Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.02.1977, Blaðsíða 17
17 MöRCrt^BDAÐIÐ. LAL'CIARDACiL'R 26. FEBRL'AR 1977 Páll Gíslason, yfirlæknir: 1 dag hefst á vegum Landsmála- félagsins Varðar borgarmála- kvnning, sem verður eitt reglu- legra verkefna félagsins á næstunni. Að þessu sinni verða heilbrigðismál höfuðborgar- innar kynnt, en kynningin verður f Valhöll, Bolholti 7, og hefst kl. 14.00. Á þessari kynningu mun Páll Gfslason formaður heilbrigðismálaráðs Reykjavíkur, flytja stutta yfir- litsræðu, en svo munu Úlfar Þórðarson læknir og Skúli Johnsen borgarlæknir svara Páll Gfslason Heilsugæzlustö ð v- ar munu bæta heim- ilislækn aþ j ónustu 'fyrirspurnum ásamt Páli. Að loknum fundi verður farið f skoðunar- og kynnisferð f nokkrar stofnanir borgarinnar á sviði heilbrigðismála. I tilefni þessarar heilbrigðis- málakynningar Varðar sneri Morgunblaðið sér til Páls Gísla- sonar til að fræðast um skipu- lag og framtíðaráætlanir i heilbrigðismálum borgarinnar. — í stuttu máli eru heilbrigðismál borgarinnar þrískipt, sagði Páll. í fyrsta lagi er um að ræða almenna heilsu- vernd. Hér á ég við fyrirbygg- ingu sjúkdóma og almennt eftirlit þeirra, þ.e. það starf, sem unnið er og innt af hendi f Heilsuverndarstöðinni við Barónsstig. í öðru lagi er það sjúkrahúsareksturinn, þ.e. Borgarspítalinn og stofnanir f kringum hann. i þriðja lagi eru það heilsugæslustöðvarnar. Heilsugæzlustöðvarnar verða mikilvægt verkefni næstu ára, og hefur borgin gert áætlun um uppbyggingu þeirra næstu 10 ár, en við erum nokkuð á eftir i þessum efnum. Munu þær valda mikilli en þarfri breytingu á skipulagi heimilis- lækninga í höfuðborginni. Þær munu einnig minnka þann þrýsting sem er á slysadeild Borgarsjúkrahúss og einnig minnka hina óeðlilegu notkun sérfræðinga. Nú munu vera um 15—20 þúsund manns heimilis- læknalausir i Reykjavík, og lýsir það hinu alvarlega ástandi og þeirri brýnu þörf, sem er á heilzugæzlustöðvum i Reykja- vik. Fyrsta stöðin er nú tilbúin, en hefur ekki enn verið opnuð vegna skorts á starfsfólki. Þetta er Árbæjarstöðin, en hún á að geta veitt um 6 þúsund manns alhliða heimilislæknaþjónustu. Næsta heilsugæzlustöð, sem i er rekið útibú barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar verður i húsnæði við Asparfell, og mun aðallega þjóna Breið- holti III, en þar verður alhliða þjónusta miðuð við um 8 þúsund manns. Þá er áætlunin, að 1979 eða '80 verði opnuð heilsugæzlustöð í hinni nýju þjónustudeild, sem verið er að reisa við Borgarspitalann og nú er fokheld. Þessi stöð mun þjóna Fossvogshverfi og nágrenni en miðað verður við að stöðin geti annað þörfum 12 þúsund manns með alhliða læknaþjónustu. Þá er nú verið að hanna heilsugæzlustöð fyrir um 12 þúsund manns, er risa mun i Breiðholti I. Nú þegar er fyrir hendi samvinna fimm lækna og Borgarinnar um heilsugæzlustöðvarþjónustu í Domus Medica. Loks erum við að leita fyrir um samninga við Seltjarnarnes um byggingu heilsugæzlustöðvar, sem mundi þjóna vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnesi. Páll sagði, að það sem tefði mest fyrir framkvæmdum væri að ríkisvaldið borgaði að lokum um 85% kostnaðar við þessar heilsugæzlustöðvar, en útgjöld væru takmörkuð við fjárlög hverju sinni. Borgin legði þvi hlutfallslega meira fjármagn f fyrirtækið í upphafi til að það næði fram að ganga fyrr en ella hefði verið, því þörfin væri gífurleg. Aðspurður um hvernig heilsugæzlustöð væri mönnuð sagði Páll að t.d. i Árbæjarstöð- inni yrðu að jafnaði tveir til þrír Iæknar, einn tannlæknir ásamt aðstoðarfólki, tveir hjúkunarfræðingar og ritarar og nauðsynlegt starfslið