Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1977 21 Enn eitt áfall hjá ÍBV PETUR HAFÐIVINNINGINN í BIKARGLÍMUNNI EFTIR MJÖG SKHVMTIŒGA KffPI\ll 1. DEILDAR lið IBV f knatt- spyrnu hefur orðið fyrir enn einu áfalli. Markvörður liðsins, Ársæll Sveinsson, sem verið hefur einn bezti maður liðsins, mun ekki ieika með þvf f sumar. Er Ársæll á förum til Danmerkur þar sem hann mun starfa hjá fyrirtæki þvf sem reisti fþróttamannvirkin f Vestmannaeyjum. Ekki er vitað hvort Ársæll hyggst stunda knatt- spyrnu f Danmörku, en vafalaust á hann fremur auðvelt með að komast þar inn f allgóð lið. Segja má að ÍBV-liðið hafi orðið fyrir hverju áfallinu af öðru nú undanfarið. örn Öskarsson hefur ákveðið að leika með KR næsta sumar, og Viðar Elíasson mun leika með Vfkingi. Þá var Þórður Hallgrímsson skorinn f hné fyrir tveimur vikum og missir örugg- lega af fyrstu leikjum 1. deildar keppninnar. Einar Friðþjófsson þjálfar svo Austra á Eskifirði. Hins vegar hafa ÍBV-liðinu bætzt tveir nýir liðsmenn. Eru ' það þeir Magnús Þorsteinsson sem lék með 2. deildar liði Ármanns í fyrra og Hannes Leifs- „ÞAÐ var hörkukcppni í 1500 metrunum á finnska ineistaramótinu, en ég hafði þó ekki við þeim tveimur fyrstu og varð að sætta mig við þriðja sætið. Ég er þó mjög ánægð með tímann, því ég var þreytt frá fyrri deginum. Tími minn er líka um 30 sekúnd- um betri en fyrra tslands- met,“ sagði Lilja Guðmundsdóttir í viðtali við Mbl. í gær. Eins og Mbl. skýrði frá á laugardaginn varð Lilja finnskur meistari í 800 metrum á 2:09,72 sek., en hún sigraði f hlaupinu með 1 sekúndu. Síðari daginn hlaut Lilja svo bronsið í 1500 metrum með þvi að hlaupa á 4:27,38, sem að sjálf- son, Fram, sem nú ætlar að hefja knattspyrnuæfingar að nýju. Hannes var á sínum tíma ungl- ingalandsliðsmaður í knatt- spyrnu, og er ekki að efa að hann Verður fljótur að ná sér á strik að nýju, en sem kunnugt er hefur Hannes þjálfað handknattleik f Vestmannaeyjum í vetur og Ieikið með Þór. Ársæll — fer til Danmerkur. sögðu er nýtt met, og jafnframt nokkuð nálægt því sem Lilja hefur náð bezt utanhúss. í hlaup- inu sigraði finnsk stúlka sem hlaupið hefur á 4:12 utanhúss, en sú varð þó aðeins 1,2 sekúndum á undan Lilju. — ágás. TVlBURABRÆÐURNIR sterku úr Þingeyjarsýslu, Pétur og Ingi Yngvasynir, virðast vera f nokkr- um sérflokki fslenzkra glfmu- manna um þessar mundir og ann- ar hvor þeirra sigrar ef þeir eru á annað vorð meðal þátttakenda. Á sunnudaginn voru þeir báðir meðal keppenda f bikarglfmunni og nú var það Pétur Yngvason, sem sigraði, en Ingi bróðir hans vann þessa keppni f fyrra. Guð- mundur Freyr Halldórsson úr Ár- manni komst upp á milli þeirra bræðra og varð f 2. sæti að þessu sinni og hefur Guðmundur varla verið sterkari en hann er núna. Allgóð þátttaka var í bikarglím- unni þvf 10 glímumenn mættu til leiks f flokki fullorðinna, en fjórir kepptu í flokki unglinga og drengja. Er þátttakan i yngri flokknum reyndar ekki nægilega góð og nauðsynlegt að gera átak til að þjóðaríþróttin skipi á nýjan leik þann virðingarsess, sem hún tvímælalaust á að hafa meðal þjóðarinnar. Eins og áður sagði sigraði Pétur Yngvason í bikarglímunni og fékk hann 7 vinninga af 8 mögu- legum. Tapaði Pétur engri glfmu, en gerði jafntefli við þá Guðmund Ólafsson og Halldór Konráðsson. Guðmundur Freyr — sá skemmti- legi glfmumaður — fékk 6 vinn- inga, hann tapaði fyrir bræðrun- um Pétri og Inga. Ingi varð síðan í þriðja sæti með 5!4 vinning, tap- aði fyrir Pétri og Halldóri, gerði jafntefli við Guðmund Ólafsson. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu voru miklar sviptingar i keppninni og gerði það hana eðli- Danir burstuðu V-Þjóðverja DANIR og Vestur-Þjóðverjar léku tvo landsleiki f handknattleik um helgina og fóru báðir leikirnir fram f Danmörku. Fyrri leiknum lyktaði með jafntefli, 16—16, eftir að Danir höfðu haft eins marks forystu, 9—8, f hálfleik, en seinni leikinn unnu Danir með miklum yfirburðum, 24—12, eftir að staðan hafði verið 12—5 í hálfleik. Segja dönsku blöðin, að danskt handknattleikslandslið hafi ekki sýnt eins góðan leik í áraraðir og það gerði að þessu sinni, en liðið var skíþað sömu leikmönnum og komu hingað og léku þrjá landsleiki við Islend- inga skömmu fyrir jól. Var það þó einkum og sér f lagi stórkostleg markvarzla Mogens Jeppesens í marki Dananna sem lagði grunninn að þessum