Morgunblaðið - 26.02.1977, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAC.UR 26. F’EBRÚAR 1977
39
Portúgalir geymdu sína beztu
menn til leiksins við ísland
- VIÐ ERUM EKKI SIGURVISSIR, SÖGÐU ÍSLENZKU LEIKMENNIRNIR
FRA Sigtryggi Sigtryggs-
syni, fréttamanni Morgun-
blaðsins í Klagenfurt f
Austurríki:
Austur-Þjóðverjar og
Portúgalir — andstæðingar ís-
lendinga f C-riðli heimsmeistara-
keppninnar í handknattleik —
mættust í íþróttahöllinni f
Krulluæði
TÍZKAN er alltaf söm við sig,
og hún nær til hinna ólfkleg-
ustu manna. Þannig virðist nú
hálfgert „krullusði" hafa
gripið um sig meðal fslenzku
landsliðsmannanna f hand-
knattleik. 1 gær fóru þeir Jón
Karlsson og Þórarinn Ragnars-
son á hárgreiðslustofu f
Klagenfurt og létu setja f sig
svokailaðar negrakrullur.
Voru þeir ekki fyrr komnir
heim með hina nýtfzkulegu
hárgreiðslu, en fjórir aðrir
lögðu af stað og skarta þeir nú
sama höfuðbúnaði. Eru þetta
þeir Ágúst Svavarson, Bjarni
Guðmundsson, Þorbjörn
Guðmundsson og Kristján
Sigmundsson. —SS
Klagenfurt f gærkvöldi, og eins og
vænta mátti unnu Þjóðverjarnir
mikinn yfirburðasigur 36—18,
eftir að staðan hafði verið 19—8 f
hálfleik. Er þvi ekki að neita að
Portúgalir virkuðu oft á tfðum
eins og hreinir byrjendur f leik
þessum, enda geymdu þeir tvo
beztu menn sína fyrir leikinn við
íslendinga í dag, en sennilega
gera þeir sér miklar vonir um að
bera sigur úr býtum í viðureign-
inni við íslendinga. Það er hins
vegar skoðun undirritaðs að það
yrði meiri háttar slys ef við
töpuðum fyrir þeim.
íslenzku leikmennirnir
fylgdust með leiknum í gær-
kvöldi, og voru þeir sammála um
að leikurinn í dag yrði ekki eins
auðveldur og ætla mætti. —
Portúgalirnir eru greinilega
stemmningslið, sögðu þeir — og
komist þeir yfir í leiknum, getur
orðið hætta á ferðum. Við erum
þvf ekki alltof sigurvissir. Það má
ekkert út af bera hjá okkur í
leiknum.
Annars er það greinilegt að
nokkur taugatritringur er í
íslenzku leikmönnunum, enda ef
til vill ekki að furða. Þeir hafa
æft mjög mikið að undanförnu og
keppt að ákveðnu marki, og nú er
stóra stundin að renna upp.
Um leikinn í gærkvöldi er það
Óvenjulega mikil þátttaka og
líkur fyrir spennandi keppni
TALSVERÐ þátttaka er I Meistara-
móti I f rjálsíþróttum innan húss, sem
fram fer nú um helgina i Laugardals-
höll og í „Baldurshaga" undir stúku
Laugardalsvallarins. Skráðir kepp-
endur eru um 100 og eru þeir frá 12
félögum og samböndum. Flestir
keppenda eru af höfuSborgar-
svæSinu, en einnig er umtalsvert aS
keppendur koma viSa aS af landinu,
bæSi aS vestan, norSan og austan.
Flest fremsta frjálsiþróttafólk lands-
ins er maSal þátttakenda.
MótiS hefst I Laugardalshöllinni
kl. 13.00 á laugardag meS keppni i
800 metra hlaupum karla og kvenna
og hástökki og kúluvarpi karla.
