Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 15
15 MÓRGUimt-áXíIC, LALGARDAGUR26. FEBRÚAR 1977 John Wain Ijóðskáld Fyrsta bókin sem ég las á árinu '76 var algjörlega fyrsta klassa bók um gagn- rýni, Poetic Freedom and Poetic Truth eftir Harriett Hawkins (Oxford). Þetta verk fjallar um svo að segja alla sígilda enska ljóðagerð á íerskan hátt. Sú skáldsaga, sem ég hafði einna mest gantan af var fyrsta verk höfundar síns, Brogan and Sons eftir David Batchelor (Secker and Warburg). Batchelor skrif- ar fallega, kann að gera grín að sam- félaginu en um leið að vera alvarlegur án þess að vera of hátíðlegur. Ég hefi notið þess mikið að lesa Penguinbóka- flokkinn Penguin Modein European Poets, einkum og sér í lagi þýðingar Stephen Mitchells á ísraelsku skáld- unum T. Carmi og Dan Pagis. (Eru ísraelar Evrópumenn? Eg veit það ekki, og svari við spurningunni fyrst þeir fengu með að vera með í bókaflokknum. Og mikil skelfing hafði ég gaman af bókinni A11 This and 10% eftir Jim Godbolt. (Hale). Otal bækur hafa verið skrifaðar um jass-tónlistarmenn, en þessi er um umboðsmann tónlistar- manns. Eftir að hafa unnið í þágu jass í 30 ár, var hann flæmdur úr bransanum af poppinu. Sorgleg bók en fyndin. Margaret Drabble rithöfundur: Minnisstæðasta bók ársins fyrir mér er Life of Ernily Dickinson eftir Riehard Sewall (Faber). Bæði bindin voru yfir- full af nýjum upplýsingum um þessa konu, eitthvert sérkennilegasta ljóð- skáld okkar. Það er sjaldgæft að finna bók, sem segir svo margt nýtt um mann- eskju sem er svo athyglisverð. Þá hafði ég einnig gaman af Life of Mars. Gaskell eftir Winifred Gérin (Oxford). Ég las ekki mikið af nýjurn skáldsög- um á árinu. Þó minnist ég sérstaklega einnar slíkrar, það var reyndar smá- sagnasafn, Hard Feelings eftir Francis King (Hutchinson). Ég hef ævinlega mikið dálæti á kimni hans og athyglis- gáfu. Kenneth Tynan rithöfundur Bók ársins: The Colleeted Poems of Bertolt Brecht (Eyre Methuen) — stór- kostleg. U.þ.b. 4/5 kvæðanna hafa aldrei áður birtzt á ensku. Saga mannsins á þessari öld, og um leið saga af einkalífi. Bók, sem er fær um að breyta hugarfari manns. The Life of Noél Coward eftir vin hans, Cole Lesley (Cape) sem er, rétt eins og Coward lýsti lífi sinu sjálfur „ævintýralega skemmtileg". Að lesa bók- ina var eins og að fara í sumarfrí i Rolls Royce. Children of The Sun eftir Martin Green (Basic Books, New York, kemur út hjá Constable í vor). Þessi bók fjallar um enskt menningarlíf frá 1918 til 1950 W. II. Auden. Safn allra Ijóða hans kom út á síðasta ári — „frábær minnisvarði uni fremsta skáld sinnar kynslóðar" á bráðskemmtilegan og ögrandi hátt. Hún skiptist í Dandies, Rogues og Naifs, svona til að gefa hugmynd um innihald- ið. Þjóðfélagslegar niðurstöður bókar- innar eru eflaust oft rangar en hvað um það. Malcolm Muggeridge: A þessu ári hafði ég mesta ánægju af bókinni Self-Abandonment to Divine Providence eftir Jean-Pierre de Causs- ade — tímabær bók. The Diaries of Evelyn W'augh (Weidenfeld) þótti mér skemmtilegri en ég hafði fyrirfram búizt við, ölíkt dagbókum Richards Cross- mann, sem þó var ága'tur vinur minn, sent alltaf var gaman að hitta. Liklega er það vegna þess að W'augh var svo annt um að bjarga sálum manna, en Cross- mann var sífellt á atkvæðaveiðum. George Melly tónlistarmaöur „Eins og að finna lykt af raunveru- leikanum" — setning úr einu ljóða Tom Gunn í bókinni Jack Straws Casttle (Faber). New York, San Fransisco og Hampstead verða