Morgunblaðið - 26.02.1977, Page 26

Morgunblaðið - 26.02.1977, Page 26
26 MOKGUNBLAÐIÐ, LAUOAKDAGUR 26. FEBRÚAR 1977 Umsjón: Pétur J. Eiríksson Stærð viðskiptabankanna sem % af samanlögð- um innlánum. Ef gerður er samanburður á hlutfallslegri stærð islenzku viðskiptabank anna í upphafi og við lok tiu ára tímabilsins 1966—76, kemur í Ijós að einkabankarnir tveir, Iðnaðarbankinn og Verzlunarbankinn, hafa minnkað ásamt Útvegsbankanum, sem er rikisbanki á meðan ríkisbankarnir Lands- bankinn og Búnaðarbankinn og banki samvinnuhreyfingarinnar, Samvinnu- bankinn, hafa stækkað. Það er álitamál hvaða mælikvarða skal nota á stærð fyrirtækis eins og banka. Ýmsir möguleikar koma til greina, eins og velta, starfsmannafjöldi, fjöldi útibúa, innlán, útlán og fleira. Hér er notast við innlán bankanna sem mælikvarða á stærð og innlán hvers banka reiknað sem hundraðshluti af samanlögðum innlánum allra bankanna. Landsbankinn, sem er lang stærstur bankanna að innlánum hefur vaxið aðeins óverulega 1966 voru innlán hans 42,9% af samanlögðum innistæð um en 43,1% 1976. Búnaðarbankinn óx meira og eru samsvarandi tölur hjá honum 18,7% og 21,7%. Hundraðshluti Útvegsbankans hefur hins vegar minnkað mikið eða úr 17,6% í 12,9%. Samvinnubankinn tók til sín stærri hluta innlána 1 976 en tíu árum áður eða 8,2% miðað við 5,9% 1 966. Það er athyglisvert að hundraðshluti einkabankanna Iðnaðarbankans og Verzlunarbankans hefur minnkað. Verzlunarbankinn geymdi 7,9% af saman- lögðum innlánum 1966 en aðeins 5,9% 1976. Hlutur Iðnaðarbankans lækkaði úr 7% 1966 í 5,9% á síðasta ári. Nýr einkabanki var þó stofnaður á tímabilinu, Alþýðubankinn, og nema innlán hans 2% af samanlögðum innlánum. Innbyrðisstærðarroð bankanna hefur því breytzt nokkuð á umræddu tímabili. Búnaðarbankinn er enn næst stærstur bankanna og Útvegsbankinn þriðji. Samvinnubankinn sem í upphafi tímabilsins var minnstur bankanna, sem þá voru sex, er nú fjórði stærstur, Verzlunarbankinn, sem 1966 var fjórði stærstur, er nú sjötti og kominn niður fyrir Iðnaðarbankann, sem er fimmti í roðinni. Alþýðubankinn er því minnstur viðskiptabankanna. í öllum tilfellum er miðað við stöðuna í árslok hvors árs. (Heimildir: Ársreikningar bankanna og Hagtölur mánaðarins). Ljósm. Mbl. Rax. Þorsteinn Baldursson í miðjunni ásamt tveimur starfsmönnum Vélaborgar, Hjalta Auöunssyni, vinstra megin en B:ldri Þorsteinssyni, hægra megin. Vélaborg; Næst stærst á dráttar- vélamarkaði á 5 árum Það er oft erfitt fyrir ung fyrirtæki að komast inn á markað og ná fót- festu hvað þá að verða leið- andi, þar sem fyrir eru sterk og gamalgróin fyrir- tæki. Það gerist þó og hef- ur gerst á dráttarvéla- markaðnum á íslandi. Á aðeins fimm ára langri ævi hefur fyrirtækið Vélaborg h.f. orðið næststærsti selj- andi dráttarvéla á íslandi með nákvæmlega fjórðung af heiidarsölunni. Þorsteinn Baldursson, fram- kvæmdastjóri Velaborgar, sem flytur inn Ursus dráttarvélar frá Póllandi, skýrði Morgunblaðinu Norðmenn: ÞINGNEFND, sem átti að fjalla um eignir norska ríkisins í ýmsum fyrirtækj- um, hefur lagt til að stofn- að verði fyrirtæki til að annast þessar eignir. Um er að ræða fyrirtæki með samanlagt um 40.000 starfsmenn og sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu ríkisins. Meðal fyrir- tækja, sem heyrðu undir nýja fyrirtækið yrðu Kongsberg vápenfabrikk, Norsk Hydro og Ardal og Sunndal verk. í áliti nefndarinnar er lagt til að fyrirtækið verði ekki eigandi hlutabréfa ríkisins heldur annist meðferð þeirra. Það verður því ekki um eignarfélag (holding company) að ræða eins og í Sví- þjóð, þó að i raun muni fyrirtækið starfa sem eigandi hlutabréfa með meðfylgjandi skuldbinding- hvernig fyrirtækið