Morgunblaðið - 26.02.1977, Page 40

Morgunblaðið - 26.02.1977, Page 40
U <;IASIN<; \SI.\1JNN KR: 22480 Bl«rj}imWní>it> LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1977 VINNA féll niður f fiskvinnsluhúsunum Sjólastöðinni, Norðurstjörnunni og I.anf'eyri í Hafnarfirði f f'ærkvöldi eftir að Hlíf hafði stöðvað næturvinnu vegna deilu við vinnuveitendur um vinnufyrirkomu- lag. Fiskvinnsluhúsin þrjú hafa tekið upp vaktavinnu, sem verkalýðsfélagið telur framkvæmda án samráðs við sig. Næturvinna hefur þvf verið stöðvuð á meðan ekki semst. Ljósmyndina tók Ijósmyndari Mhl. RAX í Norðurstjörnunni f llafnarfirði í gærkvöldi eftir að starfsfólk var farið heim, en nokkrir starfsmenn löguðu til og gengu frá óunnu hráefni í geymslu. Eldsvoði á Höfn: Milljónatjón í frystihúsinu Höfn Hornafirði 25. febrúar ELDUR kom upp f sal inn af móttökusal hins nýja frystihúss á Höfn f Hornafirði f morgun um kl. 10. Verið var að setja gas á lyftara þegar kviknaði f. Starfs- menn réðu ekki við eldinn, og flúði starfsfólk hússins út vegna Framhald á bls. 22 Kjaramálaráðstefna ASÍ: Lágmarkslaun—verðlags- bætur—innflutningshöft KRÖFI R þær sem kjaramálaráðstefna Alþýðusambands Islands er lauk í fyrrinótt fól samninganefnd að fylgja fram f kjarasamningum þeim, sem f hönd fara, eru f megindráttum þessar: 100 þúsund króna lágmarks- laun ásamt hækkun vegna hækkunar framfærsluvisitölu frá 1. nóvember 1976 — 1. april 1977. Fullar verðlagsbætur á laun. Endurskoðun og framlenging bráðabirgðasamkomulags um lífeyrissjóðamál frá febrúar 1976. Breytt efnahagsstefna og stjórnvaldaaðgerðir. Væntanlega verða teknar upp einhverjar sérkröfur sem sam- eiginlegar kröfur og byggist það á mati samninganefndar Bætur almannatrygg- inga hækka um 8% og baknefndar, þegar sér- kröfur liggja fyrir. Til viðbótar þessari kröfugerð, sendi kjaramálaráðstefna ASÍ frá sér sérstaka greinargerð þar sem settar eru fram hugmyndir um það hvernig ná megi þvi markmiði að tryggja kjarabætur og fulla atvinnu án þess að það leiði til verðbólgu. Greinargerð þessi er birt í heild á bls 17 i Morgunblaðinu i dag ásamt ályktun kjaramálaráðstefnunnar, en helztu atriði { greinargerðinni eru þessi: 0 Kjaramálaráðstefnan leggur til að um eins árs skeið verði sett á sérstök innflutningshöft á ákveðnar vörutegundir, sem eru skilgreindar þannig, að þær teljist ekki til brýnna nauðsynja eða sannanlega megi framleiða innanlands á hagstæðara eða jafnhagstæðu verði og því sem er á hiið- stæðum innlendum varningi. Staða atvinnuveganna til þess að mæta kauphækkunum á að batna með því að Iækka vexti söluskatt og tolla, raforkuverð og ennfremur launaskatt um l‘/i% auk lækkunar alnienns Framhald á bls 22. „Múlafoss orðinn þéttur og réttur” „Múlafoss er bæði orðinn þéttur og réttur“, sagði Viggó Maack skipaverkfræðingur frá Eimskip f samtali við Morgun- blaðið f gær. „Það lekur ekki meira inn f skipið og búið er að dæla sjónum úr lestum. Skipið heldur frá Halmstad til Kaupmannahafnar um hádegi á laugardag, en sjópróf munu fara fram f Kaupmannahöfn. Skemmdin á skipinu er staðbundin eins og komið hefur fram i Morgunblaðinu á Framhald á bls 22. Krafízt björgunar- launa fyrir norska skipið sem sigldi á Múlafoss Skreiðin til Nígeríu: Málið leyst 99 Samið um losun fímm skipa „Skreiðarútflutningsmálin standa vel, málið er leyst og f gær eða f dag átti að senda leiðrétt- ingu á bankaábyrgðum, sem skeiðarútflytjendur hafa“, sagði Bragi Eiríksson framkvæmda- stjóri Samlags skreiðarframleið- enda f samtali við Morgunhlaðið f gærkvöldi, en hann ásamt þremur öðrum Íslendingum fóru til Nfgerfu til að vinna að lausn málsins. Komu þeir heim f gær- kvöldi og sagðist Bragi vona að I.agarfoss gæti lagt af stað strax og leiðréttingarskeytið kæmi frá Lagos, en leiðréttingarnar voru ekki komnar f bankana f Reykja- Framhald á bls 22. MATTHÍAS Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, gaf í gær úr reglugerð um 8% hækkun á almennum bótum almannatrygginga og tekur hækk- unin gildi frá og með 1. marz næstkomandi. Samkvæmt þessu hækkar elli- og örorkulffeyrir f 23.919 krónur. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, þar sem skýrt er frá þessari reglu- gerð. Samkvæmt fréttatil- kynningunni hækkar tekjutrygg- ing í 20.992 krónur á mánuði, barnalífeyrir í 12.239, mæðralaun í 2.098 krónur (eitt barn), 11.390 krónur (tvö börn), 22.778 krónur (þrjú börn), ekkjubætur, 6 mán- aða og 8 ára slysabætur í 29.970 krónur og ekkjubætur, 12 mánaóa í 22.473 krónur. Bankastjóri Utvegsbankans: Reksturinn þolir ekki gildandi lánaskilmála Geirfinnsmálið til saksóknara Öll málskjöl og gögn spanna um 3000 bls. Vextir af viðbótarlánum sjávarútvegs 11%, en lægstu sparisjóðsvextir 13% ÚTVEGSBANKINN hefur lilkynnt þeim aðilum, sem starfa f frysti- iðnaði og sjávar útvegi, að þeir geti ekki búizt við svokölluðum viðbótarlánum, sem gert hafði verið ráð fyrir að þeir fengju á þeim kjörum er rætt hafði verið um. Þetta er gert vegna reksturs hankans, þar sem lánakjör hafa verið þau að lántakendur þessara lána greiða 11%. Á sama tfma verður hankinn að greiða t.d. 16% af ársbókum og sé um vaxtaaukainnlán að ræða, verður bankinn aðgreiða f vexti 22%. Lægstu innlánsvextir sparisjóðsbóka eru 13%. SAKADOMUR Reykjavíkur afhenti f gær saksóknaraembætt- inu málskjöl Geirfinnsmálsins svonefnda til frekari ákvörðunar. Að því er Örn Höskuldsson, sakadómsfulltrúi, tjáði Morgun- blaðinu í gær lætur nærri að sjálf málskjölin séu að vöxtum milli 1700 og 1800 blaðsíður en auk þess er um að ræða ýmis vinnu- skjöl, hann kvað þannig eitt ein- tak af málinu i heild vera um 3 þúsund blaðsiður. Hins vegar hefur verið leitast við að leggja málið fyrir saksókn- ara með sem aðgengilegustum ha&ttí, þannig að örn taldi að ekki þyrfti að taka mjög langan tíma fyrir saksóknara að kynna sér öll atriði málsins, enda þótt það væri svo vióamikið. Jónas Rafnar bankastjóri kvað þessa lánaskilmála ákaflega óhag- stæða bankanum, ekki sizt þegar tekið væri tillit til þess að útlán bankans væru þannig, að sjávar- útvegur hefði þar 60%. Þetta hlutfall hefur sífellt verið að auk- ast og fyrir 10 árum var það að- eins 36%. „Rekstrarlega séð hreinlega þolir bankinn ekki að fá svo lága vexti af þessum lán- um. Hins vegar fara lánsupphæð- ir af svonefndum reksturslánum út í báta eftir þvi, hve bátarnir eru stórir. Þar eru heldur ekki nema 11% vextir, gegn veði í afla.“ í reglum Seðlabankans er þetta þannig, að lán gegn öðrum veðrétti í útflutningsafurðum lán- ar Seðlabankinn 58% af áætluðu skilaverói. Greiða menn fyrir þau lán um 8% vexti. Utvegsbankinn greiðir fyrir þessi lán Seðlabank- anum 7%% í vexti. Jónas sagði, að þetta væru vissulega mjög hag- stæð lán til frystjhúsamanna. Ofan á þetta lánar bankinn siðan 28 til 29% og eru það þessi við- bótarlán. Samkvæmt reglu Seðla- bankans hefur Útvegsbankinn fengið af þeim hiuta 11% vexti. Bankástjórn og bankaráð Útvegsbankans telur.að bankinn hafi ekki lengur efni á að lána með þessum kjörum, sagði Jónas Rafnar. „Þetta þýðir þó alls ekki að við séum hættir að veita þessi lán. Við verðum að fá heimild til Framhald á bls 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.