Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 1
40 SÍÐUR 45. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 26. FEBRUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hótel Rossiya. Stórbruni í Rossiyahótel- inu í Moskvu Moskvu 25. febr. Reuter. Að minnsta kosti sex manns biðu bana og 12 særðust alvar- lega f stórbruna, sem varð f hinu risastóra Rossiyahóteli í Moskvu f kvöld, að þvf er björgunarliðar skýrðu vestræn- um fréttamönnum frá. Hótel Rossiya, sem er 11 hæðir með 3500 herbergjum, sem geta hýst 6000 gesti, er helzti dvalar- staður útlendinga, sem koma til Moskvu. Skv. frásögnum sjónarvotta virtist eldurinn einkum á efstu hæðum hótels- ins og að eldtungur hefðu stað- ið út úr gluggum 100 — 200 herbergja. Mikill floti sjúkrabifreiða og slökkvibifreiða var á staðnum og að sögn erlendra fréttaritara er óttast að miklu meira mann- tjón hafi orðið i eldsvoðanum. Ekki var vitað hverjir hinir látnu og særðu gestir voru, né' Framhald á bls 22. Amin ætlar að heiðra Bandaríkjamennina Kampala. Cienf og W ashington 25. febrúar Reuter. TALSMAÐUR Idi Amins Ugandaforseta sagði í kvöld, ad Bandaríkjamenn í Uganda þyrftu ekki að hafa áhyggjur af boði Amins um að þeir hittu hann að máli á mánudag, hann ætlaði aðeins að þakka þeim fyrir vel unnin störf í þágu Uganda á tímum efnahagserfiðleika og heiðra suma þeirra. Talsmaðurinn fjallaði ekki um skipun Amins um að ioka landamærunum fyrir 240 Bandaríkja- mönnum svo þeir kæmust ekki úr landi fyrir mánudag. Hann skipaði þeim einnig að koma með lista um allar eigur þeirra í landinu. Talsmaður Amins sagði, að for- setinn hefði átt slika fundi með fólki af öðrum þjóðerni og því þyrftu Bandarikjamennirnir eng- ar áhyggjur að hafa. Þeir sem vildu gætu farið úr landi, en þeir sem vildu vera áfram væru vel- komnir. Ákvörðun Amins olli nokkrum áhyggjum í Washington og Jody Powell blaðafulltrúi forsetans sagði við fréttamenn i dag, að það væri með vissu hægt að ganga út frá því að Carter forseti mundi gera það sem nauðsynlegt og rétt væri til að tryggja öryggi Banda- ríkjamannanna f Úganda. Powell sagði einnig að bandaríska utan- rikisráðuneytið hefði komið á laggirnar starfshóp til að fylgjast náið með öllum atriðum málsins. Aðspurður um hvort hernaðar- aðgerðir hefðu verið ræddar sagð- ist hann ekkert geta látið hafa eftir sér um það. Powell sagði að Cyrus Vance utanríkisráðherra hefði beðið sendiráð V- Þýzkalands i Kampala að fylgjast með og gera það sem hægt væri til að tryggja öryggi Bandaríkja- mannanna, en V-Þjóðverjar hafa séð um bandarísk málefni i Úganda frá því að bandaríska Framhald á bls 22. Danmörk: Myndun meirihluta- stjómar ekki tímabær Sagði Anker Jörgensen Kaupmannahöfn 25. febrúar frá Ciunnari Rytgaard. Anker Jörgensen, forsætisráóherra Danmerkur, sagði f dag, er hann hafði lagt fram nýjan ráðherralista minnihlutastjórnar Jafnaðar- mannaflokksins, að mikilla breytinga hefði ekki verið þörf, þar sem gamla ríkisstjórnin hefði starfað vel. Nauðsynlegt hefði hins vegar verið að skipta sjávarútvegs- og landhúnaðarráðuneytinu, þar sem um hefði verið að ræða tvo mjög stóra málaflokka. 