Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 Leið 10 verður kveðju- ferð Pele kölluð Pele, brasniski knattspyrnu- maðurinn, sem að margra dómi er bezti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið fyrr og sfðar mun leggja skóna endanlega á hilluna í september n.k., er samingur hans við bandarfska knattspvrnuliðið New Vork Cosmos rennur út. Hefur fólagið ákveðið að kveðja Pele á mjög virðulegan hátt, enda hefur hann reynst þvf góður liðsmaður, ekki aðeins á knatt- spyrnuvellinum, heldur utan hans. Hefur Cosmos félagið ákveðið að taka á leigu DC-8 flugvél og ferðast um heiminn. Er áætlaður kostnaður við ferð þessa um 150 milljónir króna. — Við ætlum að kveðja Pele með þessu ferðalagi, hefur framkvæmdastjóri Cosmos, Clive Toye, sagt, og kallar hann ferð þessa „leið tíu“ vegna þess að númerið á búningi Pele er 10. Ákveðið hefur verið að Cosmos leiki einn leik í hverri heimsálfu, og mun leikurinn í Evrópu væntanlega veKja mesta athygli, en áformað er að Cosmos leiki á Wembley í London við enska landsliðið sem varð heimsmeistari i knatt- spyrnu árið 1966. Liðið kemur siðan aftur til New-York í lok september, og þar mun Pele leika með þvi gegn sínu gamla liðið Santos. Er áformað að Pele leiki fyrri hálfleikinn með Cosmos en seinni hálfleikinn með Santos, sem tákn þess að hann snýr aftur til Brasilíu. Pele hefur fengið tilboð um að gerast aðalþjálfari brasilíska landsliðsins fyrir heims- meistarakeppnina í Argentínu 1978, og er hann ákveðinn að taka því boði. Eru Brasilíu- menn mjög bjartsýnir á að Pele muni leiða liðið til sigurs í keppninni. Pele hefur átt gífurlegum vinsældum að fagna i Banda- rfkjunum og hefur Cosmos félagið hagnast mikið fjárhags- lega á dvöl hans þar, þrátt fyrir að launin sem það greiðir Pele séu svimandi há. Hefur félagið ákveðið að kaupa til sfn fræga knattspyrnumenn þegar Pele fer frá því, og er Franz Becken- bauer, fyrirliði þýzka heims- meistaraliðsins efstur á blaði. Telur félagið sig tilbúið að greiða fyrir hann upphæð sem svarar til 600 milljóna íslenzkra króna. — Við munum á næstu fimm — sex vikum gera samninga við nokkra knattspyrnumenn frá Evrópu, og vonumst eftir þvf að verða innan fárra ára með í baráttunni um heimsbikar félagsliða, lætur Clive Toye hafa eftir sér. Það verður ekki annað sagt en að mikill stfll sé yfir hástökki Stefáns Þ. Stefánssonar, ÍR, sem hér æfir sig i Laugardalshöllinni. Stefán vann eitt athyglisverðasta afrekið á yngri flokka mótinu i Hafnarfirði um helgina er hann stökk 1.68 metra, aðeins 14 ára gamall. Hefur Stefán tekið stórstigum framförum i vetur og er líklegur til mikilla afreka þegar fram líða stundir (Ijósm. ágás). Meístaramót yngstu í frjálsum íþróttum: Sjaldan fleiri þátttakendur á einu móti „Þaó var óhemjumikill fjöldi þátttakenda á þessu móti, eða um 180, og f sumum greinum jafnvel upp f 50 krakkar, eins og t.d. f langstökki án atrennu f telpna- flokki. Það var því nokkuð erfitt að