óvænta stórsigri þeirra. Markhæstur f liði Danmerkur f fyrri leiknum var Ánders Dahl Nielsen með 4 mörk, en Michael Berg var markhæstur í seinni leiknum með 6 mörk. Oepen var markhæstur Þjóðverjanna f fyrri leiknum með 5 mörk, en Deckarm í seinni leiknum með 5 mörk. LILJA ÞRIÐJA lega mjög skemmtilega. Þá vekur það athygli, að einn léttasti kepp- andinn leggur nokkra af þeim þyngstu og sterkustu. I yngri flokknum sigraði Reyð- firðingurinn Auðunn Gunnarsson og félagi hans, Marinó Marinós- son, einnig frá Reyðarfirði. Urslit i bikarglfmunni urðu annars sem hér segir: Eldri flokkur: vinningar Pétur Yngvason HSÞ 7 Guðmundur F. Halldórss. Á 6 Ingi Yngvason HSÞ Guðmundur Ólafsson Á 4!4 Eyþór Pétursson HSÞ 4 Halldór Konráðss. V 4 Kristján Yngvason HSÞ 3!4 Óskar Valdimarss. V 1*4 Árni Bjarnason KR 0 Hjörleifur Sigurðsson HSÞ hætti keppni vegna meiðsla. Yngri flokkur: Auðunn Gunnarss. UÍA 2H Marinó Marinósson UÍA 2 Helgi Bjarnason KR 1 Helgi Kristjánsson V !4 Bikarglfman var óvenjulega tvfsýn að þessu sinni og margar viðureign- irnar hinar tilþrifamestu, eins og sjá má á þessari mvnd. ÍSLENDINGAR VEÐJUÐU Á RANGAN HEST - og því var ekkert „njósnað" um Hollendinga Það verða Tékkar, Búlgarir, Svfar, Frakkar, Austur- Þjóðverjar, tslendingar, Spán- verjar og Hollendingar sem keppa um þau sex sæti sem B-heimsmeistarakeppnin f Austurrfki veitir f A- heimsmeistarakeppninni sem fram mun fara f Danmörku næsta vetur. Leika fjórar fyrst nefndu þjóðirngr f milliriðli f Vfn, en fjórar sfðastnefndu f milliriðli sem fram fer f Linz, sem er borg t norðurhluta Austurrfkis. Gilda úrslit f inn- byrðis leikjum áfram f milli- riðlakeppnina, þannig að Spán- verjar og Austur-Þjóðverjar hafa t.d. tvö stig þegar keppnin f milliriðlinum f Linz hefst, en tslendingar og Hollendingar ekkert stig. Leikirnir f Vín verða þannig að á þriðjudagskvöld leika Tékkar og Frakkar og Búlgarir og Svfar og á fimmtudaginn Tékkar og Svíar og Búlgarir og Frakkar. I Linz leika á þriðju- daginn Austur-Þjóðverjar og Hollendingar, íslendingar og Spánverjar og á fimmtudaginn leika íslendingar við Hollend- inga og Spánverjar og Austur- Þjóðverjar. Báðir fslenzku leik- irnir hefjast kl. 20.00 að staðar- tfma. Þrjú efstu liðin f hvorum milliriðli tryggja sér sæti f úr- slitakeppninni, en leikið verður um endanlega röð f Vfn um næstu helgi. BINDA VONIR VIÐ SIGUR GEGN HOLLENDINGUM Úr því sem komið er verður það að teljast aðalvon íslend- inga til þess að komast áfram í A-heimsmeistarakeppnina að vinna Hollendinga f milliriðlin- um, en harla ólíklegt má teljast að þeir veiti þar Austur- Þjóðverjum keppni að ráði. Litlar lfkur eru hins vegar á því að tslendingar vinni Spánverja f milliriðlakeppninni, þar sem þeir eiga .geysilega góðu liði á að skipa. Hin óvæntu úrslit f leik Norð- manna og Hollendinga setja strik f reikninginn fyrir Islend- inga, en búizt hafði verið því að Norðmenn yrðu mótherjar okk- ar þar. Stjórnendur íslenzka liðsins höfðu ekki gert ráðstaf- anir til þess að njósnað væri um Hollendinga, en á sunnudaginn var strax hafizt handa við að útvega kvikmynd sem tekin hafði verið af leik Hollendinga og Norðmanna og hafði Karl Wang, formaður norska handknattleikssambandsins, milligöngu um það, en hann var eftirlitsmaður á leikjunum í Klagenfurt. Segja má að það hafi verið mistök að senda ekki mann eða menn til þess að fylgjast með leikjum Hollendinganna. Tveir menn fóru hins vegar á sunnu- daginn til þess að fylgjast með leik Spánverja og Norðmanna, Sigurður Jónsson, formaður HSl, og Karl Benediktsson, landsliðsnefndarmaður, og voru þeir félagar sammála er Morgunblaðið ræddi við þá, að spánska liðið væri geysisterkt — það léki hraðan og fjöl- breyttan handknattleik og yrði örugglega erfitt viðureignar fyrir íslenzka liðið. Það er um leik Hollendinga og Norðmanna á laugardaginn að segja að Norðmenn náðu fljótt forystu f þeim leik og var staðan 10 — 6 þeim f vil f hálfleik og í byrjun seinni hálf- Ieiks komust svo Norðmenn í 12—6. En þar með fór hollenzka liðið f gang svo um munaði, jafnaði 17 — 17 þegar 3 mfnútur voru til leiksloka og skoraði sigurmark sitt á loka- mfnútunni. Norðmenn verða því að bíta f það súra epli að falla niður í C-riðil næstu heimsmeistara- keppni ásamt Austurríkis- mönnum, Portúgölum og Sviss- lendingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.