Morgunblaðið - 26.02.1977, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAL'ííARDACíUR 26. FEBRUAR 1977
— Málið leyst. .
Framhald af bls. 40
vfk þegar þeir lokuðu f gær-
kvöldi.
„Allar undirskriftir eru nú í
lagi vegna þessa máls“, sagði
Bragi, „og voru samþykktar af
æðstu stjórnendum landsins.
Ástæðan fyrir þessari töf, sem
hefur orðið á því að Lagarfoss
gæti lagt úr höfn frá íslandi, ér sú
að upp kom flækja í skreiðar-
málum Nígerfumanna sjálfra og
allt fór í strand þegar ákveðin
könnun fór fram hjá þeim vegna
skreiðarmálanna. Okkar mál lenti
inni í þessu, en það var Ieyst á
sérstakan hátt þegar það var bor-
ið undir forseta landsins,
Olusegun Obasanjo
hershöfðingja.
Þá má geta þess að öll skip, sem
flytja matvæli til Nígeríu á veg-
um ríkisstjórnarinnar, fá losun
strax. Ástand í höfnum landsins
er yfirleitt gott, en þó bíða 86 skip
löndunar í Lagos. Meðalbiðtími til
losunar er 5—8 dagar fyrir önnur
skip en þau sem flytja matvæli til
stjórnarinnar. Öll skreiðin í
Lagarfossi var strax á markað í
landinu, því það vantar skreið
þar. Þegar eru tryggð leyfi
hafnaryfirvalda i Níeríu fyrir
tveimur skipum og leyfi fyrir öðr-
um þremur skipum í viðbót hafa
verið samþykkt, en þessi skip
munu fara frá íslandi á næstu
vikum samkvæmt samningi
skreiðarframleiðenda við inn-
kaupastofnun rfkisins f Nfgeríu,
en hér er alls um að ræða 2700
tonn af skreið".
Þeir menn, sem fóru út til þess
að vinna að lausn málsins, voru
auk Braga: Bjarni V. Magnússon
fyrir íslenzku umboðssölunna,
Magnús Friðgeirsson fyrir Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga og
ennfremur Stefán Gunnlaugsson,
deildarstjori í Viðskiptaráðuneyt-
inu, sem fylgdist með framvindu
mála síðustu viku f Lagos.
— Lágmarkslaun
Framhald af hls. 40
kostnaðar með aukinni hag-
ræðingu og betri stjórn.
• ASÍ telur, að taka verði fjár-
festingarmál til rækilegrar at-
hugunar til þess að koma í veg
fyrir, að óæskileg og beinlínis
röng fjárfesting hamli gegn
launahækkunum. í því sam-
bandi bendir ráðstefnan á, að
undanfarin ár hafi fjárfesting
hér numið um þriðjungi af
þjóðarframleiðslu samanborið
við um 20% í nálægum
löndum.
0 ASÍ leggur til, að skattheimta
ríkisins verði lækkuð um 7.2
milljarða króna óg telur, að á
þann hátt megi lækka verðlag
og útgjöld heimila um sem
nemur 4%. Þetta á að gerast
með eftirtöldum hætti: Niður
falli 2 söluskattsstig, sem áður
runnu til Viðlagasjóðs, samtals
3,4 milljarðar. Niður falli 1%
HÓTEL BORG
Okkar vinsæla
kalda borð
í hádeginu
í daíí.
sjúkragjald á útsvarsstofn,
samtals 1,2 milljarðar. Niður
falli helmingur tímabundins
vörugjalds, samtals 2,6
milljarðar.
0 Tekjutapi ríkissjóðs af þessum
sökum verði mætt með því að
fresta áætlaðri lækkun á 2
milljarða skuldagreiðslu til
Seðlabankans og með sparnaði
í rekstrargjöldum rfkissjóðs.
Skattaeftirlit verði bætt og
skattalögum breytt þannig að
þau tryggi að atvinnurekendur
taki eðlilegan þátt í skatt-
greiðslum.