4 nýir ráðherrar eru f stjórninni, Lise Östergaard, aðstoðarutanrfkisráðherra, Kjeld Olsen, samgöngumálaráðherra, (hann gegndi eitt sinn embætti varnarmála- ráðherra, en hefur frá því 1973 verið varaformaður Jafnaðarmanna- flokksins og einn af leiðtogum hans utan rfkisstjórnar), Jens Kampmann, skattamálaráðherra, sonur Viggo Kampmanns, fyrrum forsætisráðherra, og Ove Hove, húsnæðismálaráðherra. Svcnd Jakob- sen, sem tekur við embætti sjávarútvegsráðherra, var skattamálaráð- herra í síðustu rfkisstjórn. Paul Dalsager verður áfram landbúnaðar- ráðherra. ingarmálaráðherra, Eva Gredahl félagsmálaráðherra, Erling Framhald á bls 22. Indland: Naryanyan veikur Nýju Delhf 25. febrúar. Reuter. STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKK ARNIR f Indlandi urðu f dag fyr- ir miklu áfalli f kosningabarátt- unni, er helzti talsmaður þeirra Jayaprakash Narayan, var fluttur f sjúkrahús með nýrnakast og verður hann frá fram til kosning- anna 16. marz. Narayan, sem er 74 ára að aldri, gamall samstarfs- maður Mahatma Gandhis, friðar- sinni og helzti andstæðingur Indiru Gandhis, hefur verið helzta lyfíistöng stjórnarand- stöðuflokkanna og gffurlegur mannfjöldi hefur komið á kosn- ingafundi, sem hann hefur hald- ið. Narayan var fimm mánuði i fangelsi eftir að Indira Gandhi lýsti yfir neyðarástandi í landinu 1975, en hann hafði þá barizt harkalega gegn henni um langt skeið. í yfirlýsingu, sem Narayan sendi frá sjúkrabeði sínu i Bombay sagðist hann vona að fólk skildi hve hjálparvana hann væri og að hann gæti ekki lengur hald- ið ferðaáætlun sína. Læknar sögðu, að Narayan þyrfti að fara í meðferð i nýrnar- vél og auk þess væri hann örmagna af þreytu. Hann var lát- inn laus úr fangelsi af heilsufars- ástæðum á sínum tíma. Stjórn- málafréttaritarar segja, að veik- indi Narayans séu mikið áfall fyr- ir stjórnarandstöðuna og dragi mjög úr möguleikum þess, að hún geti veitt Kongressflokknum ein- hverja keppni i kosningunum. K.B. Andersen, sem er áfram utanríkisráðherra, tekur einnig við málum er varða samskipti Norðurlandanna, en fær Lisu Östergaard sem aðstoðarráðherra. Ivar Nörgaard, sem var markaðs- málaráðherra og fór með Norður- landamálin, verður viðskiptaráð- herra, en hann er heilsutæpur og sagði Jörgensen að Nörgaard hefði ekki beint óskað eftir að skipta um ráðuneyti, en sann- gjarnt væri að hann fengi eftir margra ára dugnaðarstarf ráðu- neyti, sem krefðist ekki eins mik- illa ferðalaga. Jörgensen minntist ekkert á heilsu Nörgaards í þessu sambandi. Aðrir ráðherrar sitja áfram: Knud Heinesen fjármálaráð- herra, Per Hækkerup efnahags- málaráðherra, Egon Jensen innanríkisráðherra, Niels Matthiasson umhverfis- og menn- Bandarískir þingmenn skrifa Brezhnev bréf Washington 25. febrúar. Reuter. 50 bandarfskir þingmenn sendu f dag Leonid Brezhnev, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, bréf, þar sem þeir mótmæltu handtökum andófsmanna I Sovét- rfkjunum að undanförnu. Var bréfið afhent Anatoly Dobrynin sendiherra f Washington, sem sá um að koma því áleiðis. I bréfinu var lögð áherzla á að Bandarfkja- þing styddi eindregið mannrétt- indaákvæðið f Helsinkisáttmálan- um 1975. Einnig sagði, að þing- mennirnir litu á kúgunina á and- ófsmönnum f Sovétrfkjunum sem prófstein sovétstjórnarinnar á staðfestu hinnar nýju rfkisstjórn- ar Carters forseta og yfirlýsingar hennar um að gera mannréttinda- mál að ófrávfkjanlegu forgangs- verkefni. Kolsvartur reykjamökkur stfgur upp af Líberfuolíuskipinu Hawaiian Patriot f gær, skömmu áður en skipið sökk eftir sprengingu um 320 mflur vestur af Honolulu í gær. 70 þúsund lestir af hráolfu voru f skipinu. 1 maður fórst, en 38 komust af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.