annað. Þá munu aðrir sérfræðingar koma vissa daga, svo sem fé- lagsráðgjafar, og svo mun fara fram regluleg mæðra- og barna- skoðun. I stærri stöðvunum munu aðrir möguleikar gefast, og yrði t.d. sjúkraþjálfun á stöðinni í Breiðholti. Sagði Páll að opnunartimi minni stöðv- anna yrði sennilega takmark- aður að degi til, en sennilega yrði stefnt að þvi að stærri stöðvarnar yrðu opnar allan sólarhringinn og jafnframt um helgar. — Stóra málið núna hjá okk- ur er bygging B-deildar Borgar- spítalans, sagði Páll. Við erum að undirbúa útboð í byggingu þessarar álmu. Að lokum verð- ur þarna rými fyrir um 200 manns, en í þessari álmu verð- ur mest fengizt við öldrunar- sjúklinga. Það er von okkar að tekið verði við fyrstu sjúkling- um í þessa deild á árinu 1979. Svo er slysadeild Borgarsjúkra- hússins að fá ný húsakynni, og verður deildin þá mjög stækk- uð. Deildin er reyndar orðin slysadeild allrar landsbyggðar- innar, svo að aukið húsnæði var mikil nauðsyn. Ásamt stækkun slysadeildarinnar verður þarna einnig stofnuð göngudeild, en vísir að göngudeild hefur verið rekinn við sjúkrahúsið við mjög erfiðar aðstæður. önnur stórverkefni okkar um þessar mundir eru Hafnarbúð- ir, útibú geðdeildar að Arnar- holti á Kjarlarnesi og endur- skipulagning Heilsuverndar- stöðvarinnar. Nú er að verða tilbúin aðstaða fyrir 25 sjúkl- inga í Hafnarbúðum, og verður starfsemin þar rekin I sam- vinnu við Borgarspítalann og hefur Friðrik Einarsson verið ráðinn yfirlæknir þar. Endur- skipulagningu einstakra deilda Heilsuverndarstöðvarinnar miðar vel. Berklavarnardeild- inni er verið að breyta þannig, að hún mun ná til þjónustu á almennum lungnasjúkdómum. Áfengisvarnardeildin mun í framtíðinni fást við alls konar fræðslu tengda áfengisvörnum, og leitað verður að einstakling- um, sem eru að leiðast út í ofdrykkju. Sem sagt: starf deildarinnar verður fyrt og fremst fyrirbyggjandi, í stað endurhæfingar, sem þó leggst ekki niður. Mæðradeldin hefur nýlega fengið nýtt skipulag, og innan hennar mun starfa kyn- fræðsludeild. Hefur kyn- Framhald á bls 22. Kjaramálaráðstefna ASÍ: Þannig má auka svig- rúm til kjarabóta og tryggja fulla atvinnu — án þess að það leiði tU verðbólgu NAUÐSYN þess. a8 kaupmðttur I verkalauna verSi aukinn verulega, ætti ekki a8 vera ágreiningsefni. j þvi sambandi skal bent á eftirfarandi staðreyndir: Samkvæmt útreikning- um ÞjóShagsstofnunar rýrnaði kaup- máttur launa áriS 1975 um 15—16% og enn um 3—4% áriö 1976. Frá gerð kjarasamninga i lok fébrúarmánaðar 1974. hefur kaup- máttur almennt rýrnaS um 25—40%. Nú er umsamiS kaup þess fólks. sem vinnur í fiskvinnslu. viS iðjustörf, alla algenga verka- mannavinnu og almenn afgreiSslu- störf, rúmlega 70 þúsund krónur á mánuði, iðaS vi8 40 stunda vinnu ð viku. Allir hljóta a8 viSurkenna, a8 slikt kaup er langt frá þvi a8 duga fjölskyldu til mannsæmandi lífs. ÞaS er staSreynd, a8 dagvinnukaup verkafólks hér á landi er um helmingi lægra en í nálægum lönd- um. Ljóst er a8 veruleg raunkaups- hækkun næst ekki fram, nema gerS- ar séu nauSsynlegar hliSarrðSstafan- ir af hálfu stjórnvalda. sem tryggi breytta tekjuskiptinu launafólki i hag. AlþýSusamband islands bendir á eftirfarandi: Ráðstafanir til kauphaekkunar Telja verSur eSlilegt og sjálfsagt, a8 atvinnureksturinn taki á sig tals- verSar kauphækkanir, án sérstakrar opinberrar fyrirgreiSslu, vegna batn- andi ytri skilyrSa. VerS á helstu út- flutningsvörum eins og frosnum fiski, fiskimjöli og lýsi, hefur fari8 ört hækkandi. Benda má ð. a8 ÞjóS- hagsstofnun spáir 13% hækkun út- flutningsverSs sjávarafurSu á árinu, miSaS vi8 meSalverS