Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 14
14
Nýting hraunhitans í Vestmannaeyjum:
ÍÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977
Sveinbjörn Björnsson eðlisfræöingur við rannsðknir í
nýja hrauninu f Eyjum. Eldfellið er f f jarska.
eftir GUÐLAUG
GÍSLASON
alþingismann
Við rannsóknir f haust á dýpt storknaðs hrauns og þykkt óstorknaðs hrauns o.fl. o.fl.
þurfti að nota dynamít, en rannsóknirnar eru gerðar vegna framhalds virkjunar-
framkvæmda á hita þar. Grasið barna er ársgamalt.
Seinagangur í fram-
kvæmdum veldur
V estmannaey ingum
fjárhagstjóni
í Alþýðublaðinu 6..þ.m. er við-
tal við Magnús H. Magnússon,
fyrrverandi bæjarstjóra, um mál-
efni Vestmannaeyjakaupstaðar,
meðal annars um fyrirhugaða
hraunhitaveitu. Segir i viðtalinu
orðrétt:
„Ýmsar tilraunir hafa verið
gerðar og þar rákum VIÐ okkur á
verulegt vandamál, sem var tær-
ing."
Sannleikurinn er sá, að
reynslan hefur sýnt að tæring
hefur aldrei verið og er ekkert
óviðráðanlegt vandamál í þessu
sambandi og hefur aldrei verið til
neinna trafala í þeim tilrauna-
framkvæmdum, sem átt hafa sér
stað. Staðreynd er, að meðan
M.H.M. var bæjarstjóri í Eyjum
og núverandi bæjarstjóri Páll
Zophaniasson var tæknifræðing-
ur bæjarins höfðu bæjaryfirvöld
aldrei neitt fumkvæði um til-
raunir til nýtingar hraunhitans,
en lögðust jafnvel gegn þeim. Má
benda á að P.Z. gaf um það yfir-
lýsingu í Dagblaðinu Visi í viðtali
9. júlí 1975, að t.d. sjúkrahúsið
nýja yrði aldrei notað til tilrauna
í þessu sambandi. Það var ekki
fyrr én meirihlutaskipti urðu í
bæjarstjórn Vestmannaeyja
síðari hluta árs 1975 og Sigfinnur
Sigurðsson hafði verið ráðinn
bæjarstjóri, að bæjarstjórn ákvað
að ráðast i framkvæmdir við
tilraunahitaveitu i samræmi til
tillögur Raunvísindadeildar
Háskólans til iðnaðar-
ráuneytisins.
Verkið gekk mjög vel til að
byrja með, en eftir að enn urðu
meirihlutaskipti í bæjarstjórn og
M.H.M. og félagar hans komust til
valda á ný, var hreinlega dregið
úr framkvæmdahraðanum og þeir
sem fyrir verkinu stóðu gerðir
verkefnalausir svo dögum og
vikum skipti vegna efnisvöntunar
og verkið loks alveg stöðvað á
miðju súmri 1976 af mjög annar-
legum ástæðum, en þá hafði þó
tekist að tengja sjúkrahúsið nýja
við kerfið og kom það í alla staði
vel út og mun það hafa ráðið
úrslitum um, að aftur var hafist
handa um áframhald verksins og
hafa nú allmörg hús í hinu til-
greinda tilraunahverfi verið
tengd inn á kerfið frá þeim hita-
skiptara sem Sigmund Jóhanns-
son i Eyjum hannaði og byggist á
gufuuppstreymi í nýja hrauninu.
Hefur þessi tilraun, þó henni sé
alls ekki lokið og hún þurfi nokk-
urra endurbóta við, sýnt og sann-
að að nýting hraunhitans er
möguleg á mjög einfaldan og
ódýran hátt og hefur þetta orðið
til þess að aðeins virðist vera
farið að rofa til í þyrnirósarsvefni
bæjaryfirvalda í þessu máli, þar
sem nú er, þó hægt fari, byrjað að
vinna að undirbúningi að leiðslu
til að tengja við hina nýju byggð
vestur í gamla hrauninu, sem allir
eru að sjálfsögðu sammála um að
hlaut að verða næsti áfangi, þar
sem leiðslur eru þar fyrir hendi í
sambandi við sameiginlega olíu-
kyndingu þessa hverfis auk þess
sem leiðslurnar ná til íþrótta-
hússins nýja og sundhallarinnar.
