Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 13 Um fiskmjölsverk- smiðju á Snæfellsnesi Yfirlýsing frá hreppsnefndum Neshrepps ut- an Ennis og ólafsvfkurhrepps um fiskmjöls- verksmiðju ð á Snsfellsnesi. Vegna frétta I fjölmiðlum um fiskmjölsverksmiðju á Snæfells- nesi óska hreppsnefndir Ólafs- vfkurhrepps og Neshrepps utan Ennis að eftirfarandi komi fram. Fiskverkendur í Rifi, Ólafsvfk og Hellissandi stofnuðu með sér hlutafélag Nesmjöl h.f. þann 6. apríl 1974 f þeim tilgangi að koma upp fiksmjölsverksmiðju er unn- ið gæti allan feitfisk. Stjórn Nesmjöls h.f. óskaði sfð- an eftir þvf við þingmenn Vestur- lands að kannað yrði á Alþingi hvort vilji væri fyrir þvf að rfkið byggði slíka verksmiðju á utan- verðu Snæfellsnesi með tilliti til vaxandi loðnuveiði, en engin slfk verksmiðja er nú til á svæðinu frá Akranesi að Bolungavík. Studdu sveitarstjórnir Neshrepps og Ólafsvfkurhrepps þessa ákvörð- un, ennfremur ýmsir opinberir aðilar svo sem Samtök sveitarfél- aga á Vesturlandi. Alþingi samþykkti í maí 1975 að ríkisstjórnin léti kanna hvort hag- kvæmt væri að byggja og starf- Framhald á bls. 38 Tillaga til þingsályktunar: Könnun á staðarvali til stóriðju norð- anlands og austan Tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Sverrir Hermannsson, leggja til í tillögu til þings- ályktunar, að ríkisstjórnin láti gera fræðilega athug- un á heppilegasta staðar- vali til stóriðju á Norður- landi og Austurlandi. í greinargerð segir að tillaga þessi hnfgi ekki að því, að tekin verði ákvörðun um frekari stór- iðjuframkvæmdir. Hins vegar sé eðlilegt að hafa handbærar athug- anir á hugsanlegum stöðum fyrir slfk fyrirtæki í þeim landshlutum, sem til greina koma, en bæði á Norðurlandi og Austurlandi séu fjölmargir staðir, sem til álita komi, hvort sem af framkvæmd- um yrði fyrr eða sfðar. Flutningsmenn telja fráleitt að velja fleiri stóriðjufyrirtækjum Árni Kristjánsson 1. stýrimaður á Hrafni GK 12. álag á honum, en þó held ég að það sé frekar á stærri skipunum, þau eru þung í vöfum þegar þau eru komin með fullfermi. Hann þarf einnig að sjá um ýmsar redd- ingar í landi en hann þarf ekki að vera viðstaddur þegar landað er. Að lokum var Árni spurður að því hvað tæki við eftir loðnuna: — Við förum á netin geri ég ráð fyrir. Það tekur svona 2 til 3 daga að gera klárt fyrir netin, þegar loðnuvertfðin er búin, svo verður haldið áfram strax og hægt er, sagði Árni Kristjánsson að lokum. í Gríndavík: stað á Suðvesturlandi. Ef að ráði yrði að reisa enn eitt slfkt stórfyr- irtæki, ætti staðarvalið að vera norðanlands eða austan. Yrðu þau tvö, ætti sitt að hvera f hvorum landshlutanum. í greinargerð þingmannanna segir ennfremur: „Vart mun hvarfla að nokkrum manni, að enn ein stórvirkjun verði byggð á eldvirknisvæði, eftir að fram- kvæmdum lýkur við Hrauneyja- foss, sem raunar hefði verið eðli- legra að skjóta aftur fyrir stór- virkjanir á Norðurlandi og Austurlandi, ef rannsóknum og undirbúningi þar hefði miðað Iengra. — Við athugun þá, sem tillaga þessi gerir ráð fyrir, yrði að sjálfsögðu haft fullt samráð við stjórnvöld í hverju héraði, og ekki er hugmynd flutnings- manna, að á málum verði haldið á neinn þann veg, sem gengi á snið við vilja heimamanna." Ný námsbók í íslenzku Út er komin hjá Bókaútgáfunni Iðunni ný námsbók í íslensku, Setningarfræði, málfræði, hljóð- fræði eftir Ingólf R. Björnsson. í bókinni er fjallað um gamal- kunnugt námsefni á nýstárlegan hátt. Efnið er sett fram eftir reglum um þrepanám (programmed instruction) þar sem afmarkaðir þættir eru teknir fyrir stig af stigi en svör eru við öllum verkefnum. Mun þetta vera fyrsta kennslubók sinnar tegundar á íslensku. Bókin er einkum ætluð sem kennslubók i 3. og 4. bekk gagn- fræðastigs. Hún hentar einnig til sjálfsnáms þeim sem rifja vilja upp íslenska málfræði og setningarfræði. Bókin er 176 bls. að stærð, prentuð i Hafnarprent. Portúgalar í 200 mílur Líssabon, 26. febr. Reuter. Frumarp um útfærslu portúgölsku fiskveiðilögsögunnar i 200 mílur verður bráðlega lagt fyrir þingið að þvi er tilkynnt var f dag. Stjórnin samþykkti frum- varpið f gær. Leiðrétting Með greininni líf f þágu líknar og hjálpar f sfðustu Lesbók misrit- aðist nafn höfundarins, Bryndísar Bjarnadóttur (Benediktssonar frá Húsavík). Sömuleiðis komst ruglingur á myndatexta. Þar sem stendur Brekka f Fljótsdal á að vera Grenjaðarstaður. Þar sem stendur Grenjaðarstaður á að vera Brekka í Fljótsdal. BÓKAMARKAÐURINN f Iðnaðar- mannahúsinu stendur sem hæst þessa dagana og þar var þröng á þingi f gærmorgun eins og þessi mynd RAX ber með sér. Er þetta í 17. sinn, sem Félag fslenzkra bóka- útgefenda gengst fyrir markaði sem þessum. Er margt eigulegra bóka til söiu og er Bókamarkaðurinn opinn virka daga frá 9 — 18, föstudögum 9 — 22 og á laugardögum frá 9 — 16. Bókamark- aðurinn í 17. skipti Landssamband iðnverkafólks: Aðildarfélög segi upp samningum MORGUNBLAÐINU hef- ur borizt samþykkt fundar í fullskipaðri stjórn Lands- samband iðnverkafólks, sem haldinn var sl. mið- vikudag. Þessi fundur beinir því til að- ildarfélaganna að þau segi upp gildandi kjarasamningum, svo að þeir renni út eigi síðar en 30. apríl nk. með það aðallega fyrir augum, að vinna upp þá gífurlegu kjaraskerðingu, sem átt hefur sér stað undanfarið, eins og segir f samþykktinni. Fundurinn tekur undir þá kröfu sem kemur fram í kjaramálaályktun sfðasta ASÍ- þings, að lágmarkslaun verði ekki undir eitt hundrað þúsund krón- um á mánuði, tryggðum með óskertri vfsitölu. BANK ASTRÆTI stórútsala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.