Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 20
pliírrgíiwMa^ii^ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 í lausasölu 60 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 kr. á mánuði innanlands. 00 kr. eintakið. MORGUNBLAÐIÐ; ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 20 Iforystugrein Morgun- blaðsins i fyrradag var harðlega gagnrýnd sú tillaga kjaramálaráðstefnu Alþýðu- sambands íslands að setja skuli á innflutningshöft um eins árs skeið. Þegar á heildina er litið er greínargerð ASÍ einkenni- legur hrærigrautur, þar sem saman fara að hluta til skynsamlegar hugmyndir en að öðru leyti efnahagslegar endaleysur. Er engu líkara en einhverjir pólitískir púkar hafi komizt í skynsamlegt uppkast og snúið öllu við En hvað er skynsamlegt í greinargerð ASI? Þegar grannt er skoðað kemur í Ijós, að kjarni hennar er öðrum þræði sá að draga beri úr ríkis- umsvifum og opinberri fjárfest- ingu í því skyni að bæta kjör almenníngs, m.ö.o. Alþýðu- samband íslands leggur til, að dregið verði úr hinni svoköll- uðu samneyzlu til þess að hægt sé að auka einkaneyzlu. Hingað til hafa stjórnmálaöfl- in á vinstri væng stjórnmál- anna ekki mátt heyra minnzt á skerðingu samneyzlu til þess að auka einkaneyzlu og í um- ræðum á opinberum vettvangi síðustu misseri um stefnuna í efnahagsmálum hefur það hvað eftir annað komið í Ijós, að samstarfsflokkur Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjórn, Framsóknarflokkurinn, hefur verið þeirrar skoðunar, að ekki eigi að draga úr hinni svo- nefndu samneyzlu. Þegar slik stefnubreyting verður hins vegar hjá verkalýðssamtök- unum og svo virðist sem al- menn samstaða hafi orðið um hana í miðstjórn Alþýðu- sambandsins og á kjaramála- ráðstefnunni, þar sem sæti eiga fulltrúar hinna ólíkustu stjórnmálaskoðana, verður að ætla, að meiri hljómgrunnur sé nú fyrir því en áður að draga markvisst úr rikisumsvifum og opinberri fjárfestingu, en það er einmitt sú stefna í efnahags- málum, sem Morgunblaðið hefur hvatt mjög eindregið til á undanförnum misserum. Sú stefnumörkun kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambandsins, sem hér er visað til kemur fram í greinargerð ráðstefnunnar. Þar segir m.a. um fjárfestingar- mál: „ASÍ leggur áherzlu á, að full atvinna verði tryggð í þeim efnum verði aðaláherzla lögð á aukna framleiðslu og á hagkvæma og skipulega fjár- festingu í þágu atvinnuvega landsmanna. Undanfarin ár hefur fjárfestingin hér á landi numið þriðjungi af þjóðarfram- leiðslu á ári samanborið við um 20%, sem algengast er í ná- lægum löndum. Á yfirstand- andi ári er ráðgert, að heildar- fjárfesting nemi 85,6 milljörð- um króna og þar af 79,6 milljörðum, sem teknar yrðu af þjóðarframleiðslu ársins. ASÍ telur óhjákvæmilegt, að fjár- festingarmálin verði tekin til rækilegrar endurskoðunar með það fyrir augum, að óæskileg fjárfesting eða beinlinis röng fjárfesting verði ekki til þess að hamla gegn óhjákvæmilegum launahækkunum." Nú er það að vísu svo, að á sl. ári fór að draga mjög úr fjárfestingu sem hluta af þjóðarframleiðslu, en hún jókst stórlega á tímum vinstri stjórnar En það fer ekki á milli mála, að hér mælir kjaramálaráð- stefna Alþýðusambandsins með því, að við drögum svo úr fjárfestingu okkar, að hún verði nær því marki, sem tíðkast með nálægum þjóðum. Ráðstefna Alþýðusambandsins skilgreinir ekki nánar hvaða fjárfestingu verkalýðshreyfingin vill draga úr, en