Beerschot með 22 stig, Cercle Brúgge
með 21 stig, Anderlecht með 20 stig,
Lierse með 20 stig, Antwerpen með
20 stig og Kortrijk með 1 9 stig Stand-
ard Liege er svo I 9 sæti I deildinni
með 1 9 stig. Röð annarra liða á deild-
inni er sem hér segir: Lokeren 1 6 stig,
Winterslag 1 5 stig, Waregem 1 4 stig,
Beveren 14 stig, Beringen 13 stig,
Mechelen 1 1 stig, Charleroi 1 1 stig,
Liege FC 10 stig og Oostende 8 stig
HOLLAND
í Hollandi hafa öll félögin nema tvö,
Feyenoord og Twente, leikið 18 leikí
Er sýnt að baráttan um hollenzka
meistaratitilinn I ár mun standa milli
gömlu stórveldanna Ajax og
Feyenoord, en meisturum fyrra árs,
PSV Eindhoven, hefur ekki vegnað vel
I vetur og er liðið nú I fimmta sæti I
deildinni Ajax hefur hlotið 29 steg eftir
18 leiki, Feyenoord 28 stig eftir 17
leiki og I þriðja sæti er svo FC Utrecht
með 23 stig eftir 1 8 leiki.
ITALÍA
Torino og Juventus berjast mjög
jafnri baráttu á toppnum i Itölsku 1.
deildar keppninne Bæði hafa þessi lið
hlotið 21 stig eftir 12 leiki, en marka-
hlutfall Torinos er nokkru betra eða 24
mörk gegn 6, en 18 mörk gegn 7 hjá
Juventus Inter Milan er svo i þriðja
sæti með 16 stig, en Fiorentina og
Napoli hafa hlotið 14 stig.
SKÍÐAMAÐUR FÚRST
Ungur sænskur skíðamaður,
Steve Hedström að nafni, beið
bana er hann fékk slæma byltu í
svigkeppni sem fram fór í Malá í
Svíþjóð um síðustu helgi. Var
Hedström komin nálægt markinu
er hann varð fyrir því óhappi að
lenda á stórum steini sem var rétt
við brautina og fékk hann við það
slæma byltu og annar skiðastafur
hans gekk upp i kviðarholið. Var
Hedström þegar fluttur á sjúkra-
hús, en var látinn er þangað kom.
Álitið er að Steve Hedström sé
einhvert mesta efni sem fram hef-
ur komið f skiðaíþróttinni í Svi-
þjóð fyrr og síðar, og var hann
nær ósigrandi i unglingaflokki
hvar sem hann keppti i fyrra. Var
hann jafnan kallaður „hinn nýi
Stenmark" og miklar vonir
bundnar við hann. Hedström var
nýlega orðinn 16 ára er hann lézt.
Leikmenn Wimbledon og Middlesbrough f harðri baráttu I leiknum I
fyrrakvöld.
VAFASÖM VITASPYRNA
BJARGAÐIMIDDLESBROIIGH
EINS og skýrt var frá I Morgun-
blaðinu I gær, tókst ensku
meisturunum Liverpool að bera
sigurorð að 3. deildar liðinu
Crystal Palaee I ensku bikar-
keppninni f knattspyrnu I fyrra-
kvöld. Naumari gat þó sigur
meistaranna ekki verið, 3—2 og
mátti Liverpool reyndar þakka
fyrir að fá ekki á sig mark á
sfðustu mfnútu leiksins, er
Crystal Palace komst í gott færi.
Það var Steve Heighway sem var
hetja Liverpool-liðsins f leik þess-
um. Sjálfur skoraði hann tvö
mörk og lagði þriðja markið upp,
en þá var það Kevin Keegan sem
skoraði.
Sennilega var leikur 1. deildar
liðsins Middlesbrough og utan
deilda liðsins Wimbledon sögu-
legasti leikurinn í fyrrakvöld.