Það atriði annað i umræddu við-
tali við M.H.M. sem athygli hlýtur
að vekja, eru þær upplýsingar,
sem fram koma frá verkfræðingi
Fjarhitunar h.f., en þar segir
m.a., þegar hann er spurður um
hvað áætlað sé að það kosti sem
gera skal í ár. „Við höfum reiknað
með um 160 milljónum í þessum
áfanga. Þar í er innifalin bygging
fjarhitastöðvar með tilheyrandi
olíukyndingarkötlum og dælu-
stöðvum, dreifikerfi í nýju hverf-
in í Vesturbænum og hluta af
Hásteinshverfinu."
Hugmyndin um sameiginlega
upphitun byggðarinnar í Eyjum
frá olíukyndingar — eða raf-
skautskötlum, var að sjálfsögðu
allra góðra gjalda verð, áður en
nýting hraunhitans kom til sög-
unnar. En að ætla sér samtfmis
nýtingu hraunhitans að Ieggja í
tugmilljóna kostnað vegna kaupa
á olíukyndingarkötlum, hlýtur að
vekja nokkra furðu að minnsta
kosti Vestmannaeyinga, sem eiga
að borga brúsann.
Vitað er að hver einasta sveitar-
stjórn á iandinu sem telur sig
hafa nokkurn möguleika á jarð-
varma víla ekki fyrir sér að leggja
í verulegan stofnkostnað til að
virkja hann til upphitunar húsa
til að losna við olíukaup jafnvel
þó að jarðvarminn sé í tugkíló-
metra fjarlægð.
Vestmannaeyingar eru betur
settir en flest ef ekki öll önnur
sveitarfélög á landinu hvað þetta
áhrærir, þar sem jarðvarminn þar
er innandyra hjá þeim og hægt að
virkja hann á mun ódýrari hátt en
nokkurs staðar annarsstaðar.
Stofnkostnaðurinn við hita-
skiptara á hrauninu er jafn.ýel
ekki nema lítill hluti þess, sfem
meðal borhola kostar. Þó virðast
þeir, sem ferðinni ráða í bæjar-
málum Eyjanna vera mjög svo
hikandi í málinu og munu einu
sveitastjórnarmennirnír á land-
inu, sem eru með hugmyndir um
olíukyndingarstöðvar jafnhliða
áætlunum um hitaveitu byggðri á
jarðvar.ma.
Tilraunír hraunhitaveitunnar í
Eyjum virðist hafa vakið mun
meiri athygli á meðal vísinda-
manna, bæði innanlands og er-
lendis, en ráðamanna byggðar-
lagsins og má í því sambandi
meðal annars vísa til greinar í
brezka vísindaritinu New Scient-
ist frá 5. ágúst s.l. þar sem málinu
eru gerð all ítarleg skil og endar
greinin á viðtali við bæjar-
stjórann í Vestmannaeyjum, Pál
Zophanfasson, en hann segir þar
orðrétt:
„Eins og stendur hitar þetta
kerfi sjúkrahúsið og 30 hús að
auki. Næstu þrjú árin, ef efna-
hagurinn leyfir, mun það sam-
tengjast um bæinn. Kostnaðurinn
við hitunina er helmingur af olíu-
kostnaði." Og viðtalið heldur
áfram:
„Zophaníiusson áætlar að það
ætti að vera hægt að anna hita-
þörf Heimaeyjar þangað til á
fyrsta tug næstu aldar." Þessi
yfirlýsing P.Z., sem mun vera i
samræmi við álit annarra, sem um
þetta mál hafa fjallað, slær föstu
tveimur mikilvægum atriðum.
í fyrsta lagi að nýtanlegur jarð-
varmi mun verða í nýja hrauninu
að minnsta kosti næstu 30 árin,
sem er meira en nægjanlegur tími
til að afskrifa allan stofnkostnað
bæði við hitaskiptara á hrauninu
og allar nauðsynlegar hitaveitu-
lagnir um bæinn.
