Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1977
Sýning Einars
t>orlákssonar
EKKI er annað að sjá en að
starfsemin í Gallery Sólon
íslandus gangi vel. Þar hafa
verið samsýningar, og þar hafa
nú hafist einkasýningar. Sú
sýning, sem nú er þar til húsa,
er önnur í röðinni einkasýn-
ingu fyrirtækisins, og er það
Einar Þorláksson, sem þarna
kemur fram með pastelverk.
Einar Þorlákssoner enginn ný-
græðingur í myndiist. Hann
hefur málað af miklum móði
um árabil, og ég held, að fimm
eða sex einkasýningar hafi
hann haldið. Han hefur einnig
er sérlega skemmtilegt að finna
á þessum stað í hjarta gamla
miðbæjarins. Þessi verk láta
ekki mikið yfir sér við fyrstu
sýn, en það kemur fljótt í ljós,
hversu vel Iitameðferð Einars
hæfir pastelmyndgerð, sem er
allerfið myndgerð, en ég held,
að fáir geri sér grein fyrir, hvað
pastellitir eru viðkvæmir og
vandmeðfarnir. Einar Þorláks-
son hefur ekki sett það fyrir
sig, heldur stundað meðferð
pastellita um langan tfma, enda
fer það ekki milli mála, að hann
hefur náð góðu valdi á þessari
tekið þátt i mörgum sýningum
FÍM og var formaður sýninga-
nefndar þess félagsskapar um
tíma. Ég held ég hafi séð flestar
sýningar Einars, allt frá þvi er
hann fyrst kom fram í gamla
Listamannaskálanum við
Myndlist
eftir VALTÝ
PETURSSON
Kirkjustræti. Það, sem mér
finnst einna helzt einkenna
myndgerð Einars, er mikill
áhugi og snörp vinnubrögð,
sem stundum virðast ástríðu-
þrungin og hlaðin spennu, sem
gefur til kynna sterka nautn af
því að mála og skapa.
Ég held mér sé óhætt að segja
um þessa sýningu Einars, að
hún sé mun jafnari og betri en
þær sýningar, sem hann áður
hefur haldið. Á þessari sýningu
eru 32 pastelmyndir, og sóma
þær sér ágætlega í hinu vist-
lega húsnæði, sem óneitanlega
myndgerð, sem sjá má á sýn-
ingu hans í Sólon íslandus.
Ég nefni hér nokkrar myndir,
sem ég man sérstaklega eftir og
kitluðu tilfinningar minar. Nr.
2,, „Á krossgötum“, er sérlega
vel byggð i lit; Nr. 5 er ekki
síðri og heitir „Glæður". Nr. 12
nefnir Einar „Frosnar stjúp-
mæður“, og er sú mynd
abstrakt f eðli sínu, eins og
raunar nafnið bendir til. Nr. 13
er sterkt verk i svörtu og hvitu.
Eitt bezta verkið á sýningunni
er Nr. 16, „Frá London", og þar
hald ég Einari takist einna best
upp. Myndröðin „Blátt postu-
lín“ er all sérstætt verk, en ég
verð að játa, að ég kann ekki til
fulls að meta það. Hér mætti
fleira upp telja, en óþarft.
Þarna er að vísu sumt ekki
mjög merkilegt, en það er í
minnihluta, og hafði ég mikla
ánægju af að skoða sýningu
Einars.
Sýning Einars Þorlákssonar
stendur enn nokkurn tíma, og
vona ég, að sem flestir heim-
sæki hana. Þetta er mjög snotur
sýning, sem er til sóma fyrir
listamanninn og ekki siður fyr-
ir Gallerí Sólon Islandus.
Ein af þjóðlffsmyndum Stefáns frá Mývatnsöræfum. Hann sagði að hún væri ekki hengd upp á góðum
stað Mokka og þvf væri alveg upplagt að birta hana f Morgunblaðinu, betri staður væri ekki til til þess
að hengja myndir upp.
