Morgunblaðið - 21.01.1977, Side 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
jAUrounbfabib
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JR»r0unltlabib
FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977
Nýtt fíkniefna-
mál í rannsókn
2 menn í gæzluvarðhaldi
FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN er
nú að rannsaka nýtt ffkniefna-
mál, sem upp kom f vikunni.
Að sögn Ásgeirs Friðjónssonar,
fíkniefnadómara, hafa tveir
menn verið úrskurðaðir í gæzlu-
varðhald vegna rannsóknar máls-
ins. Sagði Ásgeir að verið væri að
rannsaka meintar nýjar og gaml-
ar sakir á mennina, en mennirnir
hafa orðið uppvísir að því að
smygla inn töluverðu magni af
fíkniefnum nú nýlega.
Asgeir sagði að rannsóknin
væri á frumstigi, og því væri ekk-
ert hægt að segja um máiið um-
fram það, sem að framan greinir.
Kannsókn verður haldið áfram af
fullum krafti og starfa velflestir
starfsmenn Fíkniefnadómstólsins
og fíkniefnadeildar lögreglunnar
að henni.
Nokkrir starfsmenn við Kröflu bíða í Hótel Reynihlíð eftir að komast á ný upp að
Kröflu til að ná í pjönkur sínar, myndina tók Sigurður Harðarson í gærmorgun.
Myndir af strokufanganum
Skjálftar við Kröflu í rénun
en virkni mikil í Gjástykki
Starfsfólk spilaði á spil, er viðvör-
unarsírenurnar gullu í fyrrinótt
I GÆRKVELDI, er Morgunblaðið
hafði sfðast samband við skjálfta-
vaktina á Kröflu, voru skjálftar á
Slóð strokufangans
endar 1 Grindavík
LEIT stendur enn yfir að banda-
ríska strokufanganum, sem slapp
úr haldi úr fangelsinu á Kefla-
víkurflugvelli f gærkvöldi. Bíll
sá, sem fanginn stal á Keflavíkur-
flugvelli, fannst við Hraunssand f
Grindavík f gærdag. Var fenginn
sporhundur á staðinn til að reyna
að rekja slóð fangans. Virtist
hundurinn rekja slóð niður að
sjó, en síðan ekki lengra.
Að sögn Howards Matsons,
blaðafulltrúa á Keflavíkurflug-
velli, í gærkvöldi voru stöðugar
yfirheyrslur þar i allan gærdag og
meðal þeirra, sem yfirheyrðir
voru, var bandaríski fangavörður-
inn, sem strokufanginn læsti inni
í klefa sínum. Kom ekkert fram
við yfirheyrslurnar, sem varpað
getur Ijósi á ferðir fangans. Sagði
Matson, að ekkert væri vitað um
ferðir fangans eftir að hann slapp
úr haldi, en þó væru uppi raddir
um að flóttinn hafi verið skipu-
lagður og hann hafi skipt um bíl í
Grindavík.
Strokufanginn heitir
Cristopher Korky Smith og hafa
Framhald á bls 22.
virkjunarsvæðinu enn f rénun, en
í Gjástykki, þangað sem hraun-
kvikan streymdi, var enn talsvert
mikil skjálftavirkni og um það
bil 3 skjálftar á mfnútu að meðal-
tali. Hins vegar höfðu ekki komið
fram á mælum nema 150 smá-
skjálftar og fáir stórir f grennd
við Reynihlfð. Harðasti kippur-
inn og sá síðasti, sem þá var vitað
um, kom klukkan 19,46.
Starfsmenn við Kröflu voru í
gær að tínast á brott og héldu þeir
ýmist til Akureyrar, Húsavíkur
eða suður til Reykjavíkur. Yfir-
verkfræðingurinn á staðnum
hafði þá ákveðið að helgarfrí
skyldi verða á svæðinu um næstu
helgi, en Orkustofnun hafði þá
gefið fyrirskipun um að vinna
skyldi hætt fram á laugardag.
Starfsmenn fengu í gær klukku-
stundar dvalarleyfi á svæðinu til
þess að ná í eigur sínar og ganga
frá Kröflubúðum. Alls voru 170
manns á svæðinu í fyrrinótt, er
viðvörunarmerki var gefið um
umbrot á svæðinu. Þrátt fyrir
þetta virtist jarðskjálftavirkni í
rénun seint í gær og goslíkur
minnkuðu eftir því sem á leið, svo
Framhald á bls 22.
Friðrik á mót með
Karpov í sumar?
SÍÐLSTU FRÉTTIR: Er
Morgunblaðið hafði samband
við skjálftavaktina í Reynihlíð
laust eftir miðnætti virtist sem
skjálftavirknin væri að færast
enn norðar. Á tólfta tímanum
mældist m.a. einn skjálfti, sem
var 3.4 stig á Richter og virtust
upptök hans vera í Kelduhveri
að sögn Hjartar Tryggvasonar
á skjálftavaktinni í Reynihlíð.
