Morgunblaðið - 21.01.1977, Síða 5
5
KVOLDIO
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 1 Hvttárstðu minning-
anna. Guðrún Guðlaugsdóttir
talar við Benjamfn
Jóhannesson bónda á Hall-
kelsstöðum.
20.00 „Goyescas“ eftir
Enrique Granados
Mario Miranda leikur á
pfanó.
20.45 Myndlistarþáttur I um-
sjá Þóru Kristjánsdóttur.
21.15 Einsöngur: Joan Suther-
land syngur. Nýja ffl-
harmonfuhljómsveitin leik-
ur með; Richard Bonynge
stj.
21.30 CJtvarpssagan: „Lausn-
in“ eftir Árna Jónsson.
Gunnar Stefánsson les (8).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Ljóðaþáttur.
Lmsjónarmaður: Njörður P.
Njarðvfk.
22.40 Áfangar.
Tónlistarþáttur f umsjá Ás-
mundar Jónssonar og Guðna
Rúnars Agnarssonar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Kreppan og
hvíta tjald-
ið kl 22.00
Á dagskrá sjónvarpsins I kvöld er
brezk kvikmynd frá árinu 1974, sem
hefur á íslenzku hlotið heitið
Kreppan og hvita tjaldið en nafnið á
frummálinu er „Brother can you
spare a dime". Leikstjóri myndar
þessarar er Philippe Mora og hefur
Stefán Jökulsson þýtt hana yfir á
íslenzku.
Að sögn Stefáns er þetta mjög
nýstárleg mynd, fagmannlega gerð
og unnin, til dæmis hvernig hún er
klippt. Myndin á að lýsa bandarísku
þjóðlífi frá árunum 1930—1942
eða frá því að kreppan skellur á, með
verðbréfahruninu i Wall Street, og
þar til árásin er gerð á Pearl
Harbour. Þetta er ekki biómynd Í
eiginlegum skilningi heldur sam-
tvinningur fréttamynda og Holly-
wood kvikmynda frá þessum tíma,
að þvi er þýðandi myndarinnar sagði.
Fréttamyndirnar koma frá mörgum
sjónvarpsstöðvum og eru þar m.a.
viðtöl við almenning i Banda-
rikjunum frá þessum tima.
Mjög mikið er fjallað um Franklin
D. Roosewelt, sem var kosinn forseti
árið 1932 og baráttu hans við
kreppu og efnahagsástand, og m.a.
sýnt hvernig hann vildi fara nýjar
leiðir og nota rikisvaldið til að koma
þeim breytingum áleiðis. James
Cagney er svo notaður til að túlka
andstæðu kreppu og bágborins efna-
hags, þ.e. sem fulltrúi hinnar glæstu
Hollywood. Er með þessari mynd
reynt að skyra mörkin milli þjóð-
félagslegra hræringa i Banda
rikjunum á þessum tima og svo upp-
gangs kvikmynda i Hollywood, sem
voru í allmikilli mótsögn við raun-
verulegt ástánd mála.
í mynd þessari kemur fram fjöldi
stórstjarna Hollywood þessa tima,
svo sem G: ry Cooper, Gary Grant,
og margir fleiri en mest munu sjón-
varpsáhorfendur þó fá að sjá af
James Cagney.
í myndinni er dægurlagatónlist frá
þessum tima mikið spiluð og sagði
Stefán Jökulsson þýðandi að textar
þeirra túlkuðu á áhrifamikinn hátt
hið eiginlega myndmál.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977
---- ...
Aldrei fleiri sem vilja
gerast flugfreyjur
FLl'GFREYJL'STARFIÐ virðist
sífcllt njóta mikilla vinsælda og
er Loftleiðir auglýstu eftir 40
flugfreyjum eða flugþjónum fyr-
ir síðustu jól bðrust hvorki meira
né minna en á sjötta hundrað
umsóknir. Hafa ekki áður horizt
svo margar umsóknir um flug-
freyjustörf hér. V'oru stúlkur í
niiklum meirihluta, eða um 500,
en piltar voru hins vegar um 60.
Þegar hafa um 200 umsækjenda
fengið afboð vegna þess að þeir
hafa ekki uppfyllt einhver skil-
yrði.
