Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 — Allt er þá... Framhald af bls. 15 hassið rati ekki svipaða leið, því miður. Og sv skólað vændi lestina! Sjálfsagt vænta sumir betri uppskeru af þvl en af vín- og hassneyslunni. Máski að þeir haldi að það efli viljaþrekið, skerpi námsgáfurnar og auki ástundunarsemi og trúmennsku. En aðrir sjá nokkra hættu þvi samfara fyrir barnið og ungling- inn að rifin sé upp með þeim á ótfmabærum tlma ein af sterk- ustu frumhvötum mannsins og gerð að ómerkilegu leikfangi. Enn hefur ekki tekist að snúa við hjóli þróunarinnar. Enn hefur engin leið virst liggja til baka fyrir manninn til sakleysis- ástands skepnunnar, til lifríkis hinna lögbundnu hvata og blindu en rökvissu eðlisávlsunar dýrsins. Allar tilraunir mannsins og fálm i þá átt hafa hingað til aðeins leitt hann inn I blindgötu, sem liggur neðar llfríki skepnunnar. HRHhhKÍÍWMMIHHR Ljósm. Mbl. RAX. Til ráðstefnu Rannsóknarráðs var boðið fulltrúum ýmissa stofnana og félaga, sem einhver afskipti hafa af landbúnaði. I>róun landbúnaóar rædd á ráðstefnu: Vaxtarmöguleikar ís- lenzks landbúnaðar helst í aukabúgreinum? RANNSÓKNARRAÐ ríkisins efndi á föstudag til ráðstefnu um þróun landhúnaðar. Var til þess- arar ráðstefnu boðað til að fjalla um skýrslur þær, sem Rann- sóknaráð rfkisins lét vinna um þróun landbúnaðar til 1985 og fylgirit þeirrar skýrslu Þróun sauðfjárræktar til 1985. Var ráð- stefnan liður f gerð langtfmaáætl- unar fyrir rannsóknir og þróunar- starfsemi fyrir atvinnuvegina, sem Rannsóknaráð hefur unnið að um þriggja ára skeið. Þátttak- endur f ráðstefnunni voru frá ýmsum félögum og stofnunum, sem einhver afskipti hafa af land- búnaði og voru þátttakendur 100. Að ioknum þremur framsögu- erindum var þátttakendum skipt f nfu umræðuhópa, sem ræddu ýmsa þætti landbúnaðar, s.s. markaðsmál, fjármagnsþörf og fjármagnsnýtingu,- framleiðslu- markmið landbúnaðar og vinnslu og markaðsfærslu landbúnaðar- afurða. Framsöguerindi fluttu sem fyrra sagði Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, er ræddi um land- búnaðinn I íslenskum þjóðar- búskap, Bjarni Arason ráðunaut- © INNLENT ur, formaður stjórnar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, fjall- aði um rannsóknir I þágu land- búnaðar, og Jónas Jónsson rit- stjóri, formaður starfshóps Rann- sóknaráðs um þróun iandbún- aðar, er greindi frá skýrslum Rannsóknaráðs um þróun land- búnaðar og ræddi spurninguna, hvað er landbúnaður? Þá var þátttakendum skipti I umræðu- hópa og miðaðist starf þeirra við að sem flestar hugmyndir kæmu fram og voru þær allar skrásettar á sérstka miða er síðar verður unnið úr. Að loknu starfi umræðuhópa var gerð nokkur grein fyrir þeim helstu hugmyndum, sem þar komu fram og verða hér nefnd nokkur atriði. Fram kom að nayð- syn væri á að verðleggja ullina hærra en nú er gert, því bæði væri að ull skorti titl verksmiðja og hagkvæmt væri að lækka verð á kindakjöti, sem yrði þá jafn- framt. hagstæðara til útflutnings. Talið er að hægt sé að auka kjöt- neyslu hér og vár I þvl s.ambandi nefnt að kjötneysla á mann I Bandaríkjunum væri 120 kíló á ári en hér 60 kíló. Rætt var um að setja þyrfti aukinn kraft og fjár- magn I vöruþróun á landbúnaðar- vörum, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Varðandi útflutning á kinda- kjöti var talið rétt að reyna að auka hann og benti á að stórir sölusamningar þýddu I raun lágt verð fyrir vöruna. Fram kom að breyta þyrfti því fyrirkomulagi, sem nú rlkir að mestu I afurða- sölu bænda og vinnsla og sala landbúnaðarvara fari fram innan kaupfélaga, heldur sé eðlilegt að þessi starfsemi sé i höndum fé- laga framleiðenda. Þá má nefna að rætt var um að breyta þyrfti fyrirkomulagi útflutningsbóta þannig að hægt væri að nýta þær vörur, sem aðeins fengist Iágt verð fyrir erlendis á heimamark- aði og var f því sambandi vitnað til útflutnings á undanrennudufti til Sviss á sl. ári. Einnig kom fram sú skoðun að vaxtarmöguleikar íslensks landbúnaðar væru ekki I hinum hefðbundnu búgreinum, sauðfjárrækt og nautgriparækt, heldur I ýmsum aukabúgreinum. — Flúorblöndun Framhald af bls. 15 ár þar til eituráhrifin brjótast fram og sjúklingurinn er úr- skurðaður ólæknandi. . .