Ijóslifandi fyrir aug- unum. l'ólk hagar sér illa eða vel á þessum stöðum og því er lýst af innsæi og skynsemi — og dómar felldir líka. Tom Sharpe: W'ilt, (Secker and W'ar- burg), sem mér fannst ósvífin og fyndin bók. Hún hefur alla þá eiginleika sem prýða góða ádeilu einkum siðferðislega fyrirlitningu. Caroline Blackwood: The Stepdaught- er (Duckworth), áhrifarík bók. Sjaldan áður hefur innilokunarkennd, sársauka og sjálfshatri verið svo vel lýst og aidrei á svo hóglátan hátt. Graham Greene rithöfundur Fyrst og fremst, Mussolini's Roman Empire eftir Denis Mack Smith (Long- man). Gott dænii um sagnfræði sem bök- mennt og jafnast á við fyrri bók höfund- ar um Risorgimento. Önnur, Children og Dynmouth, eftir W'illiam Trevor. (Bodley Head) Mér finnst Trevor nú fyrst hafa sent frá sér skáldsögu, sem efnir loforðin, er hann hefur gefið með smásögum sínum. Þriðja, Selected Short Stories eftir Nadine Gordimer. Stórkostlegt smá- sagnasafn, sem á allt hrós skilið. A. Alvarez rithöfundur: Ragtimer eftir E.L. Doctorow, skáld- saga sem gerist í Bandaríkjunum um aldamótin siðustu — skemmtileg, hröð og tæknilega frábær, með þeim betri sem ég hef lengi lesið. Smásagnasafn Jean Rhys (Deutsch), Bertolt Brecht. Ensk þýðing á öllum kva’ðum hans kom út — niörg hver í fyrsta sinn. fyrsta bók hennar í 8 ár og-fengur vax- andi aðdáendahóp hennar. Smásögurnar segja frá sörnu tímum og sú fyrri, sem ég nefndi, en eru eigin reynsla höfundar. Jean Rhys skrifar enn sem áður nákvæmlega, afar. persónulega, en þó um leið án of náinna tengsla. Hún kann að blanda rétt tilfinningar sínar og hæfi- leika. Martin Amis rithöfundur: Fyrsta vil ég nefna dagbækur Evelyn Waugh — sem allir tala- svo illa um. Gagnrýnendurnir létu í það skína, að þær væru ekkert nema andstyggilegar kjaftasögur, fullaV af kvikindisskap. snobbi og úrkynjaðar í þokkabót. Eins og það sé nokkur vandi að vera írjálslyndur aftur á bak í tímal Satt að segja var Waugh alls ekki ófrjálslyndur og auk þess var merking orðsins óðum að breyt- ast í þá daga. Mér þykja dagbækur hans ómetanlegar sem hugsanasaga mikils rit- höfundar og að auki er ég honum oft sam mála. Önnur bókin, sem ég vel, er Jack Straws Castle eftir Tom Gunn. Skemmtilegu kva'ðin eru a.m.k. ekki færri en þau óskiljanlegu og leiðinlegu, sem er framför frá síðustu bók Gunn's, Moly. Og þriðja bókin er Details of a Sunset eftir Nabokov (Weidenfield) — smásögur um hitt og þetta rússneskt. Bókin er að visu ekki þýdd af galdra- meistaranum sjalfum, en mér er hún samt sem áður minnisstæð. Stepheh Spender skáld. The Alteration eftir Kinglsey Amis (Cape) og Henry and Cato eftir Iris Murdoch (Chatto) eru þær tvær skáld- sögur, sem ég vel vegna þess hversu fyndnar Og gáfulega skrifaðar þær eru. A árinu komu út mikilsverðar ljóða- bækur eftir Tom Gunn og Ted Hughes, en sú sem ég minnist helzt er þó North, eftir Seamus Heaney (Faber). Heaney býr bæði yfir persónulegum ástríðum og samúð með mannfólkinu og hvort tveggja kemur frarn í verkum hans. En skemmtilegasta bók ársins — bæði hvað varðaði texta og myndskreytingu — var bæði um og eftir einhvern allra skemmtilegasta listamanninn, David Hockney eftir David Hockney. (Thames and Hudson), ritst. af Nikos Stangos. Edna O’Brien rithöfundur: Dagbækur Evelyn Waugh. Fyndnar, illkvittnar og fullar af húmansima. Ævi- saga Yeats eftir Frank Tuohy (Mac- millan), lýsir ekki aðeins skáldinu sjálfu heldur þeirri veröld sem hann hrærðist í líka. Og af skáldsögunum minnist ég