ðrsins 1976. Margt bendir til a8 hér sé um var- færna spá a8 ræSa. Me8 opinberum rð8stöfunum er hægt a8 bæta stöSu atvinnuveganna til a8 mæta kauphækkunum m.a. ð eftirfarandi hátt: lækkun vaxta, lækkun söluskatts og tolla af a8- föngum, lækkun raforkuverSs, lækk- un launaskatts um 1 '/2%. sem renn- ur i rikissjóS, og auk þess getur atvinnureksturinn lækkaS kostnaS- arliSi me8 aukinni hagræSingu og betri stjórn. Stjórnun og hagræSingu er mjög ábótavant í íslenskum fyrirtækjum. Me8 bættu skipulagi má þvi auka afkastagetuna verulega og ná þann- ig stóraukinni framleiSslu. Réttmæt hækkun launa knýr á i þessu efni. NauSsynlegt er a8 gripa til a8- gerSa, sem miSa a8 þvi a8 bæta samkeppnisaSstöSu innlendra fram- ; leiSenda me8 niSurfærslu kostnaSar- Ii8a eins og rakiS er a8 framan. Með þvi móti eykst útf lutningsf ramleiðsla og gjaldeyrisöflun, samtimis þvi sem innlendir framleiðendur standast betur samkeppnina vi8 innflutning. Til þess a8 breytt efnahagsstefna nái tilgangi sinum, þarf a8 tryggja að eftirspurn almennings beinist a8 inn- lendri framleiðslu. Auk aSgerða, sem 1 miða að bættri samkeppnisaSstöðu, er þvi sjálfsagt, til þess að treysta gjaldeyrisstöðu okkar og hindra um- framinnflutning, a8 um eins árs skeiS verði settar sérstakar hömlur á innflutning vörutegunda. sem annað tveggja teljast ekki brýnt nauðsyn- legar, eða sannanlega má framleiSa innanlands á hagstæSara eða jafn- hagstæðu verði og þvi sem er á hliðstæðum erlendum varningi. Fjárfestingarmál ASÍ leggur áherslu á að full at- vinna verði tryggð. I þeim efnum verSi aSaláhersla lögð á aukna fram- leiðslu og á hagkvæma og skipulega fjárfestingu i þágu atvinnuvega landsmanna. Undanfarin ár hefur fjárfesting hér á landi numiS um þriðjungi af þjóðar- framleiSslu á ári, samanborið vi8 um 20%. sem algengast er í nálægum löndum. Á yfirstandandi ári er ráðgert að heildarfjárfesting nemi 85,6 milljörðum króna og þar af 79.6 milljörðum, sem teknar yrSu af þjóð- arframleiSslu ársins. ASÍ telur óhjákvæmilegt a8 fjár- festingarmálin verði tekin til ræki- legrar endurskoðunar með það fyrir augum, að óæskileg fjárfesting, eða beinlínis röng fjárfesting, verði ekki til þess að hamla gegn óhjákvæmi- legum launahækkunum. Skattheimta og opinber þjónusta Aflétt verði eftirtöldum álögum rikisins: 2 söluskattsstigum. sem áður runnu til Viðlagasjóðs 3.4 millj. kr. Sjúkragjald 1% ð útsvarsstofn l. 2 millj. kr. Helmingur timabundins vörugjalds (af alm. heimilisvörum) 2.6 millj. kr. Samtals: 7.2 millj. kr. Á þennan hátt mætti lækka verð- lag og útgjöld heimila næmi um 4%. Tekjutap rikissjóðs. sem leiddi af þessum ráðstöfunum, yrði mætt m. a. með þvi að fresta áætlaðri lækkun á skuldagreiðslu 2.0 milljörBum til Seðlabankans, og með sparnaði i rekstrarútgjöldum rikis- sjóðs. Þá verði skattaeftirlit bætt. og skattalögum breytt þannig, að þau tryggi að atvinnurekendur taki eðli- legan þðtt i skattgreiðslum. Hvað snertir skattamál að ö8ru leyti, vis- ast til skattamálaályktunar ASÍ- þingsins. Fullkomin opinber þjónusta er ein grundvallarkrafa verkalýðshreyf ing- arinnar. Hins vegar er i senn brýnt að ekki séu lagðar of þungar byrðar á almenning og jafnvægis sé gætt i ríkisfjármálum. Eigi að halda aftur af heildarútgjöldum hins opinbera i þessu skyni, verSur það að gerast án þess að það bitni á gæðum almennr- ar félagslegrar þjónustu. Verðlagsmál Til þess að tryggja, að kostnaðar- lækkanir komi fram i verðlækkun og kauphækkunum verði ekki velt út i verðlagið. eru aðgerðir i verðlags- málum nauðsynlegar Óhjákvæmilegt er, að verðlagslög- gjöfin verði endurskoðuð og skipu- lagi