Morgunblaðið - 26.02.1977, Síða 30
30
MORCUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRL'AR 1977
Rauðsokkuhreyfingin:
1 öö4'’fií'^í.ví í- ■ v, ."j■
Hver maður
sé sjálfstæð-
ur skattþegn
MBL. hefur borizt eftirfarandi
greinargerð um skattamál frá
Rauðsokkahreyfingunni:
Starfshópur Rauðsokka um
skattamál hefur kynnt sér frum-
varp til laga um tekjuskatt og
eignarskatt, sem nú liggur fyrir
alþingi, og ákvað að einskorða sig
við þá þætti frumvarpsins, sem
fjalla um jafnrétti kynja.
Rauðsokkahreyfingin hefur frá
upphafi barist fyrir sérsköttun
hjóna, þ.e. að hver fulltíða maður
sé sjálfstæður skattþegn og greiði
skatta af eignum sfnum og tekj-
um án tillits til hjúskaparstéttar
og njóti jafnframt þess réttar,
sem þeirri skyldu fvlgir.
Hér á eftir fara hugmyndir
Rauðsokkahreyfingarinnar um
skattlagningu launamanna ásamt
greinargerð um helstu þætti
frumvarpsins, sem snerta hana.
I. IIVER IMAÐUR SÉ
SJÁLFSTÆÐUR SKATTÞEGN.
Lög um réttindi og skyldur
hjóna frá 1923 kveða um jafnræði
með hjónum. íslensk skattalög
hafa hins vegar aldrei gert það.
Við giftingu glatar konan vissum
borgaralegum réttindum, rétt-
inum að vera sjálfstæður skatt-
þegn.
Um frumvarp það til laga um
tekju- og eignarskatt, sem nú ligg-
ur fyrir alþingi, var sagt, að það
ætti að leiðrétta þetta misrétti
með sérsköttun hjóna. Við nánari
athugun er þó ljóst, að svo er
ekki.
5. gr. frumvarpsins hljóðar svo:
„Hjónum skal reikna tekju- og
eignarskatt hvoru í sínu lagi.“
Hún samrýmist því jafnréttiskröf-
um okkar. 59., 87. og 97. gr. gera
það hins vegar ekki.
1 59. gr. er gert ráð fyrir svo-
kallaðri helmingaskiptareglu þ.e.
að hjón leggi saman tekjur sínar
og eignir, síðan er deilt með
tveimur og hjónin greiða skatt af
sínum helmingnum hvort. Við
erum mótfallin þessu ákvæði og
krefjumst þess, að hjón verði
tveir sjálfstæðir skattgreiðendur
og greiði hvort hjóna um sig
skatta af tekjum sinum og eign-
um. Sé annað hjóna tekjulaust
eða hafi litlar tekjur, skal milli-
færa ónýttan persónuafslátt. Með
þessari einföldun fellur burt
ákvæði um skattlagningu hjóna,
sem eru í sambúð hluta af árinu
svo og hin furðulegu ákvæði um
álagningu skatta á hjón, sem
skattskyld eru hvort í sínu land-
inu, sbr. 3. málsgr. 59. gr.
t 87. gr. kemur fram, að höfund-
ar frumvarpsins telja hjón áfram
einn skattgreiðanda en ekki tvo.
Þar segir, að framtalsskylda hvíli
á hverjum einstaklingi en sam-
eiginlega á hjónum. Frumvarpið
felur því eingöngu f sér nýja að-
ferð við álagningu skatta á hjón,
en ekki ákvæði um sérsköttun
hjóna, sem við teljum vera aðal-
atriðið varðandi jafnrétti kynja.
t 97. gr. er kveðið á um, að
álagða skatta skuli birta í einu
lagi í skattskrá og tilkynningar
skattyfirvalda nægi að senda öðru
hjóna. Þetta ákvæði samrýmist
ekki jafnréttiskröfu okkar. Við
viljum, að hjón telji fram hvort í
sínu lagi, álögð gjöld verði birt
hjá hvoru hjóna um sig í skatt-
skrá og tilkynningar skattstjóra
verði sendar því hjóna, sem við á
hverju sinni.
Rök okkar fyrir sérsköttun
hjóna eru þessi.