Sama dag kl. 16.00 hefst svo keppni
i Baldurshaga meS keppni i 50 metra
hlaupum karla og kvenna, svo og
langstökki karla. Keppt er til úrslita I
öllum ofangreindum keppnisgrein-
um. Frjálsiþróttamenn verSa siSan
snemma á ferSinni seinni dag móts-
ins, þ.e. sunnudag, þvi þá hefst
keppni kl. 10 fyrir hádegi í Laugar-
dalshöll. meS keppni í 1500 m
hlaupi karla, hástökki kvenna.
stangarstökki og boShlaupum. Sama
dag hefst keppni i Baidurshaga kl.
14.30, en þá verSur keppt i grinda-
hlaupum beggja kynja, þristökki
karla og loks langstökki kvenna.
HvaS einstakar greinar snertir, þá
er skráSur fjöldi keppenda mestur [
50 m hlaupi karla, eSa 24. brátt fyrir
mjög slæma aSstöSu virSast og
hringhlaupin njóta vinsælda þvi [
800 m eru alls 16 keppendur skráSir
og 13 eru skráSir í 1500 metrana.
FróSlegt verSur aS fylgjast meS kúlu-
varpinu, en Hreinn H:lldórsson virS-
ist vera i hörkuformi um þessar
mundir. Skemmtilegasta keppnin
kemur þó liklegast til meS aS verSa í
hlaupum og langstökki kvenfólksins.
I þessum greinum munu m.a. þær
Ingunn Einarsdóttir, ÍR, og Lára
Sveinsdóttir, Á, etja kappi. en í lang-
stökkinu verSur Hafdis Ingimars-
dóttir einnig meðal keppenda, en
hún á ÍslandsmetiS i greininni utan-
húss. Þá mun hin efnilega Sigriður
Kjartansdóttir frá Akureyri keppa i
hlaupunum og fróðlegt verður a8 sjá
hvort hún veitir Ingunni og Láru
keppni. Timaseðill mótsins verður
annars sem hár segir:
I.AUGARDAGUR 26. febrúar
I.AUGARDAI.SHÖLI,.
Kl. 13.00 800 m. hlaup karla
lláslokk karla
— 13.40 800 m. hlaup kvenna
helzt að segja að Austur-
Þjóðverjar léku á fullu til að
byrja með og komust fljótlega í
10—1. Þar með var gert út um
leikinn og slökuðu þeir áberandi
á, sérstaklega i vörninni, enda
skoruðu Portúgalirnir oftast eftir
kæruleysi Þjóðverjanna.
Portúgalir reyndu að mætti að
halda knettinum sem lengst og
gefur því auga leið að flestar
sóknarlotur Þjóðverjanna stóðu
ekki nema örfáar. sekúndur.
Janusz Cerwinski — við verðum að vinna leikinn I dag.
Skiptir ekki máli hvort
þeir eru góðir eða slakir
— 14.00 Kúluvarp karla
kúluvarp drengja að loknu kúluv.
karla
kúluvarp kvenna að loknu kúluv.
drengja
BALDURSHAGI
Kl. 16.00 50 m. hlaup karla undanrásir
— 16.30 50 m. hlaup kvenna undanrásir
milliriðlar strax að loknum undanrás-
um og sfðan úrslit.
— 17.30 Langstökk karla.
Framhald á bls 22.
tSLENDINGAR leika f dag fyrsta leikinn 1
b-keppninni f Austurrfki, gegn Portúgölum. t
gær fylgdust fslenzku leikmennirnir með leik
Portúgala og A-Þjóðverja. t leiknum f dag verð-
ur að telja fslenzka liðið sigurstranglegra, en
ástæðulaust er þó að bóka sigur fyrirfram, það
hefur margt farið öðru vfsi en ætlað hefur verið
á stórmótum f handknattleik erlendis undanfar-
in ár.
Sigtryggur Sigtryggsson, blaðamaður
Morgunblaðsins, hélt til Austurrfkis á fimmtu-
daginn og mun hann fjalla um mótið. Þá mun
Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins
einnig verða á mótinu.