Átti 1. deildar liðið oft mjög í vök
að verjast í leik þessum, þar sem
Wimbledon-leikmennirnir voru
greinilega ákveðnir í að vinna sig-
ur og báru enga virðingu fyrir
hinum frægu andstæðingum sín-
um. Svo fór þó að lokum að
Middlesbrough sigraði 1—0 og
gerði liðið mark sitt úr vítaspyrnu
sem var, að sögn ensku blaðanna,
hrein gjöf frá dómaranum. Urðu
mikil læti meðal áhangenda
Wimbledon-liðsins á áhorfenda-
pöllunum þegar vitaspyrnan var
dæmd, leikmenn liðsins voru
gráti nær af gremju en gátu þó
stillt sig þannig að enginn fékk
áminningu.
Fulham, lið George Best og
Rodney Marsh, var leikið sundur
og saman í fyrrakvöld af Swindon
Town. 5-0 urðu úrslit leiksins. 1
tveimur leikjum fengust svo ekki
úrslit þrátt fyrir framlengingu og
verða því liðin, sem eru Bristol
Rovers — Notthingham Forest og
Orient og Darlington, að reyna
með sér i þriðja sinn.
í forystu
VESTUR ÞÝZKALAND
Vetrarhlé stendur nú yfir i vestur-
þýzku 1. deildarkeppninní i knatt-
spyrnu og er það notað til þess að leika
i undankeppni bikarkeppninnar
Staðan i deildinni eftir 1 7 leiki er sú að
Borussia Mönchengladbach hefur for-
ystu með 27 stig Eintracht
Braunschweig er i öðru sæti með 23
stig og Bayern Múnchen er i þriðja
sæti með 22 stig Þessi þrjú félög
munu væntanlega berjast um vestur-
þýzka meistaratitilinn i ár, þótt önnur
félög geti vissulega blandað sér i þá
baráttu eins og t.d. Hertha Berlin sem
er með 21 stig og Köln og Schalke 04
sem eru með 20 stig Bikarmeistarar
Vestur-Þýzkalands, Hamburger SV,
sem kepptu við Keflvíkinga í Evrópu-
bikarkeppni bikarhafa, eru nú í 13
sæti í 1. deildar keppnanni.
SPÁNN
Johan Cruyff og félagar hans i FC
Barcelona hafa nú tekið forystu I
spænsku 1 deildar keppninni og hefur
liðið hlotið 25 stig úr 17 leikjum
sínum Baráttan um meistratitilinn á
Spáni verður greinilega mjög hörð i
vetur, og að sögn þeirra sem fylgzt
hafa með knattspyrnunni þar, hafa
leikir I. deildarinnar sjaldan verið jafn-
ari og betri en nú. Atletico Madrid er i
öðru sæti í deildinni með 23 stig, en
siðan koma Real Sociedad og Valencia
með 21 stig Hið þekkta félag Real
Madrid er svo í fimmta sæti með 1 9
stig Byrjaði liðið keppnistímabilið
fremur illa en hefur verið að sækja i sig
veðrið að undanförnu
Bikarleikur
í kvöld
1 kvöld, fimmtudaginn 13. janú-
ar, fer fram einn leikur í bikar-
keppni Handknattleikssambands
Islands. Leika þá 1. deildarlið
Gróttu og ÍR í Iþróttahúsinu á
Seltjarnarnesi. Hefst leikurinn
kl. 21.30.
Klaus Heidegger, sem mjög hefur verið I sviðsljósinu að undan-
förnu.
AUSTURRlSKA stúlkan Anne Marie Pröll Moser (fyrir miðju) hefur
nú tekið örugga forystu I heimsbikarkeppninni. Með henni á myndinni
eru Maria Theresa Nadig (t.v.) og Bernadette Zurbriggen (t.h.), en
þær urðu í öðru og þriðja sæti f keppninni I fyrradag.
PRÖLL í ESSINU SlNU
HIN 23 ára Anne Marie Pröll
Moser frá Austurríki virðist ætla
að slá i gegn í heimsbikarkeppn-
inni á skíðum f ár. i fyrradag
vann Pröll öruggan sigur í brun-
keppni sem fram fór i Garmisch
Partenkirchen og hefur hún nú
náð 32 stiga forystu f keppninni
um heimsbikarinn. Sem kunnugt
er var Pröll ósigrandi á sfnum
tíma, en ákvað haustið 1975 að
leggja skfðín á hilluna og keppti
aðeins á minni háttar mótum í
heimalandi sinu i fyrravetur.