1. Yfir 60% giftra kvenna hefur
sjálfstæðar tekjur. Eðlilegt er að
lög miðist við aðstæður meirihlut-
ans. Þar af leiðandi er ekkert
eðlilegra, en að hvort hjóna
standi skil á sköttum af sínum
tekjum.
2. Hafi hjón mismunandi tekjur
og skattar eru teknir beint af
launum einstaklinga eins og nú
er, þýðir helmingaskiptareglan,
að það hjóna, sem hefur minni
tekjur, á það á hættu að vera i
sffelldri skuld við gjaldheimtuna.
Hætta er einnig á þvi, að gengið
verði á séreign þess hjóna, sem
minni tekjur hefur, og það verði
enn háðara hinu fjárhagslega en
nú er.
3. Réttur húsnæðra er á engan
hátt meiri þótt þær séu skattlagð-
ar fyrir helmingi launa eigin-
mannsins. Það tryggir ekki, að
þær fái þau laun til umráða, held-
ur er hér verið að leggja á þær
kvöð, sm þær eru ekki í aðstöðu
til að standa við á eigin spýtur.
Sjálfsagt er, að þeir, sem vinna
heimilisstörf séu sjálfstæðir
skattborgarar þótt þeir hafi ekki
beinar launatekjur. Til þess að
tryggja, að persónuafsláttur
þeirra ónýtist ekki, skal millifæra
hann, sem greiðslu á sköttum
hins, ef einhverjir eru.
II. PERSÓNUAFSLÁTTUR
VERÐI HINN SAMI FYRIR
ALLA.
Persónuafsláttur skal vera hinn
sami fyrir alla einstaklinga hvort
heldur þeir búa í hjúskap eða
ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir
minni persónuafslætti fyrir hjón
en tvo einstaklinga, sbr. 63. gr.
Við teljum óeðlilegt, að skatt-
byrði fólks aukist gangi það í
hjúskap. Benda má á, að útgjöld
hjóna eru yfirleitt tvöföld. Þau
greiða bæði i lífeyrissjóð, stéttar-
félagsgjöld, þau bera hvort um sig
kostnað við að komast til vinnu og
njóta ekki fyrirgreiðslu hins opin-
bera varðandi barnagæslu. Hafi
minni persónuafsláttur einhvern
tíma átt rétt á sér hjá hjónum en 2
einstaklingum, á hann það ekki
lengur. Fráleitt er að fella burt
ákvæði um 50% frádrátt af launa-
tekjum kvenna í hjúskap, nema
fullur persónuafsláttur komi (
staðinn. Með þvi er jafnrétti borg-
ara vegna skattlagningar best
tryggt.
III. ÓNYTTAN persónuaf-
slátt hjóna og sambYlis-
FÓLKS SKAL MILLIFÆRA.
Eina undantekningin frá al-
gjörri sérsköttun í hugmyndum
okkar er ákvæði um millifærslu
persónuafsláttar. Eðlilegt er, að
annað hjóna geti unnið inni á
heimilinu án þess að glata per-
sónuafslætti sínum. Mun þar
einkum vera um að ræða fólk með
ung börn á framfæri og aldrað
fólk.
IV. BARNABÆTUR (persónuaf-
sláttur barna) VERÐI RAUN-
HÆFAR OG SAMA UPPHÆÐ
FYRIR ÖLL BÖRN OG SKIPT-
IST ÞÆR JAFNT MILLI HJÓNA
OG SAMBYLISFÓLKS.
Sama ákvæði gildi um
millifærslu barnabóta og um per-
sónuafslátt sbr. lið III.
V. FRAMFÆRENDUR, SEM
VINNA UTAN HEIMILIS, FÁI
AFSLÁTT vegna barna.
LAGMARKSVIÐMIÐUN sé
GJALD A OPINBERUM DAG-
VISTARSTOFNUNUM. EINNIG
VERÐI HEIMILT AÐ VEITA
AFSLÁTT, EF A HEIMILI ER
FÓLK, SEM SAKIR SJUKLEIKA
EÐA ELLI, ÞARFNAST SÉR-
STAKRAR UMÖNNUNAR.
1 64 gr. er fjallað m.a. um
heimilisafslátt. Við teljum ekki
rétt, að barnlaus hjón fái sér-
stakan afslátt vegna útivinnu
beggja fremur en tveir einstakl-
ingar. Hins vegar álítum við að
allir, sem hafa börn á sínu fram-
færi og vinna utan heimilis, eigi
að fá verulegan afslátt vegna
kostnaðar við gæslu barna.