Morgunblaðið ræddi við Janus Cerwinsky
áður en hann hélt til Austurrfkis á sunnudaginn
og var hann spurður hvort leikurinn við
Portúgali yrði ekki auðveldasti leikurinn f ferð-
inni.
Leikurinn gegn Portúgal skiptir öllu máli
f þessari keppni. Við verðum að vinna þá, sagði
Janus.
— Hafa Portúgalir sterku liði á að skipa?
— Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort
lið þeira er sterkt eða ekki. Við verðum að vinna
þá, sagði þjálfarinn.
— Liðið sem leikur fyrstu leikina, verður það
hið sama og lengst af f öðrum landsleikjum
islands f vetur?
— Ég get ekki tekið neina áhættu f keppni
sem þessari og hef f leikjunum f vetur reynt 10
manna kjarna til hins ýtrasta. Tfminn hefur
verið naumur til undirbúnings, en þessir 10
menn, sem ég hef lagt mesta vinnu f, eru sterkir
leikmenn og ég treysti þeim f hvfvetna. Aðrir
leikmenn f hópnum hafa einnig fengið nokkra
reynslu f landsleikjunum f vetur og þeir verða
notaðir tii hliðar við 10 manna kjarnann, sagði
Janus Cerwinsky.
KR-iR IKORFUKNATTLEIKNUM
Ólafur Einarsson — hefur fengið
gott tilboð frá austurrfsku félagi.
UM ÞESSA helgi verfia leiknir þrir
leikir i 1. deild karla í körfuknattleik
og ber þar hæst leik ÍR og KR, sem
verður kl. 15.00 i iþróttahúsi
Kennaraháskólans i dag. Bæði liðin
eru jöfn að stigum ðsamt Ármanni
og UMFN og þvi er afar áriðandi fyrir
báða aðila að sigra í leiknum til þess
að vera með i baráttunni um efsta
sætið i Islandsmótinu og þvi má
búast við hörku skemmtilegum bar-
áttuleik.
Hinir 1. deildar leikirnir eru á milli
Ármanns og Vals annars vegar og
Fram og UMFN hins vegar og verður
að telja Ármann og UMFN örugga
sigurvegara þessara leikja, sem
verða i iþróttahúsi Hagaskólans i
dag og hefjast klukkan 14.00 með
leik Ármanns og Vals.
I meistaraflokki kvenna verða
leiknir 2 leikir, ÍR og Fram leika i
iþróttahúsi Kennaraháskólans klukk
an 17.00 i dag og á Akureyri leika
Þór og ÍS i dag klukkan 17.00.
Þá verða um þessa helgi margir
leikir i 2. og 3. deild og leika þá
meðal annars Þór Akureyri og Snæ-
fell þar nyrðra i dag klukkan 15.30
og vinni Þór leikinn má telja liðið því
næst öruggt i 1. deildina næsta ár,
þvi að þá á liðið aðeins eftir að leika
2 leiki við Hauka og verða þeir báðir
á Akureyri.
I 3. deild leika Vestmanneyingar 2
leiki við Esju og verða þeir báðir i
Eyjum. Takist Vestmanneyingum að
vinna báða leikina, hafa þeir unnið
alla leikina i sinum riðli og eru þar
með komnir i úrslitakeppni 3. deild-
ar. HG
OLAFUR FÆR TILBOÐ
EITT austurfsku dagblaðanna skýrði frá þvf í gær, að austurrfska 1.
deildar liðið Bárnsbaeh hefði gert Ólafi Einarssyni tilboð um að koma
til liðsins og leika með þvf næsta vetur. Staðfesti Ólafur þessa frétt
blaðsins f viðtali við Morgunblaðið í gær. Sagði hann að forráðamenn
félagsins hefðu komið til sfn strax eftir æfingaleik fslenzka liðsins við
Bárnshach, en leik þessum lyktaði með jafntefli 28 — 28. Ólafur lék
þennan leik með fslenzka liðinu, en Austurrfkismenn þekktu hins
vegar Ólaf frá þvf að hann lék með v-þýzka liðinu Donzdorf.
