Morgunblaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977
Svend-Aage Malmberg haffræðingur: 1. grein
V edráttan
og hafið
Hafstraumar við tsland, hlýir, kaldir og strandstraumur (Sv.-A.M
1969).
INNGANGUR
Greinar þær, sem hér fara á
eftir, fjaila um efni, sem lengi
hefur leitað á huga höfundar, en
beint samband við félaga erlendis
s.I. haust hrinti þessum skrifum
af stað. Greinunum er ætlað að
veita nokkrar upplýsingar um
staðreyndir og einnig að vekja til
umhugsunar um ýmis atriði án
þess þó að ræða málefnin tii
hiitar eða beinlinis að taka af-
stöðu til þeirra eða sanna.
Skoðanir höfundar hljöta þó að
skina I gegn án þess að fullyrt
verði að þær séu réttar.
MÖRK TVEGGJA IIEIMA
Veðrið er mönnum yfirleitt
kærkomið umræðuefni. íslend-
ingar eru þar engin undantekn-
ing. Við búum i landi, sem sagt er
vera á mörkum hins byggilega
heims, en hinn óbyggilegi heimur
eru þá lönd norðurhjarans,
heimskautslöndin svonefndu.
Mörk þessara tveggja heima eru
mót hlýrra og kaldra strauma
jafnt í lofti sem í legi, en strauma-
mótin nefnast meginskil eða jafn-
vel pólfrontur, og er siðarnefnda
heitið höfundi tamara.
Verkefni veður- og haffræði
verða oft ekki leyst nema með
sameiginlegu átaki beggja grein-
anna. Veðurfræðingar veita
hafinu þannig stöðugt aukna
athygli, m.a. vegna varmaeigin-
leika þess og massa, sem gera það
miklu tregari á breytingar en loft-
hjúpinn.
Eiginleikar hafsins og breyting-
ar á eiginleikunum eru þannig
álitlegir til hugsanlegs skilnings á
atburðarás i lofthjúpnum, eins og
t.d. á lengri eða skemmri veður-
farssveiflum. Ástand sjávar er að
visu að miklu leyti til orðið fyrir
langvarandi áhrif frá lofthjúpn-
um, en vegna tregðu sinnar eða
minnis, eins og sumir nefna það,
getur hafið aftur beitt áhrifum
sinum á lofthjúpinn. Ástand
sjávar ræður að vonum einnig
miklu um lifskilyrðin I sjónum.
Samspil lofts og lagar varðar
þannig veðurfar og líf á sjó og
landi og þá búsetu manna, ekki
síst á mörkum hins byggilega
heims eins og á íslandi.
GULLALDIR
ISLENDINGÁ
Hafið umhverfis ísland og þá
sérstaklega norðan landsins hefur
vakið töluverða athygli undan-
farin ár vegna breytinga á ástandi
sjávar á þeim slóðum, sem urðu
samfara veðurfarssveiflum á
norðurhveli jarðar almennt.
Þessar sveiflur eru einnig oft
greinilegri og afdrifarikari hér á
landi en viða annars staðar vegna
legu landsins við pólfrontinn. A
Umhverfismálaráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í Stokkhólmi
1972 lögðu íslendingar fram
bækling, þar sem i stórum drátt-
um var gerð grein fyrir við-
kvæmri náttúru landsins, veður-
farssveiflum, lífríki til lands og
sjávar og mannlífi í landinu í
ellefu aldir. Það dylst ekki að
mannlíf og veðurfar á Íslandi eru
í nánu orsakasambandi. Íslend-
ingum er þetta einnig mörgum
ljóst vegna reynslu sinnar af
óblíðum náttúruöflum. Þó má
ætla að skilningurinn hafi eitt-
hvað dofnað við breyttar aðstæð-
ur þegar fólkið fluttist úr sveitum
og sjávarþorpum til starfa i þétt-
býli.