skipuleggja þetta mót og fram- kvæma, en ég held að það hafi STJORN FRJALSIÞROTTADEILDAR KR SKAUT AFTUR YFIR MARKK) - Birni Blöndal og félögum svarað Undirritaður sér sig tilneyddan til að svara aftur skrifum stjórnar frjálsíþróttadeildar K.R. í Morgunblaðinu þann 19. febrúar þó svo, að máli þessu væri lokið af minni hálfu í síðustu grein. Ég tel mig ekki eiga það skilið af stjórn frjálsíþróttadeildar K.R. , að hún skuli hafa slík skrif í frammi á opinberum vettvangi. Það hefur ekki staðið á mér á liðnum árum, án launa, að leið- beina frjálsíþróttamönnum K.R. og jafnvel skrifa fyrir þá æfinga- prógrömm. Eins að koma þeím í mót og æfingabúðir erlendis. Alla slíka fyrirgreiðsfu mun ég nú endurskoða vegna þessa máls. Mig undrar stórlega að stjórnar- menn frjálsíþróttadeildar K.R. skuli leggja nöfn sin við þessar greinar sínar. Björn Blöndal, iþróttaritstjóri Vísis, á mesta sök á þvi hvernig máli þessu er nú komið. A iþróttasíðu blaðsins 25. janúar var þvi slegið upp, að ég neitaði að starfa með rússneskum þjálfara. Eins voru undrunarskrif þess efnis, að ég vildi ekki taka þessu boði. Þetta var skrifað án þess að ræða við mig. Björn Blöndal hafði alla milligöngu um ráðningu mína til K.R. sem þjálf- ari. Hann var potturinn og pann- an í samningaumleitunum K.R. gagnvart F.R.Í. stjórninni um hugsanlega komu erlenda þjálfar- ans eftir 24. janúar. Kannski voru einhverjir fleiri utan stjórnar frjálsíþróttadeildar K.R. sem höfðu áhuga á því, að af þessum samningum yrði og þá mér í óhag. Þann 24. janúar, þegar það kom til greina, að erlendi þjálfarinn gæti komið, ákvað ég strax að leggja niður störf þar til ákveðið yrði hvað yrði um rússneska þjálf- arann. Ég ræddi óformlega við þrjá úr stjórninni um þetta mál. Þá Björn Blöndal, Olfar Aðal- steinsson og Þorleik Karlsson. Helgi Eiríksson, formaður deildarinnar, og Bjarni Stefáns- son ræddu ekki við mig um þessi mál eftir þann 24. janúar. Hvernig geta Helgi og Bjarni lagt nöfn sín við skrif um orð, sem þeir hafa ekki heyrt mig segja. Björn Blöndal, Úlfar og Þor- leikur gera þeim þar vafasaman greiða, að draga þá inn í þetta. Björn Blöndal á mesta sök á þess- um rangfærslum, sem fram hafa komið t.d. gagnvart F.R.Í. stjórn- inni um kröfu þess efnis, að ég yrði gerður að landsliðsþjálfara . Varðandi sífelldar dylgjur þess efnis, ð ég hafi látið pólitiskt mat ráða afstöðu minni gagnvart er- ienda þjálfaranum, er það að segja, að ég vísa þeim aftur til föðurhúsanna sem grófum rang- færslum á ummælum mínum. Ég hef áður í skrifum minum gert grein fyrir því, hvað réð afstöðu minni. iþróttafréttaritara Visis, Birni Blöndal, sæma ekki sí- felldar rangfærslur um þetta mál. Ég er einfær um að ræða við stjórnarmenn F.R.Í. um óskir mínar og blanda að sjálfsögðu engum í þau mál. Áður en ég skrifaði undir samninga við K.R., hefði ég einungis viljað fá að vita hjá F.R.