hefur náð svo góðri fótfestu. Þorsteinn er eig- andi heildverzlunarinnar Gisli Jónsson & Co, en hann réðst til starfa hjá því fyrirtæki 1968 og gafst síðan kostur á að eignast það. ,,í byrjun ársins 1972 bauð pólski verzlunarfulltrúinn á ís- landi Þóri Jónssyni i Ford, sem þá var hluthafi í Gísla Jónssyni, að taka að sér umboð fyrir Ursus dráttarvélar. Þórir taldi sig hafa nóg fyrir, en benti á mig. Ég sagði strax já, því að ég vissi að enginn nýr aðili hefði komið inn á dráttarvélamarkaðinn í áratugi og þvi væri þar allt i föstum skorðum. Fyrirtækið Vélaborg var stofnað um Ursusvélarnar, en það er dótturfyrirtæki Gisla Jóns- um og réttindum. Það á einnig að hafa rétt til eigin frumkvæðis, til dæmis að stofna ný fyrirtæki. Fremstu markmið fyrirtækisins verða að samræma áætlanir, fjár- festingar og fjármögnun, en ein- stök fyrirtæki skulu þó vera byggð upp í samræmi við gildandi reglur. Lagt er til að stjórn fyrir- tækisins verði skipuð af rikis- stjórninni og álítur nefndin að hæfilegur starfsmannafjöldi sé 15 — 20 manns. Nefndin álítur að nýja fyrirtæk- ið geti orðið til þess að gera við- skiptasjónarmið ríkari í samskipt- um einstakra ríkisfyrirtækja á kostnað stjórnmálalegra- og efna- hagslegra sjónarmiða, sem nú virðast ríkja. Hvorki Statoil né Norsk Olje A.S. verða undir stjórn nýja fyrirtækisins, þar sem þau starfa beint að vinnslu náttúruauðæfa úr Norðursjó og þykir því heppilegra að þau heyri beint undir þing og ríkisstjórn. Ekki er búist við að ákvörðun verði tekin um þetta fyrr en eftir kosningar. sonar & Co. Ég fór út til Póllands vorið 1972 og talaði við forráða- menn Ursus-verksmiðjanna og skoðaði dráttarvélarnar og ákvað að kaupa 12 vélar, 40 og 60 hest- afla, sem ég hélt að pössuðu bezt hér. Það var því farið rólega af stað, enda vildum við ekki taka neina óþarfa áhættu.“ Þorsteinn sagði að þessar vélar hefðu strax farið í vinnu hér og komið í ljós að þær hentuðu vel íslenzkum landbúnaði. Næsta ár voru kaupin því þrefölduð, en 1974 voru pantaðar 58 vélar, 1975 voru 88 vélar keyptar og á síðasta ári 123. Þar með var Vélaborg orðið næst stærsta fyrirtækið á dráttarvélamarkaðnum á Islandi, þétt á eftir Dráttarvélum h.f. sem selur Massey Ferguson og vel á undan Globusi sem selur Zetor. Þorsteinn taldi margar ástæður vera fyrir velgengninni: Vélarn- ar, sem í upphafi komu reyndust vel, starfsmenn fyrirtækisins reyndust vera samvalinn og sam- vizkusamur hópur, verðið afar hagstætt og söluaðferðin. „Markaðurinn var í mjög föst- um skorðum," sagði Þorsteinn, ,,og fyrirtækin fóru ekki að aug- lýsa dráttarvélar fyrr en kaupin voru að fara i gang i maí eða júni. Ég reyndi að fara ótroðnar slóðir og byrjaði að auglýsa strax á haustin til að reyna að dreifa söl- unni. Ég reyndi að sýna bændum fram á að það væri óhagkvæmt að kaupa dráttarvél strax og hún ætti að fara í fulla vinnu. Það væri betra að vera búinn að fá vélina nokkru fyrir háannatím- ann til að átta sig á henni og tilkeyra. Mikill þáttur í sölustarf- inu fyrstu árin var að fara á bæi og kynna vélina og þaö var oft erfitt að fara á milli og kynna bændum glænýja vél, sem enginn þekkti. Nú erum við hins vegar komnir á það stig að vélin kynnir sig sjálf i öllum sveitum." Þorsteinn benti einnig á mikil- vægi andlits fyrirtækisins gagn- vart bændum: „Ég ákvað í upphafi að leggja enga áherslu á fína starfsaðstöðu heldur að bændur fengju strax aðgang að þeim mönnum sem sjá um vélarnar og varahluti, þegar þeir kæmu til fyrirtækisins til að spyrjast fyrir um dráttarvélar, í stað þess að hitta prúðbúna skrif- stofumenn. Ég held að þetta sé Ihuga fy rirtæki um ríkiseignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.