“ Nýjustu rannsóknir halda fram að ekki sé mögulegt að setja fram ákveðið, hættulaus mörk fyrir eiturefni sem hafa þá eiginleika að safnast fyrir I vefjum. Engin öryggismörk eru því til fyrir fluor... Prófessor I efnafræði Arvid Hedvall segir að allar upplýs- ingar um hættulaust magn fluor sé I lausu lofti, og án vísindalegrar undirstöðu... Líffræðingurinn John J. Mill- er fyrrverandi ritstjóri Chemical Abstracts hefur sýnt fram á hvernig fluor stöðvar fjölda lifsnauðsynlegra hvata- áhrifa með þvíað binda sig við og koma I veg fyrir magnesium starfsemina. Afleiðingar þessa geta komið fram I alvarlegum blóð- og taugasjúkdómum... Það er sannað að eituráhrif fluors aukast meðal þeirra sem haldnir eru vöntunarsjúkdóm- um... Nýjustu fréttir sem mér hafa borizt frá Bandaríkjunum frá þvl ég skrifaði seinustu grein upplýsa að yfir 1000 borgir og 175 sveitarfélög hafi hætt fluor- blöndun eftir að hafa notað það um nokkurt skeið. Lokaorð í þrem greinum hef ég gert grein fyrir helztu staðreyndum viðvfkjandi fluorblöndun vatns. Það er eingöngu gert með það fyrir augum að aldrei verði reynt að eyðileggja hið tæra islenzka vatn sem frægt er um heim allan fyrir gæði. Jafn- vel svo rómað að talað er um útflutning á því. í heimi sem stöðugt verður mengaðri væri það verðugra verkefni allra sem um heil- brigði hugsa að hlúa að því sem enn ber merki ferskleika. Það er trúa mln að fólk hafi verið vanbúið að gera sér grein fyrir þeim áhættusparnaði sem þarna hefur verið gerð tilraun til að bæta á okkur, og þær upplýsingar sem ég hef dregið fram bæti þar um. — Um fiskmjöls- verksmiðju Framhald af bls. 13. rækja fiskmjölsverksmiðju á ut- anverðu Snæfellsnesi, sem unnið gæti feitan fisk og fiskúrgang. Rikisstjórnin lét ekki hefja at- hugun á þessari samþykkt AI- þingis fyrr en sfðastliðið haust, og enn er nefnd að störfum um fisk- mjölsverksmiðjur I landinu og hafa engar niðurstöður enn birst úr þessari athugun rikisstjórnar- innar. Stjórn Nesmjöls h.f. hefur fyrir alllöngu látið gera kostnaðaráætl- un um byggingu 500 tonna verk- smiðju, og hefur nú lagt fram umsóknir um lánafyrirgreiðslu hjá opinberum sjóðum, við bygg- ingu slíkrar verksmiðju I Rifi eða Ólafsvík eftir því hvor staðurinn yrði talinn hentugri. Hreppsnefndir Ólafsvikur- hrepps og Neshrepps utan Ennis hafa á sameiginlegum fundi á Hellissandi þann 23. febrúar 1977 ákveðið að styðja af alefli áform Nesmjöls h.f. um byggingu slíkr- ar verksmiðju, og munu sameigin- lega beita sér fyrir beinum stuðn- ingi og víðtækri samstöðu um málið. Hreppsnefndirnar beina þeim eindregnu tilmælum til stjórn- valda að jákvæð fyrirgreiðsla verði veitt I þessu þýðingarmikla máli, svo framkvæmdir geti hafist hið fyrsta. Vidhaldsnámskeid fyr- ir lækna í Reykjavík Stjórn Læknafélags íslands mótmælir tóbaksauglýsingunum STJÓRN Læknafélags Islands hefur gert eftirfarandi ályktun: „Stjórn L.l. minnir á áiyktun aðalfundar 1975 um skaðsemi tóhaksreykinga. Umboðsmenn tóbaksframleið- anda hafa nú nýlega aukið mjög auglýsingastarfsemi slna, sem samrýmist ekki tilgangi laga- ákvæða um bann við tóbaksaulýs- ingum. Þessi auglýsingastarfsemi vinnur gegn stóraukinni fræðslu I skólum landsins um hættulegar afleiðingar reykinga. Stjórn L.í. átelur harðlega þennan aukna áróður fyrir tóbakssölu og skorar á Alþingi og ríkisstjórn að koma I veg fyrir hann með afdráttarlausari laga- ákvæðum. Jafnframt vill stjórn L.