9 Þá telur ASÍ, að takmarka beri
hækkun á opinberri vöru og
þjónustu við brýnustu
rekstrarþörf opinberra fyrir-
tækja og tryggt verði að hún
fari ekki fram úr áætlun, sem
samningsaðilum verði kynnt
fyrir samninga.
# Væntanleg hækkun búvöru á
samningatíma verði kynnt og
ríkisstjórnin skuldbindi sig til
þess að frekari hækkanir komi
ekki fram.
— Eldsvoði. . .
Framhald af bls. 40
reyks. Slökkviliðið kom fljótlega
á vettvang og þvf tókst að slökkva
eldinn, en skemmdir eru tals-
verðar. Loftbitar brunnu og þakið
seig ð hluta vegna hita, raflfnur
og aðrar lagnir f þessum sal
skemmdust mikið og reykur
komst um mikinn hluta hússins.
Vinna féll niður f húsinu fram
eftir degi, þvf hreinsa varð
vinnslusal og eitthvað mun hafa
skemmmzt af hráefni.
Hitinn í salnum var það mikill,
að einangrun á rörum í loftinu
bráðnaði niður og sæti á öðrum
lyftaranum, sem var þarna inni,
bráðnaði einnig. Báðir
lyftararnir, sem voru í salnum,
skemmdust mikið, sérstaklega
annar þeirra, en eldurinn mun
hafa orðið laus er gas frá kút sem
var verið að losa á lyftara,
sogaðist inn á vél annars lyftara,
sem var í gangi. Maður á honum
slapp naumlega þvf mikill eldur
gaus upp í húsinu. Mestar
skemmdir eru á þakinu, en 30 stór
rafljós í lofti hreinlega bráðnuðu
niður. Eitt tonn af flökum í
pökkunarsal eyðilagðist og um-
búðir allar en vinna féll niður f
flökuninni f 4 klst og 2 klst f
loðnunni. Elfsas.
— Reksturinn
Framhald af bls. 40
þess að setja aðra lánaskilmála.
Annað þolir rekstur bankans
ekki.“ Þá benti Jónas á að ekki
yrði lengur unnt að fá lánin,
nema veittar yrðu tryggingar á
móti, þar sem bankinn gæti ekki
tekið afurðaveð.
Jónas Rafnar sagði að málið
væri eflaust til athugunar í Seðla-
bankanum. Hann kvað engin lög i
landinu, sem skylduðu Útvegs-
bankann til þess að veita lánin og
engar reglugerðir. Jónas kvað
menn, sem settu sig inn í málin
skilja vandamál bankans mæta
vel — að ekki væri unnt að taka
11% vexti af útlánum á sama tíma
og lægstu sparisjóðsvextir væru
13%. Samkvæmt áætlun, sem
Útvegsbankinn hefur reiknað út,
hefði hann þurft að greiða ekki
minna en 70 milljónir króna með
þessum lánum, ef lánskjörum
hefði verið haldið óbreyttum.
— Erum tilbúnir
Framhaid af bls. 2
samstaða hafi verið á kjara-
málaráðstefnunni um öll þau
mál, sem máli skiptu. í ályktun
ráðstefnunnar er m.a. mælt
með þvf að innflutningshöft
yrðu sett á um eins árs skeið til
þess að beina eftirspurn að inn-
lendri framleiðsluvöru. Björn
sagði að um þetta atriði hefðu
menn ekki verið á einu máli.
Guðmundur H. Garðarsson, for-
maður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur og Björn Þórhalls-
son formaður Landssambands
verzlunarmanna lýstu báðir
eindreginni andstöðu sinni við
þetta atriði, en fluttu ekki
breytingartillögu.
Alþýðusamband íslands set-
ur aðildarfélögum sinum frest
til 15. marz að hafa skilað sér-
kröfum, en það er hálfum öðr-
um mánuði fyrir þann tfma að
samningar falla úr gildi. Þegar
sérkröfurnar hafa borizt —
sagði Björn Jónsson verða þær
skoðaðar og mun þá samninga-
nefndin ákveða hvernig með
þær verður farið og hvort
ástæða verður til að taka þær
upp sem sérkröfur ASl.