VI. SKATTFRJÁSL EIGN
HJÓNA VERÐI HIN SAMA OG
TVEGGJA EINSTAKLINGA.
1 79. gr. er gert ráð fyrir, að
skattlaus eign hjóna verði 9 millj.,
en tveggja einstaklinga 12 millj.
Varðandi álagningu eignarskatts
hjá hjónum greiði hvort hjóna
eignarskatt af sínum eignum.
LOKAORÐ.
Við höfum áður tekið fram, að
við höfum einskorðað okkur við
þau atriði frumvarpsins, sem
snerta jafnrétti kynja. Við getum
þó ekki látið hjá liða að benda á
eftirtalin atriði.
1. Lágmarkslífeyrir verði skatt-
laus.
Lágmarkslifeyrir einstaklinga
er umdeildanlegur. Þó hlýtur
hverju sinni að vera hægt að
finna þá upphæð sem einstakling-
ur þarf sér til lífsviðurværis í
nútimaþjóðfélagi. Einnig væri
æskilegt að taka tillit til þess,
hversu margar vinnustundir
liggja að baki launatekjum ein-
staklings, áður en þær eru skatt-
lagðar.
2. Ákvæði um 2% launaafslátt af
starfstengdum tekjum manna,
sbr. 64. gr., 2. tl., kemur svo ójafnt
niður, að upptaka hans í stað allra
þeirra frádráttarliða, sem gilda
skv. núgildandi lögum og bent er
á í athugasemdum við frumvarp-
ið, bls 44, er ekki réttlætanleg.
3. Fráleitt er að skattleggja feng-
ið meðlag, sbr. 7. gr. 2. tl.
Meðlag er ekki tekjur, heldur
mótframleg þess foreldris, sem
ekki hefur barn hjá sér, til þess,
sem annast uppeldi barnsins.
4. I sambandi við 25% vaxtaaf-
slátt af greiddum vöxtum er rétt,
að tekið sé tillit til þess í hvaða
framkvæmdum fólk stendur (64.
gr. 3,tl.).
F.h. Rauðsokkahreyfingarinnar
Kristín Ingvarsdóttir,
Helga Sigurjónsdóttir,
Herdfs Helgadóttir.
Fyrirhuguð ryðvarnarstöð
Eimskipafélagsins er óþörf
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi athugasemd frá Bflaryðvörn
h.f.:
Að undanförnu hefur Eim-
skipafélag íslands sent dagblöð-
unum ,,fréttatilkynningar“ um
byggingu fyrirhugaðrar ryðvarn-
arstöðvar félagsins, þar sem fram
koma ýmsar villandi og í sumum
tilfellum beinlínis rangar fullyrð-
ingar, og er það ef til vill skiljan-
legt, því að erfitt mun að finna
rök fyrir eitt til tvö hundruð
milljón króna fjárfestingu Eim-
skipafélagsins á þessu sviði, því
að fyrir eru í landinu mjög góðar
ryðvarnarstöðvar, örugglega þær
beztu á Norðurlöndum.
„Farið þið til
íslands, ef þið
viljið sjá
fullkomna ryðvörn“
Þessi ummæli eru ein af mörg-
um, sem erlendir sérfræðingar
hafa látið falla, þegar rætt hefur
verið um ryðvarnarstöðvar á þing-
um erlendra bílasérfræðinga.
Sérfræðingar, bæði frá Norður-
löndum og Bretlandi, sem hingað
hafa komið og kynnt sér bílaryð-
vörn chér, hafa lokið upp einum
munni um, að lengrá sé ekki hægt
að komast í viðleitni til þess að
ryðverja vel og veita þá beztu
þjónustu, sem hugsanleg sé. Skýt-
ur þetta skökku við fullyrðingar
Eimskipafélagsins um „stórbætta
þjónustu við bifreiðaeigendur“ og
„eina fullkomnustu ryðvarnar-
stöð á Norðurlöndum", en þetta
eru fyrirsagnirnar á „fréttatil-
kynningum“ Eimskipafélagsins
um hina nýju ryðvarnarstöð fé-
lagsins.
Það er nefnilega ekki nóg að
stilla upp dýrum færiböndum og
segja: „sjá, svona er þetta nú full-
komið“.
