Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 7 I-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------' Erlendur lána- kostnaður Það gildir sama lögmál um tekjur og útgjöld þjóðarbúsins og hvers heimilis í landinu. Sú verðmætasköpun sem hverju sinni verður til í þjóðarbúinu þarf að risa undir þjóðareyðslunni, bæði einkaneyzlu þegn- anna og samneyzlu þeirra (útgjöldum ríkis og sveitarfélaga), þar með töldum þeim kostnaði, sem leiðir af erlendum lántökum til framkvæmda í landinu. Óeðlileg skulda- söfnun, sem ekki leiðir til arðsemi eða gjaldeyrisöfI unar, kemur niður á þjóðarheildinni síðar, oft fyrr en siðar, í rýrari lifs- kjörum. Erlend skulda- söfnun fór ört vaxandi á vinstri stjómar árunum, stundum til þarfra hluta, en þvi miður einnig í um- frameyðslu, og hún hefur ekki hægt verulega á sér siðan. Stefnt er að þvi að um fimmtungur þjóðar- tekna hverfi Í ertendan lánakostnað, afborganir og vexti, þann veg að „óskiptur aflahlutur" þjóðarinnar skerðist um 20% af þessum sökum einum. Hlutur sam- neyzlu í þjóð- artekjum Jafnframt hafa rlkisum- svif hvers konar vaxið hröSum skrefum. Vaxandi kröfur eru gerSar til rlkis og sveitarfélaga um marg- hatdaSa þjónustu og framkvæmdir, sumar á rökum reistar, en aSrar ekki eSa ótimabærar. miSaS viS efnahags- ástandiS I þjóSfélaginu. Þá er ekki ávallt hugaS aS því, aS vöxtur samneyzlu þýSir vöxtur skattheimtu, því samneyzlan og skatt- heimtan eru tvær hliSar sama hiutar, opinberrar þjónustu og framkvæmda aS viSbættu rikiskerfinu. Þvi stærri hlut sem samneyzlan tekur til sin af þjóSartekjum hverju sinni, i beinum og óbein- um sköttum, þeim mun minna verSur eftir til deil- ingar milli þjóðfélags- þegnanna i rauntekjur til einkaneyzlu, framfærslu heimilanna i landinu. Þar af leiSir aS fara verSur meS gát I meSferS opin- bers fjár og koma i veg fyrir, aS samneyzlan fari yfir ákveSiS, eSlilegt hlut- fall af heildartekjum þjóSarinnar. Samneyzla er þörf og nauSsynleg aS vissu marki, en hún má ekki ganga þaS langt. aS i raun sé veriS aS taka ráS- stöfunarrétt hins almenna borgara á eigin aflafé af honum. Og hún má ekki ganga þaS nærri undir- stöSuatvinnuvegum þjóSarinnar, aS dregiS verSi úr eSlilegum vexti þeirra og endurnýjun, þann veg aS þeir geti ekki tryggt atvinnuöryggi eSa sanngjarnar launa- greiSslur til starfsfólks sins. Sparifjármynd- un i þjóð- félaginu Þegar samneyzlan og erlendur lánakostnaður hafa tekið sinn hlut af þjóðartekjum verður eftir sá hlutur, sem þegnarnir fá til framfæris og spari- fjármyndunar, þegar um hana er að ræða. En spari- fjármyndun er hverju þjóðarbúi nauðsynleg, þótt fátt hafi verið gert til að styrkja þá viðleitni, enda raunvextir I innláns- stofnunum neikvæðir um langt árabil. Þeir hafa ekki haldið I við verðbólg- una, sem er helztur mein- vættur fslenzkra efna- hagsmála í dag. Það kom fram t umræðum á Alþingi nýverið að neikvæðir vextir urðu allt að 19% 1973, í endaðan feril vinstri stjórnarinnar. — Sparifjármyndun verður þó naumast tryggð með eðlilegum hætti, nema sparif járeigendur fái að minnsta kosti jafnverð- mæta fjármuni út úr inn- lánsstofnunum og þeir leggja inn í þær. Kjarasamn- ingarnir framundan Eðlilegt er, a8 hlutur láglaunafólks og lifeyris- þega verði réttur, eftir þvi sem aSstæSur leyfa, í komandi kjarasamn- ingum, án þess aS hlut- fallsleg hækkun sigli upp alla kjarastiga og út i verSlagiS. til aS brenna upp enn einu sinni „kjara- bætur" hinna verst settu. Haftakröfur eru furSu lifseigar, ná jafnvel inn i annan stjómarflokkinn en þær koma ekki aS gagni þeim launþegum, sem mest þurfa á kjarabótum aS halda, þvert á móti. ÞaS kom á óvart aS ASÍ, undir forystu Björns Jónssonar. skyldi draga slikar svartnættisóskir aS hún. Er byrjud með megrunarkúrana aftur Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrum. Megrunarnudd. partanudd og afslöppunarnudd. Nudd —- sauna — mælingar — vigtun — matseðill Nudd- og snyrtistofa, Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85 Kópavogi Opið til kl. 10 öll kvöld Bílastæði, Sími 40609. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUN! 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888 Tveir bandarískir kórar Menningarstofnun Bandarfkj- anna 27. febr. 1977. Flytjendur: Philomusica, stjornandi Brent Miller, Trenton State College Graduate Chorale, stjórnandi dr. Ruth Ann Harrison. Efnisskrá: Flutt voru lög úr ýmsum áttum. Tveir bandarískir kórar stöldruðu við hér um helgina og sungu I Menningarstofnun Bandarikjanna við Neshaga. Kórarnir munu hafa komið með stuttum fyrirvara, og er það sennilega skýringin á hve kon- sertinn var lítið auglýstur, enda áheyrendur fáir.— Philomusica reið á vaðið og hóf söng sinn með nokkrum Brahms-lögum. I kórnum, sem er mjög fámennur eða aðeins Tönllst eftir EGIL FRIÐLEIFSS0N 12 söngvarar, eru margar góðar raddir sem hins vegar hjómuðu ekki alltaf nógu vel saman, og söngurinn á köflum tæpast nógu hreinn, enda erfitt að syngja í bókasafninu við Nes- haga, sem ekki er hentugur konsertsalur sfst fyrir kórsöng. Ferðaþreyta kann líka að hafa haft sitt að segja. Best fannst mér þeim takast við lagið „Sing to the Lord “, sem var sérlega vel raddsett.— Síðari kórinn hét „Trenton State College Graduate Chorale" en þó nafnið sé langt voru kórmeðlimir aðeins 9, sem sumir hverjir höfðu góðar radd- ir. Áhugaverðustu lögin á efnis- skrá þeirra voru þrir madrigalar frá 17. öld, sem þeir sungu laglega, þó varla sé hægt að tala um kórhljóm, þegar um svo fámennan fiokk er að ræða. Einnig var negrasálmurinn „Rockin Jerusalem" skemmti- legur. Sérstaka athygli vakti rödd Diana Williams, sem auk þess að vera önnur tveggja er skipuðu fyrsta sópran, söng nokkur einsöngslög af smekk- vfsi. Að lokum sungu kórarnir tvö lög saman. Hafi þeir þökk fyrir komuna. Egill Friðleifsson. Vinnuaðstoð í sveitum: Kostnaður áætlaður 60 milljónir króna EINS og frá var greint f blaðinu fyrr f vikunni hefur verið lagt fram á Búnaðarþingi, sem nú sit- ur f Reykjavík, frumvarp til laga um vinnuaðstoð f sveitum. Gerir frumvarpið ráð fyrir að bóndi eða sá, sem veitir búi forstöðu geti fengið aðstoð við nauðsynleg bú- störf, þegar veikindi, slys eða önnur forföll ber að höndum. Frumvarp þetta er samið af milli- þinganefnd Búnaðarþings og sagði Agnar Guðnason, einn nefndarmanna, f samtali við Morgunblaðið í gær, að frumvarp- ið gerði ráð fyrir heimild til handa búnaðarsamböndunum að setja á stofn vinnuaðstoð hvert á sfnu sambandssvæði. Aðspurður, um hvað nefndin gerði ráð fyrir að kostnaður af framkvæmd vinnuaðstoðarinnar yrði, sagði Agnar, að miðað við frumvarpið eins og það væri nú og núverandi kaupgjald mætti gera ráð fyrir að heildarkostnað- ur á ársgrundvelli yrði um 60 milljónir króna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði % hluta kostnaðar við aðstoðar- þjónustuna og W verði greiddur úr sveitarsjóðum á sambands- svæði viðkomandi búnaðarsam- bands. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að 150 bændur séu að lág- marki að baki hverjum aðstoðar- manni og yrðu þá 30 aðstoðar- menn á öllu landinu. Agnar sagði að þetta frumvarp væri að mestu sniðið eftir norskum lögum um sama efni en í þeim væri þó gert ráð fyrir að hámarkstími, sem hver bóndi gæti haft aðstoðar- mann væru 12 dagar en f frum- varpi sinu hefði nefndiii lagt til að samsvarandi tími yrði 24 dag- ar. Og er í því sambandi tekið tillit til sambærilegra réttinda annarra launþegahópa í landinu, sagði Agnar að lokiim. Bokamarkaóurinn Í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI argus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.