ætla verður, að það sé fyrst og fremst opinber fjár- festing af ýmsu tagi, sem út af fyrir sig getur verið þörf, en getur tæpast heyrt til hinna brýnustu nauðsynjamála. Og þótt Morgunblaðið ætli ekki að leggja forsvarsmönnum Alþýðusambandsins orð i munn, þá er það auðvitað Ijóst, að við höfum á undanförnum árum fjárfest miklu meira í endurnýjum fiskiskipaflotans en þörf var á og enn erum vrð að flytja inn nýja stórvirka skut- togara til þess að veiða fisk, sem ekki er til, enda öllum Ijóst, að sá togarafloti, sem nú er til i landinu getur gert miklu meira en veiða þann þorsk, sem óhætt er að veiða á næstu árum. Undir þá skoðun Alþýðusambandsins að draga beri mjög verulega úr fjár- festingu er ástæða til að taka mjög eindregið, en auðvitað gera forsvarsmenn ASÍ sér grein fyrir að sá samdráttur i fjárfestingu, sem þeir hvetja til hefur vissar hættur i för með sér fyrir atvinnuástandið. Þá vekur það einnig athygli, að kjaramálaráðstefna Alþýðu- sambandsins vill skera niður opinberar skattaálögur að upp- hæð 7,2 milljarðar króna með lækkun söluskatts, afnámi sjúkragjalds og lækkun vöru- gjalds, og telur, að á þann hátt megi lækka verðlag og útgjöld um 4%. Þessi tillaga er væntanlega vísbending um að ASÍ vilji draga úr ríkisumsvifum og minnka hlutdeild ríkissjóðs í þjóðarbúskapnum Sém slík er hugsunin lofsverð. En þegar Alþýðusambandið á að svara því, hvernig mæta beri þessu tekjutapi ríkissjóðs verður til- lögugerðin ekki jafn skýr. Lagt er til að fresta áætlaðri lækkun á skuld ríkissjóðs hjá Seðla- banka um 2 milljarða króna og að öðru leyti er lagt til að ná auknum sparnaði í rekstrarút- gjöldum og bæta skattaeftirlit og skattalög þannig, að at- vinnureksturinn greiði meiri skatta En forsvarsmenn ASÍ eru þá væntanlega reiðubúnir til þess að horfast í augu við þá stað- reynd, að 7 milljarða lækkun á rikisútgjöldum næst ekki fram nema með því að gera veruleg- ar breytingar á tryggingarkerfi landsmanna og ná fram um- talsverðum sparnaði á skóla- kerfinu, og heilbrigðiskerfinu. Þótt, kjaramálaráðstefna Alþýðusambandsins segi það ekki berum orðum, að tíma- bært sé orðið að taka tryggingarkerfið, heilbrigðis- kerfið og menntamálin upp til skoðunar i þvi skyni að tryggja þar verulegan sparnað eru for- ystumenn verkalýðssamtak- anna svo raunsæir menn, að þeir hafa auðvitað gert sér Ijóst, að ekki væri hægt að ná fram þeim samdrætti i ríkisum- svifum sem þeir leggja til nema með því að taka þessa þætti rikisútgjalda fyrir en þeir nema um 50% af heildarútgjöldum rikissjóðs. Hins vegar er ein- kennilegt að sjá, að i öðru orðinu hvetur ASÍ til þess að létt verði opinberum álögum af atvinnurekstrinum til þess að hann geti greitt hærra kaup- gjald, en í hinu orðinu er krafizt aukinnar skattlagningar at- vinnufyrirtækja. Alþýðusam- bandið krefst vaxtalækkunar sem skuldakóngar mundu fagna, en svarar því ekki hvernig þá eigi að tryggja hag .sparifjáreigenda, sem margir hverjir eru lífeyrisþegar og lág- launafólk, sem forysta ASÍ hef- ur miklar skyldur við. Þá er það sérkennilegt að annars vegar er hvatt til niðurskurðar á rikisum- svifum en hins vegar sagt að ekki megi skerða félagslega þjónustu. Það eru þessar undarlegu andstæður, sem vekja upp spurningar um greinargerð ASÍ sem að megin- efni til stefnir þó að niðurskurði samneyzlu og aukinni einka- neyzlu en það eru markmið, sem Morgunblaðið, ríkisstjórn- in og ASÍ geta orðið sammála um. r