Hér skal bent á, að ýmsar
athuganir á veðurfari norður-
slóða s.l. þúsund árin sýna, að
veðurfar eða árferði á islandi var
vart í aðra tið betra siðan á land-
náms- og þjóðveldisöld en á okkar
tímum, nánar tiltekið frá um 1920
til 1965. Bæði þessi timabil voru
„gullaldir" íslendinga og tengd
fullveldi þjóðarinnar. Það
,,meðallag“ veðurfars, sem okkur
er tamt að miða við, er þvi ekki
meðallag islandsbyggðar. Þótt
engu verði spáð um framtíðina i
þessum efnum, þá er rétt að gera
sér grein fyrir hinu hagstæða
veðurfari hér á Iandi á þessari
öld, bæði frá sögulegu sjónarmiði
og einnig þegar hugað er að fram-
tíðarverkefnum eins og t.d.
verndun fiskstofna og land-
græðslu.
íslendingar gera sér væntan-
lega ljóst, að óbliðum náttúruöfl-
um verður ekki mætt með ferðum
til sólarlanda einum saman, þótt
ágætar séu með öðru. Einnig
hljótum við að varast að einblína
Þetta lfnurit sýnir glögglega
ástand þorskstofnsins á íslands-
miðum og hver hætta honum er
búin. (Rannsóknaráð rfkisins
1975. Þróun sjávarútvegs).
á lífsskilyrðin i nágrannalöndun-
um beggja vegna Norður-
Atlantshafs, sem eru auðugustu
ríki heims, þótt óhjákvæmilegt sé
að taka mið af málum i þessum
löndum. Litum okkur einnig nær
og mætum vandamálunum m.a.
með vitund um hver séu hin raun-
verulegu lífsskilyrði i landinu
sjálfu og vilja til að mæta og
aðlaga sig þessum lífskilyrðum á
heimavelli, þannig að njóta megi
landskosta af heilum hug.
VEÐURFARSSVEIFLUR
OG HITASTIG SJÁVAR
Inngeislun frá sólu eða hita-
stigið við yfirborð jarðar eru
grundvallaratriði við athugun á
breytilegu veóurfari. Þar að lút-
andi er rétt að minna á að veðrið
myndast á neðri mörkum loft-
hjúpsins, þ.e. á jörðu niðri, á höf-
unum og meginlöndunum, og
ástand sjávar myndast á sömu
mörkum, sem eru efstu lög sjávar.
Þessi mismunur lofts og lagar eru
þýðingarmikið atriði til skilnings
á samspili þeirra auk fyrrnefnds
mismunar á eðliseinkennum
vatns og lofthjúps, og þá sérstak-
lega varmaeiginleikunum. Einnig
ber að hafa í huga seltu sjávar og
áhrif hennar á eiginleika sjávar,
en jafnvel veðurfarsfræðingar
gleyma henni tíðum í sambandi
við hugmyndir sínar um sam-
skipti lofts og lagar.
Breytingar á veðurfari má t.d.
miða við meðalhita á jörðinni
allri, á miðbaugssvæðunum, eða á
norðurhveli jarðar sérstaklega.
Nyrsti hluti Norður-Atlantshafs
er talinn áhugaverður í þessum
efnum, en þar við pólfrontinn
magnast veðurfarssveiflur, sem
geta átt uppruna sinn sunnar á
hnettinum, þar sem þær eru i
fyrstu lítt merkjanlegar. Helstu
fylgifiskar breytinga þar suður
frá eru breytingar á hitastigi, loft-
straumum, hafstraumum og upp-
gufun eða orkubúskap lofts og
lagar yfirleitt.
Þegar litið er aftur í tímann
siðustu eitt þúsund árin virðist
þannig að veðurfarsbreytinga i
hinum „gamla“ heimshluta hafi
fyrst orðið vart í löndum eins og
íslandi, Grænlandi og e.t.v. einnig
á víðáttumiklum meginlöndum
heimskautslandanna. Áhrif breyt-
inganna á þessum slóðum eru
þung á metunum m.a. vegna
breytinga á útbreiðslu iss og
snjóalaga, sem auka þau.
Til skamms tíma var yfirleitt
álitið að verulegar veðurfars-
sveiflur tækju langan tíma. Þessi
skoðun stafaði sennilega fyrst og
fremst af ófullkomnum og fáum
gögnum til grundvallar á kenn-
ingum. Með mælingum okkar
tíma kom það þannig á óvart
hversu skjótt og mikið hitastig
sjávar getur breyst a.m.k. á
Norðurhöfum, hvort sem um er
að ræða upphitun eða kólnun.
