Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 15 sterkasta eitur sem fyrirfinnst, á borð við blásýru." Krabbameinsvísindamaður- inn dr. Ludwik Gross Banda- ríkjunum segir: „Það stendur óhaggað að fluor er mjög lúmskt eitur, skaðlegt og áhrifamikið I verkun þó tekið sé I daglegum smáskömmtum. Hversu oft sem það kemur á prenti að fluorblöndun vatns sé „óskaðleg"... Þrátt fyrir að fluor sé í örlitl- um mæli í mat og drykk hefur ekki tekist að sanna vfsindalega að það sé manninum nauðsyn- legt. Hins vegar hefur verið gerð tilraun sem bendir til að fluor sé ekki nauðsynlegt lík- amanum. Dr. Obel gerði til- raunir með fluorsnautt fæði á mörgum kynslóðum dýra. Hann ræktaði matinn I rannsókna- stofu f fluorsnauðum jarðvegi og með fluorsnautt vatn, og tókst þannig að fjarlægja fluor að öllu leyti úr fæðunni. Til- raunirnar sýndu að vöntun á fluor hafði enga sjúkdóma f för með sér. Tennur urðu heil- brigðar og önnur heilsa eðlileg. Ekkert réttlætir því að kalla fluor snefilefni þar sem hann er ekki nauðsynlegur lfkaman- um. I Punjab héraði í Indlandi er ,,hart“ vatn sem olli miklum vandræðum fyrir fbúa þar. Tvær borgir voru með 3,3 ppm fluor frá náttúrunnar hendi, en athygli vakti að tannskemmdir voru mismiklar milli borganna. Var farið að athuga hvað þessu olli. Mismunurinn lá eingöngu f samsetningu vatnsins að öðru leyti. önnur borgin hafði mun harðara vatn með meira af kalsium og magnesium og þar voru tannskemmdir minni, þvf eins og áður hefur verið sagt vinnur kalsium og magnesium gegn eituráhrifum fluors. . . Natriumfluorid (tilbúið fluor) er 25 sinnum sterkara en kalsiumfluorid (náttúrulegt fluor)... Prófessor Douw Steyn hefur 35 ára rannsóknir að baki á áhrifum fluor, og hann segir: „Fluor er eitt hættulegasta eit- ur sem til er, séð frá sjónarmiði ólæknandi eituráhrifa. Er það vegna þess að eitrið sezt í lik- amann, og geta liðið 20—30—40 Framhald á bls. 38 leita báðum megin. En það veltur mikið á, hver hlutföllin eru. Borist hefur mér í hendur grein eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson: „Getum við varist tann- skemmdum?" Og greinin fjallar um fluorinn. Greinin er fróðleg, eins og vænta mátti. Og hann bendir á möguleikana til að afla upplýsinga vestan hafs og austan. Og að upplýsingarnar þurfi að vega og meta áður en ákvörðun verði tekin um fluorblöndun drykkjarvatns. — Þar fer vísinda- maður en ekki ortodoks. Það er nákvæmlega það, sem gera þarf, og gerá VERÐUR: að VEGA og META hvert atriði með og móti — á raunhæfan hátt. Það er lóðið. En það er án efa mikið vandaverk og ábyrgðarverk, því að enn eru vísindamenn ekki á eitt sáttir um fluorinn. Og fjarri þvi. Er fluor óskaðlegur sjúklingum? Er hann óskaðlegur veikburða fólki með lftið mót- stöðuafl? — Er hann hættulaus þunguðum konum og fóstrinu? Þetta er líklega alvarlegasta spurningin, sem svara verður með ENGRI ágiskun, áður en drykkjarvatn almennings verður fluorblandað. En hví ekki að hafa fluorbland- aða mjólk á markaðnum? Þá á fólk valréttinn. — Það er. réttmætt. — Hitt óverjandi, meðan óvissa um mikilvæg atriði er ríkjandi. Frá mínum bæjardyrum skoðað, á hér ekki að vera um neitt deilumál að ræða, heldur leit að hinu rétta, án öfga, án ofstækis, og fullkomnum heiðar- leika til að tryggja að svo og svo miklum fjölda verði ekki unnið, jafnvel óbætanlegt tjón á lifi og heilsu. Ingibjörg Þorgeirsdóttir: Allt er þá þrennt er Mér hefur alltaf þótt vænt um dýr, enda alin upp í sveit meðal dýra jafnt og manna. Og þótt dýr séu dýr en ég eigi að heita mann- eskja hefur mér ekki sfður verið augljós skyldleikaböndin milli mfn og þeirra en djúpið, sem að- skilur. Liggur skyldleikinn sér- lega vel í augum uppi þegar borið er saman atferli barna og dýra og þó einkum ungviðisins. Þar fyrir ber því sízt að neita að bilið, sem skilur vaxna mannveru frá dýri eru verulegt, hraðvex með barn- inu upp árin og heldur áfram að vaxa frá mannsins hálfu löngu eftir að t.d. hvolpurinn eða lamb- ið er staðnað í sinum þroska og orðið fullvaxið dýr eða skepna. Af þeim sjónarhóli séð er það sann- arlega ekkert smáræði, sem manninum hefur hlotnast fram yfir dýrin. Hins vegar virðist hann einnig hafa orðið að láta af hendi nokkurt dýrmæti, sem nú sýnist að mestu forréttindi dýr- anna einna. 