verSlagsmála breytt þannig, að verSákvarðanir á hinum ýmsu svið- um verSi samræmdar og heildar- stjórn komið ð hið sundurleita kerfi verðákvarðana og verðgæslu. Aukin áhersla verði lögð á öflun gagna um verðlag erlendis og miðlun upplýs- inga til neytenda um verð í verslun- um hérlendis. Hækkun opinberrar vöru og þjón- ustu verði takmörkuð við brýnustu rekstarþörf opinberra fyrirtækja og tryggt að hún verði ekki umfram áætlun. sem samningsaðilum sé kynnt fyrir samninga og fram komi bæði hækkunarprósentur og hvenær þær komi til framkvæmda. Væntanleg hækkun búvöru á samningstima verði kynnt og rlkis- valdið skuldbindi sig til þess að sjð til þess. ef á þarf að halda, með niðurgreiðslum eða öðrum hætti. að hækkanir fari ekki fram úr áætlun. Það sé yfirlýst stefna stjórnvalda a8 ð samningstimabilinu verði ekki heimilaSar verðlagshækkanir né hækkun á þjónustugjöldum né á sköttum. sem áhrif hafa á verðlag. Ýmsar félagslegar umbætur eru jafnmikilvægar og kauphækkanir Ellitaun, örorkubætur og hliðstæð- ar lífeyrisbætur hækki i hátt við Framhald á bls 22. Kjaramálaráðstefna ASÍ: — Alyktun um kröfugerð og fyr- irkomulag kjarasamninga Kjaramálaráðstefna AlþýSusam- bands Íslands og aðildarsamtaka þess, haldin 24. — 25. febrúar 1977, samþykkir að hvetja öll verka- lýðsfélög til að segja nú þegar. eða sem allra fyrst, upp gildandi kjara- samningum við samtök atvinnurek- enda, þannig að þeir gangi úr gildi frá og me8 1. mai n.k. Jafnframt álitur ráðstefnan nauSsynlegt, að landssambönd og/ eða einstök félög gangi hið allra fyrsta frð þeim sér- stöku kröfum. sem þau hafa hug á að gera i næstu kjarasamningum og a8 sú kröfugerð geti legið fyrir eigi síðar en 15. mars n.k. VarSandi sameiginlegar kröfur verkalýðssamtakanna, ákveður rðð- stefnan fyrir sitt leyti að sá háttur verði á hafður, að þær verSi byggðar á kjaramálaályktun 33. þings ASÍ, og að skipuð verði sameiginleg samninganefnd til að vinna að fram- gangi þeirra. i hina sameiginlegu samninganefnd tilnefni hvert lands- sambandanna einn fulltrúa, svæða samböndin einnig einn fulltrúa hvert, en kjaramálaráðstefnan kjósi 21 fulltrúa I nefndina. Hinni sam- eiginlegu samninganefnd til trausts og halds varðandi mikilvægar ákvarðanir verði „baknefnd" skipuð alls 54 fulltrúum landssambanda og verkalýðsfélaga með beina aðild að ASÍ. f „baknefndina" skipi Verka- mannasamband 12. Landssamband isl. verslunarmanna 9, Sjómanna- sambandið 6. Landssamband Iðju félaga 6 og önnur landssambönd 3 hvert. Fyrir verkalýðsfélög utan landssambanda skipi miðsjóm 9 full trúa og iSnnemasamband fslands 2 — 3 fulltrúa. Hin sameiginlega samninganefnd og „baknefnd" skal fara með eftir- talin verkefni í kjarasamningunum: 1. Kröfu samtakanna um 100 þús. kr. lágmarkslaun að viðbættri hækkun m.v. hækkun fram- færusluvisitölu frá 1. nóv. 1976 til 1. apríl 1977. 2. Kröfu samtakanna um fullar verð- lagsbætur á laun, i samræmi við það, sem segir i kjaramálaályktun 33. þings ASf. 3. Kröfu um endurskoðun og fram- lengingu á bráðabirgðasamkomu- laginu um lifeyrismál frá febr. 1976. 4. Kröfur um breytta efnahags- stefnu og stjórnvaldaaðgerðir. 5. Þær sérkröfur. sem að mati samninganefndar og baknefndar þykir rétt að taka upp sem sam- eiginlegar kröfur, slikt mat færi fram, þegar allar sérkröfur liggja fyrir. Hinum sameiginlegu samninga- nefndum er einnig falið það verkefni, að beita sér fyrir sem likastri stefnu hinna einstöku samninganefnda og samráði, m.a. varðandi verkfallsað- gerðir, reynist þær óhjákvæmilegar til þess að ná fram viðunandi kjara- samningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.