í. hvetja stjórnvöld til að hefja nú þegar undirbúning að setningu heildar- löggjafar um ráðstafanir til að draga úr tóbaksneyslu. t Reykjavfk eru nú staddir fimm kunnir danskir vfinda- menn. Eru þeir hingað komnir f boði námskeiðs- og fræðslunefnd- ar læknafélaganna, sem stofnuð var fyrir fimmtán- árum og er Árni Björnsson læknir formaður hennar. Dönsku læknarnir hafa gengist fyrir námskeiðum hér sfð- an á miðvikudag, sem tæplega þrjátfu fslenzkir læknar hafa sótt og þrfr færeyskir, sem hingað var boðið. Námskeiðin eru f tölfræði fyrir lækna og læknisfræðilegum rannsóknaraðferðum. En eins og Árni Björnsson sagði er brýn nauðsyn á nám- skeiðum, sem þessum og er þetta þriðja árið f röð, sem þau eru haldin. Árni Björnsson sagði enn- fremur að þekking á sviði læknis- fræðilegra rannsókna væri nauð- synlegur liður f allri vfsindalegri vinnu við læknastörf. Hópurinn, sem hingað er kom- inn er undir forystu dr. Povl Riis, sem er yfirlæknir við lyfjadeild Herlev-sjúkrahússins I Kaup- mannahöfn. En það sjúkrahús er af mörgum talið eitt hið fullkomn- asta norðan Alpafjalla. Þetta er I nfunda sinn sem dr. Povl Riis kemur hingað til lands og hefur hann verið með á þeim þremur námskeiðum, sem haldin hafa verið síðastliðin ár. Hann er sér- fræðingur á þessu sviði, þ.e. I sambandi við námskeiðahald fyr- ir lækna og hefur ferðast vltt og breitt um sitt eigið land og haldið fyrirlestra. Aðrir I hópnum eru: Dr. med. Henrik Wulff, yfirlæknir við sama spftala og dr. Riis, dr. med. Björn Andersen yfirlæknir á handlæknisdeild Herlev sjúkra- hússins, dr. Erik Juhl, yfirlæknir á Hvidrove Köbenhavnskommune Universitets Hospital og dr. Olaf Bonnevie, sem er fyrsti aðstoðar- yfirlæknir á sama spltala. AHir eru þessir læknar Islensk- um starfsbræðrum. sínum að góðu kunnir fyrir greinar I Bekjriatlma- ritum, en auk þess hafa þeir'allir komið hingað áður og sumir oft. Prófessor Riis hefur áður gengist fyrir tveimur námskeiðum I töl- fræði fyrir íslenzka lækna, árin 1971 og 1974. Að sögn hefur verið mjög mikill áhugi fyrir þessum námskeiðum og sagði Árni Björnsson að ís- lenzkir læknar væru mjög ánægð- ir með að hafa fengið hingað þrjá starfsbræður sna frá Færeyjum og vonuðu þeir að það yki sam- skipti milli lækna þessara landa. Námskeiðið hófst síðastliðinn miðvikudag og stendur fram að hádegi I dag. Á því er fjallað um þau atriði tölfræði, sem koma læknum mest að notum við læknisfræðilegar rannsóknir og auðvelda lausn rannsóknarverk- efna. Einnig koma þessi atriði að gagni við að meta vísindalegt gildi rannsókna. Hlutverk nám- skeiðs- og fræðslunefndar lækna- félaganna er að standa fyrir nám- skeiðum sem þessum, þannig að haft sé á hraðbergi það nýjasta og bezta á sviði lækninga. Sagði Árni að hann vonaði að I framtíðinni fengju læknar vissa punkta fyrir þátttöku á námskeið- um sem þessum, sem metnir væru til framhaldsnáms. Dr. Povl Riis flutti I fyrrakvöld fyrirlestur um siðfræði læknis- fræðinnar I víðtækum skilningi fyrir lækna og læknanema á Landspftalanum. Sólarferð í 40. sinn Síðastliðið laugardagskvöld, var 40. sýning I Þjóðleikhúsinu á leik- riti Guðmundar Steinssonar, SÓLARFERÐ, sem sýnt hefur verið síðan I haust. Um 20 þúsund manns hafa séð verkið. Leikstjóri Sólarferðar er Brynja Benediktsdóttir en með aðalhlutverkin fara Róbert Arn- finnsson og Þóra Friðriksdóttir. Meðal annarra leikenda eru Bessi Bjarnason, Guðrún Stephensen, Flosi Ólafsson, Gísli Alfreðsson, Anna Kristfn Arngrfmsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Bjarni Steingrímsson o.fl. í verkinu, sem er lýsing á hjónabandi íslenskra hjóna, Stefáns og Nínu, er jafnframt brugðið upp gamansamri lýsingu á nokkrum íslendingum I Spánar- ferð. Sólarferð er þriðja verk Guðmundar Steinssonar, sem sýnt er I Þjóðleikhúsinu. Áður hefur leikhúsið sýnt eftir hann FORSETAEFNIÐ og LÓKAS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.