Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977
Vararfkissaksóknari:
Mál oft rannsökuð
frekar á ákærustigi
MORGUNBLAÐIÐ ræddi í gær
vid Hallvarð Einvarðsson vara-
ríkissaksóknara vegna morðs
Guðmundar Einarssonar og
skyldra mála, en eins og kom
fram í Mbl. í gær, eru viðbólar-
rannsóknir hafnar í málinu að
krófu dómaranna, sem hafa málið
til dómsmeðferðar.
Hallvarður sagði, að það hefði
verið mat ríkissaksóknaraem-
bættisins að skilyrði hefðu verið
til útgáfu ákæru í málinu. Akær-
an hefði verið gefin út í desember
s. l. og send sakadómi Reykjavíkur
til dómsmeðferðar, en þess jafn-
framt krafizt að lokið yrði við
rannsókn málsins. Sagði Hallvarð-
ur að það væri algengt að rann-
sóknir færu fram í viðamiklum
málum eins og þessum þótt þau
væru komin á ákærustig. Bærist
t. d. oft ósk um slíkt frá
sækjendum og verjendum og
einnig kæmi það fyrir að dómend-
ur óskuðu rannsóknar á vissum
hlutum.
Iðnaðardeild SÍS býður
Loðskinni 75 þus. gærur
Gengur langt í samkomulagsátt,
segir framkvæmdastjóri Loðskinns
IÐNAÐARDEILI) Sambands fs-
lenskra samvinnufélaga hefur nú
lagt fram sáttatilboð f deilu SlS
og Sútunarverksmiðjunnar Loð-
skinns h.f. á Sauðárkróki og býðst
hún f tilboði sinu til að selja
Loðskinni 75 þúsund gærur og
jafnframt er því lýst yfir f tilboð-
inu að Iðnaðardeildin ætli á
næstu þremur árum að takmarka
hráefniskaup sín frá Búvörudeild
SÍS við 550 þúsund gærur. Hefur
tilboð þetta verið til umræðu á
fundum. sem forráðamenn fyrir-
tækjanna hafa setið. Eins og áður
hefur komið fram hafði SÍS áður
samþykkt að selja Loðskinni 35
þúsund gærur og falla þær inn í
fyrrnefnd tilboð, þannig að til-
boðið gerir ráð fyrir að Loðskinn
fái til viðbótar 40 þúsund gærur.
Jón Asbergsson, framkvæmda-
stjóri Loðskinns, h.f., sagði í sam-
tali við blaðið í gær, að þetta
tilboð gengi langt í samkomulags-
átt en forráðamenn Loðskinns
litu ekki á þetta sem endanlegt
samkomulag. — Þessar 75 þúsund
gærur nægja okkur ekki til að
halda verksmiðjunni gangandi
fram að næstu sláturtíð og miðað
við að við fáum ekki fleiri gærur,
þurfum við að loka verk-
smiðjunni í 3 mánuði. Ef við ætt-
um að geta haldið henni gangandi
allan tímann þyrftum við að fá að
lágmarki 120 þúsund gærur i
heild frá SÍS eða 45 þúsund til
viðbótar, sagði Jón.
1 samtali við blaðið sagði Jón,
að forráðamenn Loðskinns hefðu
lagt á það áherslu i samningavið-1'
ræðum sínum við Sambandið, að
tryggt væri að verksmiðjan fengi
hráefni í framtíðinni. Sagði Jón,
að þetta tilboð SÍS gengi langt í
þá átt að mæta þörfum Loðskinns
svo fremi sem hráar gærur yrðu
ekki fluttar út. Loðskinn fengi
sambærilegt magn af gærum og
undanfarin ár frá öðrum slátur-
leyfishöfum en aðildarfélögum
SÍS, s.s. Sláturfélagi Suðurlands,
og að slátrun sauðfjár yrði áþekk
og hún hefði verið í haust og
fyrrahaust.
Hjörtur Eiríksson. fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar
SIS, sagði í gær, að hann teldi að
búiö va>ri að ná samkomulagi um
grundvallaratriði í deilum Loð-
skinns og Sambandsins en deilu-
aðilar ætluðu þó að ræða áfram
saman um atriði, sem enn hefði
ekki fengist lausn á.
Loðnuaflinn var orðinn
65 þúsund lestir í gær
Fituinnihaldið yfir 13%
LOÐNUAFLINN frá áramótum
var orðinn 65 þúsund lestir í gær-
morgun, en sama dag f fyrra var
aflinn aðeins 7980 lestir, og er
aflinn því orðinn 57 þúsund lest-
um meiri en á sama tíma f fyrra.