A sunnudaginn gangast hin
rúmlega 300 undir almennt próf
þar sem könnuð verður almenn
þekking og tungumálakunnátta.
Þau 40 sem standa sig bezt verða
síðan á 3—4 vikna námskeiðum í
febrúarmánuði. Reyndar standa
yfir námskeið á vegum Flugleiða
rneira og minna allan veturinn að
sögn Sveins Sæmundssonar. Er
þar um aukna þekkingu að ræða.
viðhald og endurnýjun á þessum
námskeiðum, sem er fyrir hinar
ýmsu deildir fyrirtækisins.
Mannaskipti
hjá Innflutn-
ingsdeild SÍS
HANS Kristján Arnason hefur
frá og með 15. marz n.k. verið
ráðinn aðstoðarframkvæmda-
stjóri hjá Innflutningsdeild Sam-
bands ísl. samvinnufélaga. Tekur
Hans við starfi Gfsla Theodórs-
sonar, sem ráðinn hefur verið i
starf framkvæmdastjóra
Lundúnaskrifstofu SIS, en Hans
hefur frá júlíbyrjun 1975 starfað
sem aðstoðarframkvæmdastjóri
Iðnaðardeildar SÍS. Hans lauk
kandidatsprófi í viðskiptafræðum
frá Háskóla Islands 1973 og
stundaði framhaldsnám í
rekstrarhagfræði í 2 ár við
London Business School.
Engar fréttir
af „fljúgandi
furðuhlutum”
síðustu daga
STARFSMENN í Flugturnin-
um á Reykjavíkurflugvelli
fengu til skamms tíma upp-
hringingar á hverjum degi frá
fólki, sem var sannfært um að
það hefði séð fljúgandi furðu-
hluti. A sunnudagskvöldið var
rætt unt þessi mál i þætti í
sjónvarpinu og vísaði Þor-
steinn Sæmundsson stjarn-
fræðingur þar heini til föður-
húsanna flestum fréttum unt
þessa hluti. Eftir þennan sjón-
varpsþátt hefur brugðið svo
við að engar hringingar hafa
verið i Flugturninn frá fólki.
sem séð hefur slíka hluti.
Reyndar hafa flugumsjónar-
menn þótzt geta útskýrt frétt-
irnar um furðuhlutina á ein-
faldan hátt og bent á flugvélar
og skip, sem verið hafa á ferð á
sömu slóðum og furðuhlutirn-
ir. eða þá að stjörnur eða bless-
aðtunglið hafi villt fólki sýn.
80 ára í dag
ATTRÆÐl R er í dag Karl Olafs-
son bóndi, Ilala i Djúpárhreppi.
Rangárvallasýslu.
Ályktun Heimdallar
Morgunblaðinu hefur horizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Heimdalli SI S:
Heimdallur SUS vekur athygli
á því óvissu- ög upplausnar-
ástandi, sem rikt hefur í dóms-
málum að undanförmu.
Félagið telur, að stjórnvöld hafi
ekki beitt sér fyrir nauðsynlegum
umbótum á þessu sviði fyrir utan
skipulagsbreytingar á málefnum
rannsóknarlögreglu.
Félagið átelur mjög harðlega
afskipti utanríkisráðherra og
dómsmálaráðherra af afplánunar-
málum sakamanns. Afskipti utan-
ríkisráðherra af máli þessu sam-
rýmast ekki stöðu hans og ákvörð-
un dómsmálaráðherra er brot á
lögum.
Mál þessi sýna fram á, að ekki
er fyrir hendi raunhæfur vilji af
stjórnvalda hálfu til þess að hefja
óhjákvæmilegt siðferðilegt end-
urreisnarstarf í dómsmálasýsl-
unni. Fyrir þá sök lýsir Heimdall-
ur SUS vantrausti á nefnda ráð-
herra og telur rétt að þeim verði
veitt lausn þegar í stað, að öðrum
kosti verði stjórnarsamstarfinu
slitið.
(Samþykkt samhljóða á stjórnar-
fundi 19. jan. 1977)
* Við veitum
10% afslátt af
öllum vörum
verzlana okkar
til næstu
mánaðamóta.
L
TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22
LAUGAVEG 66
LAUGAVEG 20a
SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155