Vegna mögnunar veðurfars-
breytinga á norðurhveli og áhrifa
þeirra á lífskilyrðin á mörkum
hins svokallaða byggilega heims
er rétt að veita hafstraumum
norðurslóða og breytingum á hita-
stigi sjávar á slóð þeirra athygli. í
þessu sambandi má benda á ný-
legar athuganir á hafinu
umhverfis Ísland og á Norður-
Atlantshafi yfirleitt, sem hafa
sýnt greinilega lækkun sjávarhita
á undanförnum tveimur áratug-
um. Samkvæmt niðurstöðum
þýska veðurfræðingsins Martin
Svona fór fyrir norsk-islenska
sfldarstofninum á 10 árum (R.ráð
rfkisins 1975. Þróun sjávarút-
vegs).
Rodewalds, sem byggjast á
athugunum frá veðurathugunar-
skipunum á Norður-Atlantshafi,
þá hefur sjávarhiti lækkað um
0.6° C á árabilinu 1951—1972.
Kólnunin var þó mismunandi
eftir stað og árstima, og mest var
kólnunin suðaustur af Nýfundna-
landi þar sem Golfstraumskerfið
og hinn kaldi Labradorstraumur
mætast, eða yfir 2°C. Hins vegar
var um upphitun að ræða i hlýja
sjónum fyrir sunnan og vestan
Ísland fyrst á nefndu tímabili, en
eftir 1960 náði kólnunin einnig
þangað, eins og einnig sést á
athugunum danska haffræðings-
ins Jens Smed. Íslenskar sjó-
rannsóknir hafa svo sýnt fram á
sókn kalda sjávarins (pólsjór) úr
norðri suður á bóginn með
Austur-lslandsstraumi, sókn sem
var í hámarki isaárin 1965—1970,
en er þó ekki lokið enn (1976)
þrátt fyrir litinn hafis hér við
land eftir 1970.
Fjallað var itarlega um þessar
athuganir á hafísráðstefnum i
Reykjavík 1969 og 1972, og birtust
erindin m.a. i bók Almenna bóka-
félagsins, Hafísinn, í tímariti
Jöklarannsóknafélagsins, Jökli,
og i sérstakri bók Rannsóknaráðs
ríkisins. í þessu sambandi má
benda á, að það er hald manna að
á árunum 1965—1970 hafi mikið
magn pólsjávar komist i hina al-
mennu hringrás á Norður-
Atlantshafi um Grænlandsála og
Labradorála, og þaðan berist
sjórinn aftur blandaður Atlants-
sjó sunnan úr hafi til stranda
Evrópu. Þannig gætir hér við
land áhrifa isaáranna e.t.v. enn úr
þeirri átt sem sist skyldi.
ÁSTAND SJÁVAR
OG EISKVEIÐAR
Að mati þeirra manna, sem
huga að sildarrannsóknum, þá var
kólnunin i Austur-íslandsstraumi
upp úr 1965 einn þátturinn í
hruni norsk-íslenska síldarstofns-
ins eftir 1968. Aðrir þættir voru
smásíldardráp við Noreg á hrygn-
ingar- og uppvaxtarslóðunum og
stöðugt vaxandi sókn og tækni-
væðing. Það er athugandi að
staldra hér við og minnast þessa
nú þegar fjallað er um þorsk-
stofninn við landið. Forsendur
virðast vera fyrir hendi að eins
geti farið fyrir þorskinum nú og
sildinni forðum, þ.e. smáfiska-
dráp svonefnt, mikil sókn á öflug-
um flota og einnig versnandi eða
breytt ástand lifsskilyrðanna i
sjónum umhverfis landið á
undanförnum árum. Vonandi
hafa þeir aðilar rétt fyrir sér sem
telja að þetta kunni að bjargast,
en reynslan hefur þó oft sýnt, að
Lauslegt línurit af hitafarsbreytingum frá upphafi tslandsbyggðar. Lárétta linan er nærri meðaltalinu
1901—1930. (Sigurður Þórarinsson, 1969, í Haffsnum, Alm. bókafél.).