Færibönd geta aldrei leyst af
hendi þá ítarlegu ryðvörn, sem er
fóigin í því, að allar klæðningar
eru fjarlægðar úr bifreiðunum til
þess að sem bezt megi komast að
öllum lokuðum rúmum í þeim.
Það er einmitt þessi nákvæmni,
sem vakið hefur athygli erlendra
sérfræðinga, sem skoðað hafa
Bflaryðvörn, enda eru svona ítar-
Ieg vinnubrögð hvergi viðhöfð í
nágrannalöndunum.
„Treystu sér ekki“
til þjónustunnar
Látum þetta nægja um þá fjar-
stæðu, að ryðvarnarstöð Eim-
skipafélagsins muni stórbæta
þjónustuna við bifreiðaeigendur,
en víkjum að fullyrðingum félags-
ins um umhyggju þess fyrir bfla-
eigendum og viðleitni til þess að
bæta þessa þjónustu.
Eimskipafélagið tiltekur tvö
atriði, máli sfnu til stuðnings,
annars vegar, að samtök bifreiða-
innflytjenda hafi óskað eftir því,
að félagið reisti ryðvarnarstöð, og
hins vegar, að án slíkrar stöðvar
sé ekki hægt að ryðverja bíla,
strax, þegar þeir koma til lands-
ins.
Fyrra atriðinu er fljótsvarað:
Samtök bílainnflytjenda hafa
aldrei óskað eftir þvi, að sett yrði
upp slík stöð, og getur formaður
Bílgreinasambandsins staðfest
það, ef þess er óskaó.
Um sfðara atriðið er hins vegar
það að segja, að fyrir um það bil
þremur árum tíðkaðist það, að
bflainnflytjendur fengu svonefnd
ryðvarnarleyfi, þ.e.a.s. leyfi til
þess að fá bilana lánaða úr vöru-
geymslu til þess að færa þá til
ryðvarnar í ryðvarnarstöðvunum,
og var þeim síðan skilað aftur eða
innleystar.
Þessi sjálfsagða þjónusta var
hins vegar afnumin, og bar Eim-
skipafélagið það fyrir sig, „að
þeir treystu sér ekki til að af-
henda bifreiðarnar úr sinni
vörzlu til ryðvarnar“, eins og það
er orðað í fréttatilkynningu þess.
Lengra náði nú umhyggja fé-
lagsins og viðleitni til að bæta
þjónustu nú ekki, þrátt fyrir boð
ryðvarnarstöðva og einstakra inn-
flytjenda um að taka á sig alla
ábyrgð og útvega þær tryggingar,
sem til þurfti.
Viljinn var ekki fyrir hendi,
þótt hér væri eingöngu um skipu-
lagsatriði að ræða.
Fé almennings
á giæ kastað
1 fréttatilkynmngu Eimskipafé-
lagsins segir m.a.:
„Félagið er almenningseign og
trútt sfnum upphaflegu markmið-
um.“
Það er fé almennings og eignir
hans, sem ráðamenn Eimskipafé-
lagsins eru að ráðstafa, þegar þeir
kasta eitt til tvöhundruð milljón-
um í algerlega óþarfa fjárfest-
ingu.
Hér f borg eru nú starfandi
fimm ryðvarnarstöðvar, og má
þar nefna Bilaryðvörn h.f., Skeif-
unni 17, og Ryðvörn s.f., Grensás-
vegi 18, auk þess, sem þrjú bíla-
umboð annast ryðvörn á sinum
bflum.
Þessir aðilar hafa hingað til
annað allri eftirspurn á ryðvörn á
nýjum og notuðum bílum, og heil-
brigð samkeppni milli þeirra hef-
ur skapað fslenzkum bflaeigend-
um völ á beztu þjónustu, sem
þekkist.
1 skjóli fjármagns og opinberr-
ar fyrirgreiðslu er Eimskipafélag-
ið komið langt áleiðis með að ná
einokunarstöðu á flutningi bfla til
landsins, og nú virðist eiga að
nota þessa aðstöðu til þess að ná
einnig einokunarstöðu í atvinnu-
rekstri, sem er algerlega utan
verksviðs skipafélaga.
Er erfitt að sjá, hvernig slfkt
samræmist upphaflegum mark-
miðum „óskabarns þjóðarinnar”.
Athugasemd frá Bílarydvörn h.f.