1 þvi sambandi vil ég sérstaklega benda á eitt atriði. Alla sína skömmu ævi er dýrið sérstaklega verndað og varið af móður náttúru, sem leggur því i eðlið hina ómeðvituðu en hár- vissu og óbrigðulu eðlisávisun (instinkt) jafnframt því sem hún útbýr það ótrúlegustu hlifum og vonum og gefur því aldingarð áhyggjuleysisins að hvilast í. Við manninn virðist móðir náttúra hins vegar fyrir löngu hafa sagt: Heyrðu, góði. Nú hætti ég að vernda þig með tómri, blindri eðl- isvizku. Ég hefi þegar gefið þér svo mikið af greind og skynsemi, blandað smávegis siðavitundar- frækornum, að þú ættir héðan af sjálfur að geta fundið út hvaða lífsferli þér er hentast og best sæmandi sem mannveru. Já, meira að segja líka á þvi hættu- sviði, sem viðkemur viðhaldi ætt- stofnsins eða hinu jarðneska framlifi. Og þar með mátti maður- inn hrekjast út úr paradis dýr- anna út i eyðimörk og frumskóga- flækjur mannlifsins. Sumir segja að þetta hafi gerst fyrir árþúsundum, aðrir tilnefna milljónir ára. En hvað um það, enn er ekki séð fyrir endann á rangli mannsins um eyðimerkur og skógarþykkni lífsins, og ekki að undra þótt stundum kenni þreytu og leiða yfir því, hve ferða- lagið gangi „grátlega seint“ til sælulandsins. Og einmitt þá þegar leiðinn knýr á er hætt við að þessi óþreyjufulla og ófullgerða vera bregði á ýmis ráð — og öll ekki af forsjá gjörð — til að svæfa leið- ann, drepa timann og smokra sér undan streitu ábyrgðarinnar. Einkennilegt, finnst ykkur ekki, að einmitt nú virðist mann- kindinni svo gjarnt að gripa til ýmissa óyndisúrræða, einmitt núna, þegar margir álíta — og ekki að ástæðulausu — að aldrei hafi ljós hinnar hreinræktuðu hugsunar og skörpu vitsmuna log- að jafnt glatt innan höfuðskelja mannsins. Hefur þekkingarsvið hans nokkru sinni verið jafn stórt? Spannar það ekki óraviddir alheimsins? Hafa hinar tækni- legu furður heila hans og handa nokkru sinni áður verið þvilíkar? Nægir þetta ekki til að sýna hina gifurlegu yfirburði mannsins? Vissulega. Ókunnugur gestur, t.d. frá annarri stjörnu, mætti vel halda að nú hlyti þó mannveran að vera fær um að gera sér veg yfir sumar þær eyðimerkurtor- færur, sem hann áður fyrr réð ekkert við. Eins ætti sú tið að vera liðin þegar hann álpaðist til að festa sig í fúnum fenjaflóum og sökkva þar á bólakaf vegna þess að hann gætti ekki að sér fyrr en fúinn var líka kominn i hásn eigin menningarstoðir. í stuttu máli, nú ætti mannveran að vera því vaxin að skapa sér sjálf öruggt og áhyggjulaust líf. En hvernig tafl- ið stendur I dag er okkur öllum kunnugt, Við vitum að furður heila og handar eru ekki einungis notaðar til ánægju og hagsbóta heldur einnig til að auka á þján- ingar, eyða og drepa. Um það Ingibjörg Þorgeirsdóttir fræða okkur best á hverjum degi okkar algengustu stofufélagar og fræðslugjafar — útvarpið og sjón- varpið. Þvi miður virðist líka ým- islegt annað, sem það fræðir okkur um, einnig benda til að viðar en I hinu brjálaða vígbúnað- arkapphlaupi liggi Níðhöggar faldir, yrmlingar, sem nagi rætur Yggdrasils að neðan. Fyrir nokkru (11—2) voru tveir athyglisverðir þættir sýndir I Kastljósi sjónvarpsins. Fjallaði annar um hassneyslu barna og unglinga hér, hinn um uppsigl- andi kynfræðslu í skólum. I hass- þættinum komu m.a. fram einn menntaskólastjórinn hér I borg- inni og tveir skólaunglingar, auk þess sem landlæknir sagði nokkur vel valin orð um eðli hassins og áhrif. í þessum umræðum kom í ljós að sterkar líkur bentu til að um töluvert smygl á hassi væri að ræða nú orðið hér, bæði erlendis frá og innanlands til neytenda. En hvaðan og til hverra, og hveru útbreidd neyslan væri virtist enn engin vitneskja