Í. stjórninni, hvort mér væri ætlað að fara einhverjar ferðir sem fararstjóri eða þjálfari fyrir F.R.I. i sumar. Ég ætlaði i tíma að ráðstafa sumarfríi mínu eftir því og jafnvel hafna að starfa nokkuð, hentaði mér það betur. Furðulegt var, að Björn Blöndal og Úlfar Aðalsteinsson lögðu alla áhersiu á það, að ég skrifaði undir samninga þann 28. jan. en gátu ekki beðið til 1. febrúar. Kannski var ástæðan, sú, að þeir geróu sér vonir um að hægt væri aó ná samningum við F.R.Í.-stjórnina um komu rússneska þjálfarans á einhvern hátt daginn eftir þann 29. janúar. Ég vildi að sjálfsögðu ekki skrifa undir neina samninga fyrr en eftir F.R.Í.-fundinn þann 29. janúar. Ég vildi heyra afstöðu F.R.I.- stjórnarinnar og forystumanna félaga um það á hvern hátt þeir vildu ráða erlenda þjálfarann, ef til kæmi eða hreinlega hafna boð- inu. Þetta er kjarni málsins. Stjórn deildarinnar reynir að fegra málstað sinn með útúrsnún- ingum. Þeir ræða um pólitiska afstöðu — um samningsrof o.fl. Þeir láta sér sæma skæting í minn garð í öðru orðinu en hæla mér i hinu og ljúga til um kröfu þess efnis að ég gerði það að skilyrði að verða landsliðsþjálfari. Nú er mál að linni. Það gleður mig, að stjórnarmenn ætla að verða ábyrgir í gerðum sínum í framtíðinni. Slíka forystumenn vantar frjálsiþróttahreyfinguna sárlega. Deilur um einstök ágreiningsmál mega ekki verða til þess að áhugamenn um frjálsar iþróttir beri ekki gæfu til að standa saman um að efla þær og styrkja, þvi það er mikið alvöru- mál hversu fáir menn bera starfið uppi í frjálsíþróttahreyfingunni. Af minni hálfu er mál þetta út- rætt á þessum vettvangi nema að alveg sérstakt tilefni gefist til enda hafa lesendur sjálfsagt lit- inn áhuga á frekari þrefi um þetta efni. Reykjavík 20.2.77 Ólafur Unnsteinsson. bara tekizt vel,“ sagði Haraldur Magnússon í Hafnarfirði er við leituðum frétta af meistaramóti tslands 1 flokki sveina, meyja, pilta og telpna f innanhússfrjáls- fþróttum sem haldið var f íþrótta- húsinu f Hafnarfirði um fyrri helgi, en FH-ingar sáu um fram- kvæmd mótssins. Að vanda voru margir þátttak- endur, en þeir hafa þó sjaldan eða aldrei verið jafnmargir og að þessu sinni. Það er þó eftirtektar- vert að af er sú þróun sem áður var að mörg aldursflokkamet yrðu sett á móti þessu. Bendir þetta sennilega einna helzt til þess að metin í þessum aldurs- flokkum séu orðin tiltölulega góð og að nokkra æfingu þurfi til að slá þau. Það eru sennilega meiri líkur fyrir því en að færri efni séu á ferðinni núna, þvi séu afrek yngri flokka hérlendis borin saman við það sem gerist td. á öðrum Norðurlöndum þá standa íslenzkir krakkar jafnöldrum sin- um þar fyllilega í sporði. Eins og áður segir var aðeins eitt flokkamet sett á mótinu í Hafnarfirði. Þar var að verki efni- legur Ármenningur, Guðni Tómasson, en hann bætti fyrra met í langstökki án atrennu er hann stökk 2.76 metra. Það afrek, sem sennilega er þó einna athyglisverðast á móti þessu, er hástökk Stefáns Þ. Stefánssonar, ÍR. Bar Stefán höfuð og herðar yfir alla keppinauta sína