— Það er ekkert farið að fara niður f saumana á þessu, sagði Ólafur f
viðtali við Morgunblaðið f gær, — en verði af samningum mun ég
sennilega fara til liðsins f júnf.
Austurrfska blaðið skýrði frá þvf að félagið hefði boðið Ólafi 200.000
schillinga fyrir undirritun samnings, en það er upphæð sem svarar til
2,2 milljóna fslenzkra króna. Þegar Morgunblaðið bar þetta undir Ólaf,
gerði hann hvorki að játa né neita, sagði að eins að sér virtist boð
austurrfska félagsins vera mjög hagstætt, ekki aðeins það sem fengist
fyrir að skrifa undir samninga, heldur einnig launin sem boðið væri
upp á. _SS
Allir beztu með
í bikarglímunni
BIKARGLÍMA Glimusambands
íslands fer fram i tþróttahúsi
Kennaraháskóla islands sunnu-
daginn 27. febrúar. Hefst keppni
kl. 14.00. Þátttakendur í glímunni
verða alls 14 og veróa meðal kepp-
enda flestir beztu glímumenn
landsins. Meðal þeirra má nefna
Guðmund Frey Halldórsson, hinn
nýbakaða skjaldarhafa Ármanns,
bræðurna Pétur og Inga Yngva-
syni, Eyþór Pétursson, HSÞ, og
Guðmund Ólafsson, Ármanni. Má
því búast við skemmtilegri
keppni í bikarglímunni að þessu
sinni og er mjög erfitt að sjá fyrir
hver stendur að lokum uppi sem
sigurvegari.
1. DEILD KVENNA
UM helgina fara fram þrir leikir i 1.
deildar keppni kvenna i handknatt-
leik. i dag kl. 16.00 leika á Akureyri
Þór og FH. og i Laugardalshöllinni
leika i dag kl. 15.30 Vikingur og
Valur og kl. 16.30 leika Fram og KR.
Um helgina verða einnig fjölmargir
leikir í íslandsmótinu i yngri aldurs-
flokkunum.
LILJA FINNSKUR MEISTARI
Eftir þvi sem Morgunblaðið komst
næst i gærkvöldi varð Lilja Guð-
mundsdóttir úr ÍR finnskur meistari i
800 metra hlaupi á Finnlandsmeist-
aramótinu i frjálsum íþróttum innan-
húss, sem hún nú tekur þátt i, en
skemmst er að minnast að Lilja varð
Noregsmeistari i sömu grein um sið-
ustu helgi. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem við öfluðum i gærkvöldi.
sigraði Lilja i hlaupinu á 2:09.75
minútum, sem er 1/10 sekúndu
betri timi en Lilja náði á Noregs-
meistaramótinu.
Hægt er að segja að Lilja geri það
ekki endasleppt þessa dagana Að
sigra á meistaramótum Noregs og
Finnlands er ekki svo slæmur árang-
ur, þegar haft er i huga að almennt
eru frjálsar íþróttir á hærra stigi i
þessum löndum en á fslandi. Telja
verður liklegt, að Lilja hefði einnig
getað orðið sænskur meistari í 800
metrum, hefði keppni á vegalenyd-
inni ekki fallið niður að þessu sinni.
þvi að finnskar og norskar stúlkur
eru talsvert sterkari en sænskar i
millivegalengdahlaupum.
I dag mun Lilja taka þátt i 1500 m
hlaupi á finnska meistaramótinu.
Verði bestu finnsku stúlkurnar með-
al þátttakenda, mun Lilja nánast
eiga við ofurefli að etja. en ef að
likum lætur mun hún örugglega
setja islandsmet og bæta hið gamla
verulega. —ágás.