Góð veiði var hjá loðnubátunum f
fyrrakvöld og frá kl. 20 í fyrra-
kvöld þar til um hádegi f gær
tilkynntu 23 skip um afla samtals
9200 lestir. Flest fóru skipin til
Eskifjarðar, Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar, en nokkur fóru til
Raufarhafnar og eitt skip, Sigurð-
ur RE, fór til Siglufjarðar með
1100 lestir.
Að sögn Emilíu Martinsdóttur
efnafræðings hjá Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins, hefur
loðnan aðeins misst fitu síðustu
daga og sýni frá Raufarhöfn frá
16. janúar sýna að þá var loðnan
12,8 til 13% feit. Þurrefnisinni-
hald sömu sýna var 15,3 til 16,3%.
Þróarrými er nú orðið af skornum
skammti á Austfjörðum, og var
búist við að þrær á Eskifirði og
Reyðarfirði myndu fyllast í dag.
Þá fóru a.m.k. tvö skip til Fá-
skrúðsfjarðar í gær með loðnu og
ef veiði verður í nótt, má jafnvel
búast við að einhver skip fari til
Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur.
Síðustu daga hefur loðnan hald-
ið áfram að síga suður með land-
grunnskantinum út af Norðaust-
urlandi og í fyrrinótt voru skipin
að veiðum um 50 mílur NNA af
Langanesi.
Eftirtalin skip tilkynntu um
meira en 300 tonna afla til Loðnu-
nefndar í fyrrakvöld og fyrrinótt:
Huginn VE 550 lestir, Svanur RE
300, Helga 2. RE 350, Fífill GK
500, Bjarni Ólafsson AK 500, Guð-
mundur RE 750, Hrafn GK 400,
Örn KE 500, Jón Finnsson GK
520, Hákon ÞH 440, Sigurður RE
1100, Súlan EA 650, Albert GK
420, Gisli Árni RE 530 og Öskar
Halldórsson RE 400 lestir.
Þrengt að togurum á Strandagrunni:
Gripið til skyndilokunar
vegna mikils smáfisks
Undirbúningur skákeinvígisins:
Fischer kom því í gegn
að allt yrði 1. flokks
UNDIRBÚNINGUR að einvígi
þeirra Spasskýs og Horts er
hafinn af fullum krafti, að sögn
Einars S. Einarssonar, forseta
Skáksambands tslands, en
einvígið hefst sem kunnugt er 27.
febrúar á Hótel Loftleiðum.
Búið er að skipa ýmsar nefndir,
sem síðan sjá um ákveðna þætti
undirbúningsins. Að mörgu þarf
að hyggja, því síðan einvigið um
heimsmeistaratitilínn var haldið
hér ai Reykjavík 1972 hefur það
verið sett í reglur um slík einvigi
að aðstaða öll og aðbúnaður kepp-
»nda skuli vera 1. flokks. Flest
atriðin knúði Bobby Fischer fram
á sínum tíma, og hafa Skáksam-
bandsmenn í höndun-um lista með
tugum skilyrða, sem þarf að upp-
fylla áður ein einvígið getur haf-
izt.
GRIPIÐ var til skyndilokunar á
svæði á Strandagrunni úti af
Kögri í fyrrakvöld, þar sem smá-
fiskur var mjög mikill í afla tog-
ara þar. Var hlutfall fisks, sem er
undir 55 sm að stærð og af stofn-
inum frá 1973, frá tæplega 50%
og jafnvel yfir 60% af afla sumra
togaranna á svæðinu. Gildir þessi
skyndilokun í þrjá daga, en að
þeim tíma liðnum er það í valdi
sjávarútvegsráðuneytisins að
ákveða hvort lokunin gildir
áfram eða svæðið verður opnað á
ný.
Svæðið, sem lokað var, er á
milli lóranlína 62400 til 62500,
austur eftir að lóranlínu 47100.
Voru það eftirlitsmenn um borð í
togurum og menn um borð í Haf-
rannsóknaskipinu Bjarna
Sæmundssyni, sem töldu að hlut-
fall smáfisksins væri of mikið.
Voru suðurmörk svæðisins færð í
'62505, c lóran-línu.