til um, sem hægt væri að henda reiður á. Drepið var og á að raddir hefðu heyrst um að gefa ætti hassneyzlu frjálsa, þar sem um svo meinlaust fiknilyf væri að ræða. En ennþá varðar sala og neyzla á hassi hér við lög. Hins vegar lýsti landlækn- íir þetta hassgras litla nytjajurt. Áhrif þess á börn og unglinga, á starfsgetu, námsgetu og viljalíf þeirra, hefðu I hvívetna reynst svo neikvæð að augljóst varð að nýr vágestur er á ferð meðal okk- ar. Seinni þáttur Kastljóss fjallaði um kynfræðsluna, sem mér skilst að allviða sé komin á og höfð á boðstólum fyrir börn og unglinga i skólunum. 1 þessum þætti komu fram tvær konur, og önnur þeirra a.m.k. var hjúkrunarkona við Heilsuvernd- arstöðina. Auk kvennanna voru mættir tveir telpuunglingar. Að- spurðar töldu konurnar réttast að hefja kynfræðsluna þegar i grunnskólanum (barnaskóla) og gefa hana þar I sambandi við nátt- úrufræði, lífeðlisfræði og heilsu- fræði. Auðvitað, hugsaði ég sam- þykkjandi. Það liggur I augum uppi að það er réttasta og auð- veldasta leiðin — og líklegust til að koma börnunum i skilning um hið eðlilega samhengi lífsins og lögmál vaxtar og þroska, og forða þeim um leið frá hleypidómum og ranghugmyndum. Já, þetta var skynsamleg byrjun. Og I fram- haldi af henni bjóst ég hálft um hálft við að þær myndu tæpa á nauðsyn þess að ungdómnum væri jafnframt bent á að dálitill munur væri þó i þessu tilliti á mönnum og dýrum. Mér flaug t.d. í hug að þótt nægja virtist skepn- unni að hafa bara náð sæmilegum kroppsþroska til þess að vera fær um að ala af sér afkvæmi og gefa því spena, — og upp á þetta pass- ar móðir náttúra yfirleitt mjög vel — þá dygði slíkt ekki að öllu mannverunni. Mannsbarnið þyrfti svo margs annars og meira með en ungviði dýranna. Þess vegna væri ef til vill gott fyrir manneskjuna að gera sér ljóst, áður en hún hlypi út i að fjölga sér þyrfti hún auk sæmilegs lik- amsþroska að hafa náð upp þó nokkrum öðrum þroska, sem í gamla daga var kenndur við and- ann. En hér var hvorki tími né rúm fyrir vangaveltur. Spurning- um var beint til telpnanna, og þær greindu þá frá þvi af feimnis- lausri hreinskilni að samkvæmt þeirra reynslu og þekkingu eða kunnugleika væri liklegast að kynlíf hæfist hjá skólabörnum a.m.k. um fjórtán ára aldur niður i ellefu ára aldurinn eða fyrr. Eftir þessar mjög svo athyglis- verðu upplýsingar unglinganna hófst dálitil sýnikennsla hjá hjúkrunarkonunni, sem dró nú fram nokkur smá-stykki, sem hún hafði tekið með til að sýna skóla- stúlkunum og öðrum. I þessum pakka var t.d. lykkjan, fyrir telp- urnar ágæt, þótt pillan væri samt handhægust, og þarna er smokk- urinn ft fulldýrt stykki. Svo ertd- aði þessi sýnikennsla að efni til eitthvað á þessa leið: Ef ykkur langar til að fá eitthvað af þessu, þá komið þið bara upp í Heilsu- verndarstöð til min. Þar fæst þetta allt, og þið getið valið um eftir vild. Og þar fáið þið um leið tilsögn i, hvernig þið eigið að nota þetta. Ef þetta væri notað rétti- lega væri engin hætta á neinni ólukkans slysni þótt börnin lékju sér saman. 0, langt I frá! Jæja, allt er þá þrennt er! Alkunna er að vin-neyzla er allt- af að færast neðar i aldurshóp- ana, og varla þarf að efast um að Framhald á bls. 38 tfo3uba LANG ODÝRUSTU 20" litsjónvarpstækin á markaðnum Vegna hagstæðra samninga við Toshiba Japan getum við boðið nokkurt magn 20" litsjónvarpstækja fyrir AÐEIWS KR. 213.915 Þetta nýja glæsilega litsjónvarpstæki er búið fjölda tæknilegra nýjunga: line-in myndlampi Blackstripe-kerfi er Árs ábyrgð. Greiðsluskilmálar EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10A sími 16995. tryggir úrvals svart-hvíta mynd jafnt og litmynd. Sjálfvirk afsegulmögnun. ÚTSÖLUSTAÐIR: KB. Borgarnesi Versl. SP, Hvammstanga KS, Sauðárkróki KEA, Akureyri KÞ, Husavik Kaupf Héraðsbúa. Egilsstöðum Hljómver, Akureyri Karl Hálfdánarson, Húsavik Kjarni, Vestmannaeyjum Radió og sjónvarpsstofan, Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.