Efnahagsstefna ASI Náttfari ÞH 60 2717* Vörður ÞH 4 2712 VíkurbergGK 1 - 2630 Skógey SF 53 2468 Faxi GK 44 2408 Ársæll Sigurðsson GK 320 2372 Vonin KE 2 2264 Arnarnes HF 52 2231 Andvari VE 100 2219 Sigurbjörg OF 1 2167 Kári Sölmundarson RE 102 1971 Árni Magnússon AR 9 1833 Bylgja VE 75 1747 ólafur Magnússon EA 250 1714 Sóley AR 50 1337 Arnar AR 55 1333 Bjarnarey VE 501 1332 GeirGoðiGK 220 1310 Snæfugl SU 20 1306 Bára GK 24 1289 Bergur VE 44 1144 Þorkatla II GK 197 1079 Alsey VE 502 1022 Reykjanes GK 50 967 Sölvi Bjarnason BA 65 942 Klængur AR 2 851 Sandafell, GK 82 525 Hamravfk, KE 75 476 Suðurey, VE 500 457 Hringur, GK 18 406 Steinunn, SF 10 .390 Ásborg, GK 52 355 Glófaxi, VE 300 341 Steinunn, RE 32 154 Skipafjöldi 80 Vikuafli 79936 lestir Heildarafli 345878 lestir Aflamagn á einstökum stöðum 26. febr. J977 Viku Heild aflí araflí Veslmannaeyjar 13684 50064 Seyðirfjörður 7734 47767 Neskaupstaður 1429 31874 Raufarhöfn 27507 Siglufjörður 1429 24729 Eskifjörður 4673 24377 Vopnafjörður 4673 21395 Reyðarförður 3230 18624 Hornafjörður 2404 12404 Grindavfk 8887 11186 Reykjávfk 8921 10026 Fáskrúðsfjörður 1867 9355 Þorlákshöfn 3982 9179 Stöðvarfhörður 1711 8071 Djúpivogur 2036 7603 Akranes 7101 7101 Akure. /Krossan. 6318 Keflavfk 4522 5515 Hafnarfjörður 3362 4370 Sandgerði 3560 3832 Breiðdalsvfk 835 3538 Bolungavfk 835 1045 Þórður Jónasson EA 350 Asberg RE 22 Huginn VE 55 Guðmundur Jónss GK 475 Helga II RE 373 Bjarni Olafss AK 70 Kap II VE 4 óskar Halldórsson RE 157 Sæbjörg VE 56 Stapavfk SI 4 Helga RE49 Magnús NK 72 Svanur RE 45 Húnaröst AR 150 Hrafn Sveinbjarnarss. GK 255 Skfrnír AK 16 Keflvíkingur KE 100 Gunnar Jónsson VE 555 Freyja RE 38 Ársæll KE 77 Hilmir KE 7 Flosi fS 15 tsleifur VE 63 Dagfari ÞH 70 Sæberg SU 9 6557 6545 6287 5749 5734 5671 5552 5382 5301 4328 4223 4207 4062 3920 3906 3838 3602 3448 3426 3399 3338 3307 3188 2821 2746 Börkur aflahæst- ur í vikulokin Heildaraflinn 185 þús. lestum meiri en í fyrra 10880 10062 10053 »917 9076 8780 örn KE 13 8722 AlbertGK 31 8163 Loftur Baldvinss FA 24 8089 Rauðsey AK 14 8021 FífillGK 54 7878 Skarðsvfk SH 205 7782 Jón Finsson GK 506 7563 HrafnGK 12 7074 Árni Sigurður AK 370 6989 Gullberg VE 292 6898 Hákon ÞH 250 6713 Helga Guðmundsd BA 77 6638 Aflaskipið Börkur HEILDARAFLINN sfðastliðna viku var samtals 79.936 lestir og samkvæmt skýrslum Fikifél- ags Islands höfdu 80 skip feng- ið einhvern afla sl. laugardags- kvöld. Heildaraflinn frá byrjun vertíðar var þá orðinn samtals 345.878 lestir en á sama tíma f fyrra var heiidaraflinn samtals 161.447 lestir og þá höfðu 76 skip fengið afla. Börkur NK var aflahæsta loðnuskipió í lok vikunnar með 13.100 lestir, en skipstjórar á Berki eru þeir Sigurjón Valdi- marsson og Magni Kristjáns- son. Þá kom Guðmundur RE með 12.414 lestir, skipstjórar Páll Guðmundsson og Hrólfur Gunnarsson og þriðja hæsta skipið var Sigurður RE með 12.079 lestir, skipstjórar Har- aldur Ágústsson og Kristbjörn Árnason. Loðnu hafði í vikulokin verið landað á 22 stöðum á landinu en Vestmannaeyjar voru hæsta löndunarstöðin með 50.064 lest- ir, þá Seyðisfjörður með 47.767 lestir og loks Neskaupstaður með 331.874 lestir. Eftirtaldir bátar hafa fengið afla á loðnuvertfðinnni. Börkur NK 122 131»« Guömundur RE 29 12414 Sigurrtur RE 4 12079 Grindvfkingur GK 606 PóturJónsson RE 69 Gfsli Árni RE 375 Súlan EA 300 HilmirSU 171 EldborgGK 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.