Kjaramálaráðstefnu ASÍ
sóttu tæplega 100 fulltrúar og
stóó hún frá klukkan 14 í fyrra-
dag til klukkan 00,30 f fyrri-
nótt. Eins og áður segir ákvað
ráðstefnan skipan samninga-
nefndar og kaus í hana 21
mann, en fullskipuð verður
hún 26 manna nefnd.
— Amin
Framhald af bls. 1.
sendiráðinu þar var lokað 1973 í
mótmælaskyni eftir ítrekuð brot
stjórnar Amins á mannréttindum
í landinu.
Sendiherra Bandarfkjanna þá
var dr. Thomas Melady, nú forseti
Sacred Hearts-háskólans f
Connecticut. Hann skoraði f dag á
Carter forseta að reka sendiráðs-
starfsmenn Úganda úr landi í
mótmælaskyni við morðin á þús-
undum saklausra Úgandamanna.
Melady sagði, að megnasti fnykur
væri af öllum aðgerðum Amins.
Hann sagðist hafa átt marga
fundi með honum 1971 — 73 og
sagt í skýrslum til bandaríska
utanríkisráðuneytisins, að Amin
væri einræðisherra, ruddi, sem
ekki væri hægt að treysta, og
morðingi.
— Danmörk . . .
Framhald af bls. 1.
Jensen atvinnumálaráðherra,
Orla Möller varna- og dómsmála-
ráðherra, Ritt Bjerregaard
kennslumálaráðherra og Jörgen
Peder Hansen Grænlandsmála-
ráðherra og kirkjumálaráðherra.
Jörgensen sagði að lokum á
fréttamannafundinum í dag, að
hann hefði ekki gefið upp alla
von um myndun meirihlutastjórn-
ar, en menn yrðu að horfast í
augu við þá staðreynd, að slfk
stjórnarmyndun — væri ekki
tímabær eins og á stæði.
— Múlafoss . . .
Framhald af bls. 40
3x5 metra bili. Fjórir aðilar af
þeim sem við höfum sent
skeyti, hafa svarað að þeir séu
tilbúnir að gera tilboð í
viðgerðina."
Múlafoss er tryggður fyrir
300 millj. fsl. kr. Viggó tjáði
Mbl. að norska skipafélagið
sem á Lys Point, er sigldi á
Múlafoss, hefði nú lagt fram
kröfur um björgunarlaun, en
skipið dró Múlafoss til hafnar
eftir að hafa siglt á það.
„Þessi ásigling Lys Point
virðist vera gróft brot á
siglingareglum" sagði Viggó,
„þvf bæði er að það var ekki
mjög dimmt yfir þegar
ásíglingin varð og auk þess
beygði norska skipið að Múla-
fossi þegar hættan vofði yfir. í
fyrstu var haldið að Lys Point
hefði verið á siglingu þvert á
leið Múlafoss, en norska skipið
mun hins vegar hafa komið á
móti Múlafossi og þegar skip-
verjar á Múlafossi beygðu í
stjór til þess að forðast
árekstur, beygðu skipverjar á
Lys Point f bak í stað þess að
beygja einnig í stjór. í stað
þess að vikja frá, beygja þeir
að skipinu.
í reglum um björgunarlaun
segir að sá sem veldur tjóni
eigi ekki rétt á bótum nema
eftir mati og skal þá miðað við
það hvernig tjónið kemur til
og hvor er í rétti og það er
Múlafoss sem er í rétti."
— Lýst eftir . . .
Framhald af bls. 2
Laugad. 19. feb.
Ekið á bifreiðina R-1600,
Austin-Alegro fólksbifr. blá að
lit árg. 1976, þar sem hún stóð
á bifreiðastæði við húsið nr.
33—35 við Rjúpufell um nótt-
ina. Skemmdir: Vinstra aftur-
hornbretti, kistulok og högg-
vari dældað og skemmt, senni-
lega eftir höggvara á tjónvaldi.
Mánud. 21. feb.