„Það sýndi sig skjótt hvað
upplagið var
„MÖKKUR, jú, hann var ofboðslega
góður hestur, annar hestur á tíma f
Vopnafirði. Þegar hann tók á rás
sporaði hann allar grundir. Eiginlega
var hann fyrstur, því þegar sá fyrsti,
brúmn hestur frá Svínabökkum, kom
með hausinn í mark var Mökkur með
hausinn í honum hálfum." Það er
viðmælandi okkar, Stefán Jónsson
listmálari frá Möðrudal á Fjöllum,
sem er að segja okkur frá einum af
hinum fjölmörgu góðhestum sem
hann hefur málað um ævina, en
Stefán sýnir um þessar mundir mál-
verk sín í Mokka við Skólavörðustfg.
„Ég hef málað þessar myndir á
sfðasta ári," sagði Stefán, „og hinu
árinu. Þetta eru fjögur stykki af
Herðubreið og frá Mývatnssveit, en
hinar fyrirmyndirnar eru vfða að. Ég
þekki þetta landsvæði svo vel að ég
magnað”
get málað þær á stundinni hvar sem
er. Nýjustu myndirnar eru frá s!8-
ustu dögum. Ég hengdi tvær upp
hálfblautar og gat ekki skrifað á þær
fyrr en tveimur dögum eftir a8 sýn-
ingin var opnuð og aðra seldi ég !
dag. Já, þetta rennur út eins og
heitar, nýbakaðar lummur hjá mér.
Ég hef lika málað mikið að undan-
förnu, daga og nætur, og sofið hef
ég ákaflega l!tið, rétt svona !
í nálægð Herðubreiðar.
Samtök fiskframleiðenda í 4 löndum NASA:
Reyna ad auka fisk-
neyslu í Bandaríkjunum
HÉR á landi eru nú staddir
nokkrir forsvarsmenn North
Átlantic Seafood Ássociation,
NASA, til að kynna starfsemi
samtakanna. Þau beita sér fyrir
aukinni sölu til Bandarlkjanna og
mynda þau aðilar sem starfa við
fsikframleiðslu og útflutning 1
Danmörku, Noregi, Kanada og
Islandi. NASA var komið á fót að
frumkvæði Kanadamanna fyrir
þremur árum og á fundi með
fréttamönnum nýlega var starf-
semi NASA kynnt.
Ken Campell, Denis Monroe,
Jim Wattenmaker og Pat Ginley
sögðu að samtök sem þessi fengju
mun meiru áorkað í því að auka
sölu fisks í Bandaríkjunum, held-
ur en framleiðendurnir í viðkom-
andi löndum gæti gert hver fyrir
sig og aðalkynningarstarf á veg-
um NASA færi fram með auglýs-
ingum og ýmsu kynningarstarfi í
blöðum og tímaritum og er ráð-
gert að verja í ár um einni milljón
bandarikjadala 1 starf NASA.
Þeir sögðu að aðalkeppinautur
fiskneyzlu í Bandaríkjunum væri
nautakjöt, en neyzla þess er mjög
algeng og sem dæmi nefndu þeir
að aðeins 1 af hverjum 10 máltið-
um væri' fiskmáltið á hverju
venjulegu bandarísku heimili.
Hlutfallið væri heldur meira fisk-
inum i hag á veitingastöðum, 3
fiskmáltíðir á móti hverjum 10
kjötmáltiðum, og töldu forsvars-
menn NASA að það ætti að
nokkru leyti rót sina að rekja til
þess hve fákunnandi húsmæður
væru i matreiðslu fiskrétta.
Þá nefndu þeir einnig að verð á
fiski hefði verið fremur lágt og
væri oft litið „niður á hann“ sem
annars flokks mat. Þeir NASA-
menn sögðu að svo virtist sem
neyzluvenjur Bandaríkjamanna
væru að breytast, þeir vildu ekki
lengur eingöngu fljótgerðar
„sjónvarpsmáltiðir“, heldur væri
einnig hægt að bjóða þeim máltíð
sem væri borið eitthvað í. Að lok-
um sögðu þeir að það væri mikið
starf að koma fiskinum að í landi
nautakjötsins, eins og það væri
nefnt, og að svokallaðir „Fish &
Chips“ staðir hefðu fyrir fáum
árum engir verið en væru nú um
2000 i Bandaríkjunum og þvi væri
mikilvægt að halda áfram út-
breiðslustarfsemi til að auka enn
fiskneyslu vestra.
Sýnishorn af nokkrum úrklippum og greinum þar sem NASA hefur
komið á framfæri upplýsingum um fiskrétti.