Að sögn Hjálmars Vilhjámsson-
ar leiðangursstjóra um borð í
Bjarna Sæmundssyni mun áfram
verða fylgzt með magni fjögurra
ára fisksins næstu daga. Þykir
það hlutfall, sem var á fyrr-
nefndu svæði af þessum aldurs-
flokki, of mikið og nýtingin það
KENNARAR í flestum gagn-
fræðaskólum í Reykjavfk gegndu
ekki gæzlu f frfmfnútum f gær,
vegna ágreinings, sem risin er á
milli þeirra og yfirvalda um
hvort slfk gæzla sé f verkahring
kennara eða ekki. Að sögn
Baldurs Sveinssonar, formanns
félags gagnfræðaskólakennara f
Reykjavfk, vilja kennarar fá það
á hreint f eitt skipti fyrir öll hvort
þetta starf er f þeirra verkahring.
Sagði Baldur að þetta mál hefði
verið leiðindamál f mörg ár og
þeir vildu fá úr þessu skorið, en
Ber væri engan veginn um launa-
legt atriði að ræða.
Að sögn Sigurðar Helgasonar i
slæm að ekki sé verjandi að leyfa
veiðar á honum.
Bjarni Sæmundssson hefur ver-
ið við loðnuleit og rannsóknir að
undanförnu. Hefur verið erfitt
um vik vegna íss úti af Vestfjörð-
um, en undanfarið hefur ísinn
rekið frá. Hefur orðið vart við
nokkurt magn af loðnu norður af
Vestfjörðum við landgrunnskant-
inn og er þar hrygningarloðna.
Hins vegar er ekki vitað hvort
hún er á leiðinni suður með land-
inu eða austur.
menntamálaráðuneytinu sendi
fræðslustjórinn f Reykjavík mál
þetta menntamálaráðuneytinu til
afgreiðslu. Sendi ráðuneytið mál-
ið síðan áfram til samninganefnd-
ar og er úrskurður ekki kominn
þaðan. í erindisbréfi kennara er
gæzla í frfmínútum eða umsjón
talin í þeirra verkahring að sögn
Sigurðar Helgasonar, en kennar-
ar munu álíta að þeir eigi að
undirbúa sig fyrir næstu kennslu-
stund f frfmínútum eða vinnuhlé-
um. Er þvf fier um hreint
túlkunaratriði á kjarasamningum
að ræða og er ekki ólíklegt að mál
þetta fari fyrir kjaranefnd, að
sögn þeirra Sigurðar Helgasonar
og Baldurs Sveinssonar.
Jafntefli hjá íslenzku stórmeisturunum:
Athyglin beindist öll að
skák Timmans og Kurajica
BAÐIR íslenzku stórmeistar-
arnir gerðu jafntefli í skákum
sfnum á mótinu f Hollandi í
gærkvöldi. Friðrik og Ligterink
frá Hollandi sömdu eftir 18
leiki og Guðmundur og Barczay
sömuleiðis eftir 21 leik. Islend-
ingarnir höfðu báðir svart f
gær. Friðrik er nú f 3.—5. sæti
ásamt Geller og Miles, allir
með 3.5 vinninga. Guðmundur
er f 8.—10. sæti með 2.5 vinn-
inga ásamt Timman og Nikolac.
Efstur á mótinu er Sosonko
með 4.5 vinninga og Kurajica
er annar með 4 vinninga.
Skákum sjöttu umferðarinn-
ar í gærkvöldi lauk öllum með
jafntefli, nema hvað Nikolac
vann Böhm. Það var skák
þeirra Timmans og Bojan Kura-
jica, sem átti alla athygli áhorf-
enda í gær. Fyrstu leikirnir
voru þessir, Timman hafði
hvítt:
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bc4
__ Bc5, 4. b4... Byrjun þessi
mun vera kölluð „Evans-
gambfturinn" og fyrst notuð af
brezkum skipstjóra árið 1824.
Fyrir 80 árum var þessi byrjuni
mjög vinsæl, en skákfræðingar
fundu leið til að gera sóknar-
möguleika hvíts að engu og sást
þessi byrjun því ekki lengi.
Fyrir hálfri öld eða svo notuðu
tveir stórmeistarar þessa byrj-
un svo aftur í mikilvægrl skák.
Það var svo ekki fyrr en í
skák Timmans og Kurajica i
gær að þessi byrjun sást aftur
Framhald á bls 22.
Gæzla felld niður í
frímínútum í gagn-
fræðaskólum í Rvík