Ekið á bifreiðina R-10519,
Datsun fólksbifr. árg. 1973
rauða að lit, þar sem hún var á
bifreiðastæði við Austurver á
tfmabilinu kl. 17:10 — 17:30.
Skemmd á vinstra afturljósa-
ramma. Gulbrúnn litur í sári
og á höggvarahorni.
Mánud. 21. feb.
Ekið á bifreiðina R-10107,
Ford-Bronco, gul að lit, þar
sem hún stóð á móts við hús nr.
41 við Hvassaleiti, en að-
keyrsla er þar að húsunum nr.
39 — 49. Skemmdir: Vinstra
framaurbretti, vinstra þoku-
ljós, vinstra framhorn og högg-
vari. Á staðnum voru brot úr
afturljóskerfi úr Ford Cortinu
líklega blárri að lit, sem mun
þá líklega vera tjónvaldur. R-
10107 stóð þarna frá þvf dag-
inn áður kl. 12:00 — til kl.
11:00 21. feb. að eigandinn tók
eftir þessu.
Þriðjud. 22. feb.
Ekið á bifreiðina R-33292,
Fíat fólksbifr. árg. 1971, gul-
brúna að lit, þar sem hún stóð
á bifreiðastæðinu norðan við
Sundlaug Vesturbæjar.
Vinstra afturaurbretti
skemmt.
— Heilsugæzlu-
stöðvar . . .
Framhald af bls. 17
fræðsla verðið starfrækt í stöð-
inni og verið vel sótt, en nú
verður um fast starf að ræða.
— Hvað framtfðin mun ann-
ars bera í skauti sér í heilbrigð-
ismálum mun grundvallast á
því, hvað þjóðfélagið er tilbúið
að borga í þennan þátt. Um
marga valkosti er að ræða f
heilbrigðismálum, og í framtíð-
inni munu menn áreiðanlega
spyrja meir og meir hvernig
hagkvæmast er að koma þess-
um málum fyrir, án þess að
rýra þjónustuna. Reykvíkingar
munu í framtíðinni verða að-
njótandi betri heilbrigðisþjón-
ustu. Hvað leggja beri mesta
áherslu á verður að endurskoða
miðað við þarfir hvers tfma, en
vandamálin eru margvísleg og
úrlausnir sennilega jafnmargar
en fjármagnið snfður fram-
.kvæmdum stakk, sagði Páll
Gislason að lokum.
— Stórbruni
Framhald af bls. 1.
af hvaða þjóðerni. Að sögn
sjónarvotta var mikill fjöldi
fólks innilokaður í hótelinu.
Hótel Rossiya er nýtízkuleg
bygging, skammt frá Kreml og
Rauða torginu og eins og fyrr
segir helzti dvalarstaður út-
lendinga í Moskvu. Fréttamenn
náðu tali af Jim Hackett, brezk-
um verzlunarmanni, skömmu
eftir að hann komst út úr
hótelinu. Hann sagðist hafa
búið á 5. hæð hótelsins og sér
hefði virzt, sem eldurinn hefði
blossað mjög skyndilega upp.
Hann sagðist hafa heyrt
neyðaróp fólks, en ekki vitað
hvaðan þau komu. Sér hefði
tekist að komast út með því að
skríða á maganum eftir gang-
inum og komast að stigagangi,
en þykkur reykur hefði þá ver-
ið allstaðar fyrir ofan.
— Messur
Framhald af bls. 7
fundur verður haldinn að lok-
inni messu. Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA. Barna-
guðsþjónusta kl. 1.30 síðd.
Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30
árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd.
Altarisganga. Sóknarprestur.
FÍLADELFlA — Selfossi. Al-
menn guðsþjónusta kl. 4.30
sfðd. Ræðumaður Daníel Jónas-
son söngkennari.
AKRANESKIRKJA. Barna
samkoma kl. 10.30 árd. Messa
kl. 2 sfðd. Séra Björn Jónsson.