með því að stökkva 1.68 metra, en Stefán er aðeins 14 ára gamall og nýliði i frjálsíþróttum. Stefán hefur ein- beitt sér að æfingum hástökks í vetur, og hefur árangurinn ekki látið á sér standa og framfarirnar orðið gífurlegar. Ætti Stefán að ráða auðveldlega við piltametið i einhverju þeirra móta sem eftir eru á næstunni. Bezta afrekið sem þó var unnið á móti þessu er hástökk Þórdísar Gisladóttur, ÍR. en hún stökk 1.65 m í hástökki, sem er rétt við eigið Islandsmet. Eftirtektarvert við mótið I Hafnarfirði er hin góða frammi- staða íþróttafólks úr Borgarfirði og frá Leikni í Breiðholti. Áttu þessi félög marga keppendur meðal þeirra fremstu á mótinu, og fengu meðal annars meistara. Er þetta athyglisvert fyrir þær sakir að ekki hefur kveðið mikið að keppendum frá UMSB og Leikni á frjálsiþróttamótum yngra fólks- ins. Má mikils vænta af fólki frá UMSB og Leikni í framtíðinni ef rétt verður á málum haldið, en mörg efni er að finna í fólki frá þessum félögum. Það eru þeir bræðurnir Sigvaldi og Ingimund- ur Ingimundarsynir sem hafa rif- ið upp frjálsiþróttir hjá þessum félögum, Sigvaldi hjá Leikni og Ingimundur Hjá UMSB. Alls staðar sem þeir hafa fengizt við þjálfun frjálsiþrótta hefur mikil velgengni átt sér stað og margt efnilegt fólk komið fram I dags- ljósið. Mótið i Hafnarfirði var stiga- keppni, sem lauk á þann veg að heimamenn, FH-ingar, hlutu flest sig eða 130,5. Næst kom svo UMSB með 58 stig og i þriðja sæti varð Leiknir með 35,5 stig. Urðu UMSB og Leiknir stigahæstir i pilta- og telpnaflokki (14 ára og yngri) en FH-ingar fengu svo til öll sin stig I sveina- og meyja- flokki (15—16 ára). ÍR-ingar hlutu 34 stig, USAH 33, Ármann 21, HSK 19, UBK 15 og ÍBV 5, en veitt eru stig fyrir átta fyrstu keppendur i hverri grein. Helztu úrslit mótsins urðu sem hér segir: PII.TAR: HÁSTÖKK Stefán Þ. Stefánsson IR 1.68 Kristján Kristjánsson Leikni 1.55 Ágrfmur Guðmundsson USAH 1.50 I.ANCiSTOKK AN ATR. (iuðni Tðmasson fslm. A 2.76 Stefán Stefánsson ÍR2.64 Kristján Blöndal USAH2.62 TELPUR: HÁSTÖKK M. tris Jónsdðttir UBK 1.50 Sigrún Jónsdóttir Leikni 1.40 Brynja Harðardóttir Leikni 1.35 LANÍiSTÖKK ÁN ATR. M. Ásthildur Sveinsdóttir UMSB2.51 tris Jónsdóttir UBK 2.42 Hildur Kristjánsdóttir FH 2.32 MEYJAR: HÁSTÖKK M. Þórdís Gfsladóttir f R 1.65 Hildur Harðardóttir FH 1.50 Guðrún Berndsen USAH 1.45 LANGSTÖKK ÁN ATR. M. Þórdfs Gfsladóttir 1 R 2.49 Ellý Erlingsdóttir FH 2.42 Ingibjörg Kristjánsd. UMSB2.32 SVEINAR: HÁSTÖKK ÁN ATR. M. Pétur Sumarliðason UMSB 1.35 Sigurður P. Guðjónsson FH 1.30 Haraldur Ragnarsson FH 1.25 LANGSTÖKK ÁN ATR. M. Eyjólfur Sigurðsson FH 2.76 Sigurður P. Guðjónsson FH 2.75 Haraldur Ragnarsson FH2.72 SVEINAR:HÁSTÖKK M. HJörtur Howser FH 1,70 Sigurður R. Guðjónsson FH 1,65 Pótur Sumarliðason UMSB 1,55 SVEINAR: ÞRÍSTÖKK ÁN ATR. M. Sigurður P. Guðjónsson FH 7,92 Pétur Sumarliðason UMSB 7,78 Sigþór ö. Jóhannsson FH 7,58

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.