Morgunblaðið - 26.02.1977, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 26.02.1977, Qupperneq 33
MÖRGUNBLAÐÍÐ". LÁÚGARDACíOR 26. FEBRÚÁR 1977 Allan Palnter krftar kjuðann sinn með atvinnumannslegri ná- kvæmni og hreinsar sfðan borðið á tveim mínútum. Ekki sem verst af tveggja ára gömlu barni. Allan lærði að spiia biljard á biljardstofu hóteis f Durham f Engiandi sem foreldrar hans reka. Er þetta ekki bara heppni? „Nei,“ segir faðir hans. „Hann spilar að minnsta kosti fimm tfma á dag, hann ætti að geta orðið meistari.“ Þeir sem heimsækja vax- myndasafn Madame Tussaud í London eru beðnir að svara spurningunni hver sé að þeirra dómi fallegasta konu- Ifkneskið á safninu. 1 ár var það Twiggy sem vann. Númer tvö var Birgitte Bardott, núm- er þrjú Marilyn Monroe og f fjórða sæti var Elisabet Taylor en hún var númer eitt f fyrra. fclk f fréttum f dag situr hinn 24. ára gamli Robert Rudolph f fangelsi f Mobile, Alabama og hugsar um það að ef hann hefði ekki hrotið væri hann frjáls maður. Hann braust um daginn inn í íbúð ungrar konu, en áður en hann náði f nokk- uð verðmætt var hann truflaður og faldi sig undir rúmi. Ibúi fbúðarinnar Annie Mae Johnson heyrði einhver grunsamleg hljóð og hringdi á lögregluna. Lögreglan kom en hún fann engan. En þegar Annie Mae ætlaði að fara að sofa heyrði hún hrotur undan rúminu. Hún hringdi aftur á lögreglun og Robert Rudolph fær að hrjóta áfram í fangelsinu. Fram kemur í nýlegum bandarískum skýrslum um meðalaldur fólks í heiminum að hæsti meðalaldur kvenna er í Noregi 77 ár og 6 mánuðir. Norðmenn verða aftur á móti allra karla elstir, en meðalaldur þeirra er 72 ár og 11 mánuðir. Hafnarfjarðarkirkja Séra Áuður Eir Vilhjálmsdóttir umsækjandi um Hafnarfjarðarsókn messar sunnudaginn 27. 2. kl. 2 e.h. Messunni verður útvarpað á 1412 KHZ eða 2 1 2 metrum. Sóknarnefnd Styrktar- og minningarsjóður Samtaka Astma- og Ofnæmissjúklinga veitir i ár styrk að upphæð kr. 250.000.- Tilgangur sjóðsins er: a. að vinna að aukinni þekkingu á astma- og ofnæmissjúk- dómum. b. að styrkja lækna og aSra, sem leita sér þekkingar á ofangreindum sjúkdómum og kunnáttu i meðferS þeirra. með framhaldsnámi eða rannsóknum á þessu sviði. Umsóknir um styrkinn skulu hafa borist sjóðstjórn, ásamt fylgiskjölum í pósthólf 936 fyrir 3. apríl 1977. Sjóðstjórnin. Bókámárkaóurinn Í HUSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTR/ETI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.