FRIÐRIK Ólafssyni stórmeistara
hefur verið boðið að taka þátt í
mjög sterku skákmóti í
Júgóslavíu f júnf næstkomandi.
Meðal annarra skákmanna, sem
einnig hafa fengið boð um þetta
mót, má nefna heimsmeistarann f
skák, Anatoly Karpov. Friðrik
frétti af þessu boði f gær og hefur
þvf eðlilega ekki tekið afstöðu til
þess hvort hann verður meðal
þátttakenda.
Mót það sem hér um ræðir er í
12. styrkleikaflokki, en þess má
geta að mótið, sem Friðrik teflir á
í Hollandi þessa dagana, er í 11.
styrkleikaflokki. Alls verða veitt
10 verðlaun á mótinu í Júgóslavíu
og munu fyrstu verðlaun nema
tæplega 600 þúsund íslenzkum
krónum. Mótið fer fram á tveimur
stöðum í Júgóslavíu, fyrstu 7
umferðirnar í Ljubljana og seinni
8 í Porto Rose. Er skýrt tekið
fram í boðsfréfinu til Friðriks að
Framhald á bls 22.
Eysteinn Tryggvason, jarðeðlisfræðingur:
Jakob Björnsson, orkumálastjóri:
Goshættan virðist
liðin hjá að sinni
„ALLT bendir til þess að þetta
óróieikaástand hér við Kröflu
sé að ganga yfir,“ sagði
Eysteinn Tryggvason jarðeðlis-
fræðingur í samtali við
Morgunblaðið um miðaftansbil
í gær. Mesta óróleikatímabilið
hafði þá verið á milli klukkan
03 og 05 f fyrrinótt, en síðan tók
skjálftavirknin að minnka. Um
miðjan dag í gær komu fram á
mælum um 3 skjálftar á mín-
útu, en um klukkan 18 voru
tæplega 2 skjálftar á mínútu.
Virtist því sem tíðni skjálft-
anna rénaði. Hraunkvika neð-
anjarðar mun hafa þrýstst
norður í Gjástykki og þar
mynduðust miklar sprungur í
svæðið sunnanvert hjá Éthól-
um, sem svo eru nefndir. Þar
mældust allt að 40 sm sprung-
ur, en gliðnun landsins var þar
frá 50 sm og upp f einn metra.
Eftir hádegi í gær voru að-
eins fáir skjálftar, sem mæld-
ust 3 stig á Richter-kvarða. Um
leið og óróleikinn hófst um mið-
nætti í fyrrinótt var stöðvarhús
Kröfluvirkjunar mælt og kom
þá strax í ljós að það var tekið
að síga. Norðurendi þess seig
miðað við suðurendann. Eftir
hádegi var sigið orðið hægar en
það var um nóttina, seig um
fjórðung úr mm á klukkustund
og um miðjan dag í gær var
Framhald á bls 22.
Ö
Viðvörunarsfrena á þaki mötu-
neytisins við Kröflu.
Vonast til að vinna
hef jist eftir helgi
VIÐ erum að vonast til að fram-
kvæmdir geti hafizt að nýju við
Kröfluvirkjun eftir helgina, þó
að ekkert sé unnt að fullyrða
um það á þessu stigi — sagði
Jakob Björnsson, orkumála-
stjóri, f viðtali við Morgun-
blaðið fgær. Hann sagði jafn-
framt, að ef þróunin á svæðinu
yrði hin sama og um mánaða-
mótin október-nóvember,
myndi þeirri spennu sem
öneitanlega hafði verið á
Kröflusvæðinu meðal starfs-
fólks, létt f bili. Sigi landið
aðeins og tæki svo að rfsa á ný,
er okkur léttara f bili — sagði
Jakob Björnsson.
Morgunblaðinu barst í gær
fréttatilkynning frá iðnaðar-
ráðuneytinu, þar sem segir að í
fyrrakvöld hafi því borizt bréf
frá Orkustofnun, þar sem lagt
hafi verið til að vegna yfirvof-
andi umbrota á Kröflusvæðinu
væri talin ástæða til ráðstafana
umfram þær sem þegar hefðu
verið gerðar vegna öryggis
starfsmanna. 1 fyrsta lagi var
lagt til að starfsmenn gistu ekki
á svæðinu i Kröflubúðum og í
öðru lagi að daglegur vinnutími
á virkjunarsvæðinu yrði styttur
- frá því sem hann hefði verið.
Ráðuneytið samþykkti ráð-
stafanirnar þegar í fyrrakvöld.
Segir siðan í tilkynningu ráðu-
Framhald á bls 22.