— Amalrik
Framhald af bls. 19
Ponitaowski setti í dag ofan í við
Amalrik og sagði: „Krafa hans
um að hitta forsetann þegar
honum þóknast er óaðgengileg
með öllu.“
Amalrik segir i viðtalinu:
„Vesturveldin veðjuðu á mála-
miðlun í Helsinki... Mesta dóm-
greindarleysi þeirra var að halda
að þau gætu gert fjárkúgara
skaðlausan með tilslökunum.“
Hann hefur rætt við þingmenn
Miðflokksins og einn helzti
ráðherra þeirra, Jean Lecanuet,
sagði: „Ef hann knýr dyra hjá
mér tek ég á móti honum.“
Kommúnistaleiðtoginn Georges
Marchais gagnrýndi Amalrik
fyrir að kalla sig stalfnista f
sauðargæru „evró-kommúnisma“.
„Það er hálfgerður dónaskapur að
hitta okkur og stinga okkur svo í
bakið,“ sagði Marchais.
— Rauðsokkar
kynna . . .
Framhald af bls. 3
tónlist, sem hann hefur samið við
fjögur ljóð eftir Ástu.
Þess má geta að Menningar-
nefnd Neskaupstaðar og Félags-
heimilið Egilsbúð hafa sýnt þess-
ari fyrirhuguðu dagskrá mikinn
áhuga og boðið aðstandendum
hennar að koma og flytja hana og
sýna myndir í Egilsbúð að kvöldi
sunnudagsins 6. marz.
Ásta Sigurðardóttir er fædd 1.
apríl árið 1930 á Litla Hrauni,
Kolbeinsstaðahreppi í Hnappa-
dalssýslu. Hún dó í lok árs 1971,
aðeins rúmlega fertug. Hún tók
kennarapróf árið 1950. Birti
nokkrar af sögum sfnum í tímarit-
um og myndskreytti sjálf. Hún
lagði stund á leirkerasmíði auk
þess, sem hún málaði, teiknaði,
orti ljóð og skrifaði smásögur.
— Kjaramála-
ráðstefna ASÍ
Framhald af bls. 17
taxta láglaunafólks f væntanlegum
kjarasamningum. Sérstaklega þarf
a8 bæta kjör þeirra einstaklinga,
sem ekki hafa ur öðru að spila en
tekjutryggingu almannatrygginga.
Lffeyrisréttindi eru I dag ófull-
nægjandi og úrbætur verSa a8 fást
hið bráðasta. Þvf verSur a8 hraða
endurskoðun Iffeyriskerfisins f sam-
ræmi vi8 samkomulagiS um Iffeyris-
mál frá febr. 1976. en bráSabirgSa-
samkomulag frá sama tfma verSi
endurskoSaS og me8 þvi tryggðar
nauBsynlegar breytingar á hag Iffeyr-
isþega eigi síSar en frá miSju ári
1977. sbr. sérstakar tillögur um það
efni.
Góð húsnæ8isa8staða er grund-
vallaratri8i fyrr afkomu alls launa
fólks. Þvi verður að krefjast þess. að
félagslegar ibúðabyggingar verði
auknar og nauSsynlegar breytingar
gerðar á gildandi lóggjóf um þær.
Svo og á framkvæmdum til þess að
efndir verði á yfirlýsingum rikis-
stjórna frá 1974 og 1976. Verka-
lýðssamtökunum verði tryggð aðild
að stjórn framkvæmda, allt sbr. sér-
stakar tillögur ASÍ um húsnæðismál.
Mörgu er ábótavant varðandi
vinnuvernd og óhjákvæmilegt er að
bæta til muna framkvæmd og eftirlit
á þessu sviði. Þá verður að tryggja
framgang nýrrar vinnuverndarlög-
gjafar ! samræmi við sérstakar álykt-
anir sfðasta ASÍ-þings um það efni.
Dagvistunaraðstöðu verður að
bæta, þannig að öllum, sem þess
óska. sé tryggð aðstaða til starfa
utan heimilis. Hið opinbera verður
að auka fjárveitingar sfnar til bygg-
ingar og reksturs dagvistunarheim-
ila
Súper- Sveitaball
að Hlégarði í kvöld
COBRA sér um fjörið.
Kynnt verður hljómsveitin Sonic.
Nefndin