Þótti mikið skarð fyrir skildi á
Ólympíuleikunum í Innsbruck
þegar Pröll var þar ekki meðal
keppenda. Þeir leikar urðu hins
vegar tíl þess að kveikja i Pröll að
nýju og hóf hún þá æfingar fljót-
lega. Töldu margir að Pröll hefði
misst það mikið úr að hún myndi
ekki eiga möguleika í heimsbikar-
keppninni f ár, en hún virðist
ætla að afsanna það rækilega.
í brunkeppninni i fyrradag fór
Pröll brautina á 1:51,00 min. Þótti
sá tima allgóður miðað við hversu
erfið brautin var, en Pröll fór
mjög varlega f erfiðasta kafla
hcnnar. Önnur í keppninni varð
Zurbriggen frá Sviss og i 'þriðja
sæti várð Maria Theresa Nadig
frá Sviss — brunsigurvegarinn
frá Olympíuleikunum í Sapporo
1972.
Eftir sigurinn í fyrrakvöld hef-
ur Pröll hlotið samtals 142 stig í
heimsbikarkeppninni.
19. desember s.l. var hið árlega
jólamót TBR i unglingaflokkum
haldið í nýja TBR-húsinu við
Gnoðarvog. Þátttaka í mótinu hef-
ur aldrei verið meiri en í ár, en
keppendur voru samtals 106.
Munaði þar mestu hversu mikil
þátttaka var í yngsta aldurs-
flokknum sem í voru piltar á
aldrinum 8—12 ára, en þar voru
keppendur hvorki fleiri né færri
en 47. Hófst mótið kl. 14.00 en þvf
lauk ekki fyrr en um kl. 21.00.
Helztu úrslit urðu þessi:
Hnokkaflokkur 8—12 ára:
Þorsteinn Hængsson, TBR, vann
Hauk Birgisson í úrslitaleik 11—4
og 11—3.
Stelpuflokkur 8—12 ára:
Þórunn Óskarsdóttir, KR, vann
Ingunni Viðarsdóttur, ÍA, í úr-
Habersatter frá Austurríki er i
öðru sæti með 110 stig, og í þriðja
sæti er Morerod frá Sviss með 95
stig, en margir spáðu henni sigri í
heimsbikarkeppninni í ár.
slitaleik 11—0 og 11—0.
Sveinaflokkur 12—14 ára:
Gunnar Jónatansson, Val, sigraði
Þorgeir Jóhannsson, TBR, i úr-
slitaleik 11—3 og 12—10.
Meyjaflokkur 12—14 ára:
Kristin Magnúsdóttir, TBR, sigr-
aði Örnu Steinsen, KR, 11—3,
11—2 og 12—10.
Drengjaflokkur 14—16 ára:
Reynir Kristjánsson, KR, sigraði
Guðmund Adolfsson, TBR, f úr-
slitaleik 11 —3 og 11 —4.
Piltaflokkur 16—18 ára:
Jóhann Kjartansson sigraði
Jóhann Möller í úrslitaleik 15—6
og 16—7.
Stúlknaflokkur 16—18 ára:
Kristín Berglind vann Bjarnheiði
Ívarsdóttur í úrslitaleik 11—5 og
11—3.
MIKIL ÞATTTAKA I
UNGLINGAMÓTITBR
Norðmenn burstuðu
Norðmenn burstuðu Pólverja í
landsleik f handknattleik sem
fram fór f hinni svokölluðu
Kaltic-bikarkeppni f Austur-
Þýzkalandi f gærkvöldi. Skoruðu
Norðmenn 27 mörk gegn 22 mörk-
um Pólverja í leiknum. Byrjuðu
Norðmenn leikinn illa og náðu
Pólverjar fljótlega 3 marka for-
ystu, sem þeir sfðan juku f 5
marka forystu um miðjan fyrri
hálfleik og héldu henni hálfleik-
Pólveija
inn út, en f hléi var staðan 17—13
fyrir Pólland. I seinni hálfleik
var blaðinu algjörlega snúið við.
Norðmenn höfðu leikinn ( hendi
sér og skoruðu 14 mörk gegn 5 f
hálfleiknum.