einkum bókar Brian Moore's,, The Doctor's W'ife (Cape). Hún hafði stóran kost — hún var læsileg! I__________________________________________ Ný skáldsaga frá Kingslev Amis, The Alteration Philip Toynbee The Collected Poems of W.H. Auden. Frábær minnisvarði um mesta skáld sinnar kynslóðar, sem hlýtur að verða val mitt sem bezta bók ársins 1976. Bók- menntaheimurinn er skelfing tómlegur núna ef hann er borinn saman við þau ár, þegar Auden var upp á sitt bezta og þegar öll þessi góðu skáld blómstruðu undir hans verndarvæng. Dosoev sky: Reminiscenes eftir Anna Dostoevsky (Wíldwood House). Göfug bók um göfugaó mann eftir göfuga konu. Alone of AU Her Sex The Myth and Cult of the Virgin Mary. eftir Marina Warner. (Weidenfield). Fra'ðimannsleg og vel rituð bók um vafasaman en viða- mikinn þátt í sögu kristindómsins. Roy Jenkins. forseti framkvæmda- stjórnar EBE: Fyrsta vil ég nefna Melbourne eftir Philip Ziegler (Collins) Góð a-visaga st jórnmálamanns, vel samin. Memoirs eftir Jean Monnet (Fayard). Þessi bók hefur enn ekki verið gefin út í Englandi, en a'tti að komast hingað sem allra fyrst. Fjallar um 60 ára a'vi Monnets og undarlega viðta'kan feril hans. Og sú þriðja, sem ég vildi nefna er This War without an Enemy, A History of the F.nglish C.ivil War, eftir Richard Ollard. (Hodder) Myndabók. Textarnir eru að sögn höfundar. ekki árangur hans eigin rannsókna, en bókin er bæði skemmtileg og full af upplýsingum. Philip Larkin, rithöfundur: The Selective Ego, dagba'kur James Agate, ritstýrt af Tim Beaumont. Anægjulegt hversu þa-r hafa verið styttar — þa-r hefðu upphaflega fyllt ein níu bindi. En þetta eru einstakar lýsingar á leikhúsum. bókmenntum, golfi, tónlist — brandarar, a'visaga og sagnfræði — allt á einu bretti. The Alteration eftir Kingsley Amis. Um kórdreng í ha'ttu frá rómverks- kaþölskri kirkju í iðnva'ddu samfélagi Bretlands á 20. öld. Aldrei hefur hug- myndaflug Amis notið sín í eins ríkurn nia'li. Ég gat ekki lagt bókina frá mér fyrr en ég vat' búinn með hana alla. No Fool Like an Old Fool eftir Gavin Ewart (Gollancz). Vanmetið Ijóðskáld Gavin. Ljóðin i þessari bók eru vel gerð, sunduretin af sársauka og fáránleika. Kingsley Amis rithöfundur: Blaming eftir Elizabeth Taylor er bók ársins. Hún lýsir Martha Larkin. hrylli- legri bandarískri skáldkonu. af sann- færingu á ljúfan en um leið illkvittinn hátt og rninnir okkur á að þó að Martha Larkin hafi búið yfir lýriskum hæfi- leikum, þá var hún fyrst og fremst hla'gileg. Ég hefi rétt b.vrjað að lesa Flashman in the Great Ganie eftir George Mac- Donald Fraser (barrie and Jenkins). en er kominn nógu langt til að vita þegar. að hér er á ferðinni góð bók — enn ein frá þessum rithöfundi. South Africa — The Vital Link eftir Robert L. Schuettinger (Council on American Affairs) rekur atburði sem eru óhugnanlegir en þess vegna oft ekki til frásögu þegar fjallað er um voðann i Suður-Afriku. Stuart Hampshire heimspekingur: Eg man sérstaklega eftir tveimur bókum sem ég las á ái inu: 1. Monsieur Proust skrifað af Céleste Albaret eftir frásögn Georges Belntont og þýtt af Barbara Bray. (Collins). Um þráhyggju, unt ást og um snilling. Dásamleg bók handa aðdáendunt Proust. 2. Truth and Meaning, ritstýrt at' Gareth Evans og John McDowell (Oxford) safn heinispekilegra ritgerða, niargar eftir unga ntenn. Enginn skemmtilestur að vísu. en full af nýjum hugmyndunt og upplyfting fyrir skynsemisstefnumenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.