í öðru lagi, að kostnaðurinn við
upphitun húsa frá hraunhita-
veitunni mun aðeins verða helm-
ingur kostnaðar miðað við oiíu-
kyndingu.
Nú vita ráðamenn bæjarins
jafnt og aðrir að kostnaður við
olíukyndingu húsa í Eyjum mun
nema árlega 200 til 250 millj. kr.
Beinn sparnaður fyrir neytendur
yrði því á þessum lið 100 til 125
millj. á ári, en hinn helmingurinn
færi til greiðslu stofnkostnaðar,
sem yrði sameiginleg eign bæjar-
búa. Þegar þessa er gætt, verður
sök ráðamanna byggðarlagsins,
alveg sérstaklega fyrrverandi
bæjarstjóra M.H.M. og núverandi
bæjarstjóra P.Z., enn stærri, og er
aðgerðaleysi þeirra sláandi dæmi
um hvernig ábyrgðarlausir
sveitarstjórnarmenn geta féflett
íbúa eins byggðarlags með sinnu-
leysi og þvermóðsku, án þess að
þurfa að svara til saka fyrir dóm-
stólum. Það er óvefengjanleg
staðreynd, að þegar í ársbyrjun
1974 sannaði Sveinbjörn Jónsson
í Ofnasmiðjunni með beinni til-
raun að hraunhitann var hægt að
virkja á mjög ódýran og einfaldan
hátt. Ef þá þegar hefði verið
brugðið hart við og hafist handa
um framkvæmdir, væru senni-
lega flest ef ekki öll hús í bænum
hituð upp í dag með varma frá
hraunhitaveitunni í stað olíu eins
og nú er. En því var ekki að
heilsa.
Ógæfa Vestmannaeyinga er, að
þáverandi ráðamenn byggðar-
Iagsins blésu á þessa hugmynd og
vildu aldrei snúa frá villu síns
vegar fyrr en nú hina síðustu
mánuði að almenningsálitið í
Eyjum hefur knúið þá til nokk-
urra framkvæmda, þó allt of hæg-
fara sé. Bæjarbúar verða daglega
að horfa á það að nýtanleg hita-
orka, sem er að verðmæti 4 til 5
millj. kr. á viku hverri, gufar
hindrunarlaust upp af hrauninu
rétt við nefið á ráðamönnum
byggðarlagsins.
Það sem fyrst þarf áð gera er að
einangra þann hluta hraunsíns,
sem virkja á, sem er mjög útláta-
lítið fyrir bæinn, þar sem vinna
má þetta verk með þeim tækjum,
sem fyrir eru i hans eigu.
Í annan stað þarf að sjálfsögðu
að láta hanna og smíða hitaskipt-
ara sem koma þarf fyrir á hraun-
inu, því leiðslur og lagnir um
bæinn koma að sjálfsöðgðu ekki
að notum fyrr en orkan á hraun-
inu hefur verið virkjuð.
Bæjarstjórinn segir í umræddu
samtali sínu við hið brezka blað,
að næstu þrjú árin muni bærinn,
ef efnahagurinn leyfi, tengjast
hraunhitaveitunni. Ég segi alveg
hiklaust. Vestmannaeyingar hafa
engin efni á né ástæðu til að bíða
önnur þrjú ár eftir nýtingu
hraunhitans. Nú þegar á að hefj-
ast handa um framkvæmdir og
ekkert að hika fyrr en þeim er að
fullu lokið. Annarsvegar er um að
ræða að heita ma ókeypis hita-
orku frá jarðvarma í hrauninu og
hins vegar um olíukaup fyrir 200
til 250 millj. kr. á ári. Vil ég í
þessu sambandi benda á, að hita-
veituframkvæmdir hafa hjá
stjórnvöldum forgang um fyrir-
greiðslu og útvegun fjármagns.
Það er því ekki undir neinum
kringumstæðum nema um einn
valkost að ræða hjá ráðamönnum
byggðarlagsins og það er að hefj-
ast handa nú þegar af fullum
krafti, en hætta að haga sér eins
og höktandi gamli Ford í hálf
biiuðum fyrsta gír, þegar um jafn
mikið nauðsynjamál er að tefla og
hér um ræðir.
Guðlaugur Glslason.